Þjóðviljinn - 04.07.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.07.1962, Blaðsíða 12
í Vestur- Þýzkalandi • PARIS 3/7 — í gær kom Konrad Adenauer, ríkiskanslari Vestur-Þýzkalands, í opinbera heim- sókn til Parísar. í Frakklandi mun hann dveljast í sex daga og ræða við de Gaulle forseta. í fylgd með kanslaranum er Gerhard Schröder utanríkis- ráðherra. Samrœður þeirra de Gaulle og Adenauers munu einkum snúast um sameiningu Evrópu og um- sókn Bretlands um inngöngu í Efnahagsbandalagið. Ennfremur munu þeir ræða um kjarnavopna- brölt Frakka, Berlínarmálið og samvinnu Atlanzhafsbandalags- ríkjanna. Flugvél Adenauers lenti á Orly-flugvellinum úti fyrir Par- ísarborg og tók de Gaulle á móti honum með ræðu. Óku þeir siöan saman inn í borgina við misjafnar undirtektir áhorfenda. Fögnuðu sumir, en aðrir hróp- uðu: „Við viljum enga nazista í París“. Tómötum rigndi yfir bif- reiðina og var hún öll útötuð er nu.mið var staðar frammi fyrir byggingu utanríkisráðuneytisins í París. Adenauer og de Gaulle rædd- ust við , brisvar .-sinnum.. Ekki er j gert ráð fyrir að neinar meiri j híttar ákvarðanir verði teknar, enda á þýzki kanslarinn óhægt t um vik. • | Rétt í því að Adenauer hélt af stað i Parísarförina var hon- um hótað st.jórnarltreppu ef hann léti glcpjast í samvinnu við de Gaulle í Evrópmálunum. Einn af forustumönnum Frjálsra demókrata — en þeir eru í stjórnarsamvinnu við Aden- au.er — fullyrti á ílokksfundi að allar „yfirlýsingar, samningar eðn skuldbindingar myndu í- þyngja stjórnasamvinnunni al- varlega". Varaformaður þingflokks hinna Frjálsu demókrata lýsti síðan yfir að aðvörun þessi hefði ver- ið send kanslaranum bréflega. Sagði hann síðan að tilefni bréfa- skriftanna væri ótti við að de 9 ísafjarðarbátar á síldveiðum ÍSAFIRÐI 3. 7. — Tíu bátar héð- 'an frá ísafirði munu stunda síld- veiðar fyrir Norðurlandi í sum- ar. N'íu þeirra hafa þegar hafið veiðar, en einn, vb. Straumnes, eign Kögurs h.f., hefur enn ekki komizt út, þar eð staðið hefur á varaihlut í vél frá Þýzkalandi. ísafjarðarbátarnir hafa komið með nokkurn síldarafla hingað og hefur sí’.din verið fryst í beitu í dag, þriðjudag, komu tveir bátar með afla. Hrönn með 500 mál og Guðbjartur Kristján með um 800. Gaulle tækist að tæla kanslar- ann í samsæri í því skyni að gera Bretum erfitt fyrir um inn- göngu í Efnahagsbandalagið. Benti varaformaðurinn síðan á að allt væri nú á huldu um stefnu Bonn-stjórnarinnar varð- andi sameiningu Vestur-Evrópu, ekki hvað sízt vegna þess að Adenauer hefur ymprað á þeim möguleika að Frakkland, Vestur- Þýzkalanda og Italía skærust úr leik og mynduðu -sína eigin „litlu Evrópu“, ef erfiðlega gengur að mynda ’stærri ríkjasamsteypu. ■Ennfremur lét hann í ljós ótta sinn vegna óvissunnar um það hvaða afstöðu Adenauer mun taka gagnvart ákvörðun de Gaulles um að gera Frakkland að sjálfstæðu kjarnorkuveldi. þlÓÐVIUINN Miðviki'dagur 4. júlí 1962 — 27. árgangur 146. tölublað. ður kjörinn hæj arsf jérl i Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær var samstarf íhalds og Framsóknar innsiglað. íhaldsmaðurinn Hafsteinn Báldvinsson, lögfræðingur og fyrrum starfsmaður Landssam- bands íslenzkra útvegsntanna,' son og Kristinn Gunnarsson (A). var kjörinn bæjarstjóri, Stefán Jónsson (íhald) var kjörinn for- seti bæjarstjórnar og Jón Pálma- son (Framsókn) annar varafor- seti. í bæjarráð voru kjörnir: Páll Daníelsson (íhald), Jón Pálma- Ragnar í Smóro sendir „trú- boðsstöð" ó hjólum (bóka- bíl) í ferðir um landið I dag leggur „bókabíll“ Helgafells af stað í fyrstu ferð sína um landið. Kemur bíllinn fyrst við í Innri- Njarðvík en síðan verður haldið um byggðir Suður- nesja, að undanskildri Keflavík. Síðar verður farið austur í sveitir Árnes- og Raiagárvallasýslu, en frekari ferðaáætlun liggur ekki fyrir. Ragnar Jónsson, forstjóri Helgafells, sýndi fréttamönn- um bílinn í gær og sagði, að lengi hefði staðið til að út- gáfan kæmi af stað bóka- bíl til kynningar á bókmennt- um og málaralist víðsvegar um land, en framkvæmdir dregizt vegna erfiðleika á innfiutningi bifreiða. Nú væri bíll'nn sem sé tilbúinn og hefði Jón At!i Jónsson, vél- stjóri, staðið fyrir smíði hans og teiknað. Á bíllinn að geta farið hinar erfiðustu leiðir. — Við ætlum að leggja á- herzlu á að kvnna í þessari fyrstu ferð bílsins 7 bækur sem eru í hópi beztu og fal- legustu útgáfubóka Heiga- fe’.ls, sagð; Ragnar Jónsson. r-'rið strax skil í íyrradag var dregið í skyndi- happdrætti Æskulýðsfylkingar- innar. Skorað er á þá. sem enn eiga eftir að gera skil fyrir seld- um miðum að gera það sem allra fyrst á skrifstofunni i Tjarnar- götu 20, svo að hægt verði að b:rta vinningsnúmer. Skrifstofan er opin siðdegis klukkan 5-—7 og klukkan 8.30—10, sími 17513. — Tvær bókanna eru eftir Halldór Kiljan Laxness, Salka Valka og Sjálfstætt fólk. Þær komu báðar út fyrir um 3 áratugum, en ný kyn- slóð komin síðan sem mun skilja þær og njóta til fulls, sagðj Ragnar, og hann hélt áfram: — Þá eru þarna tvær vönduðustu myndabækur, sem forlagið hefur gefið út, ísland í máli og myndum. Tvö bindi eru komin út en í bókina skrifa þjóðkunnir menn úr öllum stéttum um land og þjóð og í hverju bindj eru 30—40 heilsíðu- myndir í iitum. Þá er Bókin um manninn, með 550 mynd- um, og Kynlíf sem kemur út í dag í nýrr; útgáfu, hvort- tveggja nauðsvnlegar hand- bækur á hveriu heimili. Loks er sú barna. og ung- lingabókin, sem forlaaið tel- ur sig hafa gefið út bezta, Sumardagar eftir Sigurð heitinn Thorlacius skóla- stjóra. í fyrstu ferðum bókabílsins verður sérstaklega kynntir 5 íslenzkir má!arar, hinir elztu: Muggur, Jón Stefánsson, Kjarval, Áserímur og Þórar- inn Þorláksson. Á veggjum bílsins eru til sýn!s m.vndir þeirra Qg þær verða seldar innrammaðar. Bókabíllinn mun koma við á f.estum bæium og heimil- um, þar sem hann fer, og verður dreift bókaskrám og mynda til athugunar fyr'r fólk. Allir geta svo komið. í bílinn og keypt bar bækur og myndir eða gert pantanir. — Þessi bíll verður nokkurs- konar trúboðsstöð, sagði Ragnar qð lokum, þar verða aðeins seldar oa kynntar góð- ar bækur! — Myndin er af bókabíl Helgafells; önnur 2ia dætra Ragnars Jónssqnar er að raða bókum í hann, en þær verða með bílinn á söluferðunum, ásamt bróður þeirra. — (Ljósm. Þjóðv.). 139 LESTA BÁTI HLEYPT AF STOKKUNUM Á AKRANESI Næst stærsti trébáturinn, sem smíðaður hefur verið hér á Iandi, hljóp af sstokkunum á Akranesi í gær. Bátur þessi, Sigrún AK 71, er 139 brúttótonn og smíðaður hjá Dráttarbrautinni. Er Sigrún 10. báturinn sem þessi skipasmíða- stöð sm'iðar að öllu leyti. Hinn nýi bátur er mjög vand- aður og búinn öllum nýtízku siglinga- og öryggistækjum. Magnús Magnússon teiknaði bát- inn og hafði yfirumsjón með smíði hans ásamt Einari Mýrdal verkstjóra. Báturinn er búinn I 600 hestafla Mannheimvél. <S> Eigandi vb. Sigrúnar AK 71 er Sigurður Hallbjörnsson. Skip- stjóri á bátnum verður Helgi Ibsen og vélstjóri Hreggviður Hinriksson. Sem fyrr segir er vb. Sigrún AK 71 næst stærsta tréskip, sem smíðað hefur verið hér á landi.! Stærsta skipið er vb. Snæfell,! sem smíðað var í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1.943, 165 lestir að .stærð. Snæítell var j löngum mikið aflaskip á síld- j veiðum. ÆFR ferð „út í bláinn“ í kvöld Æskulýðsfylkingin efnir til feröar út í bláinn í kvö'd klukk- an 8. Komið verður aftur urn miðnætti. Þessar ferðir hafa not- ið mikilla vinsælda Látið skrá ykkur til ferðar í skrifstofu ÆE’R, Tjarnag. 20, sími 17513. Flúorvatn hindrar tannskemmdir barna LONDON 3. 7. — Brezku heilbrigðisyfirvöldin til- kynntu í dag að tannskemmd- ir hefðu minnkað að miklum mun meðal barna i þrem hér- uðum þar sem drykkjarvatnið hefur verið blandað með flúor slíðastliðin fimm ár. Tala skemmdra tanna i börnum sem búið hafa alla ævi í þessurn héruðum hefur lækkað um helming á einu ári og helmingi fleiri börn hafa nú algjörlega óskemmd- ar tennur. ÍSAFIRÐI 3. 7. — Nýtt veitinga- hús hefur verið opnað hér á ísa- firði, Eyrarver við Hafnarstræti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.