Þjóðviljinn - 16.12.1961, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.12.1961, Blaðsíða 8
pfÓÐVlLJINN Ötirefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — ^ Sósíalistaflokkurinn. — RitstJórarj Mspnós KjartaDsson (áb.), Ma&nús Toríi Ólafsson, Sigurður Guðmunasson. — FTéttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Masrnússon - Ritstjórn. afgrelðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Bíml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. PrentsmiðJa Þjóðviljans h.f. Vont réttlæti Eftír athugasemdir þær sem yfirskoðunarmenn rík- isreikninganna hafa gert við samskipti Axels Kristjánssonar og ríkissjóðs virðist sýnt að ekki verði undan því komizt lengur að rannsaka mál Axels til hlítar og höfða síðan sakamál á hendur honum. Svo augljóst er þetta að Alþýðublaðið — sem allt til þessa hefur talið kröfuna um rannsókn „kommúnistíska of- sókn“ — segist allt í einu í forustugrein í gær „taka undir þau ummæli. . . að þetta mál ber að kanna til botns og upplýsa eftir réttum leiðum. í slíku máli get- ur ekkert verið á huldu.“ Þannig hefur blaðið snúizt í hring og verður nú að kingja öllum fyrri ummælum sínum. Jgn þessi skoðanaskipti stafa ekki af því réttlætið hafi allt í einu skotið rótum í ritstjórn Alþýðu- blaðsins; blaðið er aðeins að hörfa úr víglínu sem ekki verður með nokkru móti varin lengur. En um leið býr það um sig í næstu víglínu og segir með mikl- um áherzluþunga: „Endurskoðendur ríkisreikninganna leggja enga gagnrýni fram á giörðir ríkisstjórnarinn- ar eða þess ráðherra, sem fór með málið.“ Þannig á nú að fórna Axel Kristjánssyni, til þess að unnt sé að bjarga Emil Jónssyni og Guðmundi í. Guðmunds- syni. Þetta eru sömu viðbrögðin sem menn muna frá því að upp komst um stórfelldan fjárdrátt þess manns sem annaðist fjármálastjórn Alþýðublaðsins á undan Axel Kristjánssyni; honum var fórnað af kaldrifjuðu miskunnarleysi til þess að unnt væri að bjarga Al- þýðublaðinu og forustumönnum flokksins. Og engin tilraun var gerð til þess að endurheimta hið horfna íé ríkissjóðs vegra þess að þá hefði ekki verið unnt að komast hjá því að skýra frá hneykslinu öllu og taka féð þar sem það var niður komið. Jjví fer mjög fjarri -að það sé rétt hiá Alþýðublaðinu að yfirskoðunarmenn ríkisreikninganna hafi ekki gagnrýnt gerðir ríkisstjórnarinnar og Guðmundar í. Guðmundssonar sem var fjármálaráðherra þegar sam- eiginlegur sjóður landsmanna var opnaður Axel Kristj- ánssvni. Þeir leggja á það þunga áherzlu í athuga- semd sinni að rlkisstjórnin hafi ekki gert .neinn skrif- legan samning við Axel Kristjánsson um útgerð Brimness — en það jafngilti þvi að honum væri af- hent ávísanabók á ríkissjóð og mætti fylla hana út sjálfur. í annan stað benda yfirskoðunarmenn á það að Axel hafi gert togarann út í niu mánuði án nokk- urrar heimildar Alþingis — aðeins á persónulega á- byrgð Guðmundar í. Guðmundssonar fjármálaráð- herra og síðan Gunnars Thoroddsens arftaka hans. Auk þess er Brimnes-útgerðin aðeins einn þátturinn í samskiptum Axels Kristjánssonar við ríkissjóð; þegar hann keypti togarann Keili veitti Guðmundur I. Guðmundsson honum ríkisábvrgð sem var miklu hærri en Alþingi hafði heimilað, og hefur ríkissjóð- J ur nú tapað sjö milljónum króna á þeim viðskiptum | einum saman. ^ því er enginn vafi að minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins og aðalleiðtogar hennar, Emil Jónsson og Guðmundur I. Guðmundsson, eru miklu sekari en Axel Kristjánsson. Axel er aðeins venjulegur fjár- plógsmaður, sem notar hnífinn af algeru tillitsleysi þegar hann kemst í feitt. Emil Jónsson og Guðmund- ur I. Guðmundsson voru hinsvegar sérstakir trúnað- armenn þjóðarinnar og áttu að varðveita sameigin- lega sjóði landsmanna og tryggja að þeir væru not- laðir í samræmi við lög og almannaheill. Þessir menn báru miklu meiri ábyrgð en Axel Kristjánsson og því er sekt þeirna mun alvarlegri en hans. Eigi nú að fóma Axel í þágu réttlætisins fyrir þá alla — eins og Alþýðublaðið boðar í gær — mun margur sanna iað vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti. — m. Magnús B. Kristinsson (presturinn) og Pétur Sveinsson (Daníel Corban). Suðu.r í Kópavogi var Jeikfélag stofnað íyrir fáeinum árum, starf þess er góökunnugt orð- ið ijölmcrgum reykvískum á- hcríendum. Enda þótt kaup- staðu.rinn ungi sé samvaxinn höíuöborginni ber félag þetta í engu svip reykvískra leikhúsa — það er skipað áhugamönn- um og viðvaningum einum og sýningar þess oftast með þeim hætti sem tíkast í hinum dreifðu byggðum, en félagarnir framsækið fc’k, fórnfúst og at- crkusamt og ættu að komast til listræns þroska er stundir líða. Leikfélag Kópavogs sýndi „Músagildru“ Agöthu Christie, hinn víðíræga sakamálaleik og glæpasögu fyrir réttum tveimur árum og þótti takast viðunan- lega éítir atvikum; nú er aftur sótt á sömu mið. Höfundur „Gildrunnar“ er ungur íranskur leíkari sem nýlega hefu.r gelið sér frægðarorð sem leikskáid, enda sýnilega ærinn kunnáttu- maöur í .sinni grein, hugkvæm- ur og bragðvís í bezta lagi. Það er honum barnaleikur einn að villa áhorfendum sýn a.'lt til lcka, halda þeim í .iárngreipum mikillar eftirvæntingar og spennu; dauð orðsvör er hvergi að íinna og söguhetjurnar hug- tækar og lifandi, dregnar ein- fcldu.m skýrum dráttum. Reyf- ari þesSi gerist á einum sól- arhring í litlum fjallakofa í Ölpunum frönsku, þar situr kornungur maður, Daniel Cor- 0) — ÞJCÐVILJINN — Laugardagur 16. desember 1961 LEÍKFÉLAG KÓPAVOGS: eftir ROBERT THOMAS r Leikstjóri: Benedikt Arnason og framgöngu, en leiðinlegur er hann ekki, það stendur ein- hver gerðarþokki af þessum aldraða áhugaleikara. Magnús B. Kristinsson hefur verið einn af traustustu leikurum íéiags- ins allt frá upphafi og er í þetta sinn dulbúinn sem ka- iþólskur klerku.r. Túikun hans er ekki eins örugg og oftast áður, en mannlýsingin gerð af góðum skilningi og útiit og svipbrigði vel við hæfi. Gestur Gíslason vekur mikia kátínu í Ihnittilegu gervi hins íbyggna iyllirafts og umrennings og er öðrum leikendum fremri þegar á allt er litið, en Gestur hefur áður sýnt að hann er búinn skopgáfu. Þá er Auður Jóns- dótfir hjúkrunarkona og lætúr að sér kveða, föst fyrir og skýr í máli, en ieikurinn ekki ríkur að blæbrigðum. Loks eru Gunnar Harðarscn og Sverrir Guðmundsson lögregluþjónar. I Þýðing Gunnvarar Brögu Sig- urðardótíur er eílaust nákvæm og heiðarleg á alian hátt, en máiið nokkuð flatneskiulegt eða óeðlilegt á sturidum. Leiktjöld gerði’ Sigriðúr Soffía Sandholt og er vandvirkni hennar tii fyr- irmyndar og sviðsmyndin verð athygli. Setustofan í fjallakof- anum er smekkieg og mjög snotur, en útsýnið yfir greni- vaxnar hlíðar og snæviþakta tinda Aipafjalla ekki fallegt að sama skapi og minni.r helzti mikið á alkunnar gljámyndir sumra tómstundamálara. Á fru.msýningu var hvert sæti skineð í húsinu og leikn- urn tekið með kosium og kynj- um; éhætt múri áð spá ..Giidr- únni‘.‘ góðrar aðsóknar og vin- sasida. Á. Hj. ban að nafni, og revnir árang- u.rslaust að deyfa ótta sinn og skelfingu með nautn sterkra drykkja, hcíuðsetinn og hund- eltur af lögreglumönnum og ýmsu ærið, tortryggilegu fólki. Konan hans hvarf fyrir skemmstu. með einhverjum dul- aríullum hætti, en lausn þeirr- ar gátu birtist ekki fyrr en að leikslokum: Stundirnar eru lengi að líða, og líf hins of- sótta eiginmanns óslitin hrylli- leg martrþð: verður hann myrtur á laun, varpað í dýbl- issu eða lokaður inni í vitfirr- ingahæli? Hér er um líf og dauöa að tefla, en nánar verð- ur að sjálfsögðu ekki skýrt frá gangi mála. Leikritið er vel til þess fall- ið að stæla þrótt efnilegra á- hugamanna, en reyndist félag- irm ofviða á marga iund, vakti ekki þann hroll og hugaræsing sem verða má og efni standa lil. Leikstjóri er Benedikt Árnason. ,.einn hinn bezti af yngri leikst.iórum sem völ er á hér á iandi“, eins og segir réttiiega í leikskránni. Benedikt heíur sett leikinn á svið af kunnri smekkvísi og hófsemi, en ekki nægilega tekizt að aga cg þiálfa ieikendur sína, enda við rnikla o.g marga örðugleika að etja; meira bar á missögn- um, hiki og öryggisleysi en góðu hóíi gegnir, en stendur auðyitað til bóta. Raunar má segja að meginefnið hafi kom- izt til skiia og áhoríendur fylgzt með leiknum með athvgli og á- huga. Og það var oft og mikið hlegið á frumsýningu, og það bæði i tíma og ótíma. Eiginmaðurinn hrjáði er stórt hlutverk og girnilegt og þakk- látt mikilhæfum og reyndum leiku.rum. Hann er ailtaf á sviðinu að heita má, af þeirri einföldu ástæðu að hann þori.r ekki út úr húsi, hann þoiir vítiskvalir, varnarlaust íórnar- dýr ofboðsiegrar hræðslu. Pét- ur Sveinsson leikur að vísu betu.r en áöur, en nær mjög sjaidan neinum tökum á við- . fangsefni sínu, það. er honum bersýnilega um megn. Góðan vilja hans og vandvirkni er skvlt að meta, en traustari og hæfari leikari í meginhlutverki þessu heíði miklu bjargað. Um Sigríði G. Sandholt er svipað að segja, hún er fremur skýrmælt eins og Pétur, en Jeikurinn þróttlítill og viðvaningslegur og útlit og framkorr.a ekki sann- færandi. Lögregluforinginn er mjög orðmargur maður og ekki allur þar sem hann er séður. bragðarefi’.r hinn mesti. Margt skortir á fullkomna túlkun Sveins Halldórssonar og auðgert að benda á veilur í framscgn Gísli Gíslason í hlutverlii umrenningsins. Ensk unglingasaga úr Kjósinní Alan Boucher: Borizt á banaspjótum. Útgefandi Dverghamar. Þýðandi: Lúther Jónsson. Þegar ég las bessa bók yfir hafði é? ekki á tilfinningunni, að hér væri um unglingabók að ræða, svo ólík er hún öðrum þýddum unglingabókum. Hér er um að ræða söeu, sem ger- ist hér á landi þremur árum eftir kristnitöku, áður en áhrif hins gamla siðar eru að fullu fjöruð út. Bókin segir frá deilum þeirra ættingjanna, Þórðar lamba á Meðalfelli í Kiós og Brands á Möðruvöllum í sömu sveit og vígaferlum sem af þeim leiða. Báðir eru miklir f.yrir ■sér, metorðagjarnir og það svo að varla sýnist rúm fyrir báða í bröngbýli sveitarinnar. ÞórM er svo Ivst, f.ð hann var búmáður góður, deigur til vopna, en því meiri lögkróka- maður. Líkur Njáli um rnargt, en annars nokkuð þokukennd- ur. Brandur er ofstopamaður og blendinn. Þolendur þessara ættardeilna eru svo synir höfðingjanna, þeir Halldór Þórðarson og Hrafn Brandsson, en Halldór eða Halli, eins og hann er gælunefndur í scgunni, er aðal- persónan. Halldór er undarlegur ung- lingur. Fimmtán ára gamll, fer hann með lið til að berja á Brandi frænda sínum, en er jöfnum höndum í einskonar bófahasar með jafnöldrum .sín- um úr sveitinni. Hann er trúar- vingull. sem sveiflast milli Þórs og Hvíta-Krists, Hann hefur verið tvo vetur við laganám í Reykjavík hjá Þormóði goða, kemur baðan glíminn vel en ■ ekki 1fí*Gnekvr. Hann. er fljótur að vinna eiða, sem hann gleymir jsfnéðum, og á endanum gerist kraftaverk, sem biargar honu.m frá eið- rofi. Þó hann sé stundum nokk- ■uð seinn að átta sig, er hann skemmtílega bragðvís j sögu- lok. Halldór er begar öllu er á botninn hvolft,' viðfelldnasti piltur. Hrafn er mun óliósari en Halldór. en þeir eru fóstbræður. Hann virðist skarpur. snarráður og bezti drengur, en stingur undan frænda sínum og svikur hann á lúaleeasta hátt. Kvenlýsingar eru ekki sem bcriar. Dísa er vibalaus og fjö'’yndur ste’nukrakki og Hall- veig, móðir Halldórs, er sem Bervbéra aftureenein. Kolur og Valdi gamii eru skemmti- legustu karlar. Bókin er Hörleea skriþið, spennan-Ii og tr'verðun. Mikil n Fr. A ; ov. ■* g]*riA i i Kjósinni, náttúrulýsingar marg- ar ágætar og sfanda að mínu viíi nokkurnveginn heima. enda ér höfundurinn þaulkunn- ugur hér. Þýðingin virðist mér slöpp framanaf. hrá og stirð á stöku sfað. en vinnur mikið á og er liour cg hnökralaus, þegar á líður bókina. Káoumynd cg aðrar myndir bókarinnar, skar Ragnar Lár í dúk. Þær eru grófar og sterk- ar, fa’Ia vel að efninu cg eru hæfilega margar. Margar prentvi'iur eru í bók- inni og sumar leiðinlegar, ann- ars er frágangur og prentun óaðfinnanlegt. Ég' hef bá trú, að þessi bók nái vinsældum unglingá og margir bíði þe?s með óbreyju. Hpúdéri samjerða til Grænlands og Vínlands í næstu bók. lírafn úr Vogi. SJONVARP FRÁ VELLINUM Til þess var mælzt að ég segði álit mitt um styrkt og aukið sjónvarp frá amerísku herstöðvunum á Revkjanes- skaga, — það mikið stvrkt cg aukið að íslendingar mættu kaupa sér þau hin dýru við- tækin í von urn enn eina teg- und skemmtanar frá herstöð- inni. — Óþarft er að vefja það álit, eða svar, í nokku.rt orð- skrúð og er í stuttu máli það, að ég mundi frábiðja mér og mínum sjónvarp úr þeim stað, ef ég mætti ráða, og úr hverj- tim stað. nema íslenzkir menn réðu þar vfir til fullnústú, og þó helst þeir menn íslenzkir. sem heíðu vit og viífa til þess að nota þá hluti til góðs. sem hvað auðveldast er að misnota til ills. Ég hef ekki reynslu af sjón- varpi, — tel það ekki þó ég hafi á dönsku hóteli séð bregða íyrir augu mín brotum úr dagskrám sjcnvarps nokkr^ um sinrmm, en ég met mikils umsagnir þeirra manna, sem ger mega kunna skil á þessum hlutum. og það heíur glatt mig öðru meir á þessum seinustu dögum, að menn hafa ekki tekið afstöðu til þessa ,má!s eftir pólitískum flokkum, held- ur eftir þéirri sannfæring, sem leyfir sér að strjúka um frjálst .höfuð. og því brjóstviti, sem segir til um hversu við skuli bregðast þegar mikið er í húfi. Við, sem ólumst upp við kvöldvr-ku baðstofunnar í strjálbýli fjalls og fjöru, þar sem einn skemmti meðan aðr- ir unnu, þá kvöldvöku. sem nú er senn í blárri fjarlægð. — við vitum vel að ekki verður hún endurvakin sem og hitf að nýr timi heimtar nýja skemmt- an, en okkur ógnar hversuj mjög íærist nú ört til þeirrar' áttar, að æ færri finni upp-j sprettu gleðinnar í sjálfum sér. — Reyndu að dunda þér eitt- hvað, rýjan mín. eða, — rísl- aðu þér í dótinu þínu, barn, var sagt við rnann hér forðum ef maður var með nudd og nauð, —■ og sú varð raunin a^ enginn varð maður að minnji við að bjarga gleði sinni á eig- in spýtur. En nú er það tím- anna tákn og eitt hið mesta verzlunarefni fjclda manna, að sel.ja öðrum skemmtan, sem flestum, helzt öllum, — og þá hefu.r það komið á daginn að það er auðveldara og gefur ör- uggari og fljótteknari hand- greiðslu að haía það á markaði, sem hvorki lyftir á hærri trcppu gáfum né siðgæði, held- ur þvert á móti. Þar aí má sjá hversu mikils virði það er að sá sé hollu.r, sem fylla skál tómstundir a'bióöar. a,d haer megi verða henni jaínt til ynd- is og þroska. Það verður og hverri þjóð drýgst til farnaðar inn á við og til ágætis út á við, að hún ávaxti til fulls þann höfuð- stól menningar og reynslu, sem hennar liðnu kynslóðir hafa saman dregið henni til handa um aldir og ár. Það. muiiu varla aðrar þjóðir gera, pg kunna heldur ekki fram áð reiða, sem varla er von. Og þess vegna og alls vegn'a: ekkert útvarp og ekkert sjóh- varp frá herstöðinni við Kefla- vík. helzt ekkert þaðan áf neinu taai, ef ég mætti vera svo djarfur. Tckum fegins hendi okk,ar eiain sjónvarpi, — þegar Við höfum efni á. Gudmundur Böövarsson. pinenn Pekfng — í fréttum frá kín- verr.ku fréítastofunni Hsinhua regir aö „æðstu yfirvöld" Bandaríkjanna láti nú ra.nnsaka hvcrt hægt sé ad framkvæma á- ætlun um að senda menn úr liði jijang Ka.i-sjeks á Formósu til meginlands iKína í því skyni að hetia þar vopnaða baráttu gcgn aíþýðustjórninni kínversku. Það er Washington-fréttaritari tímaritsins Parade, Jack Ander- scn. sem skýrir frá þessum að- gerðum bandarískra yfirvalda í eintakinu sem kom út 26. nóv- ember. | Samkvæmt því sem Anderson segir ..er það stórt athugungr- j efni um þessar mundir fýrir ! hernaðarsérfræðinga í Washing- ton hvort ráðlegt sé að senda þjálfaðar skæruliðasveitir frá Formósu til meginlands Kína“. Anderson fullyrðir, að leyni- þjcnusta Bandarikjanna (CIA), hvetji ákaft til að „lagt verði til atlögu“ einmitt nú. CIA starf- ar að undirróðursstarfsemi víða í heimi. M.a. lagði þessi stofn- un á ráðin og skipulagði hina í misheppnuðu innrásartilraun ; á í Kúbu. TiL SJOS OG LAMÐS GIJÐNI INGVARSSON í Afurðasölunni kaus nýlega við stjórnarkjör í. Sjómannafélagi Revkjavíkur. Slarfandi sV-re-\ ’ • " í skrifstofu Sjómannafélagsins, Hverfisgöíu F - c*arfandi sjómanna B-listánn. KcsCð i dag frá klukkan 2 itil 7 e.h. W# TOs, S* »« Laagordasur 16. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.