Þjóðviljinn - 09.03.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.03.1960, Blaðsíða 10
30) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 9. marz 1960 Rœðan sem ekki mátti útvarpa Framhald af 7. síðu. hcyra, Efnáhagssamvinnu- stofnun Evrópu og var upphaflega meiningin að roynda eina blökk, ekki tvær. En hinir voldugu í, þessum blökkum gátu ekki samið sín í milli — af þeirri einföldu ástæðu að hver fyrir sig vildi hafa sem mest í sinn hlut. Það voru hagsmunamót- setningarnar sem réðu, eins og fyrri daginn. Það er ekki nóg með að blakkirnar urðu tvær, heldur er og mikil keppni innan hvorrar blakk- arinnar fyrir sig, samanber ástandið í kolaframleiðslu Belgíu annarsvegar og Vest- ur-Þýzkalands hinsvegar. Manni verður á að spyrja hvort það muni vera svo æskilegt að tengjast þessum blökkum á einn eða annan I þróttir Framhald af 9. síðu. iðara að venjast því en menn gera ráð fyrir. Þessi reynsla þeirra, sem far- ið hafa til Spánar frá Brasilíu. hefur orðið til þess að margar jaðrar stjörnur Brasiliu hafa dregið það að gera samninga við spönsk lið. Þannig hefur t.d. Pele, sem fengið hefur mjög freistandi tilboð, gert samning við gamla félagið sitt, Santos, um það að leika með því til árs- loka 1965. hátt, þegar sýnt er að þar er hver höndin á móti ann- arri, að það eru aðeins hags- munir hins sterka, sem koma til með að ráða málum. Til viðbótar má svo minna á að sum löndin í Vestur-Ev- rópu eru nú að setja 10-15% innflutningstoll á aðalút- flutningsvöru okkar, freð- fiskinn. Þá má minna á hina bitru reynslu, sem við höfum haft af Bretum. Öllum er í fersku minni þegar þeir settu inn- flutningsbann á fiskinn okkar þegar þáverandi ríkisstjórn jók landhelgina um eina mílu. Og ekki ætti að þurfa að minna á hernaðaraðgerðir þeirra gegn okkur í sambandi við hina nýju lar.dhelgi. Við löndin í austri höfum við haft mikil og góð við- skipti um árabil. Þegar Bret- ar settu löndunarbannið á þá voru viðskiptasamningar þeir sem við gerðum við Sovét- ríkin í raun og veru okkur til bjargar. Þeir í, Sovétríkj- unum og öðrum austrænum ríkjum hafa keypt mikið af okkur og greitt með góðu verði. Má í þessu sambandi benda á að síðasti samningur okkar við Rússa, samningur sem gerður var fyrir nokkr- um vikum, var okkur enn hagstæðari en fyrri samning- ar. Þeir fallast á að greiða okkur no'kkuð hærra verð fyr- ir karfaflök en áður, en hins- vegar lækka þeir verðið á olium og bensí.ni um 10-13%. Það er fyrst og fremst vegna hinna stórfelldu við- skipta við löndin í austur- vegi að hægt hefur verið að halda fullri atvinnu í öllu landinu með þeim afleiðingum að lífskjörin eru enn sem komið er svo góð sem raun ber vitni um. Mín skoðun er sú að við eigum að kappkosta að vernda alla þá markaði fyr- ir afurðir sem við höfum,^: hvort sem þeir eru í austri [ eða vestri. Og við eigum aði gera meira. Við eigum að reyna að auka þessa mark- aði eftir beztu getu—og þá hef ég í huga hugsanlega fram- leiðsluaukningu okkar, en að því kem ég síðar. Ef» við stóraukum inn- flutning okkar frá Vestur- Evrópu og greiðum þann innflutning með erlendu láni, því varla verður skjótlega mikil aukning á útflutningi okkar þangað, þá erum við að gera það á kostnað við- skipta okkar við austrið og jafnframt erum við að tengj- ast um of — að mínu viti ótraustu markaðskerfi. Ég segi aftur: Við skulum leggja allt kapp okkar á að eiga sem eðlilegúst og vin- samlegust og mest viðskipti við austrið og vestrið. Það verður okkur heilladrýgst í bráð og lengd. Ég hef þá minnzt á nokkra annmarka, sem ég tel vera á frumvarpinu um efnahags- málin. Þetta frumvarp hefur valdið miklu róti með allri þjóðinni. Það er sízt að furða. Hér er um svo stórfelldar skurðaðgerðir að ræða, að sliks dæmi þekkist ekki í sögu okkar þjóðar. Þeir ann- marka sem ég hef minnzt á eru allir svo gífurlegir að það er í raun og veru furðu- legt, að ríkisstjórn, sem ekki hefur meiri þingmeirihluta en raun ber vitni, skuli voga sér að koma með slikar til- lögur. ElPSPÝTUR ERU EKKI BARNALEIKFÖNG! Cerasímof Húseigendafélag Reykjavíkur •RniCKMVIMNUSTOFA OC VHHiCUASALA Laufásvegl 41a. Sími 1-36-73 Framhald af 4. síðu. þessum efniviði viðeigandi sérstætt form. Síðan svaraði Gérasímof ýmsum spurningum. Hann sagði m.a.: Ég geri engan höfuðmun á því að sýna stórfengleik tímanna á breiðu. epísku plani, eða að kjósa þröngt svið veruleikans. þröngan hóp manna sem full- trúa hinó' mikla lífs. Snilld kvikmyndamanns er framar öðra fólgin í því að kunna skil á hinum flóknu tengsl- um hins .stóra og hins smáa. Ennfremur: Við höfum ýms- ar áætlanir á prjónunum um fleiri og betri kvikmyndir fyrir börn. Kvikmyndaverin í Moskvu hafa þegar sett upp tvær deildir þar sem unnið verður að töku slíkra mynda. Þar starfa nú beztu barna- bókahöfundar okkar og efni- leg börn fá þar leikþjálíun. Við höfum góðar vonir um árangur. Á.B. Trúlofunarhringir, Stein- hringlr, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. .................................. m 11111111111 i 1111111111111111111111111111 m 11111111111 r ...... Kartöfluréttir Kartaflan er ein af mikilvægustu fæðutegundum okkar. Flest allir íslendingar borða kartöflur j hverri mált'íð og enginn verður leiður á þeim. Kartaflan er bæði holl, ljúffeng og saðsöm. Bezt er að sjóða kartöflurnar með hýði og bera þær strax framl, því þá er engin hætta á, að þær missi nokkuð af B- og € vítamínunum, sem þær eru svo auðugar af. Kartöflur innihalda ennfremur önnur næringarefni, eins o,g t.d. sterkju og járn. Soðnar eða steiktar kartöflur má bera fram sem aukarétti, en þær geta einnig verið aðalréttur og eru þá bornar fram með köldu smjöri eða' lauksósu. T:1 að fá dálitla tilbreytingu í matreiðslu á kartöflum má baka þær í ofni eða steikja á ýmsan hátt. Karföflu- og berið réttinn síðan á borð með brúnni sósu eða bræddu smjöri. 3A kg. kartöflur, 1 msk. kar- töflumjöl, 1 egg, salt, pipar, (sykur). Þvoið og afhýðið kartöflurn- ar og sjóðið þær meyrar. Stapp- ið þær í sundur. Blandið kar- töflumjölinu og þeyttu egginu saman við. Hrærið stöppuna vel og bragðbætið með kryddi. Leggið meirihlutann af stöpp- unni í smurt, eldfast fat og mótið nokkurs konar pýramída, setjið afganginn í sprautupoka og sprautið toppa eða rendur á pýramídann. Sáldrið 2 msk. gf rifnum osti og 1—2 msk. af raspi yfir. Setjið fatið í vel heitan ofn og bakið þar til pýramídinn hefur fengið fal- legan gulbrúnan blæ. Takið réttinn því næst úr ofninum og Jeggið brúnaðan lauk í kring Karföflusúpa með lauk Vegið kartöflur og lauk og hafið jafnt af hvoru. Afhýðið kartöflurnar og skerið í frem- ur þykkar sneiðar, skerið lauk- inn einnig niður, mjög þunnt. Leggið kartöflusneiðar og iauk- sneiðar í lögum á pottbotn og hellið vatni 3<fir. Sjóðið þar til kartöflurnar fara að leysast upp, bragðið súpuna þá til með salti og pipar. Súpan á að vera mjög þykk. Kartöflu- stappa 3A kg. kartöflur, 1 msk. smjiir, 1!4 — 2!4 dl. mjólk eða rjómi, salt, (pipar), syk- ur. Sjóðið kartöflurnar me.vrar, hellið vatninu af og afhýðið þær. merjið þær í sundur og setjið smjörið saman við og hrærið stöppuna vel og merj- ið alla kekki í sundur. Þynn- ið með soðinni mjólkinni eða rjómanum og hrærið þar til stappan er létt og hvít. Bragð- ið hana vel til með kryddi og setjið síðan í heitt fat. Mjög Ijúffengt með ýmsum kjötrétt- Kartöflu- snúðar 3A kg. kartöflur, 1—114 msk. smjör,, 1 egg. salt, pipar, rasp; tólg, smjör eða önnur feiti til að steikja úr. Þvoið og afhý'ðið kartöflurn- ar og sjóðið þær meyrar. Hell- ið soðinu af og látið vatnið gufa vel af. Stappið þær þvi- næst og hrærið smjöri og eggj- um í. Smakkið deigið til með kryddi og hrærið það vel sam- an. Mótið þykka pylsu úr kar- töfludeiginu og skerið hana síðan í sneiðar og mótið nokk- urs konar bollur. Veltið þeim annað hvort upp úr raspi ein- göngu eða fyrst úr þeyttu eggi og síðan raspi. Steikið snúðana fallega brúna og ber- ið þá fram með háu grænmetis- salati, soðnu rauðkáli eða þeSs háttar. Ef deigið er of lint má bæta ögn af raspi sam- an við. ★ ar kartöflur % kg. kartöflur, 2—3 msk. smjör eða önnur fita, 2—3 tsk. salt. Burstið kartöflurnar vel og þvoið. afhýðið þær síðan og skerið í teninga eða sneiðar. Látið þær liggja nokkurn tíma í vatni, svo þær dökkni ekki. Þurrkið þær vel áður en þær eru steiktar. Hitið fituna á pönnu og setjið kartöflurnar í feitina, aðeins það margar að þær nái að þekja pönnubotn- inn. Steikið þær þar til þær eru gulbrúnar og meyrar, dreif- ið salti yfir og hellið þeim í heitt fat. dagsins Munið að óhrein spil mú hreinsa úr benzíni eða tólg, sem mulin er niður og dreiið yfir spilin. Nuddað yfir nieð ullarklút, síðan slráð á þau talkúmi og enn núið með þurr- um klút. Eí hreinsa á rendur spilanna. eru þau lögð saman í búnka. Einnig má ræsta spil úr Kölns’rvatni eða með sundur- skornum lauk. Grómtekin spil verður að nudda á bæði borð úr stein- olíu, en viðra verður þau vel á eftir. 1111111111111 Ul 1111111111111II1111111M1111111111! 1111111111111 Ml 11111M111 i 111 :l 111111111........................................................................Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.