Þjóðviljinn - 31.07.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.07.1962, Blaðsíða 4
glIÓÐVILllNH Utgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Forsendiim sleppt Tleldur hafa verið litlir kærleikar með stjórnarflokk- onum og Framsókn unlanfarið, eða þannig hefur það a.m.k. litið út á yfirborðinu. En alltaf öðru hvoru . kemur þó í ljós að leyniþræðimir eru traustir enn sem fyrr, eins og sjá mátti eftir bæjarstjórnarkosning- arnar í vor t.d. á Akureyri ®g víðar. Alþýðuglokkur- inn hefur samt verið dálítið afbrýðisamur af þessum sökum. Hann má ekki til þess hugsa að íhaldið verði frá sér tekið. Þegar Framsókn tók aftur að veita íhald- inu blíðu sína og jafnvel að réka krataigreyin ur rúmi til þess að getá sængað með íhaldinu eins mg fyrir kom í Hafnarfirði, fannst Alþýðublaðinu _ nóg komið. Hefur það undanfarið hellt sér yfir Framsóknarflokk- inn fyrir að vera helzt til gírugur til valdanna og láta ekki afstöðu til mála vera sér fjötur. um-fótr ef næg völd eru í boði. Virðist í þessu fólgin hógvær bending til íhaldsins um að aldrei muni þó kratar láta sér til hugar koma þá ósvinnu að krefjast áhrifa á stjórn- arstefnuna. Pramsókn hefur aftur á'móti sent krötum föðurlega 1 áminningu um að ek’ki skuli þeir nefna snöru í hengds manns húsi. Þeir séu falir hverjum sem hafa vill fyrir auð og metorð, og sé það sízt betra. Kratar ■hiafa þó talið sig hafa undirtökin I þessari sérkenni- legu deilu, og s.l. sunnudag bregður svo við, að Tím- inn endurprentar í leiðara sínum grein úr Alþýðu- blaðinu, þar sem skýrt er frá makki Eysteins Jónsson- ar og Hermanns Jónassonar við ríkisstjórnina um Efnahagsbandalagið. Framsóknarmenn fá þannig vitn- eslkju um gerðir forystumanna sinna beint úr mál- gögnum stjórnarinnar og minnir það óneitanlega nokk- uð á það, þegar Íslendingar fá fyrst fregnir f-rá erlend- um aðilum af viðræðum íslenzkra ráðamanna við þá. Tíminn segir jafnframt, að allt sé satt og rétt, sem Aiþýðublaðið hefur skýrt frá um ,;einkafundina“, enda megi treysta því, að Framsóknarflokkurinn „gæti hags- muna þjóðarinnar“, og sé það „stutt af reynslu fyrr og síðar“. A3 - o. * .‘1 O i d'Í ' V fj’n Tíminn getur þess ekki, að Alþýðublaðið hefur verið að rifja upp reynsluna af Framsókn í mál- um sem þessum undanfarið. Á þeirri reynslu byggir Alþýðublaðið þá niðurstöðu sína, að. fjffiíjiiljfiafi ver- ið unnt að múta Framsókn með völd'Unáy4P%4gis við hvaða óþurftarverk sem ér. Upplýsingar Alþýoublaðs- ins um „einkafundi" ráðherranna og foringja Fram- só'knarflokksins um Efnahagsbandalagið eru í beinu samlbandi við skrif blaðsins um mútuþægni Framsókn- arforingjanna og hljóta því að skoðast í ljósi þess. Tíminn gleymir þessum forsendum alveg, — eða öllu heldur sleppir þeim af ásettu ráði Oú ályktun, sem Tíminn dregur af skrifum Alþýðu- ^ blaðsins, að óháett sé að treysta foringjum Fram- sóknar, er því næsta ótraustur grundvöllur til að byggja á. Enn einu smni þefur það komið í ljós, að Framsókn leikur tveim skjöldum. Og reynsla fyrr og ; síðar sannar, að þá er Framsóknarflokknum ekki að treysta eftir kosningar í máiiim sem þessu. Leiðin til þess. að tryggja hagsmuni íslenzku þjóðarinnar er því að efla Alþýðubandalagið og áhrif þess á öllum sviðum þjóðlífsins. Það þarf ekki einungis að veita stjórnarflokkunum hæfilega ráðningu í næstu kosn- .ingum ti.l Alþingis. Kjósendur þurfa einnig að veita Frgmsókn hæfilegan skell til þess að hún þori ekki að hlaupa yfir L herbúðir íhaldsins eftir á. — b. Lanbsmót skóta ★ Þúsundir voru við setningu landsmóts skáta á Þingvöllum árdegis á sunnudaginn. Var þá blíðskaparveður, en eftir hádegi gerði stórfellda rign- ingu. Um kvöldíð, þegar varð- eldur var í Hvannagjá, var svo aftur hið indælasta veður. ★ Hér á síðunni eru þrjár svipmyndir frá landsmótinu. Efst sést skemmtilegt tjald- búðahlið Víkverja í Njarðvík- um, í miðið er brezkur skáti að hita sér té yfir prímus- d’.di og neðst er víkingaskipið sem myndar hlið Skátafélags Reykjavíkur í tjaldbúðunum. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). 2) — ÞJÖÐVILJINiNt Þriðiudagur-31; júlí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.