Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. maí 1960 ÞJÓÐVILJINN (0 w F E r m 3 4 sí tjjc M 'CtitR M il Ritstjóri: Frímann Helgason Lögð fram leikziing að glæsi- legu íþróttahúsi í Hafnariirði F.yrra íimmtudagskvöld hófst ársþing íþróttabandalags Hafn- arfjarðar. Má kalla það hátíða- þing, því að þann dag varð þandaiagið 15 ára. Var þangað boðið ýmsum gestum í tilefni af þessum tímamótum, svo sem formönnum sérsambanda, forseta ÍSÍ og ýmsum öðrum heiðurs- gestum úr Hafnarfirði og víðar að. Auk þess var íþróttafrétta- riturum þoðið „svona til að tolla í tizkunni“, eins og það var orðað. í annan stað var það hátíðleg stund, þegar lagðar voru fram teikningar af stóru og myndar- legu iþróttahúsi með 20x40 m keppnissal, sem hefur verið draumur Hafnfirðinga um lang- an tíma. Gisli Haildórsson arki- tekt hafði gert teikningar og skýrði hann mannvirkið fyrir þingheimi. í þriðja lagi setti það svip á afmælisþing þetta, að margir veiunnarar ÍBH og liafnfirzkra íþróttamála voru sæmdir heið- ursmerkjum bandalagsins fyrir vel unnin störf að íþróttamálum Hafnarfjarðar. Skemmtilegt kaffisamsæti Eftir að þing hafði verið sett, starfsmenn kosnir og formaður ÍÍBH, Þorgeir Ibsen, hafði flutt skýrslu bandalagsins, var gert fundarhlé til þess sérstaklega að minnast 15 ára afmælis ÍBH, og voru veitingar fram bornar. Þar flutti Gísli Sigurðsson stutt erindi um forsögu sam- bandsins og aðdraganda að stofnun þess, en Gísli er allra manna fróðastur um íþróttasögu Hafnarfjarðar. Hann gat þess að á árinu 1920 hefði verið stofnað í Hafn- arfirði Vallarráð sem hafði það verkefni að koma á mótum og eins það, að koma upp íþrótta- mannvirkjum. Eyrir tilstuðlan þess hefði fyrsti knattspvrnuvöll- urinn verið byggður. Vallarráð þetta starfaði í 5—6 ár. Síðar, eða 1935 hefði verið stofnað íþróttaráð Hafnarfjarðar og á grundvelli íþróttalaganna frá 1940 var svo íþróttabandalag Hafnarfjarðar stofnað. Þróunin hefur verið skemmti- leg. Þegar bandalag'ið var stofn- að voru í Haínarfirði 3 félög en nú eru þau 7. íþróttalega hafa hafnfirzkir íþróttánienn oft staðið framarlega, og átt íslands- meistara í einstaklingsgreinum og eins flokkaíþróttum. Var erindi Gísla hið fróðleg- asta og' góður rómur gerður að þvi. Menn heiðraðir Þorgeir gat þess að banda- lagið hefði látið gera oddfána með merki Hafnarfjarðar og stöfum ÍBH, og kvaðst hann vilja afhenda stjórn bæjarins fyrsta fánann og bað bæjarstjórann, Stefán Gunnlaugsson, að veita honum móttöku, ásamt þökkum fyrir gott samstarí. Stefán þakk- aði og árnaði bandalaginu heilla. Hann þakkaði ennfremur það þýðingarmikla starf fyrir æsku- lýð Hafnarfjarðar sem ÍBH hefði innt af höndum í þessi 15 ár. Við þetta tækifæri afhenti stjórn bandalagsins þrem mönn- um æðsta merki þess, sem veitt er fyrir mikil störf í þágu hafn- firzkra íþrótta. Orðu þessa hlutu Hallsteinn Hinriksson, Gísli Sig'- 12 keppendur á 50. Is* landsglímunni í dag rimmtugasta íslandsglíman verður háð í íþróttahús- ínu við Hálogaland klukkan fimm í dag. Keppendur i þessari afmælis- glímu ,eru frá þrem félögum, Glímufélaginu Ármanni, Umf. Samhygð og Umf. Reykjavíkur. Þarna glíma margir beztu glímumenn landsins, svo sem beltishafinn Ármann J. Lárus- son og Kristján Hreiðar bróðir hans, sem hefur verið næstur Ármanni í mörgum undanförn- um kappglímum. Einnig glíma þrír mjög efnilegir 'Ármenningar, þeir Kristmundur Guðmundsson, Sveinn Guð- mundsson og Sigmundur Ámundason. Ágætir, glímumenn frá UIMFR eru Hilmar Bjarnason, Guðmundur Jónsson og Hannes Þorkelsson. Búast má við harðri keppni milli þessara fræknu glímu- manna. Geir Hallgrímsson borgarstjóri, sonur glimukappans Hallgríms Benediktssonar, setur glímuna. Glímustjóri verður Guðmundur J. Briem og yfirdómari Ingi- mundur Guðmundsson. Varafor- seti ÍSÍ, Guðjón Einarsson, af- hendir verðlaun. urðsson og Hermann Guðmunds- son, sem allir hafa komið mjög við íþróttasögu Hafnarfjarðar á umliðnum 30 árum. Þá var 16 mönnum veitt þjón- ustumerki bandalagsins. Það voru þeir: Jóhann Þorsteinsson, Jón Magnússon, Jón Egilsson, Vilhjálmur Skúlason, Guðsveinn Þorbjörnsson, Sigurður Gíslason, Guðmundur Árnason, Gunnlaug- ur Guðmundsson, Ingvi Rafn Baldvinsson, Þorgerður Gísla- dóttir, Guðjón Sigurjónsson, Axel Kristjánsson, Stefán Gunn- laugsson, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Ben. G. Wáge for- seti ÍSÍ og Gísli Halldórsson for- maður ÍBR. Áviirp og gjafir Forseti ÍSÍ bar kveðjur frá ÍSÍ, þakkaði gott samstarf og árnaði ÍBH allra heilla. Hann undirstrikaði þýðingu áhuga- starfsins í íþróttum, og kvað hér hafa verið vel að unnið, og beztu gjöfina taldi forsetinn vera sund- laugina. Hann afhenti stjórn ÍBH oddfána ÍSÍ til minja. Þá af- henti hann einnig hinni ungu og snjöllu sundkonu Hafnarfjarðar Sigrúnu Sigurðardóttur, bikar sem viðurkenningu fyrir unnin afrek í sundíþróttinni. Her- manni Guðmundssyni afhenti hann lindarpenna frá samherjum sinum í stjórn ÍSÍ. Ásbjörn Sigurjónsson, formað- ur Handknattleikssambandsins flutti stutt ávarp frá HSÍ og bakkaði gott samstarf og það sem Hafnfirðingar hefðu lagt til handknattleiksmála. Hann kvaðst vilja sjá það að í Hafnarfirði risi af grunni stórt og glæsilegt íþróttahús, það fyrsta sem hægt væri að leika landsleiki í. Það væri verðugur heiður fyrir Hafn- firðinga. Hermann Guðmundsson flutti stutt ávarp, og minntist liðinna ára. Hann benti á að hið félags- lega starf í íþróttahreyfingunni væri aldrei metið sem vert væri. Hann afhenti síðan bandalaginu haglega útskorinn fundarhamar, gerðan af einum bezta mark- manni sem Hafnfirðingar hafa átt, Sigmari Guðmundssyni. Að þessari gjöf stóðu: Guðsveinn Þorbjörnsson, Hermann Guð- mundsson, Þorsteinn Kristjáns- son og Jón Egilsson. Verðlaunaafhending í 50 m baksundi kvenna á sundmóti ÍR: Agústa Þorsteinsdóttir, Kirs'ten Strange og Hrafnhildur Guð* mundsdót'tir. (Ljósm. Sv. Þormóðsson). Staður hefði verið ákveðinn, Srandgata 50, og þar yrði 20x40 m salur fýrir sýningar óg keppni. í byggingu þessari hefði verið reynt að koma fyrir öllu þvi sem þyrfti til starfsemi æskunnar í bænum. í dag hefðu teikningar af útliti hússins og fyrirkomulagi séð dagsins ljós, og mundu þær skýrðar síðar. Þorsteinn Einarsson ávarpaði þingheim og óskaði bandalaginu til hamingju með þennan áfanga. Hann yék eiunig að byggingu hins fyrirhugaða húss og taidi að því hefði verið valinn ákjósan- legur staður, sem íþróttamiðstöð í bænum. Hann gat þess einnig að teikningar af fyrirhuguðu húsi hefðu verið sendar til sér- fræðinga erlendis til yfirlits og umsagnar. Hefðu þær fengið mjög góða dóma. húsið 300 í viðbót, og geta áhorf- endur því orðið um 1500, ef mcð þarf. Þannig verður gengið frá íþróttasalnum að hægt er að hafa í húsinu sýningar, hvers- konar, og koma inn i það stór- um stykkjum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta salnum í tvennt og nota samtímis báða helmin.p;- ana, og verða að því miklu meiri not. Þess má einnig geta að haegt er að koma fyrir 6 badminton- vöilum. ef mörk eru fjarlægð. í félagsheimilinu er gert ráð fj'rir rúmgóðum sai, og í sam- bandi við hann er eldhús. Þrr verða líka tvö minni funda- herbergi, sem íþróttafélögunurr eru ætluð, og' einnig er annar' i æskulýðsstarfsemi ætlað þcr húsrými. I Stærð iþróttasalarins og þer.3 sem honum iýtur er 20.000 rúm- metrar og íélagsheimilið er 3.0(> rúmm. Mesta lofthæð í húsinu er 9 metrar. Ýmsar nánari upplýsirigar gef Gísli um húsið og var gerður góður rómur að máli hans og teikningum þeim er fyrir iágu. Er ástæða til að óska Hafnfirð- ingum til hamingju með þennan langþráða áfanga. 1 Íþíótta- og félagsheimili rís af grunni Þegar hér var komið gaf for- maður byggingarnefndar, Árni Stefánsson, ýmsar upplýsingar um undirbúning að byggingu hins fyrirhugaða íþróttahúss. Tuttugu og þrjú þúsund rúm- metra íþróttaliús Næstur tók til máls Gísli Hall- dórsson arkitekt, sem teiknað hefur íþróttahús það, sem í ráði er að reisa í Hafnarfirði. Hann byrjaði á því að þakka gott samstarf við ÍBH. og flutti kveðjur stjórnar ÍBR. Hann sagði að sér hefði verið falið að tilkynna við þetta tækifæri að gefinn yrði sérstakur bikar sem Hafnarfjörður og Reykja- vik ættu að keppa um í sam- bandi við norrænu sundkeppnina sem brátt hæfist. Kvaðst hann vona að það gæti orðið báðum hvatning. -Síðan tók' hann að gefa lýs- ingu á teikningum þeim sem fyr- ir lágu að hinu fyrirhugaða íþróttahúsi. Er þar um að ræða byggingu sem á að rúma félags- heimili og íþróttasal, með bún- ingsherbergjum. Stærð salarins er 44,72x23 mj en sjálfur leikvöllurinn verður 20x40 m og er því gott gang- rými kringum völlinn. Fjögur búningsherbergi eru við salinn og tvö þurrkherbergi. Einnig er gert ráð fyrir tveim kennara- herbergjum. herbergi fyrir lækn- ,þar f5r fram fyrir stuttu. isskoðun íþróttamanna, og þar; StangarstÖkkvarinn I. Mazura verður líka herbergi fyrir starfs- j stökk 4,32 á stöng. F. Tkatéf fólk. Komið verður fyrir áhorf- j kastaði sleggjunni 60,47. Vik- endasvæði og verða sæti fyrir um | tor Valjavko sem í fyrra var 300 og stæði fyrir 900 eða sam-: þriðji á 1500 m, hljóp á fyrsta tals 1200 manns. Ef mikið liggur móti sinu um daginn 1500 og. við er möguleiki að koma inn í 800 m á 3,54,5 og 1,54,6. Rússi hleypur 100 m á 10,2 sek. Á móti sem nýlega fór fram í Sevastopol í Sovétríkjunum hljóp Rússinn Valdim 100 m á 10,2 sek. Árangur þessi mun þó ekki verða viðurkenndur sem sovézkt met, því það reynd. ist vera of mikill meðvindur þegar hann hljóp. í fyrra var hann þriðji í Sovétríkjunum með 10,4 sek., og er ekki ósennilegt að hann láti til sín taka á komandi keppnistíma- bili. 1 Jalta náðist góður árangur i ýmsum greinum á móti sem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.