Þjóðviljinn - 18.03.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.03.1960, Blaðsíða 9
1 -Föstudagur 18. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN (9 Ptzu S5j5B55jh pr-nssgTTrTT^ llnll M 1| fcísrf tlxtii skíði hafa verið reynd nokkuð áður. en ekki náð útbreiðslu ennþá. Rifstjóri: Frímann Helgason Squaw Valley-faramir létu mjög vel yfir förinni á OL Framkv. leikjanna góð og allur oðóúnoðt/r íslenzku þátttakendurnir á OL i Squaw Valley eru nú allir komnir heim, þeir Kristinn og' Jóhann komu á þriðjudagskvöld, en Hermann Stefánsson farar- stjórinn, Eysteinn og Skarphéð- inn k.omu á sunnudag. íþróttasíðan komst á snoðir um það, að keppendurnir fjórir myndu heimsækja „íþróttaheim- ilið'* á Amtmannsstíg 2 á mið- vikudagskvöld og lagði frétta- maður leið sína þangað. Þar var saman köminn hópur skíðamanna, sem sennilega all- ir hafa verið þangað komnir til þess að heyra fréttirnar af vör- um þátttakendanna sem voru þar einnig. Voru þetta flestir beztu skíðamenn okkar, sem þarrta voru, og verður ekki ann- að sagt en að heimilisbragurinn hafi verið skemmtilegur. Þarna voru menn úr mörgum félögum víðsvegar ;að, og samt var þetta eins og ein glaðvær fjölskylda. Þar voru skíðamenn af eldri skólanum líka, sem rifjuðu upp atvik iiðinna stunda og hentu gamán að atvikum og óhöppum frá „gömlum dögum“! Það sem fyrst og fremst var þó til umræðu, og það sem alla fýsti að heyra, var einhver frá- sögn af ævintýrinu vestur í Kerlinga-dal Kaliforníu. Eysteinn sýndi skuggamyndir frá förinni vestur, og var það góð skemmt- un. óviðkomandi frá, bæði aðgangs- höi’ðum blaðamöníium, mynda- tökumönnum og forvitnum gest- um. Þar var einnig matsalur, mjög stór, og þar borðuðu allir sam- an, og varð af því hin mesta kynning meðal keppendanna. Þarna sátu saman til borðs Rússar og Bandaríkjamenn, og aldrei var bryddað á pólitík. Keppendur liöfðu sérstaka bíla Matur var þarna mjög góður, enda danskur matsveinn, og menn gátu fengið mat á ölium tímum dagsins, eftir óskum. Þarna voru setustofur og ísbar- ir sem voru opnir fram að kl. 10 á kvöldin, og gátu menn fengið allskonar veitingar, og það án þess að það væri borg- að, það var ,,innifalið“. Rétt við bústað íslendinganna stóð fjöldi bíla, sem voru fyrir keppendur, ef þeir þurftu að bregða sér eitthvað, og fylgdi þeim þá einkabifreiðarstjóri. Hinsvegar gátu fararstjórar feng- ið bíla fyrir sig og ekið sjálfir ef þeir vildu. Á daginn og fram á kvöld, voru yfirleitt kvikmyndasýning- ar, og stundum 3 á dag til þess að skemmta keppendum, og með þessu náðu þær til ailra, þótt þeir væru úti í keppni eða að horfa á, einhvern hluta dagsins. Einnig var l'lutt sígild tón- list, léttari tónlist, rokk og djass, og auðvitað gatu menn dansað, ef þá langaði til þess. Yfirleitt var gengið til náða um kl. 10 á kvöldin en farið á fætur kl. 7 á morgnana. Allir gátu haft afnot af gufu- baði, fengið nudd, og læknar voru þarna til viðtals ef með þuríti. Það var sem sagt reynt að gera vistina í afdal þessum eins skemmtilega og þægilega og unnt var og það verður ekki annað sagt en að það hafi vel tekizt. Keppnin afar hcirð og jöfn Hann kvað það almenna skoð- un. að á þessum leikjum hai'i ileiri komið til keppninnar en nokkru sinni áður, sem höfðu möguleika til að sigra, og það þýðir að ,.breiddin“ er meiri en nokkru sinni áður. Það var mál manna að yfir 20 menn heíðu getað sigrað í alpagreinunum hverri fyrir sig, og sést það ef til vill bezt á Austurríkismönn- unum hvar þeir urðu í röðinni, en þeir voru fyrir leikina taldir jafnbeztir í heimi. Sem dæmi um þetta hefðu kunnugir menn verið að reyna að gera samanburð á Toni Sail er, hinum þrefalda sigurvegara í Cortina, og keppendum þessara leikja og þeir hefðu álitið að hann hefði orðið nálægt 10. sæti. ar en raun varð á. Finni varð þó í öðru sæti. Qllum ,bar þeim sa.man- urn^ð. framkvæmd leikjanna hefði ver- ið nieð ágástum 1 aílá ‘átaði og allt hefði farið fram samkvæmt áætlun. Framtíð Squaw Valley? Ej'steinn kvaðst hafa heyrt að svo gæti farið að Kaliforníuríki tæki staðinn í sínar hendur og gerði hann að nokkurskonar þjóð- og skemmtigarði, og' yrði þá kostað kapps um það að halda öllu verðlagi þar niðri, með það fyrir augum að sem flestir gætu komið þangað og dvalizt þar. Hefur Kaliforníu- fylki lagt miklar fjárupphæðir í mannvirki þau sem þar eru. Eysteinn sagði að staðurinn væri skammt frá alfaravegi og því stutt þangað að fara, og víst væri um það, að þarna væri skemmtiiegur staður og aðbún- aður góður til dvalar fyrir gesti. Brautirnar góðar Eysteinn taldi að brautirnar hefðu verið mjög góðar og vel lagðar og unnar, og til þess hefðu Bandaríkjamenn haft vél- knúin tæki sem hefðu farið ótrú- legan bratta. Brautirnar hefðu verið mun betri en í Cortina, sérstaklega brunbrautin, sem hefði verið mjög misheppnuð á síðarnefnda staðnum. Hann sagði ennfremur, áð snjórinn hefði verið nokkuð- öðruvísi þarna en í Sviss t.d., fínni, og sumum hefði reynzt erfiðara að finna hvaða smurn- ing hefði átt að nota. Sumir notuðu engan smurning, eins og t.d. Frakkarnir, og þökkuðu þeir því að þeir unnu, þeir nötuðu líka mólmskíði með plasthúð neðan á. Aðrir notuðu það ekki í keppninni í Squaw Valley. Slík Æfði of stutt í stórri braut Skarphéðinn Guðmundsson var einn þeirra sem fóru héðan til Aspen til æfinga, en þar er mjög góður æfingastaður fyrir þá sem æfa alpagreinarnar, og einn sá bezti í Bandaríkjunum, en þar er. ekki stökkbraut sem er nógu stór til þess að gagni verði fyrir keppni í stórri stökk- braut, eins og nota átti í Squaw Valley. Skarphéðinn sagðist því hafa flutt sig til og æft í stærri braut og kvaðst hann þá hafa haldið til hjá íslenzkum bónda, sem þar annaðist um stórt bú, en hann heitir Bjarni Péturssón og er Þingeyingur. Lét Skarphéðinn mjög vel yf- ir dvölinni þar og viðurgjörningi fólksins. í stökkbrautinni í Steamboat Spring stökk hann lengst 80 m., en hann kvaðst álíta að hann hafi æft of stutt i stórri stökkbraut. Það þarf langa reynslu til að ná valdi yfir stökkum í slíkum brautum. Hann kvaðst hafa orðið hrifinn af Austur-Þjóðverjanum Helmut Recknagel, sem virtist aidrei eiga misheppnað stökk, hvorki á æfingum eða í keppni. Hann kvaðst einnig hafa orðið hrifinn af Finnunum og hann taldi að þeir hefðu átt að verða framar í keppninni, en því var spáð að þeir mundu verða fram- Ánægðir með ferðina Þótt ferðalög’ hefðu verið löng og ströng, sagði Eysteinn, að hann væri ánægður með ferðina og árangurinn sem hann og þeir félagar hefðu náð í keppninni. Er sannarlega hægt að taka undir það, og þegar það er at- hugað að Eysteinn varð i 12. sæti samanlagt í bruni, svigi og stórsvigi, verður ekki annað sagt en að það sé glæsilegur árang- ur í keppni við það bezta sem til er í heiminum í dag, og það ört fjölgandi úrvalsmenn. Sýnir það enn einu sinni að hcr er efniviðurinn, ef aðstaðan er fyrir hendi að þroska hann, og svo viljinn til þess að ná því. bezta. Um þá menn sem fóru þessa för verður ekki annað sagt en að þeir hafi lagt hart að sérr tekið verk sitt mjög alvarlega og náð árangri, sem vakið hef- ur athygli allra skíðaþjóða. STEIHPORs]Jih'"“:t'Sí Trúlofunarhringir, Stein- hringlr, Hálsmen, 14 og' 18 kt. gull. Allar svig- og brunbrautir enduðu á sama stað Allir létu þeir vel yfir. förinni vestur og þeim móttökum sem þeir fengu, bæði í Aspen, þar sem sumir þeirra dvöldu áður en sjálfir leikirnar hófust, og eins aðbúnaði öllum á sjálfum leikunum. Þeir dáðust að sjálfum daln- um, þar sem öllum þeim mann- virkjum var komið fyrir og hve vel þau voru staðsett. Á þrjá vegu eru misjafnlega há fjöll, þar sem hægt er að koma fyrir mismunandi skíðabrautum, en þac skemmtilega var að enda- mark hverrar brautpr var svo að segja á sama stað. Bústaðir keppenda voru svo- htið afsíðis, og voru þeir mjög góðir. Var þeim þannig komið fyrir, að þeir voru lokaðir af, svo að ekki var hægt að komast þaðan eða inn í þá nema um sérstakt hlið, en við það var sterkur vörður, sem hélt öllum Yfirlitsmynd af kep'pnissvæð- inu í Squaw Valley. Stór- svigbraut kvenna er merkt stöfunum StKv, svigbraut kvenna SKv, brunbraut kveuna BKv, stórsvigbraut karla StK, svig- braut karla SK og' brunbraut karla BK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.