Þjóðviljinn - 04.05.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.05.1962, Blaðsíða 5
Kalda sfríðiS útlœgt úr köldustu ólfunni : ' 1 r vism At’anzhafsbandalagiö hcfrir nú enn aukið ofsóknir sínar ú liend- ur Austur-Þýzkalandi. Stjórnir bandalagsríkjanna hafa til dæm- is meinað öllum Austur-Þjóð- verjum að ferðast til landanna, nema því aðeins að þeir séu að heimsækja ættingja sína eða séu í verzlunarerindum. Undanfarið hafa borizt fréttir af austur- þýzkum íþróttamönnum sem meinaður hcfur verið aðgangur að íþróttamótum í NATÓ-löndum, en nú virðast ofsóknirnar hafa náð til vísindamanna einnig. 1 _Kaupmannahöfn stendur fyrir dyrum að halda ráðstefnu 70 dýralækna frá ýmsum lönd- um. Þar á meðal voru væntan- legir tveir frægir dýralæknar frá Austur-Þýzkalandi, prófessor arnir Dobberstein og Ippen. Yf- irvöldin í Danmörku neituðu þeim um vegabréfsáritun. Þegar gjörræði þessu var mót- mælt svaraði lögreglan að þetta væri gert samkvæmt 'stefnu ut- anríkisráðuneytisins danska. Sú „stefna“ mun vera sameiginleg öllura Atlanzhafsbandalagsríkj- unum. Kartöfiuskortur vðidur deiium HPHHb " 1 einni heiinsálfu hefur mönnum tckizt að lialda kalda stríðinu utan dyra og koma á vinsamlcgu samstarfi þjóða. Þessi gæfusami heimshluti cr S uðúrskautslandið, sem lýst hefur verið alþjóða- svæði þar sem enginn herbúnaður má eiga sér stað. Innan um ísauðnir Suðurskautslandsins hefur verið komið upp rannsóknarstöðvum, þar sem vís indamcnn frá ýmsum þjóðum starfa saman. Mynd- in er frá sovézku rannsóknarstöðinni Mirní og bar blakta fánar þeirra þjóða, sem þar eiga vísinda- menn um þcssar mundir: Austur-Þýzkalands, Ték kóslóvakíu, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna — Naumur Vestur - — Þaö var annað en auövelt aÖ komast frá Miinchen og hingaö. Á slíku feröalagi þarfnast maöur aöstoöar margra manna. Það sem réði úrslitum meö mig, var að ég naut hjálpar margra — sósíaldemókrata, flokks- leysingja og margra annarra — sagði Jupp Angenfort á alþjóðlegum blaðamannafundi í Austur-Beiiín. Komin er upp alvarleg deila milli Hollands og Efnahags- bandalagsnefndarinnar vegna kartöfluskdrtsins sem ríkir víð- asthvar í Vestur-Evrópu. Fyrir fáeinum dögum fóru Holland og Belgía þess á leit við nefndina að hún gerði ráðstafanir til að bæta úr kart- öfluskortinuim og lækka hið háa verð. Meðal annars óskuðu rík- in eftir að 36. grein Rómarsátt- málans, sem fjallar um takmark- anir á verzlun milli bandalags- iandanna innbyrðis, yrði tekin til framkvæmda. Nefndin hefur nú svarað mála' leituninni og neitar öllum af skipt.um af kartöfluvandræðun- um nema því aðeins að sölu kartaflna til landa Utan banda- lagsins verði hætt. Stöðvun þeirra viðskipta kæmi mjög hart niður á Hollendingum sem m.a. hafa selt mikið magn til Svíþjóðar og Bretlands. Holland hefur því lýst því yfir að ekki komi til greina að hætta sölu kartaflna til landa utan bandalagsins. Hinsv. hefur Belgía minnkað kartöfluútflutning sinn um 1Q0,^ Þrátt fyrir það er verðjð enrl geysihátt, ekki aðeins í Hollano'i og Belgíu heldur -einnig f Vest. ur-Þýzkalandi t>g Frakklandi. Angenfort er fyrrverandi tfor- ystumaður ungkommúnistahreyf- Ingarinnar í Vestur-Þýzkalandi, en hún hefur nú verið dæmd ólögleg. Hann var sakaður um i,Iandráð“ og handtekinn í •Miinchen fyrir skömmu. Var honum gefið að sök að hafa skorað á vestur-þýzka æsku að berjast gegn kjarnorkuvígbúnaði. Áður hafði Angenfort setið í fangelsi 1958 fyrir „Iandráð" — þá hafði hann sagt að pólitískt venkfall gæti við vissar aðstæð- ur verið vopn í höndum verka- lýðsins. Hinn fjórða apríl síðastliðinn heppnaðist Angenfort að sleppa Rekinn fyrir „étilhlýðifegar fullyrðingar" WASHINGTON — Elvis Stahr, ' hermálaráðherra Bandaríkjanna, hefur viikið Arehié Robérts maj- ' or úr þjónustu hins opinbera. Majorjnn er rekinn fyrir að hafa látið sér um munn fara „ótil- hlýðilegar fullyrðingar“ í ræðu. 1 ræðunni ásakaði Roberts varautanrítkisráðherrann Menen Williams fyrir að vera vinstri-. ; sinnaðan og hélt því fram að börgarstjórinn í Los Angeles, Samuel Yorty, hefði fyrrum ver-, i ið kommúnisti. j frá gæzlumönnum sínum og komst hann eftir ellefu daga flótta til Austur-Þýzkalands. Vestur-þýzkum blöðum þótti furðu sæta að fflóttinn skyldi heppnast og bentu á að fanginn hefði verið hlekkjaður með handjárnum. Eftir að Angenfort hafði heppnazt að sleppa frá ofsókn- armönnum sfnum fréttist hvorki tangur né tetur af honum fyrr en kunngjört var að hann væri kominn ti,l Austur-Þýzkalands. Á blaðamannafundinum í Beríín var mikið hlegið. Angen- fort sagði að báðir fangaverð- irnir hefðu verið svo þi'umu- lostnir að þeir hefðu ekki einu sinni haft rænu á að hrópa: „Stanzið". „Að minnsta kosti heyrði ég það ekki — og ég stanzaði að vísu ekki til að hlusta“, sagði Angenfort. Blaðamaður frá vestur-þýzka blaðinu Frankfurter Rundschau spurði Angenfort hvort yfir- völdin hefðu ekki leyft honum áð hlaupa. Vísaði hann þessu algjöriega á bug og benti, máli sínu til sönnunar, á umfangs- mikila húsieit í hótelunum í Múnchen og hjá fyrrverandi með- limum Kommúnistaflokksins, varðgæzlu á flugvöllunum, rann- sóknir ó áæt'lunaribílum og fleira þess háttar. Angenfort sagði að sú stað- reynd að hann naut á flótrtan- um aðstoðar fjölda fólks nreð mismunandi stjórnmálaskoðanir benti til þess að kotómúnistar njóti meiri samúðar í Vestur- Þýzkalandi éftír að fflokkurínn var bannaður 1956. Bannið var skilið sem árás á alla andstæðinga Adenauers. En það er ekki unnt að banna Kommúnistafloklc Vestur-Þýzka- lands. Hann lifir — og starfar. Margir þeirra sem hjólpuðu mér á flóttanum eru ungir menn sem gengið hafa í flokkinn eftir að hann var bannaður, sagði Jupp Angenfort að lokum. Aþenu 3/5 — I dag var hafinn í Aþenu ráðhcrrafundur Atlanz- hafsbandalagsins. í setningar- ræðu sinni sagði Dirk Stikker, framkvæmdastjóri bandalagsins að friðasáttmáli milli Atlanz- hafs- og Varsjárbandalagsins væri ekki nauðsynlegur. Þessi afstaða framkvæmda- stjórans hefur vakið mikinn kurr meðal bandalagsríkjanna, enda munu ríkisstjórnir Bandaríkj- anna og Bretlands vera hlynntar slíkum sáttmála og háfa hugsáð sér hann sem lið í lausn Ber- linardeilunnar. Stikker færði þau rök fyrir máli sínu að öll aðildarríki Sam- einuðu þjóðanna væru skuld- búndin til að ráðast ekki hvert á annað. Hvorugt hinna þýzku ríkja eru hinsvegar aðiljar að Sameinuðu þjóðunum. f Á blaðamannafundi sagöi Stikker að hann teldi ólíklegt að fundurinn tæki nokkra ákvörðun varðandi stofnun kjai’norkuhers Atlanzhafsbandalagsins. — Samt sem áður er talið að sumir full- trúanna á fundinum hafi í hyggju að bera fram tillögu um að Bandaríkin hafi samráð við NATÓ-ríki Evrópu um stjórn bandaríska kjarnorkúhersins austan hafs. Ljósmyndaszmkeppni 5.000,oo kr. verólaun Tímaritið SAMVINNAN hefur á- kveðið að efna til verðlaunasam- keppni um LJÓSMYND ÁRSINS. Viðfangsefni ljósmyndarans skal vera SAMVINNA, þ. e. a. s. mynd- irnar eiga áð vera tákn samvinnu. Til greina koma jafnt litmyndir (siides) sem -■svart-hvítar myndir. Stærð hinna síðarnefndu skal minnst vera 24x30 - cm. Verðlaun fyrir beztu myndina eru kr. 5.000.00 og aúk jþess hlýtur hún sæmdarheitið LJÓSMYND ÁRSINS. Blaðið áskilur sér rétt til birtingar allra þeirra mynda sem ber- ast vegna keppninnar, og til opinberrar sýningar. Birtingarréttur verður greiddur sam- kvæmt gjaldskrá Ijósmyndara. Skilafrestur í ikeppninni. er til 1. september næstkomandi. Myndir skulu auðkenndar méO dulnefni, en rétt i nafn keppanda skal fylgja í lokuðu umslagi, senv einnig sé auðkennt með dulnefninu. #«>«• Dónt.nefnd keppninnar skipa: Jón Kaldal, ljósmyndari, Björn Th. Björnsson, listfræð- ingur og Guðmundur Sveinsson, skólastjóri. Föstudagur 4. maí 1962 ÞJÓÐVILJINN — (5]

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.