Þjóðviljinn - 01.09.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.09.1960, Blaðsíða 12
V-. i. «1 I»órður Björnsson les upp dóminn í fnmerkjamálinu. wmmam^ímnem: ■**■■ _ ^ ^ _ Dómur i „frímerkjamal- inu” kveðinn upp í gœr í gær var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur af Þórði Björnssyni fulltrúa dómur í „frímerkjamálinu“ svo- nefnda, en .þaö var höfðað af ákæruvaldinu gegn þeim Einari Pálssyni skrifstofustjóra, Pétri Eggerz Péturssyni, fulltrúa, Guðbjarti Heiðdal Eiríkssyni stöðvarstjóra og Knud Alfred Hansen símritara. Einar var dæmdur í 15 imánaða fangelsi, Pétur í 8 mánaða, Guðbjartur 1 6 mán- aða og Hansen í 4 mánaða. Einar og Pétur voru enn- fremur dæmdur til að greiða póst- og símamálastjórninni kr. 94.494,50. Ákærðu eiga einnig að greiða allan máls- þJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. september 1960 — 25. árgangur — 194. tölubl. kostnað. f dómsorðum segir svo: „Ákærði Einar Pálsson sæti fangelsi í 15 mánuði. Gæzlu- Hlaut 7 mánaða Yangelsi skilorðs- bundið I gær var kveðinn upp i sakadómi Reykjavíkur af Þórði Björnssyni fulltrúa dómur í máli Friðriks Ágústssonar prentara, en eins og frá hefur verið skýrt í fréttum var höfðað mál gegn honum sl. vetur fyrir að yfir- prenta frimerki á ólöglegan hátt. Friðrik var sekur fundinn og dæmdur i 7 mánaða fangelsi skilorðsbundið og fellur refsing- iu niður eftir þrjú ár, ef sak- felldi brýtur ekki af sér á tíma- bilinu. Ákærði var einnig dæmd- «f til að greiða allan málskostn- að. varðhaldsvist hans frá 30. janú- ar 1960 til 9. febrúar sáma ár komi með fullri dagatölu refs- ingu hans til frádráttar. Ákærði Pétur Eggerz Péturs- son sæti fangelsi í 8 mánuði. Gæzluvarðhaldsvist hans frá 30. janúar 1960 til .9. febrúar sama ár komi með fullri dagatölu refsingu hans til frádráttar. Ákærði Guðbjartur Ileiðdal Eiríksson sæti fangelsi í 6 mán- uði. Ákærði Knud Alfreð Hansen sæti fangelsi í 4 mánuði. Ákærðu eru frá birtingu dóms þessa sviptir kosningarétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Ákærðu Einar Pálsson og Pét- ur Eggerz Pétursson greiði in solidum póst- og símamálastjórn íslands kr. 94.494,50“. Ennfremur er ákærðu gert að greiða allan kostnað sakarinnar, þar á meðal málsvarnarlaun verjenda sinna Gunnars A. Páls- sonar, hrl„ Eyjólfs Konráðs Jónssonar, hdl., Benedikts Sig- urjónssonar, hrl. og Hauks Jóns- sonar, hdl., svo og málssóknar- laun sækjandans í málinu, Loga Einarssonar, hdl. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Vegna þrengsla i blaðinu er ekki hægt að rekja forsendur dómsins, sem eru mjög' langar og ýtarlegar. ísafirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans Hvaða áhrif telur þú að 12 mílna landhelgin hafi haft á fiskveiðar fyrir Vestfjörð- um? Telur þú að tit mála komi tilslökun til lengri eða skeminri tíma? Þessar sppurningar lagði fréttamaður Þjóðviljans fyrir tvo skipstjóra hér á ísafirði á dögunum. Ásgeir Guðbjartsson, skip- stjóri, sem oft hefur verið aflakóngur á Vestfjörðum; svaraði fyrri spurningunni þannig: Áhrifin liafa áreiðanlega ver- ið injög gagnleg. Fiskafliiin úti fyrir Vestfjörðum hefur auk- izt á þessu tímabili og má \afalítið þakka það þessari ráðstöfun. Það sem á vant- ar er að friðaða svæðið sé stærra liér út af, takmörkin færð lengra út. Annarri spurningunni svarar Ásgeir; — Tilslökun eða undanþágur koma ekki til mála. Haraldur Guðmundsson skip- stjóri og varaformaður út- vegsmannafélagsins hér svar- ar fyrri spurningunni þannig: — Það er enginn efi að 12 milna fiskveiðilandhelgin hef- ur haft mikil og góð áhrif á aflabrögð út af Vestfjörðum þaun tíma, scm hún hefur vcr- ið í gildi. Okkur ber að stefna að umráðarétti yfir öllu land- grunninu. Við eigum stöpulinn, sem landið stendur á og okk- ur einum ber umráðaréttur á hafinu, sem þar er yfir. Framhald a 10. síðu 8 dagar til Þingvallafundar ★ Fulltrúafundurinn á Þing- völlum hefst kl. 10 á íöstudag 9. sept. og verður væntanlega fgr- ið frá Reykjavík kl. 8.30 'um morguninn. Þurfa fulltrúar utan af landi að hafa samband við skrifstofu fundarins í Mjóstræti 3 þegar er þeir koma í bæinn. Einnig þurfa héraðsnefndimar úti um land að hafa sambánd við skrifstofuna fyrir fundinn. Fulltrúafundurinn stendur all- an föstudaginn og hefst á ný á laugardagsmorgun um kl. 10 og lýkur honum væntanlega um eða eftir hádegi. ★ Fjöldasamkoman hefst sið- án á vestri bakka Almannagjár kl. 3 á laugardag. Er verið að ganga frá dagskrá hennar og verður hún birt innan skamms. ★ Sunnudaginn 11. september er gert ráð fyrir að halda úti- fund í Reykjavík. ★Enn vantar mikið fé til und- irbúnings. Þingvallafundinum. Þeir, sem hafa tekið söfnunar- lista geri skil nú um mánaða- mótin. Einnig eru þeir, sem hafa skuldbundið sig til þess að leggja fram 1000 kr. áminnt- ir um að fara að greiða inn á það. ★ Skrifstofa fundarins er í Mjóstræti 3, sími 23647. Ovænt úrslit á fyrsta degi frjálsra íþrótta f gær hófst keppnin í frjálsum íþróttum á Oljmipíu- leikunum í Róm og geróust þar mikil og óvænt tíðindi, því aö ýmsir kunnustu hlauparar heims féllu úr keppn- inni í undanrásum. íslendingarnir tveir sem kepptu 1 gær, Hilmar Þorbjörnsson og Svavar Markússon, komust heldur ekki áleiöis. Hinir miklu hitar sem nú ganga yfir Róm munu hafa valdið miklu um, en um há- degisbilið í gær komst hitinn upu í um 40 stig í forsælunni. Þá fór einmitt fram keppni í undanrásum í 800 m hlaupi, en þar varð mannfallið mest. Meðal þeirra sem ekki komust í milliriðil voru hlaupagarp- ar eins og Pólverjarnir tveir, Lewandovvski og Orywal, Ung- verjinn Roszavölgyi og Bretinn : Hewson. Svavar Markússon hljóp í 6. riðli. Hann hafði forystu i fyrri hringinn og hljóp hann á 55,6. Hann varð þó aðeins 5. 1 í mark á 1.52,7, en Belginn Moens sigraði í riðlinum á l 1.50,6. Tími Svavars verður að Framhald á 9. síðu Trúi því ekki að nokkur íslenzkur stjórnmálamaður sé svo gæfnsnanður að hann láti hafa sig til að samþykkja eftirgjöf á gildandi landhelgislínu Siglufirði. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Kristján Rögnvaldsson. skip- stjóri á togaranum Elliða frá Siglufirði, brást vel við, er fréttaritari Þjóðviljans bað hann að segja nokkur orð um áhrifin af útíærslu landhelg- islínunnar. Kristján er 29 ára gamall og hefur verið togarasjómaður frá 1951 og þar af skipstjóri á Elliða „sl. 3 ár. Hefur hann aflað ágætiega allt frá upp- hafi. — Hefur útfærslan haft ein- hver áhrif á fiskiríið hjú tog- urunum? spyr fréftamaður. — Nú hefur töluvert af tog- aramiðunum ient innan við landhelgislínuna og aflinn ef til vill rýrnað þess vegna? — Nei, það er sízt verra að fiska hér á heimamiðum nú en áður, að því er mér finnst, en þó ber þess að gæta að undaníarin tvö ár hafa íslenzku miðin ekki ver- ið sótt eins mikið af togurun- um og oft áður vegna mikils afla á fjarlægum miðum. En nú virðist aflinn aftur orð- inn skástur á heimamiðunum, þó hann mætti að ósekju vera svolítið meiri. — En hvað um framtíðina? Heldurðu að fiskirí hjá tog- urunum fari vaxandi eða minnkandi? — Það er náttúrlega erfitt að spá um það, en ég fyrir mitt ieyti er sannfærður um að áhrifanna af friðuninni muni ekki síður gæta á mið- unum utan 12 mílna í afla- brögðum þeirra skipa sem þar fiska. — Finnst þér að það ætti að leyfa íslenzku togurunum að veiða innan 12 mílna eftir ákveðið árabil, þegar fisk- stofninn er ekki lengur í hættu vegna ofveiði? — Það skiptir í rauninni engu máli. svarar Kristján. — Við eigum að hagnýta okk- ur alla þá möguleika sem út- færslan skapar, eftir því sem bezt er á hverjum tíma, hvort Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.