Þjóðviljinn - 04.08.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.08.1962, Blaðsíða 4
Sprengjan og pyngjan Jónas Árnason: Sprengjan og pyngjan. Greinar og ræður. — Heimskringla — Rvík 1962. „Já, það er mikil óhamingja sem á sér stað í hjörtum þessa þæjarfélags, og þó er hún vafa-. laust mest í minnstu hjörtun- um. Og það er gegn þeirri ó- hamingju, sem við verðum að berjast, sem við skulum berj- ast, og sem við hljótum að berj- ast. Já, jaínvel þó ekki væri nema eitt slíkt lítið óhamingju- samt hjarta, þá hlytum við að berjast og fórna öllu ef með þyrfti, til þess að þar mætti ríkja hamingja í staðinn". Þann- ig kemst Jónas Árnason að orði í greininni Krónan og barnið. Það var ekki hætt við að Jónas gleymdi börnunum í þessari bók frekar en endranær, þau eru honum jafnan kærust og efst í huga. Glókollarnir íslenzku og glókollarnir í sandkössum alls heimsins, það eru ástvinir Jónasar Árnasonar, cg mann grunar nálægð þeirra alls stað- ar í þessari bók, sem annars er að meginmáli heiguð hinni nýju sjálfstæðisbaráttu íslend- inga, baráttunni gegn herset- unni, gegn aðild íslands að At- lantshafsbandalaginu, — gegn Sprengjunni, gegn því að Pyngj- an sé á þeim stað, þar sem heitt og kvikt hjarta ætti að siá. Aldrei stenzt Jónas Árna- son reiðari en þegar gert er á hluta barnsins, hvort sem er* 1 2 3 4 5®* með beinum ávirðingum eða skilningsleysi eða tómlæti. En meðal annarra orða: reiður rit- höfundur! Jónas Árnason var reiður ungur maður allmörg- um ánrm áður en það hugtak festist í vitund manna og varð eitt af tízkuafbrigðum nútíðar bókmennta. Nú þykir enginn maður með mönnum nema hann sé reiður ungur maður. Hitt skiptir minna máli út í hvað maður sé reiður, reiðin á bara að loga í hverri setningu, vera undiraldan í stílnum. Jónas get- ur þess í stuttum formála fyrir 'bók sinni að „þessar greinar og ræður fjalla flestar um málefni sem hafa valdið mér gremju og reiði“. Börn og braggar, afbrota- unglingar, hin ameríska afsiðun a ' íslendirigum, bókmenntalegt tízkutildur, herhvöt gegn her- náminu — allt er þetta efni þessarar bókar, sem nær tæp- um tíu örku.m að stærð. Meðan Jónas Árnason stund- aði blaðamennsku vakti hann snemma athygli á sér fyrir þann þátt þessarar göfugu listar, sem á erlendu máli er kallaður ,,reportage“ — ég kann ekkert orð yfir þetta hugtak á íslenzku pressumáli. Flestir lesenda Þjóð- viljans, sem krmnir eru það til ára sinna að þeir mega muna það sem skrifað var fyrir 32- 15 árum, munu minnast þessara smámynda og svipmynda úr ís- lenzku mannlífi eftir Jónas Arnason. Þeim bregður einnig fyrir í þessari bók, tvær mynd- ■ir af Keflavíkurflugvelli, sú fýrri frá arinu 1947, hin síðari frá 1960. í báðúm þessum frá- sögúþáttum er söguhetjan ís- Ienzkur hundur, sem gengið hefur í þjónustu bandaríkja- manna, Sloppy Joe og Georg liðþjálfi. Fyrir fyrri þáttinn var Jónasi meinað að koma fram í ríkisútvarpinu um æði langt skeið, og nú fær enginn nema söguminnugur maður skilið, hvað valdið hefur truflun á hinu fíngerða taugakerfi þáver- andi útvarpsráðs. Svo köld og hlutlaus er frásögnin af Kefla- víkurflugvelli, háðinu haldið svo vel í skefjum, að ætla mátti að jaínvel hið næma radarkerfi útvarpsráðshlutleysisins mundi ekki merkja það. En það var nú eitthvað annað! Það gat enginn leikið á útvarpsráð, greyið hann Sloppy átti nefni- lega virðulegan ráðherra og krata að hálfnafna og útvarps- ráð flýtti sér að loka hljóð- nemanum fyrir Jónasi og svipta hlustendur miklu eyrna- yndi. Þannig vakna gamansam- ar minningar úr sögu síðustu áratuga við lestur þessarar bókar. Jónas Árnason er enn sem fyrr reiður ungur maður, það leynir sér ekki, en reiði hans er ekki absthakt, ekki almenn reiði út í lífið' og tilveruna, honum er fyllilega ljóst hvar hann hefur andstæðinginn fyr- ir sér, og skeyti hans hitta jafnan í mark. Hatur hans er heitt og hárbeitt, en hin með- fædda lífsgleði hans og gaman- semi gæða bardagaíþrótt hans þeim þokka, sem því miður er svo sjaldgæfur með okkur Is- lendingum, þegar við erum í vígahug. En gáskinn sem sýður í setningunum dregur ekki úr alvörunni, sem undir niðri býr, hinni siðrænu alvöru manns, sem hefur gert sér fulla grein fyrir þeim háska og þeim voða, sem valdsmenn vorir hafa búið landi voru og þjóð. Ef ég mætti ráða mundi ég gera sumar ræð- ur og greinaf þessarar bókar að skyldulesefni í framhalds- skólum landsins. En þar sem ég fæ ekki ráðið því, þá vil ég aðeins’ ráða hverjum þeim manni, sem lætur sér annt um að íslendingar megi lifa við frið og sjálfstæði í eigin landi, að kaupa Sprengjuna og pyngj- una og lesa hana, ekki einu sinni, heldur oft. Sverrir Kristjánsson. 1 Prerow í Austur-Þýzkalandi dvcljast á hverju ári börn frá mörgum löndum í alþjóðlegum sumarbúðum. 1 ár eru þarna um 1.000 börn frá Sovétríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, ís- landi og Póllandi. Israelsmenn neita nú að oblen III USÁ TELAVIV og LONDON 3/8 — ísraelsstjórn hefur mótmælt þeirri ákvörðun brezku stjórn- arinnar að bandaríski Iæknir- inn Robert Soblen skuli fluttur itauðugur til Bandaríkjanna með ísraelskri flugvél, en þar bíður hans ævilöng fangelsis- vist. Soblen var dæmdur í lífstíð- arfangelsi í, Bandaríkjunum fyrir njósnir í þágu Sovétríkj- anna. Honum tókst að komast úr landi áður en afptánun Um árabil hefur Félag ísl. bifreiðaeigenda (F. í. B.) annazt viðgerðarþjónustu á vegunum um verzlunarmannahelgina og á sl. ári var þjónusta þessi - einnig veitt um tvær aðrar miklar umferðarhelgar sumars- ins. í ár heíur þjónustan verið aukin verulega, þannig að hún hófst í byrjun júlí og stendur fram til miðs ágústs, að vísu hefur hún ekki verið starfrækt nema um helgar, þ.e. á laugar- dögum og sunnudögum. En núna um aðalumferðarhelgi sumarsins, verzlunarmannahelg- ina, verður þjónusta þessi stór- aukin og verður miklu víðtæk- ari en áður hefur gerzt. Vegaþjónustan verður fram- kvæmd að þessu sinni í sam- vinnu við eftirtalda aðila: B. F. ö. (Bindindisfélag öku- manna), sem leggur til þrjá bíla. Björgunardeild Þungavinnuvéla h'.f., sem lánar 5 bíla.með tál- stöðvar, þar af 3—4 kranabíla. Flugbjörgunarsveitin, sem verð- ur með talstöðvarbíl og sjúkragögn fyrir skyndihjálp. Volkswagen-umboðið, sem legg- ur til bíl og viðgerðarmenn aúk varahluta. Afgreiðsla smjörlíkisgerðanna lánar F.Í.B. bíl, sem útbúinn verður talstöð og sjúkragögn- um. Alls annast 15 bílar vegaþjón- ustuna. Allar bifreiðar vegaþjónust- unnar verða merktar. Einnig má geta þess, að Pólar h.í. og Varahlutaverzlun Krist- ins Guðnasonar hafa lánað varahluta og tæki. Slysavarnafélag Islands hefur einnig lagt bílunum til sjúkra- gögn. Landssíminn hefur lánað tal- stöðvar í nokkra bíla og stutt- bylgjustöðin í Gufunesi mun annast fyrirgreiðslu fyrir þá, sem þurfa að ná sambandi við viðgerðarbílana gegn um tal- stöðvarnar, Einnig mun lög- reglubíiar, sem hafa talstöð, annast samskonar þjónustu. Lögð verður megináherzla á að veita þjónustu á eftirtöldum leiðum, þar sem vænta má að umferð verði mest: 1. Reykjavík — Þingvellir Selfoss — Reykjavík. 2. Selfoss — Hvolsvöllur. 3. Reykjavík — Keflavík. 4. Reykjavík — Hvalfjörður — Borgarfjörður. Fyrirhugað er að nota alls um 15 viðgerðarbíla, þar af verða 8—9 með talstöðvum. 3—4 af þessum bíluim eru kranabílar frá Þungavinnuvél- um h.f. Þeir, sem þurfa að ná sam- bandi við viðgerðarbílana: gegn um talstöðvar geta gert það með þeirn hætti að hringja í síma 33032 til stuttbyigjusitöðv- arinnar í Gufunesi, sem mun síðan annast að kalla upp við- gerðarbílana gegn um talstöð- ina. Sú aðstcð og viðgerðir, sem bílar þessir veita félagsmönn- um F.I.B. og B.F.Ö. verða veitt- ar ókeypis þeim, sem sýint geta félagsskírteini fyrir árið 1962. En hjá öðrum verður innheimt gjaád fyrir þjónustuna. refsingarinnar hófst og fór til ísrael, þar sem lögreglan hand- tók hann og sendi áleiðis til Bandaríikjanna. Á leiðinni í flugvél ísraelska flugfélagsins E1 A1 skar hann sig á púls o.g var þá fluttur í fangelsis- sjúkrahús í London. Þar hef- ur ihann dvalizt síðan. Hann sótti um hæli í Bretlandi sem pólitískur flóttamaður, en þeirri beiðni hans var hafn. að og nú ihefur torezka stjórn- in sem sagt ákrveðið að flytja hann úr landi með sömu flug- vél og Ihann kom í til landsins. Framkoma stjórna ísraels og Bretlands í þessu máli hefur viða vakið hneykslun, ekki sízt fyrir 'þá sök að Soblen á skammt eftir ólifað, hann geng. ur með ólæknandi krabbamein. Tékkneska stjórnin mun hafa boðið honum griðastað í Tékkó- sióvakíu, en því tooði hefur ekki verið sinnt í Bretlandi. EI A1 neitar Síðdegis í dag tilkynnti ísra- elska flugfélagið E1 A1 að það myndi neita að flytja dr. Soblen til Bandaríkjanna. Þetta var til- kynnt eftir að fulltrúar félags- (ns höfðu rætt við embættismenn brezka innanríkisráðuneytisins. 3>- Viðgerðarvcrkstæði F.Í.B. hefur farið þess á leit við ýmis viðgerðarverkstæði og einstaklinga að annast um fyr- irgreiðslu og þjónustu fyrir bif- reiðar um þessa helgi. Fara hér á eftir nöfn þeirra bifreiðaverk- stæða og annarra aðila, sem veita munu vegfarendum fyrir- greiðslu í þessu efni um verzl- unarmannahelgina: 1. Hvolsvöllur, Bifreiðaverk- stæði h.f. Rangæinga. 2. Selfoss, Bifreiðaverkstæði Kf. Árnesinga, simi 25 eða 130. 3. Hveragerði, Viggó Þor- steinsson. 4. Akranes, Ingvar Sig- mundsson, Suður.götu 115, sími 192. 5. Borgarnes, Bifreiða- og trésmiðja Borgarness h.f. sími 18. Framhald á 10. síðu, 4) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.