Þjóðviljinn - 09.05.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.05.1962, Blaðsíða 3
SUNDHÖLL KÓPAV ERÐUR EINN fullkomnasti sun Byrjað er að graia fyrir grunni sundhallar Kópavogs, sem verður nýtízkulegasti og •einn fullkomnasti sundstaður landsíns. Sundhöllin verður við ■enda skemmtigarðsins sunnan Borgarholtsbrautar. Hulda Jakobsdóttir, bæjar- stjóri í Kópavogi, skýrði blaða- mönnum frá bessu í Hær og ^ýndi líkan sundhallar.'nnar. en byrjað var fyr.'r nokkru að grafa rfyrir grunninum. Högna Sigurð- ardóttir arkitekt hefur teiknað sundhöllina. Högna er ættuð úr "Vestmannaeyjum, tók stúdents- próf 1949 og próf í arkitektúr v'ð Listaháskólann í París 10 úrum síðar, en það er meðal- námstími við þann skóla. Á 'lokaprófi fékk hún fyrstu verð- laun fyrir bezta lausn á próf- verkefni, er nemendur völlu sjálfir. Hún tók að sér á sl. Ihausti að teikna sundhölllna, og munu flestir á einu máli um að ihenni hafi tekizt vel. Þetta er fyrsta sundhöll hér á tandi sem byggð er í skemmti- Huida Jakobsdóttir bæjarstjóri garði, en sundhöllin verður á mjög skemmtilegum stað, í hæð- inni su.nnan Borgarholtsbrautar efst í túni sem þau hiónin...frú Hulda Jakqbsdóttir og F.'nnb'ogi Rútur afhentu Kópavogsbæ á sinum tíma með "því skil.vrði að þar yrði gerður skemmtigarð- ur — og er raunar þegar byrj- . að á því.. Frú Hulda kvaðst voih- ast til þess að sundhöllin yrði í framtíð.'nhi mikill heilsubrunn- ur, ekki aðeins fyrir .Kópavogs- búa heldur og nágrannana. Sundhöllin vqrður uffi 7000 rúmmetrar og innilaug verður 16.67x20 m og er hún fyrsti áfanginn, síðar á svo áð koma út'sundlaug allt að 50 m löng. Áhorfendasvaqðin verða sæti fyrir um 200 manns. Sundhöllin veit móti suðvestri 'bg er gerð þannig að skjói verð' fyrir norðan og austanátt. Inn- gangur verður frá Borgarholts- braut og verður þar rúmt and- dyri, miðasala og fatageymsla fyrir karla, en á neðri hæð verður fatageymsla kvenna. og ennfremur gufubaðstofa fyrir 8 manns og í sambandi vlð hana smálaug með nokkrum gráðum heitara vatni en í aðallauginni, gerð fyrir þáð fólk sem þarfnast gufubaða heilsunnar vegna. Þorsteinn E.'narsson ' íþrótta- fulltrúi, sem verið hefur með í ráðum um gerð sundhallarinn- ar. kvað ýmsar góðar mýjungar vera í henni. Anddyri væri mjög rúmgott. Gufubaðstofan væri með öðru sniði en hér hefði tíðkazt, fyrst væri um 30 gr. heitt forherbergi er menn gætu hitað sig upp i áður en þeir færu inn í sjálfa gufubaðstof- una. Þarna væri me.'ra rými í kring um sundlaugina sjálfa og í þessari laug væri hægt að ganga beint út í sundlaugina Lyga-Mogg> mn og Högna Sigurðardóttir arkitckt, meö líkan af sundlaug Kópavogs fyrir framan sig. Á vcggnum eru tcikningar af sundhöllinni. sjálfa en í okkar lo.ftslagi væri slíkt þýðingarmikið, eat hann þess að í Sovétríkjunum væru nú laugar byggðar þannig að menn gætu s^mt úr búnings- klefunum út í laugina. Sólbaðskýli verða mó.tl suðri og vestri og ennfremur á þaki sundhallarinnar. Fatageymslá verður þarna í læstum skáp- um, em ekki klefum, verður •fatageymsla fyrir 1Í0 manns á hvqrri hæð og á að vera hægt að tvöfalda þá tölu. Sundlaugin er miðuð við það að fullnægja vel -þörf íbúanna nú, en síðar á svo einnig að korha um 50 m löng útisundlaúg. Um endanlegt kostnaðarverð er ekki gott að segja; til saman- burðar má geta þess að Sund- 'laug Vesturbæjar, sem er þó nokkru minni. eða 500 rúmm. kostaði 9 milli. kr. rúmlega ISIiMLL I ÆÐUR (lögun lóðar innifalin). Þorsteinn Einarssön óskaði Huldu bæjarstjóra og Kópa- vogsbúum til hamingju með þetta mannv.rki sem bæri vott um þann vorhug og stórhug sem komið hefði fram í bæjar- félaginu. CAPE CANAVERAL 8/5. — í dag skutu Bandaríkjamenn hinni geysistóru Kentár-eldflaug sinni á loft. För eldflaugarinnar stóð þó ekki nema tíu sekúndur því að þá sprakk hún og féll log- andj tij jarðar. Miklar vonir höfðu Bandaríkjamenn bundið við eldflaug þessa. Eldflaugin var knúin elds- neyti sem ekki hefur áður ver- ið reynt. Varð hit.'nn svo gífur- legur að málmurinn í eldflaug- arskrokknum brann eins og pappír. Æskulýðsfylkingin í Reykjavik hefur nú enn einu sinni skorað á Heimdall, félag ungra sjálf- stæðismanna, til kappræðna, en slíkir fundir hafa tíðkast milli félaganna á annan áratug. Nú cr svo komið fyrir Heimdelling- um að þeir þora ekki lengur í slíkar kappræður í tilefni kom- andi horgarstjórnarkosninga. Ilafna þeir áskoruninni á hinn Kjósenda- fundur ó- ■ t B naora i Kópavogi Kjósendafundur Félags ó- háðra kjósenda í Félagsheim- ili Kópavogs er annað kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 8.30. Nokkrir efstu menn H-Iistans flytja ávörp og ræður. lágkúrulegasta hátt, og ber svar þeirra glöggt vitni um vesaldar- legt ástand og slappa forystu Ileimdallar og um lélegan mál- stað ungra íhaldsmanna. Áskorunarbréf ÆFR var af- hent starfsmanni Heimdallar á föstudagsmorgun (ekki á Iaugar- dag eins og Moggi segir). Það var svohljóðandi: I tilefni af komandi borgar- stjórnarkosningum vill Æsku- lýðsfylkingin í Reyiltjavík, fé- lag ungra sósíalista, með ibréfi þessu skora á Heimdall, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík til kappræðna á úti- fundi, sem haldinn j'rði um miðján maímánuð, éftir 1 því sem félögin koma sér nánar saman um. Við 1 eyfum okkur að óska svars við áskorun þessari eigi síðar en á hádegi mánudaginn 7. maí. Verði Heimdallur við áskor- uninni eru það. tilmæli okkar að nefnd fulltrúa frá báðum félögunum komi sér saman um nánari tilhögun fundarins. F.h. Æskulýðsfylkingarmnar, í Reykjavík, félags ungra sósíalista, Örn Friðriksson. formaður. Það gekk erfiðlega að fá fram svar Heimdallar, en þegar það loks kom, var það svohljóðandi: Heimdallur, félag ungra Sjálf- stæðismanna hefur móttekið áskorunarbréf Æskulýðsfylking- arinnar og vill í því sambandi taka fram eftirfarandi: Á undanförnum vikum hefur það æ betur verið að koma í Ijós, að félagssamtök kommún- ista, — fhvort sem þau bera nafnið! Æskulýðsfylkingin eða eitthvað annað —, eru einungis deild úr alþjóðlegum samtök- um. Hinar íslenzku flokks- deildir setja aðra hagsmuni of- ar en hagsmuni Islands eða ís- lendinga og virðast vera undir stjórn kaldrifjaðra foiystu- manna, sem í einkaskýrslum sín á milli viðurkenna ógnar- stjórn í löndum kommúnism- Ígætt tiarfar RAUFARHÖFN 7/5. — Tíðarfar hefur verið ágætt hér að undan- förnu. Snjór er að mestu horf- inn af láglendi og vegir að verða íær.'r. Sl. fimmtudag var í fvrsta skipti á þessu vori flo.gið til Kópaskers. Framhald á 10. síðu. I* ÆFR-fundur- ínn I ★ ÆFR heldur félagsfund kvöld, miðvikudag, kl. 8.30 í Tjarnargötu 20 ★ fundarefni: ★ 1. „Leyniskýrslur“ Morgun- blaðsins. Framsögumaður Ey- steinn Þorvaldsson. k 2. Önnur mál. ★ Félagar sýni sldrteini við inn- ganginn. RAUFARHÖFN 7/5 — Afli báta, sem róa héðan frá Raufarhöfn, hefur verlð heldur tregur að undanförnu. Atvinna hefur ver- ið næg við uppbyggingu síldar- Verksmiðju ríkisins hér á staðn- um, en vinnutím: hefur verið óhóflega langur, m.a.s. var unn- ið á páskadag. ENN ER lyga-mogginn iðinn við kolann! Nú er Sósíal- istaflokkurinn orðinn um- bjóðandi „járntjaídslanda;‘ við val íslenzkra náms- manna austantjalds! Og hver er sannleikurinn? Þegat' Sjálfstæðisflokkurinn og Mogga-dótið reyndi að loka fátækum íslenzkum námsmönnum möguleikann til náms með árásum á lífs- kjör alþýðu, þá gerðu sósíal- istar það sem þeir gátu til þess að opna íslenzkum námsmönnum leið til náms í löndum sósíalismans. Með- an íslenzk yfirvöld sýndu ekki áhuga á þessu máli, þá beitti Sósíalistaílokkurinn sér fyrir iþessu hagsmunamáli íslenzkra námsmanna. Þegar Menntamálaráðu- neytið íslenzka fór að hafa áhuga fyrir þessu og taka upp eðlilega menningarlega samvinnu við lönd sósíalism- ans, tók ráðuneytið þetta sjálft að sér í samstarfi við viðkomandi aðila sósíalist- ísku landanna og annast því nú alla sendingu stúdenta til Sovétríkjanna, Póllands, Tékkóslóvakíu og víðar. Sósíalistaflokkurinn hefur hinsvegar áfram reynt að koma íslenzkum námsmönn- um, er um hafa • beðið, til Austur-Þýzkalands. Það væri mjög æskilegt að Menntamálaráðuneyti fs- lands tæki það að sér líka og vafalaust mun Mennta- málaráðuneyti Austur-Þýzka- lands hafa æskt þess. — Máske Mogginn vilji beita sér fyrir því að svo verði gert? Þá losnar Sósíalista- flokkurinn við slíkt. EN MEEÍAN Sjálf-stæðisflokk- urinn og Mogginn halda á- fram að reyna að loka ís- lenzkum námsmönnum leið til mennta, mun Sósíalista- flokkurinn halda áfram að reyna að opna þeim leiðir. Sósíalistaflokkurinn mun ætið skoða sig sem um- bjóðanda íslenzkrar alþýðu í hagsmunamálum hennar, alveg eins og Morgunblaðs- menn hugsa og breyta sem fjandmenn hennar á öllum sviðum. SVO MÁ SÁ Moggi, er ætíð hefur níðst á íslenzkum verkamönnum, þegar hann hefur þorað, hamast eins og hann vill. Islenzkir sósíal- istar þekkja það blað, sem heimtaði sundrungu alþýðu- fjölskyldnanna, — það blað, sem barðist fyrir lækkun kaups atvinnulausra verka- manna sem höfðu einnar viku atvinnubótavinnu á •mánuði til að framfleyta fjölskyldu sinni — það blað, sem barðist fyrir þýzka naz- ismann á Isl. — Þaðblað, sem enn berst fyrir kaupmðslu gagnvart íslenzkum verka- mönnum. — Þeim, sem þekkt hafa Moggann í þrjá til fjóra áratugi, þeim, sem séð hafa framan í fasista- fés hans, þegar íslenzk al- þýða ótti bágast, — þeim villir hann ekki sýn. Miðvikudagur 9. maí 1962 — ÞJÖÐVILJINN — ((J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.