Þjóðviljinn - 05.08.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.08.1962, Blaðsíða 4
EYkBEKK jokgeir mm Fáein kveSjuorS Á þriðjudag mun Jóngeir koma upp öldugötuna hér í Hafnarfirði, sömu leið og hann kom svo oft í fyrravetur til að heimsækja mig og segja mér sögur. Þá þurfti hann aldrei að hringja dyrabjöllunni til að til- kynna komu sína, því að mað- ur heyrði í honum strax og hann steig út úr bílnum sínum «g byrjaði að kankast við krakkaskarann, á lóðinni heima fyrir framan, og kom þeim öll- um til aö hlæja hátt. En nú verður ekki því að heiisa. í þetta sinn mun hann ekki staldra hér við og drekka syk- urlaust kaffí, heldur halda á- fram upp í kirkjugarð. Þar sem þessum gamla sjómanni er bú- in tiltölulega miklu þurrari gröf en þær mörgu grafir voru sem honum tókst að sneiða hjá hér fyrr á.-árum, oft með naumind- um þó. Það sæmir að rísa á fætur og kveðja kappann. ★ Ég held mér sé óhætt að full- yrða, að Jóngeir Davíðsson Eyr- toekk hafi verið einn mesti per- sónuléiki í sögu Hafnarfjarðar fyrr ög síðar. Hafnfirðingar munu þó ekki minnast hans fyrst og fremst fyrir framkvæmdir hans, og voru þáer þó ærið miklar: fisk- sala sém hann rak með pomp og pragt í tæpa tvo áratugi, svínabú, saltfiskverkun og plast- gerð, auk þess sem hann „varði nokkru af starfscrku sinni í það að tapa á útgerð“, eins og hann kemst að orði í endurminning- u.m sínum að ógleymdri forn- sölu þeirri sem hann starfrækti með svo miklum tilþrifum síð- asta árið að hún hefur senni- lega verið orðin fjölskrúðugasta fyrirtæki sinnar tegundar á öllu Islandi. Ekki mun hann heldur lifa í annálum þessa bæjarfé- lags fyrst og fremst fyrir útlit sitt. og var þó svipur mannsins .giska stórbrotinn og vöxturinn slíkur að hin seinni ár mun enginn maður hafa vegið meira en hann hér í Hafnarfirði, og jafnvel þó víðar væri leitað. Nei, Jóngeirs verður fyrst og fi'emst minnzt fyrir það að hann var svo dærhalaust skemmtilegur maður. Og fyrir 'það verður hans :líka lengi minnzt. Hann var svo skemmti- legur, að ’ þessi eiginleiki hans hafði fyrir löngu gert hann að einskonar þjóðsagnarpersónu hér í Hafnarfirði. Ég var til dæmis þegar búinn að kynnast honum talsvert, áður en íund- um okkar bar saman í fyrsta sinn, af því að menn voru allt- af að segja mér frá honum. Jóngeir hafði margt misjafnt reynt um dagana, og þó ekki fleira en íjöldi annarra ís- lenzkra sjómanna. En greind hans og glöggur skilningur hafði kennt honum hvernig menn eiga að skýra frá reynslu sinni til þess að úr verði saga. Hann var líka gæddur þeim dýrmæta hæfileika að geta skopazt að sjálfum sér. Enn- fremur var honum mjög létt um mál; og svo spillti það held- ur ekki að hann haíði jafnan haft ánægju af góðum bókum og kunni íjöldann af Ijóðum, og vegna þess að hann hafði víða flækzt og kynnzt við nýja og nýja menn sem allir kunnu vel að meta frásagnir hans, þá höfðu þáer ' smámsaman fengið' á sig fast íorm eftir sömu regl- um og rithöfundur fylgir við að fága verk sín. Ýmsar þessara frásagna standa prentáðar í endurminni.ngum hans næstum orði til orðs eins og hann talaði þær inn í segulband. Greind Jóngeirs korn : einnig fram í fyndni hans og hnittnum tilsvcrum. Hann gat alltpf kom- ið fólki til að hlæja .og gam- ansemi hans var laus við alla illkvitni, enda sagði hann aö sér hefði aldrei verið í nöp við nokkurn mann. Þó gat hún orðið dálítið hryssingsleg á köflum, og kom þá stundum yf- ir ókunnu.ga líkt og kvika sem helltist allt í einu inn yfir lunningu.na á togara og bleytir þá sem ekki eru í góðum stakk. Þó held ég að enginn hafi of- kælst af henni. Enda var maðu.rinn svo vin- sæll að menn drógust að hon- um eins og fiskur að skæru ljósi. Eitt sinn sat ég heilan eftirmiðdag hjá hcnum í forn- sölunni við Strandgötuna, og á meðan komu menn þangað tugum .saman, kornungir strák- ar, og sfælgæjar, útgerðarmenn og lögregluþjónar, embættis- menn og gamlir sægarpar, og stu.ndum svo margir í einu að það urðu alvarleg þrengsli bæði fyrir utan og innan búðarborð- ið. Og allir skemmtu, sér kon- unglega. En þegar Jóngeir lok- aði um kvöldið, var hann held ég ekki búinn að selja einn einasta hlut. Strandgatan er mesta verzlun- argata Hafnarf jarðar og þar standa helztu samkomuhús hans og bæði bíóin. Verið get- ur að verzlunarfólkið á þessum slóöum hafi ekki beðið mikinn hnekki við fráfall Jóngeirs. En skrambi er ég hræddur um að þess geti orðið æði langt að bíða að húmorinn við Strand- götu.na kcmist aftur á jafnhátt stig og á meðan þessi hressi- legi maður sat þar í fornsöl- unni sinni. ..Sá, sem veitir mannkyninu fegurð, er mikill velgerðarmað- ur þess. Sá, sem veitir því speki, er meiri velgerðarmaður þess. En sá, sem veitir því hlát- ur. er mestur velgerðarmaður þe:s“, segir Þórbergur í Bréfi til Láru. Sumum finnst kannski hæpið að vitna til svo stórra orða í sambandi við einn gamlan hafnfirzkan sjómann, fisksala qg fornsala. En það er þá að- e.vns hæpið.vegna þess að Hafn- firðingar eru ekki allt mann- kynið. Sé hinsvegar gengið út frá því að Þórbergur hafi þarna á réttu að standa, þá má hik- lau.st slá því föstu, að Jóngeir Davíðsson Eyrbekk hafi verið einn mestu.r velgerðarmaðui Hafnfirðinga. Vertu. blessaður, Jóngeir, og þökk fyrir skemmtunina. öldugötu 42, Hafnarfirði, Jónas Árnason. Foringjar þjóSfreísishesins serkneska komu mjög við sögu í deilum foringja þjóðfrelsishreyfingarinnar sem nú er lokið, a.m.k. að sinni. En þótt sættir hafi tekizt, er enn ósamið um margt. Sdrknesku leiðtogarnir virðast þó vera orðnir sammála um að skerða beri pólitísk völd þjóðfrelsishersins og tryggja að hann lúti löglcga kjörinni stjórn landsins. Eftir er að vita, hveknig herforingjarnir sem borið hafa hita ©g þunga baráttunnar hin áíta löngu ár taka slíkri skerðingu á valdi þeirra. Hér á myndinni sjást þrír þeirra ásamt Belkacem Krim sem hefur mestan stuðning í Kaby'íu, en þar búa Berbar, sem tala aðra tugu en meginþorri landsmanna. RæHa Einars Laxness Framh. af 7. síðu. 45 lögréttumenn og báendur eða samtals 109 menn. Svo fáorðir sem annálar þessa tíma eru um sjálfa eiða- töku.na bregða þeir þó upp fróðlegri svipmynd af endalok- um Kópavogsfundar. I Fitja- annál segir: “Og að þessum eið- um unnum og aflögðum gerði lénsherrann herra Henrich Bjelke heiðarlegt gestaboð og sæmilega veizlu öllum þar saman komnum, og stóð hún fram á nótt með trómetum, fíólum og bumbum; fallstykkj- um var þar og skotið, þremur í einu, cg svo á kongsins skipi, sem lá í Seilunni; rachetter og fyrvæi'k gekk þar þá nótt, svo undrum gegndi". Vallaannáll segir, að þarna hafi verið „all- vel drukkið og ærin skothríð, svo hestar héldust varla.“ Þriðji annállinn, Vallholtsann- áll lýkur stuttri frásögn sinni á þessari myndríku lýsingu: „Var þann dag heið með sólskini". En þessi júlídagur átti Iíka fólgna í sér andstæðu sína, ef svo mætti segja. Nú myrkvast enn leið þessarar þjóðar á göngu hennar um þungbærar aldir erlendir áþ'jánar. Sólrík- ur sumardagur er að kvöldi kominn, rökkur miðsumarnæt- urinnar er óðara skollið á, fall- stykkin eru þögnuð, rakettu- skotin á enda, ómur frá fíóíum og bumbum dáinn út og síðasta fullið hefur verið drukkið í botn. Dagsverk lénsherrans var fu.llkcmnað Konungsvaldið hafði unnið enn einn sigur sinn á íslendingum. Snaran var hert að hálsi hinna umkomulitlu, veöurbörðu þegna, sem eru að tygja si.g til brottfarar úr vog- i.nu.m hver til síns heima, langt út á annes, innst í þrönga dali. Við sjáum þá í hu.ganum líða upp hálsinn, máski eru sumir niðurlútir að loknu gestaboði, og brátt skiljast leiðir þeirra. Þáttaskil verða einnig í sögu þjóðar eftir þessa dagstund. Það einveldi, sem veitt var konungi 1662 stendur hartnær 2 aldir á íslandi. Leifarnar af stjórnarfarslegu sjálfsforræði ís- lendinga eru snemma á því skeiði til þurrðar gengnar. Ég minni í örstuttu máli á nokkrar ivörður við veginn. 'Mikilvæg um- skipti verða á æðstu stjórn lands- ins, þótt eigi hafi veruleg orð- ið um daga Henriks Bjelkes, og hefur hann máski mátt standa þar við gefin loforð í Kópavogi. Breytingin gengur í garð með tilkrmu stiftbefalingsmanns, landfógeta og amtmanns 1683. Hinn fyrsti stiftbefalingsmaður var 5 ára gamall launsonur kon- ungs, er átti sinn fulHrúa á Is- landi. Máttur ' Alþingis fer þverrandi með hverju ári sem líður, enda þurfti ekki að leita til þess, er einvaldur konungur setti lög. Ókjör lagaákvæða úr dönsku og norsku lögum' hefja fljótlega innreið sína, og brátt tekur konungur að skipa danska lögmenn í embætti í stað innlendra, sem Alþingi fyrrum kaus. Afsprengi einveld- isins verður skrifstofuveldið í Kaupmannahöfn og íslenzku málin taka að hrekjast á milli hinna ýmsu stjórardeilda og daga þar einatt uppi. Harðýðg- islegir fógetar eiga hægara um vik í skiptum við landsmenn í skjóli einveldis, eins og dæmin sönnuðu. Landfógetar urðu eft- irgangssamir skattheimtumenn. Einn helzti stuðningsmaður konungs í borgarastétt Hans Nansen kaupmaður fékk að launum mikilvæg áhrif á einök- unarverzlunina á íslandi og senn hófst að marki hin al- ræmda skipting landsins í af- mörkuð kaupsvæði, sem kunn er að endemum. — Eitt má þó telja kcnungum til tekna, að eftir miðja 18. öld sýndu þeir þó nokkra viðleitni í þá átt að verða Islendingum að liði með ýmsum framkvæmdum. enda allt að komast þá í eindaga. Enn skulum við hafa hu.gfastj að þrátt fyrir allt, afsöluðu ís- lenzkir þegnar engu í hendur dönsku þjóðarinnar, heldur konungi einum. Þessvegna reyndist það eitt sterkasta vopn Jóns Sigurðssonar 2 öldum síð- ar, er siálfstæðisbarátta þjóðar- innar var hafin að skírskota til þessarar staðreyndar, þá er konungur afsalaði sér aftur ein- veldi. Af því leiddi, að réttind- in hlutu á ný að falla í skaut íslenzku þjóðarinnar. Sá grund- völlur sem Jón Sigurðsson stóð þar á var líka óyggjandi og hlaut viðurkenningu allra rétt- sýnna manna, og sá málstaðui* varð sigursæll áður yfir lauk. Þegar við minnumst Kópa- vogseiða í dag, — og þökk sé þessum unga kaupstað fyrir þá ræktarsemi við sögulegan at- burð, — ásökum við engan af forfeðrum okkar, sem voru á þessum stað 28. júlí 1662, fyrir málalokin, en við hljótum að draga skýra lærdóma af sögu okkar. Það er umfram allt þung skylda er hvílir á hverri kyn- slóð að varðveita svo frelsi og sjálfstæði þjóðar sinnar, að þar takist engum að koma ólífis- sári á. Og trúna á þessa skyldu skulum við halda í heiðri í dag og alla daga, svo að leiðin fram á veg myrkvist aldrei óvænt og við stefnum ekki á torleiði þann dag sem heið er með sólskini. Regluscm og ábugasöm stúlka óskast til símavörslu og skrifsiof jstaría. Tilboð. með 'ipplýsingum sendist afgreiðslu Þjóðyiljans merkt. . haust—C2“ fyrir 15 ágúst n.k. Tökum að oldcur ýmiskonar járnsmíði og viðgcrðir VÉLAVERKSTÆÐI Jósafat Hinriksson hi. Hrísateig 29. •— Sími 3 59 94. 4) — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.