Þjóðviljinn - 02.07.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.07.1962, Blaðsíða 6
í banda’.agsfé’iagin ystumen% bessa fl 'Frakkinl ienlgltój ruarmertn a þlÚÐVILIINN ffs«Xanðli BaMinlncaríloKkvr alÞfBv - Púalallstafiokkvrlnn. - BltftJðrasi CacnAa KJartansaon (áb.), Macnúa Torfi Ólafsson, SigurOur QuBmundsscn. — ur4ttaiitatJórari ívar H. Jónsaon, Jón BJarnason. — Auglýsingastjóri: GuBaalf Cacnftsaon. — Ritatjórn, afcrelSsla, auelýslngar, prentamlSJa: SkólavðrSust. 18. ÖMi 17-500 (i linor). AakriftarverB kr. 55.00 4 mán. — LausasöluverB kr. 3.0«. Ef það gleymist jyjorgunblaðið og Tíminn hafa háð um bað harða deilu undanfarið, hvor flokkurinn, íhaldið eða Framsókn, væri ósvífnari að beita atvinnukúgun til þess að efla pólitískt fylgi sitt. Telja báðir aðilar sig geta nefnt ótal dæmi máli sínu til sönnunar og er ekki að efa að svo sé. Allt frá því er Vilhjálmur hóf þá stefnu á loft innan samvinnuhreyfingarinnar að flétta starfsemi hennar inn í einkabraskið, hafa bæði íha-ld og Framsókn haft hina ákjósanlegustu aðstöðu til þess að fylgjast með starfsaðferðum hvors annars á þessu sviði. Það er því ekki ástæða til að rengja 'Það, að bæði blöðin muni fara með rétt mál, — aldrei þessu vant. Enda er það opinbert leyndarmál, að ýmsir atvinnurekendur beita slíkum aðferðum ó- spart gegn starfsfólki sínu, ef þeim býður svo við að horfa. Q/urvald íhaldsins ií Reykjavík byggist einmitt fyrst og fremst á því, að allur þorri atvinnurekenda hér er innan Sjálfstæðisflokksins og þeir beita óspart aðstöðu sinni gagnvart starfsfólkinu beint og óbeint til framdráttar dhaldinu. Þar við bætist, iað íhalds- meirihlutinn í bæjarstjórn er óragur við að nota að- stöðu sína á sama hátt. Mogginn hefur naumast átt nógu sterk orð til þess að lýsa hneykslan sinni á skoðanakúgun af þessu tagi, þegar Framsóknarmenn beita henni. Og það sama er upp á teningnum, þegar Tíminn fordœmir íhaldið fyrir atvinnukúgun. Skrif Tímans og Morgunblaðsins verða ekki tekin öðru vísi en sem nákvæm-ar lýsingar á því, hvernig Fram- sókn og íhald nota yfirráð sín yfir atvinnutækjum, hagsmunasamtökum og opinberri 'þjónustu til fram- dráttar flökkshagsmunum sínum. Og hnúturnar, sem á milli fljúga, sýnia að þessir menn vita, hvað þeir eru að gera. Fordæming Iþeirra á atvinnu- og skoðana- kúgun hittií þá sjálfa fyrst og fremst, því að báðir hafa svo flekkaðar hendur, að oft er erfitt 'að greina -h' jþar á milli. • _ ■ ■-.öiiov'h ★ ★ ★ fjað er vissulega tími til kominn, að hér verði tekið í taumana, en iþað er ekki á valdi neins nema hins vinnandi fólks að gera það. f-Atvinnurekandinn er lí raun og veru mun háðari vinnandi fólki heldur en það þeirri vinnu, sem hanp kann .gð veita því um "Teifgri éðá 'skemmri tíma. Ekki myndi útvegsmaður- inn draga marga fiska úr sjó, þótt báturinn hans væri stór og búinp... ,öUumi; nýjusfu.ífiskiiettartækjumiii-ef ekki nyjti viðr,handtaka sjómianhsirlfr; Og t'iðnáðáíJii'og , jþjQnwstufyrirtækí^múnílu einnig*!'skílá litrúm ár§i/.ejf vérkalýðúrinn 'legðí ekki giörýa hönd að^ frámÍeiðslu þeirra verðmætá, sem'þannig skapast. "■ ' ,'na litlÍKá ;JO ÍÞ ’ ’líinnandi stéttir.hafa komið auga á þennan sannleik ’ og iborið hann fram til sigurs á sviði kjarabarátt- unnar. En kjarabaráttan er ekki síður háð á hinu pólitóska sviði. Þar neyta atvinnurekendur færis að svipta vinnandi fólk þeim ávinningum, sem kjarabar- áttan færir. Þess vegna þarf verkalýðurinn að gera sér ljóst, að pólitísk samstaða með atvinnurekendavaldinu er andstæð baráttunni fyrir' bættum kjörum! Og þá er gott að minnast þess, að Morgunblaðið og Tíminn hafa keppzt um að fordæma alla skoðana- og atvinnu- kúgun undanfarið. Það eru því hseg heimatökin að vísa aftur heim til föðurhúsanna, þeim sem kynnu áð hafa 'gleymt því um næstu kösningar. — b. “ •' . V ..■-<: ................- ................. ... -X-t- Hver urðu afdrif Grœn- lendinqa hinna fornu? • Aldrei meiri r&Bqáia segir KRISTJÁN ELDJÁRN „Nú er hún Snorrabúð stekkur“. Hér blasa við rústir Hvil- eyrarkirkju á Grænlandi. Eins og lesendum mun kunn- ugt hefur í sumar farið fram uppgröítur fornminja á Græn- landi. Fornminjar þessar fund- u.þt í ágúst í fyrra og var þá of áliðið sumars til þess að unnt væri að hefja starfið. Verkinu hefur nú miðað það áfram, að óhætt mun að full- yrða, að hér sé fundin hin forna kirkja Þjóðhildar Jör- u.ndsdóttur,; konu Eiríks rauða. Raunar er ,kirkja rangnefni, því hér er um að ræða lítið bæn- hús í líkingu við þau, sem al- geng hafa verið á íslandi ■ og enn eru til. Eftirtektarvert er Iþað, að staðsetning kirkjunnar kemúr heim við þau orð sög- uriTÍar, <að . Þjóðhildur lét „gera kirkju eigi allnærri bænum. Þat hús var kallat Þjóðhildar- kirkja“. Blaðið átti fyrir skömmu tal við Kristján Eldjárn þjóðminja- vörð en hann er nýkominn irá Grænlandi. Við spurðum hann þeirrar spurningar, er jafnan á- sækir íslendinginn: Hver urðu endalok íslendinga í Græn- landi? ---íslendingar, svarar dr. Kristján með nákvæmnl vís- indamannsins, er rangnefni. — Auðvitað voru þessir menn ekki fremur íslendingar en við Norð- menn. Hér vantar heiti, en við erum vanir að nefna þá Græn- lendinga hina fornu. Um enda- lok þeirra get ég það eitt sagt, að þetta verður æ meiri ráð- gáta eftir þv£, sem maðuí kynnist betur landkostum þar vestra. — Já, hvað um landkosti? — Nú er þþss að gæta, að við komum þarna á bezta tíma órs. En bændur í Brýttuhlíð hafa nú um 500 fjár en marg- ur íSlenzkur bóndínn hefur mátt una við 40—50. Manni blöskrar l'iskigengdin, en hún er að vísu óstöðug, og fiskur getur lagzt frá ,s,vo árum skipti. I Bröttuhlíð eru heyskapar- möguleikar töluverðir, en fé gengur mjög sjálfala. En vetur er að sjálfsögðu harður. Byggð- íft hefur verið strjál og sterkur íimbulvétur getur hafa leikið hana grátt. — Hver getur þá orsökin ver- ið? — Um það getur víst enginn fullyrt að svo stöddu. En yfir- maður þessara rannsókna, Jörg- en Meldgaard safnvörður í Kaupmannahöfn, leggur mikla áherzlu á það, að Eskimóar kunni að hafa orðið hinum fornu Grænlendingum þungir í skauti. Hann segir það þjóð- sögu eina, hve friðsamir Eski- mcar séu, cg styður það dæm- um víðar að, að þeir geti orð- ið mjcg fjandsamlegir. Nú er það augljóst, að Eskimóar, sem að jafnaði bua saman í litlum hópum, útrýma ekki ster,ku, norrænu þjóðfélagi á Græn- landi. En sé það samfélag veikt fyrir gæti ýmislegt hafa gerzt, enda muni Thule-Eskimóar, for- feður núverandi Grænlendinga, geta orðið býsna herskáir, ef því er að skipta. Hvernig sem því er farið, segir dr. Kristján að lokum, hlýtur þessi spurn- ing að sækja á mann: Hvað veldur? Já, hvað veldur? Um þetta hefur lengi verið deilt og fá viðhlýtandi svör fengizt. Kenn- ingarnar munu vera fjórar helztar, og skal á þær drepið lesendum Þióðviljans til fróð- leik)s og einhverrar skemmtun- ar. Kiljan hfefur í Gerplu gert hið mesta 'gys að riorrænum mönnum á Grænlandi, sem stundað hafi lifnaðarhætti. sefn jafngilda því að bíta gras og það stlopult í stað þess að semja • sig að siðurri < Eskimóa, sem lifað hafi á landSins gæð- um. Nú mun sú,* þjóð Vándfúrid- in í heiminum. sem ekki kýs • heldur að laga sig, að aðstæð- um en svelta í hel og deyja ’út. Samkvæmt beináfundi við ! Herjólfsnés 1921 áttu Grænlend- ingar hinir fornu að hafa ver- ið orðnir úrkynjaðir með öllu, og var þá um leið fundin hand- hæg skýring á endalokum þeirra. Nýrri rannsóknir hafa þó valdið því, að fáir vísinda- menn munu nú taka hina fornu úrkynjunarkenningu alvarlega, enda beinin fá cg svo illa varð- veitt, að örðugt er að draga af þeim ályktanir. Enda talar Vilhjálmur Stefánsson um það í háði, „þegar sagnfræðingar uppgötvuðu vítamínin”. önnur kenning er sú, að Grænlendingar hinir fornu hafi blandazt Eskimóum og séu nú- verandi íbiiar Grænlands af- komendur þeirra. Það er Vil- hjálmu.r Stefánsson, sem helzt hefur haldið þdssu fram og er alkunn kenning hans um „hvíta Eski.móa”. Ekki hefur þessi kenning þó fsngið sérstakan hljómgru.nn. Nú eru kunnar rústir ca. 3C0 bæja norrænna manna á Grænlandi, 12 kir'kju- staða og tveggja klaustra. Get- ur hver og einn leikið sér að því að reikna út eftir þessu hve . fjölmenn hafi verið hin forna nýlenda og leikur mat fræði- manna ó þrem að níu undum. .En hitt má undur .heita, ef svo fjölmennúr hópur norrænna manna og Grænlend- ingar hinir fornu hljóta að hafa verlð, hverfur inn í þjóð- félag Esikimóa án þess að skilja eftir- sig nokkur merki þess t d. í túngu þeirra — þó a'drei nemá málin séu eins gjörólík og raun ber vitni. Þriðjá kenningin er sú, að ■ Eskimóar hafi hreinlega útrýmt Grænlendingum hinum fcrnu, eri á það hefur til þessa verið 'lítill trúnaður lagður. íslenzkar Scð yfir Einarsfjörð af Tíðaska|rði. Hér stóð til forna kirkjustaðurinn Garðar. Þannig iítur hið forna höfuðból Eirfks ráúða út í dag. Hér var það sem frú Þjóðhildur gerði ■ uppsteit á hehnillriú og tók kristni að ráði soh ar síns Leifs heppna. þjóðsögur um þetta efni bera með sér öll merki venjulegra flökkusagna, og sama máli gegnir um hinar grænlenZku. En staðreyndin blalir við köld og óvéfengjanleg: Norræni •kynstofnin deyr út á Græn- landi. Nú vill svo vel til — eða illa — að til eru um það heim- ildir þegar Vestribyggð er fall- in í auðn. 1341 gefur Björgvinj- arbiskup Ivari Bárðarsyni leið- arbréf til Grænlands £ erindum 'kirkjunnar, og 1364 er hann kominn aftur til Noregs. Á Grænlandi var Ivar sendur af lögmanni til Vestribyggðar „að útdríía þá Skrælingja af Vestribyggð", en ,,fann engan mann hvorki kristinn né heið- inn“. Aftur á móti fann hann þar mijkinn búsmala og tóku þeir i'élegar með sér það er þeir máttu heim til •Eyst'ri- byggðar aftur. Friðþjófur Nansen .hefur lagt á það mikla áherzlu, hve ó- , sennilegt það sé, að Etkimóar ! hafi útrýmt fólkinu en látið fé ósnortið, og kemur nú að þeirri kenningu, er Helgi Ingstad hef- ur sett fram í bók sinni „Land undir leiðarstjörnu”. Ingstad heldur þvi fram, að fbúar Vestribyggðar og síðar Eystribyggðar hafi flúið land í og haldið ti!l Vesturheims. Af rökstuðningi hans skulu tvö at- ; riði nefnd. I páfabréfi frá Nikulási V. ; sem ritað er 1448 og stílað á hina tvo biskupa Islands, segir m.a.: „Kvalafull neyðaróp, sem fyllt hafa Vort hjarta beiskju, hafa til Vor borizt frá Vorum kæru sonum íbúum Græn- lands“. „íbúarnir í nýlendum þessum urðu fyrir um það bil 30 árum fyrir blóðugri árás heiðinna barbara, sem komu á flota frá íjarlægari ströndum; með báli og brandi herjuðu þeir landið allt og lcgðu byggð- irnar í eyði“. „Barbara" þessa telu.r Ing- ctad hafa verið enska sjóræn- ingja. Nú vi.ll svo til, að varð- veitzt hefu.r grænlenzk sögn, er bendir í scrnu átt. Hana er að finna í dagbókum Niels Egede, er var scnur Hans Egede, post- ula Grænlands. N.iels Egede ólst upp á Grænlandi og lærði til hl.ítar mál Eskimóanna. Það er of langt má.l að rekja sögnina nákvæmlega hér. en heimildar- maður Egedes skýrði svo frá og hafði eftir forfeðrum sín- um, að tvisvar hafi ræningjar ráðizt á byggð n rrænna manna og í síðara skiptið lagt hana að mestu í auðn. Ingstad leggur á- b.erzlu. á það, hve sögnin sé laus við þann þjóðsagnablæ, sem æ má af rnáli þekkja; hér er ein- föld.um orðum sagt frá óhugn- anlegum átburöum. sem ber- sýnilega hafa haft mikil áhrif á Eskimóana og geymst í minn- ingu þeirra. Og enn þann dag í dag heitir Herjólfsnes á máli Eskimóa „Staðu.rmn, sem er eyðilagður af eld:'“. Hvað hefur nú skeð cpyr -Ing- stad og svarar. sjálfur: „Endur- teknar árásir , sjóræningjanna hljóta að hafa' fyllt þetta litla þjóðfélag sktelfingu. Það h'lýtur að. hafa veri.ð. hræðilegt áfall . er kirkjustaðirnir Garðar og Brattahlíð voru lagðir í éyði. Þeir er eftir lifðu Grænlend- inganna hlutu að fyilast von- leysi er þeir stóðu. yfir rústun- um; þeir vissu, að sjálfir gátu þeir aldrei reist þær að nýju og alltaf var hætta á nýrri áriás“. Þetta ásamt ými'um atriðum fleiri telur Helgi Ingstad orsök þess, að þióðin hafi valið hina Framhald .á 10. síð> k ti < (i 1 c; ’3 Ii. a b n £» d ' nil\ K H09ÍHTSIJ1 LONDON — Stöðugt styttist til þess tíma er tekin verður ákvörðun í París og London um byggingu eins stærsta og mikilfenglegasta mannvirkis sögunnar: Brú yfir — eða göng undir Ermarsund. Öflugir fjármálaaðilar hafa undanfarin ár háð harða keppni í þessu mál:. Sumir vilja byggja brú en aðrir grafa ,göri.gj;Stferstu auðhring- gr BandarikjariBa og víðar, i t.d-.E Moráan udSv Rothschild. hflfa sýrit mikinn áhuga á að tajca Jþátt. íþessu fyrirtæki. Og þessip auðhringar róa svo í stjórnarherrunum í Lond- on, París o'g Washjngton til að reyna að fá þá* á band hagsmuna sinna. Allt frá tíð um eöng uncjlír varð til þegar' á , :U6u,„ Napóleons. Áætlun um þettac-var þó gevmd í hirzl- um verkfræðinga þar til hún var’ dregin fram í dagsljósið að riýju fyrir átta árum.' Tveir fjármálamenn, annar brezkur og hlnn franskur, gengust fvrir því að franska og brezka fé’agið. sem höfðu það á stlífrLSSkiiÚfifsinni að grafa öðmííriu':ur>íS:r 'Ermar- ' suná* vsbtu fsaMeílíuð. Og þeir reyndu SÓ-ffiá? S'Sézsk'úr-ðar-fé- lagið til að géfö^t úðii: líka. Fo.rstjóri Súezfélagsins, Jaq- ues Georges-Picot, var þegar til í tuskið, en bá . skeði það að Násser tók Súezskurðinn ", Þær stjórn Nassers um ráðherra .' úr flokki sósial- • •■ demqkp^ta, . senq; veitir,;.;félag- inu , forstöðu,! , Bretar ,og BaricÍarikjamerin hafa enn éfttci ýerZt aðiiar að brúarfe- lag.nu. Ameríkanar í spi„„ m sf f> g -m, sÉi; | Ekki 'lé'.ð á íöngiii þar1 til auðvald Bandaríkianna tók að láta á sér kræla í sam- bandj við Ermarsund. Leiddi það til þess að stofnað var bandarískt Ermarsundsfélag með heitinu „Technical Stud-; ies Inc.“ Árið 1957 samein- uðust áðurnefnd frönsk ög • brezk félög oe sömu’eiðis Sú- erfélagið í eitt bandalag. Það var stofnað í London og kall- að „Channel Tunnel Study Group”. Hvert þessara fjög- urra félaga á 25 prósent hlut | Kosti ogr gallar ;bruárbyg|jngar a? kom.'a fekkF a vett- *• vang fvrr en síðar. í árslok 1960 var stofnað í Paris rann- sóknarfélag um brúarhug- myndina. Helzti. aði’inn, sem stendur að bví félaei, er flug- vé’.ahringurinn , ,J3ud-Av ati- ,. o-i“ en 'bað fvrirtæki fram- leiðir CaraveTe-flugvé’arrar. • ATmargir áðrír aðilar í Frakklandi styðja brúarhug- myndina svo sem bankar, stál.ðnaðárfyrirtæki og flutn- ingafyrirtæki. Það er Jules ! Móch, fýrrverándi forsætis- fitrí Báða® hugmyndirhar' ‘4— göngin og brúin — hafa- vissa kosti og gal.'a. Brúin, sem. yrði 33 km löng, mvndi anna umferð 5000 bíla á klukkú-' stund. Á henni vrði bílvégur auk.;.. járnbrautarlínunnar. Göngin vrðu 50 km löng en þair sem mjög verður erýtt að koma fyrir nægi’egri loft- ræstingu, yrðu samgöngur að- eins með rafknúnum lestum í gegnum s’-ík göng. Til, þess.r: að f'-ytja bíla í gegnum slík-. göng, yrði bví að flytja þá :v súgíl jnt riöínv nríi á 's'áiktÖkúm VÖgnum í' raf- magtislestlnri'í.' Á þeririan hiitL-yrði hægt að.flytja 2000 Tj3v00XA a, - iwnf ■ göpgin á klukkustund :.r| ,noa ,i.ij'V.i'.-'v-’v &; (!c , ★ ★ >r Gallinn við brúna er sá. a? undir henni verða að standa ÍGO'stöðir. sem þýtt' g?etu ; aukna hsettu 'fyrír skipasigl- ingar um sundið. Auk þess myndi storinur og boka geta hindrað umferð um brúna. en hefði eng'n áhrif á göngin. ★ ★ ★ ÁðalkQstir ganganna væru þeir að þau myndu kosta heimingi minna en brúin. Á- ætlað er að göngin rriuni kosta 130 milljón ster’.ings- pund, en brú.n 220 mil'.jón pund. m ■ írr g) — ÞJOBVILJINN — Þriðjudagur 3. júlí 1962 ; - ■ < Þriðjudngur 3. júlí 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (7j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.