Þjóðviljinn - 25.03.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.03.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagiir 25. marz 1960 - VeitingahHsamenning í Bankastræti Klukkan ca. ellefu miðviku- daginn 23. marz sl. varð rnór undirrituðum gengið inn í véit^' ingasalinn að Bankastræti 11 hér í bæ. Fékk ég mér þar sæti við borð eitt og pantaði kaffi, tók ég með mér að borð- inu nokkúr dagblöð að Iesa en þau liggia þarna frammi gest- Um til lestrar. Afgreiðslan á kaffinu gekk vel. Ég sat nú })arna í góðu yfirlæti í röska klukkustund, las blöðin og drakk kaffið. Tvo undanfarna daga hafði ég komið þarna um hádegið og keypt mér heita súpu, svo hugðist ég og gera nú. Þegar ég kom inn í salinn voru þar fyrir aðeins 3—4 gestir, eni.nú var gestum tek- ið að fjölga" en þó ekki full- setið. Ég reyndi að ná sam- bandi við afgreiðslustúlkuna, en hafði ekki tekizt það sökum afgreiðsluanna, þegar klunna- legur og sérdeiiis piparsveins- legur miðaldra maður, sem mun vera eigandi salarins víkur sér að mér og þylur yfir mig ein- hver ósköp af skömmum ög for- mælingum, sem enduðu á því að hann sagði mér að yfirgefa salinn. Rökin fyrir þessari ósk mannsins voru mér ekki full Ijós, þar sem ég var ódrukk- inn og hafði ekki sýnt af mér ókurteisi í neinni mynd~ þann klukkutima er ég hafði setið þarna. Það helzta sem ég gat greint að maðurinn hefði við mig að sakast var, að ég hefði komið þarna áður og virtist mér það vera helzta og jafnvel OTVARPS- VIÐGERÐIR ob viðtækjasala 1 DAMASK — Sængurveraefni Lakaléreft Flauel Léreft Hvít og niislit. ( ULLAE-VATTTFJPPI Skólavörðustíg 21, eina ‘ástæðan fyrir brottvísun- inni!! Sait er það að ég kom þarna alloft:: á skólaárum mín- um hér í bænum, en hafði ekki komið þar nú í marga mánuði, og ekki hvíldi á mér néin á- kæra fyrir drykkjuskap eða aðra ókurteisi frá þeim tíma, enda kom ekkert slíkt fram í fyrrnefndri ræ.ðú veitinga- mannsins. Ég stóð upp frá borðinu litlu. eftir að ræðu þessari lauk, gekk að öðru borði og ræddi' smástund við fólk er þar sat og ég þekkti. Klæddi ég mig síðan í yfir- höfn. en áður en ég yfirgaf salinn gekk ég til veitinga- mannsins og spúrði hann hvað hann hefði meint með um- mælum sínum áðan. Bauð ég honum að ef hann bæðist af- sökunar á framkomu sinni skyldi ég láta málið niður falja. Var hann þá hinn versri og kvað mig hafa ..praktiserað í fleiri mánuði (síðar sagði hann fleiri ár) að sitja í veit- ingasalnum á hverjum degi“ og gæti ég allt eins setið á Bæjarbókasafninu!!! (ekki bauðst hann þó til að færa mér veitingar þangað). Þegar ég spurði hann hvort þetta væri ekki veitingastaður fyrir al- menning, svaraði hann því til að hann ætlaði ekki að greiða húsaleigu fyrir mig framvegis og spurði hvort ég kærði mig um að hann kæmi heim til mín og sæti þar á stól hálfan dag- inn!!! Virtist mér sem mann- inum væri ekki Ijos munurinn á heimili manna og almennum veitingastað. Lauk hann þessari seinni ræðu sinni með því að bjóðast til að aðstoða mig við útgöngu, sem ég þó ekki þáði. Segja má að veitingahúsamenn- ing sé enn á byrjunarstigi hér, að minnstakosti er ekki hátt á henni risið ennþá. Veitinga- menn og þjónustustúlkur kunna oft á tíðum ekki einföldustu kurteisisreglur. og líta jafnvel stundum á viðskiptavinina sem andstæðinga síná að því er virðist. Ókurteisi einsog sú er ofannefndur atburður lýsir er með öllu óviðunandi, eða hvern- ig lízt mönnum á ef veitinga- menn geta vísað gestum eínum út þegar þeim finnst gestirnir hafa setið nógu lengi yfir kaff- inu sínu? Hvort þetta á að verða viðtekin regla hér munu dómstólarnir fá að skera úr um. Með þökk fyrir birtinguna Jón frá Pálmholli. SS r.LAR Sendiherra Belga ífe -fe að á sonnudaginn Hinn nýskipaði sendiherr-a Belgíu, Jean de Fontaine, er væntanlegur hingað á sunnudag, og mun harin afhenda forseta í's* lands trúnaðarbréf sitt miðviku- daginn 30. marz. Sendiherrann er liðlega sex- tugur að aldri. Hann hefur starfað í utanríkisþjónustu lands síns síðan árið 1919 víða um lönd og verið seridiherra síðan 1947. Hefur hann til skamms tíma gegnt störfum í viðskipta- deild utanríkisráðuneytisins í Brussel. Hann er jafnframt sendiherra Belgíu í Osló og hef-' ur aðsetur þar. Handbók stúdenta í þriðju lítgáfu Handbók stúdenta, þriðja út- gáfa, er komin út, 175 blað- síður að staerð. Bókinni er skipt í tvo aðal- kafla. Fjallar fyrri kafiinn um háskólanám hérlendis, en sá. síðari um nám erlendis. Segir V-, | Pökkunarstúlka Sfofnun landssambands smó- bétœigenda nú til umrœðu Raddir eru uppi um það meðal smábátaeigenda að stofna til landssambands báta- félaganna. Bar þetta m.a. á góma á aðalfundi Bátafélagsins Bjarg- ar, sem nýlega var haldinn, en aðalumræðuefni fundarine var hafnaraðstaða félagsmanna í Reykjavíkurhöfn. Eins og getið hefur verið hér í blaðinu, hefur aðstaða smábátaeigenda hér í Reykja- vík verið mjög slæm á undan- förnum árum og farið versn- aijdi vegna fjölgunar bátanna. Sú fjölgun byggist hinsveg- ar á aukinni fiskigöngu á grunnmið við útfærslu land- helginnar. Bætt hafnarskil- yrði munu því verða aðalbar- áttu-og hag'smunamál Bátafé- lagsins Bjargar í næstu fram- tíð. Á aðalfundi Bjargar voru samþykkt einróma mótmæli gegn framkomnu frumvarpi á Alþingi um dragnótaveiðar i landhelgi. Stjórn félagsins skipa nú: Haukur Jörundsson formaður, Bjarni Kjartansson varafor- maður, Björn Benediktsson rit- ari, Alfreð Þórðarson gjald- keri og Gunnar Friðriksson meðstjórnandi. I varastjórn eru Geirharður Jónsson, Högni Högnason og Halldór Einars- son. ÖLL RAFVERK Vigfús Einarsson Nýlenrlugötu 19 B. Sími 18393. ritstjóri bókarinnar, Sigmund- ur Böðvarsson stud. jur, í formála að hún sé samin með það fyrir augum að fleiri en stúdentar geti haft af henni not. Eigi þetta einkum við um kaflan um nám erlendis, en þar er að finna ýmsar uppiýsingar um skóla, sem ekki gera stúd- entspróf að inntökuskilyrði. Handbók stúdenta mun fyrst um sinn fást í bóksölu stúd- enta í háskólanum, en bráð- lega koma á almennan bóka- markað. ELPSPÝTOR ERU m BARHAIEIKFÖNG! Húseigendaíélag Reykjavíkur iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiliiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiif iiiii|iiii|||l||!|[|]||||i||||i||,,,|||,liuiiiiiiiiiniiniiiniiiiiiiliiiiiMiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimjigiilillK BÆJÁRPÓST URINN • Herinn, Bretinn og „bjargráðin” r S.S. hefur sent bæjarpóst- inum eftirfarandi vísur og segir hann svo um tilefni þeirra: „Þessar vísur urðu til út af umræðum um herinn, 1 yfirgang Breta og bjargráo 1 íhaldsstjórnarinnar: Bægjum vanda burt, það ver ' bróðurandi að standi. Burt með fjanda, burt með 1 her, ! fourt með grand úr landi. Bretans ánauð burtu flæmd, birta og fegurð Jýsi. Bjargráð íhalds dauðadæmd, dagsins veldi rísi.“ • Þegar menn sið- • væðast Hér kernur svo ein visa enn, er póstinum hefur verið send, og fylgir henni þessi formáli: „Þegar Gylfi Þ. Gíslason har fram ásamt meðráðherrum sínum frumvarp um nýjan söluskatt, er hann sjálfur hefur áður lýst sem „rang- látasta skatti, sem lagður hefur verið á af íslenzka lög- gjafanum“, og auk þess sem mesta svikaskatti allra álaga fyrr og síðar, var vísa þessi þar um kveðin: Dári, hæddu ei dánumann, dyggðum þrædd er -gata. Sjaldan mæddi samvizkan siðavæddan krata.“ • Rökræður um klám Á sunnudagskvöldið er sagt, að Sigurður Magnússon ætli að efna til umræðna um klám í þætti sínum Spurt og spjall- að í útvarpssal, og hafi feng- ið þau Aðalbjörgu Sigurðar- dóttur, Kristmann Guðmunds- son, Jóhannes úr Kötlum og iBjörn Franzson til þess að fjalla um málið. Eg er illa svikinn, ef margir munii ekki leggja við hlustirnar, en^eins og Iesendum Þjóðviljans er kunnugt hafa þeir Björn og Jóhannes skrifazt á um þessi mál og eru þar mjög á önd- verðum meiði í skoðunum. Vafalaust hafa þau Aðal- björg og Kristmann einnig sitt til málanna að leggja, svo að það má búast við fjörugum umræðum. Þáttur Sigurðar Magnús- sonar er orðin allvinsæll, enda hafa þar oft verið tekin til umræðu mál, sem ofarlega eru á baugi hverju sinni og menn hafa gaman af að heyra rædd. Val umræðenda hefur að vísu stundum tekizt mis- jafnlega, en oftast 'hafa það' þó verið menn, sem eitthvað höfðu til málanna að leggja og kunnu að setja skoðanir sínar fram. Þáttur sem þessi byggist að sjálfsögðu á því, að það séu hæfir menn, sem þar koma fram, og eins að stjórnandinn kunni að leiða umræðurnar. Er Sigurður all- laginn umræðustjóri, sem leit- ast við að fá hin ólíku sjón- armið þátttakenda sett fram og skýrð, en það er einmilt tilgangurinn með þættinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.