Þjóðviljinn - 18.12.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.12.1960, Blaðsíða 1
O P N A N : í opnunni er m.a. ritað&' um Ritsafn Theodóru Thcroddsen og ljóðabók Jakcbínu Sigurðardóttur. Viðtal er við Jónas Egg— ertsson verzlunarstjóra og forustugreinin: Viðreisnar— jól. . 1 Togarar þeir, sem ekki hefur þegar verið | I lagt, eru að veiðum fyrír erlendan markað \ Á niyndinni hér fyrir of- an, sem ljósmyndari Þjóð- ^iljans tók fyrir hélgina, sjást sex togarar, er liggja bundnir \áð Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Þetta eru togararnir Fylkir, Akurey, tJranus, Þorsteinn þorska- bítur, Harðbakur og Jón Þorláksson. Við t'ogara- bryggjuna við Grandagarð liggja fleiri togarar. Segja má, að það sé orðið dagleg- ur viðburður, að fregnir berist um það, að togara eða togurunum liafi verið Iagt til lengri eða skemmri tíma. Slíltt er ástandið orðið hjá togaraútgerðinni. Hjá frysti- húsunum víðs vegar um la.nd, sem togararnir hafa lagt upp hjá undan farin ár og veitt hafa fjölda manns vinnu, er ástandið þó enn verra, því að togarar þeir, sem enn eru að veið- um veiða allir fyrir erlend- an markað, sigla til Þýzka- lands. Samkvæmt upplýsingum, sem Þjóðviljinn hefur getað aflað sér, hefur þessum tog- urum verið lagt um óákveð- inn tíma: Þorsteini þoskabít, Akurey, Bjarna Ólafssyni (úti í Bretlandi), ísborgu, Sigurði log Geir. Hvaifell og Hallveig Fróðadóttir liafa legið um fke'.ð en munu eiga að. fara út á veiðar um þess- ur mundir. Jón Þorláksson, tjranus, Fylkir, Harðbakur og Surprise liggja einnig allir en lial'a jafnframt verið teknir í klössun og munu a.m.k. sumir þeirra væntan- lega hefja veiðar aftur eftir áramótin. Þessi upptalning, [ótt alllöng sé, mun hvergi nærri vera tæmandi. Af þeim togurum, sem eun eru að veiðiun, er það að frétta, að þeir munu allir veiða fyrir erlendan marltað. Sigla þeir allir á Þýzkaland og liafa sölur þ.eirra verið f.æmilegar miðað við afla- magn, en veiðin hefur ver- ið rýr nú uin alllangt skeið. Þjóðviljanum er kunnugt um, að eitt skip, Neptúnus átti að selja í Þýzkalandi í gær. Fjórir togarar eru á heimleið frá Þýzkalandi. Tólf eru á leið þangað og munu se'ja þar afla sinn, 70-120 toi u, fyrra hluta þessarar vik*. Þá eru átta togarar nú að veiðum, allir fyrir Þýzkalandsmarkað. Togar- arnir eru allir á heimamið- um og hafa engir þeirra veitt á fjarlægum miðum að undanförnu. tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiirtniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii MILUÓNIR AF RAFVEITUFÉNU í Ekki eru þrjár vikur liðnar síöan íhaldið í bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti aö hækka rafmagnsveröið um 18—25% frá gildandi gjaldskrá Rafveitunnar. Almenn- ingur, sem fær stórfellda rafmagnsverðshækkun ofan á allt hiö ofboðslega dýrtíöarflóð undanfarinna mánaða, vill gjarna fá vitneskju um hvernig tekjum Rafveitunnar er varið. Og nú hefur Þjóðviljinn fregnaö aö stórar fúlg- ur af tekjum þessarar bæjarstofnunar renni til greiöslu á miklu tapi á búrekstri að Úlfljótsvatni og hundruö þúsunda fari í kirkjubyggingu þar á staönum. Happdrætti Þjóðviljans dagar eftir 1 dag þurfum við að gera stórt átak í happdrættismiðasölunni. Þetta er síðasía helgin áður en dregið verður, og mikið veltur á að við notum liana vel. Látum enga möguleika fara forgörð- um, félagar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Munið, að þeim mun harðari sem hagsmunabar- áttan verður, þeim mun brýnni nauðsyn að fylkja okkur um málgagn okkar og sjá fjárliag þess borgið. Verum samtaka, félagar! SvÖrum árásunuin á Jífskjör okkar mcð ötulu staríi fyrir Þjóðviljann! Laust fyrir klukkan 6 á laug- ardaginn varð 3ja ára drengur fyrir biíreið á Iljarðarhaga og slasaðist. Svo er nei'nilega mál vaxið, að Rai'veita Reykjavíkur á jörð- ina Úlifjótsvatn í Grai'ningi en hefur Jengst af leigt hana til á- búðar, þar til nú í vor, að bæj- arstol'nunin tók búreksturinn sjáli í sínar hendur. Stórfelklur reksturslialli. Bústjóri var ráðinn að raf- veitubúinu á Úlfljótsvatni a sl. vori, en annað starí'sfólk þar er nú: fjósamaður, aðstoðarmaður í fjósi og vinnukona hjá bú- stjóra. Iieikna má með að kaup- greiðslur til starfsfólks búsins á mánuði nenii um 20 þús. króna, en kunnugir telja að fyrir af- urðir búsins, mjólkurframleiðsl- una, fáist 8 þús. krónur mánað- aiiega. Geta menn af þessu gcrt sér í liugarlund liver liallinn á búrekstrinum muni vera, ef þess er jafnframt gætt að allur annar óumflýjanlegur kostnað- nr bætist þarna við: reksturs- kosnaður bifreiðar búsins og dráttarvélar, vaxtakostnaður, fyrningaafskriftir, o.fl. o.fl. Fyrirmyndarbú? Bústofninn á Úlfljótsvatni er er nú 20 mjólkandi- kýr, því að útihús eru þar ekki fyrir aðrar skepnur. íbúðarhúsið á staðnum er hinsvegar nýtt og mun hafa kostað drjúgan skilding í bygg- ingu. Heyrzt hefur að ætlunin sé að gera rafveitubúið að Úlfljóts- vatni að einskonar fyrirmyndar- búi. sem ieiða megi tigna er- lenda gesti til er þeir hafa skoðað raforkuverin við Sog. Mætti þá benda gestunum á bú- ið og segja: — Hérna rekum við fyrirmyndarbú, sem m,a. fram- leiðir þær búvörur sem mötu— neytið við írafoss þarfnast. Við þetta er því einu að bæta, að enn hefur ekki einn einasti lítri mjólkur farið frá Úlfljótsvatnsbúi í Sogsmötu— neyti. Mjólk rafveitubúsins er öll send að Selfossi, en Raf— Framhald á 3. síðu Nýi Brúarfoss I Reykjavík M.s. Brúarfoss, liið nýja skip Eimskipafélags Islands, kom til Keykjavíkur fyrsta sinni í fyrrakvöld eða fyrri— nótt. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.