Þjóðviljinn - 14.06.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.06.1961, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. júní lí)61 — ÞJÓÐVþLJIIýN — (7 Ræða frú Ekaterínu Fúrtsévu í hófi MlR á sunnudagskvöldið Yið æskjum yináttu við Herra forseti! Kæru vinir! Það er mér mikið ánægju- efni að mega ávarpa yður hér á þessum fundi, og jafn- framt vil ég þakka forystu- mönnum Menningartengsla Islands og Ráðstjórnarríkj- anna fyrir þá vinsemd að bjcða mér hingað til fundar við yður. Ég gríp þetta tæki- færi til að bera innilegustu kveðjur sovézku þjóðanna til allra vina Sovétríkjanna á Is- landi og hinnar starfssömu íslenzku þjóðar í heild. Ég vil fyrst taka það fram, að sovétþjóðirnar æskja sem vinsamlegastra tengsla við hina hugrökku íslenzku þjóð. Það er kunnugt, að Sovétrík- in, sem virða viðleitni hverr- ar þjóðar til sjálfstæðrar þróunar, voru einna fyrst ríkja til að viðurkenna hið unga íslenzka lýðveldi og itóku upp sambönd við það, sem eru báðum þjóðunum í hag. MeimingaEsamvinna ' Sovétríkin, sem framfylgja grundvabarreglum Lenins um friðsamlega sambúð ríkja mismunardi þjóðfélagsskipu- lags, æskja frekari þróunar, að því er varðar verzlunar-, vísinda-. tækni- og menning- artengsl við land yðar á grundvelli samvinnu, er báð- um sé til hagsbóta, á grund- velli jafnréttis, virðingar fyr- ir sjálfstæðisréttindum hvors aðiljans um sig, og afskipta- levsis hvors um innanríkis- mál' hins. Það er skoðun vor, að báðum þjóðunum hljóti að vera áhugamál að e.fla enn frekar slík tengsl gagn- kvæmra hagsmuna og að það myndi stuðla að því að glæða traust og vináttu þeirra í milli. I þessu efni er ánægju- legt að minnast samnings um samvinnu í menningarmálum, tækni og vísindum milli Sov- étríkjanna og íslands, sem nýlega var undirritaður hér í Reykjavík, en eins og kunn- ugt er, kom það fram á 8. ráðstefnu félags yðar í marz í fýrra, að það væri æskilegt. Sem menntamálaráðherra Ráostjóraarríkjanna langar mig einnig til að geta um þann jákvæða þátt, sem Gylfi Þ. Gíslason mennta- mála- og viðskiptamálaráð- herra íslands, hefur átt í þessari sámningagerð; Þéss ber að vænta, að samningur þ'essi verði til þess að auka eamvinnu landa vorra í menningannálum, tækni og vísindum. Fundir og viðræð- ur, sem við höfum átit við fulltrúa ýunissa stétta íslenzks almennings þá fáu daga, er við höfum dvalizt hér, rétt- læta slíka von. Ekki má láta unídir höfuð leggjast að minnast á það mikla framlag til menningar- sambanda þessara Iveggja landa, sem vér eigum félags- skapnum ,,Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarríkj- anna“ að þakka. Og það er vissulega mjög táknandi, að styttingin á heiti þessa fé- lagsskapar, „MlR“, skuli hafa þá sérstöku þýðingu í rúss- nesku að merkja friðsamleg tengsl milli manna og ríkja. Ekki er heldur annað hægt en geta um þann mikla þát.t, sem hinn kunni rithöfundur Halldór Kiljan Laxness hefur átt í starfsemi félagsins, en hann hefur verið forseti þess allt frá stofnun, og vér met- um hann mikils. I þeim tilgangi að efla vin- samleg sovézk-íslenzk 'fengsl af hálfu Sovétríkjanna sjálfra, var líka stofnað fé- lagið ,,Sovétríkin-ís!and“, sem á þeim stutta tíma, sem lið- inn er frá stofnun þess, hefur gert talsvert til þess að kynna afrek íslenzku þjóðar- innar meðal aUmikils hluta sovézks almennings. iz Kynni a! Islandi I Sovétríkjunum nýtur hin auðuga menning íslenzku þjóðarinnar mikillar virðing- ar. Oss eru ekki einungis kunnar hinar fornu sögur Is- lendinga, heldur einnig bæk- ur nútimarithöfunda yðar. 1 landi voru eru bækur ís- lenzkra rithöfunda eigi aðeins lesnar í þýðingum, heldur einnig á frunwnálinu, með því að íslenzka er kennd í norðurlarjdamáladeild háskól- ans í Leningarði. Mikilla vin- sælda njóta í landi voru bæk- ur svo velþekktra rithöfunda sem Halldórs Kiljáns Lax- ness, en bækur hans hafa verið gefnar þar út. í 632000 eintökum, einnig Þórbergs Þórðarsonar, Jóhannesar úr Kötlum og fleiri. Á tímum ráðstjórnarinnar hafa bækur eftir íslenzka höfunda verið gefnar út i 1.451.000 eintök- um alls. Leikritið ,,Vöggu- vísa“ eftir Halldór Kiljan Laxness hefur verið sett á svið í einu af beztu leikhús- um Moskvu, Litlá leikhúsinu (Malji teatr). Sovézkum Hljómlistarunn- endum eru kunn nöfn is- lenzkra tónskálda og hljóð- færaleikara, ekki sízt nafn Páls ísólfssonar. Sovézkum almenningi hefur gefizt kost- ur að kynnast verkum ís- lenzkra málara, sem sýnd hafa verið, eins og yður er eflaust kunnugt, við góðar undirtektir í stórborgum eins og Moskvu og Leningarði. Einnig voru haldnir fundir helgaðir minningu hins mesta íslenzka skálds fyrri a’dar, Jónasar Hallgrímssonar, samtíðarmanns Púskíns okk- ar, og í tilefni afmælis eins af mestu nút.'mamálurum Is- lands, Jóhannesar Kjarvals. Eitt af málverkum hans færði Alþingissendinefnd yðar Æðstaráði Sovétrikjanna að gjöf 1958. Allir kasmasi við Friðrik Okkur hefur verið tjáð hér, áð íslenzka þjóðin hefði einn- ig áhuga á rússneskum og sovézum bókmenntum, og við höfum frétt af vinsældum Túrganjevs, Tolstois, Tsje- kovs, Gorkí, Sjolokovs, Tsjæ- kovskí, Prokoffjevs, Sjo- stakovitsj og fleiri rúss- neskra listamanna með þjóð yðar. Sovézkir tónlistarmenn oð aðrir fulltrúar sovézkra lista, sem hingað hafa komið í menningarsendinefndum, hafa hlotið mjög alúðlegar viðtökur. Ég get fullvissað yður um, að í Sovétríkjunum er einnig tekið af alúð á móti íslenzkum tónlistar- mönnum, sem koma til Sovét- rikjanna til hljómleikahalds. Mikilsvert atriði, að því er varðar þróun menningar- og vísindatengsla milli landa vorra, er það að íslenzkir stúdentar stunda nám í sov- ézkum. háskólum og „scvézkir stúdentar í Háskóla Islands. Islendingar eru við nám í Ríkisháskólanum í Moskvu, Hljómlistarháskólanum þar í borg, Landbúnaðarakadem- inu, sem kennt er við Timir- jasév, og sovézkum kvik- myndaháskóla. Sumir hafa þegar lokið námi í æðri skól- um í landi voru. Bein tengsl eru að takast milli vísinda- manna landa vorra, bóka- safna, iþróttafélaga og fleiri menningarstofnana, svo og ferðamánnaskipti. Sérhver skólanemandi, sem er áhuga- maður um skák, veit, að Friðrik Ólafsson er íslenzk- ur stórmeistari, en hann tek- ur nú með glæsilegum á- rangri þátt í alþjóðlegu skák- móti, sem haldið er í Moskvu. Kæru vinir! Þetta tækifæri, sem mér hefur verið veitt til að flytja ávarp á þessum fundi, langar mig til að nota til þess að segja í stuttu máli frá lífi hinnar sovézku þjóðar og starfi hennar að sköpun nýrrar og hamingju- samrar tilveru. ^ Örar framfarir Land vort, sem áður var frumstætt búnaðarland og laut kúgun keisarastjórnar- innar, hefur, síðan ráðstjórn komst á, breytzt í öflugt iðn- aðarveldi, sem er á háu stigi efnahags- og menningarþró- unar. Iðnaðarframleiðsla landsins var árið 1960 45-föld á við það, sem verið hafði árið 1913, en þjóðartekjur höfðu 23-fa’dazt. Að því er varðar magn iðnaðarframleiðslu skipaði Rússland fjórða sæti í Evrópu fyrir byltinguna (næst á eftir Bretlandi, Þýzkalandi og Frakklardi), en nú er magn iðnaðarfram- leiðslu Ráðstjórnarríkjanna miklu meira en allra þessara landa samanlagt. Og þess verður ekki langt að bíða, að land vort nái Bandaríkjun- um, háþróaðasta landi auð- valdsheimsins, og fari fram úr þeim, bæði að því er varð- ar heildarmagn iðnaðarfram- leiðslunnar og framleiðslu mikilvægustu afurða á ibúa hvern að meðaltali, og verði þar með mesta iðnaðarveldi heimsins. Nóg er í' því sam- bandi að minna á, að á síð- ustu sjö árum hefur iðnaðar- framleiðsla Sovétríkjanna aukizt um 11,1% árlega að meðaltali. Á sama tíma var tilsvarandi aukning iðnaðar í Bndaríkjunum 2,5%, en það merkir, að iðnaður Sovétríkj- anna þróast með nær 4,5- földum hraða á við banda- ríska iðnaðinn. Hinn sósíalski landbúnað- ur vor þróast einnig með á- kiósanlegum hætti. Á tima- bilinu 1953—1960 jókst rækt- að land um nær 46 milljónir hektara. Mjög vel gengur að framfylgja því markmiði, sem landbúnaðinum hefur vérið sett., sem sé oð fullnægja á næstu árum e'ftirspurn al- mennings, að því er varðar matvæli, en iðnaðarins um hráefni. Eins og kunnugt er, var þróun landbúnaðarins rædd á miðstjórnarfundi Kommúnistaflokksins í jauú- ar síðastliðnum. Við gagn- rýndum þá nokkuð óvægilega nokkra áhrifamenn í land- búnaði, flettum ofan af mis- tökum, er höfðu átt sér stað, og kváðum á um raunhæfar ráðstafanir til að auka af- köst landbúnaðarins. Sumir vilja telja þessa gagnrýni veikleikamerki. En þetta er einmitt á hinn veginn. Sjá'fs- gagnrýni beitir sá einn sem finnur sig öruggan og sterk- an. Sá, sem er veikur fyrir, óttast gagnrýni. Vér óttumst hana ekki, með því að hún er oss hjálp til að sæk.ia fram með auknum hraða. Að þvi er Framhald á 10 síðu. Hvaða menn og kon.ur eru nú þetta? sögðu stóru „finunár- arnir“ sem tóku á móti frú Fúrtsévu o.g fylgdarliði hennar í garðinum við Laufásborg í rigninguuni í fyrramorgun. En litlu börnin í tveggja ára deildinni sungu bara „Allir krakkar“ henni til heiðurs. Lítil stúlka, Dóra Halldórsdótt- ir, finun ára, gaf frú Fúrtsévu blómvönd og á myndinni hér sést hún þakka fyrir. — (Ljósm.: Þjóðviljinn, Ari Kárason).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.