Þjóðviljinn - 08.08.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.08.1962, Blaðsíða 7
(nömnuiNN Otgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflo.kkurinn.— Ritstjórar: Magnús Kjai'tansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Viðurstyggð yígbúnaðar- kapphlaupsins jyjiklum óhug hefur slegið á menn víða um heim vegna andláts brezka vísindamannsins Geoffrey Bacon, en hann lézt sem kunnugt er um miðja síðustu viku. Nú er það í sjálfu sér ekki 'óalgengt, að vísinda- menn láti lífið við störf sín. En dauða þessa manns hefur borið að á svo voveiflegan hátt að menn hafa eins og vaknað upp við vondan draum. Hér blasir við augum ný hlið á vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna, óhugnanlegri en menn almennt hafa gert sér grein fyrir. /^eoffrey Bacon var starfsmaður við rannsóknarstofu brezika hersins í sýklahemaði. Þar sýktist hann af lungnapest en það er banvænasta tegund þess sjú'k- dóms, sem hér á landi hefur gengið undir nafninu svarti dauði. Þessi atburður hefur því orðið til þess að opna augu manna fyrir því, að á hinum leynilegu rannsóknarstofum, er ekki einungis fengizt við „venju- leg“ hernaðarleyndarmál og tilraunir gerðar með margháttuð múgmorðstæki. Þar er einnig unnið að framleiðslu sýkla til að fly*ja dauða og tortímingu yfir heilar þjóðir, ef hernaðarsérfræðingum býður svo við að horfa. fíndanfarið hefur athygli manna einkum beinzt að þeirri geigvænlegu hættu, sem mannkyninu staf- ar af kjarnorkukapphlaupi stórveldanna. Þar er ekki aðeins um að ræða hættuna af tilvist vopnanna, held- ur einnig þá hættu, sem öílu' lífi á jörðinni kann að stafa af tilraunum með þessi vopn. Og allir virðast sammála um, að eina örugga. leiðin til þess að koma í veg fyrir ógnir atómstyrjaldar sé að eyða öllum slík- um vopnum. En það er eins og menn hafi gleymt þv.í, að til eru jafnvel enn óhugnanlegri aðferðir til þess að heyja stríð. Það er sýkla-eða bakteríuhernaður, sem sumir bandarískir hernaðarsérfræðingar hafa nefnt „hinn fullkomna hernað“. Dann við notkun kjarnorkuvopna í styrjöld er því engan vegin nægilegt. Og eftirlit með framleiðslu kjarnorkuvopna er ekki heldur nægilegt. Eina ör- ugga leiðin til þess að tryggja frið í heiminum er allsherjar afvopnun og afnám þeirra stofnana, sem hafa undir höndum framleiðslu múgmorðstœkja. Dauði brezka vísindamannsins varpar dkýru ljósi á viðurstyggð vígbúnaðarkapphlaupsins. Sjúkdómarnir hafa oft verið taldir skæðustu óvinir mannsins ( að honum sjálfum undanteknum, segja sumir), cg víst er um það, að baráttan gegn þeim er jafngömul mann- kyninu. • Ifonandi kemur aldrei til þess, að menn geri þessa skæðustu fjendur aíls lífs á jörðinni að banda- mönnum sínum. En eikki má loba augunum fyrir því, að sú hætta er fyrir hendi. Það yerður að, koma í •. veg fyrir, að þeir hernaðarsérfræðingar, sem láta sig ■ ■ - tíreyma um „hinn fullkomna hernað“, fái tækifæri til þess að láta þá drauma rætast. ■w-iahM.. K' Rœft við SIGFINN KARLSSON formann Alþýðusambands Austurlands Sigminnur Karlsson Og svo rekumst við allt í einu á Sigfinn Karlsson, forseta Al- þýðusambands Austurlands, cg hann reynist einmitt vera ný- kominn heim frá því að heim- sækja félögin á sambandssvæð- inu. — Yfir hve stórt svæði nær ASA? — Sambandssvæðið nær frá Hornafirði til Bakkafjarðar. Fé- lögin á svæðinu eru 18. Við fórum frá Bakkafirði til Djúpa- vogs. — Alsstaðar nóg atvinna hér • eystra? — Það er nóg að gera á öll- um stöðunum á sumrin, og miklu meira en það yfir síld- artímann; það vantar alstaðar fólk á síldartímanum á sumr- in, — en á vetrum verður fólk á þessum stöðum mörgum að fara burt í atvinnuleit. — Hvernig er þetta á Bakka- firði? Það er staður, sem ekki er oft nefndur. — Á Bakkafirði er trillubáta- útgerð og 1 stór bátur nýkom- inn, er heimamenn eiga. Hann stundar handfæraveiðar — og landar í Vopnafirði, því það er ekkert frystihús til á Bakka- firði. Á Bakkafirði er nú verið að byggja 5 hundruð mála síldar- bræðslu og eru ailir á Bakka- firði eigendur hennar. Á Bakkafirði er nú ein söltunar- stöð sem Reykvíkingur á. — Eru ekki fáir í verkalýðs- félaginu þar? — Það eru milli 30 og 40 manns í félaginu á Bakkafirði. — Hvernig er kaup og kjör hjá félögunu.m á svæðinu? — Það eru annaðhvort Norð- fjarðarkjör eða Dagsbrúnarkjör. — Hver er aðalmunurinn á þeim? — Hér fáum við greitt 1% af útborguðu kaupi í sjúkra- cg lánasjóð, en ekki aðeins af dag- vinnu.kaupi. Eina félagið á svæðinu, sem dregizt hefur aftur úr með kau.p og kjör er verkakvenna- félagið á Seyðisfirði, sem hef- ur ekki. sagt u.pp samningum. — Alstaðar mikil vinna og síldarsöltu.n? — Síld er söltu.ð á öllu.m stöðu.num frá Stöðváríirði til Bakkafjarðar, það eru frá 1—7 söltunai'plön á hverju.m stað. Með vaxandi síldarsöltun hér eystra þarf rnargt aðkomu.fólk á su.mrin, en mest þó til Seyðis- fjarðar. Á veturna verður heimafó)k hinsvegar töluvert að leita atvinnu annarstaðar. — Er mikil söltu.n hér í Nes- kaupstað? — Hér eru 4 söltunarstöðvar, tvær þeirra tóku til starfa. í su.mar og önnur ekki fyrr en eftir 22. júlí. — Hverjir eiga þessar stöðv- ar? — Þær eru allar hlutafélög. Þær eru: Drífa, eign útgerðar- Hlaðnir bátar við bryggjurnar. Það marrar og ískrar í vindum. Glitrandi síldinni er hellt í kass- ana eða hún rennur á færibönd- um. Við kassana standa konur á öllum aldri — allt frá 11 ára til sextugs. Þær eru hraðhentar; vinna hávaðalaust og hratt; hver tunna, hver tíkallinn er dýnnæt- ur á bessum síðustu dýrtíðarflóðs- og velmektardögum íhalds og krata. Það gildir því að handtök- in séu skjót og örugg. Og svo var þeim bannað að solta manna hér, Sæsilfu.r, eign 15 einstakinga hér á Norðfirði og víðar, Máni, eigandi Jón Karlsson kaupmaður hér, Huxley Ölafsson, og Hreggvið- ur og Margeir í Keflavík, og Ás, sem SÚN (Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað) á, ásamt Þóroddi Guðmunds- syni á Siglufirði. Á tveimur stöðvunum er mestallt heima- fólk, en á hinum tveimur er tóku seinna til starfa er margt af aðkomufólki. 50—60 manns vinna á hverri stöð. aðstoð fyrir síldveiðiþáta hér við Austurland, sem rífa ta?s- vert af nótum vegna strauma sem hér eru miklir. Hann hefu.r um 20 menn í vinnu yfir sumarið og einnig vinnur hann að standsetningu og uppsetningu nóta allan vet- urinn og eru þá oft 12—14 menn í vinnu við það. — Eru allir bátár héðan á síldveiðum? — Allir stærri bátarnir héðan eru á síldveiðum. Einn er með dragnót og hefur siglt til Skot- ar veiðar í apríl og stunda þær fram í endaðan september. Margir af þessum smábáta- mönnum eru á stóru bátunum á vetrarvertíð, en margir gera ekki annað en róa á þessum smábátum. — Hvernig er um atvinnu hér á veturna? — Atvinnan á vetrum hér hefur nú síðast byggzt á tveim- ur bátu.m sem Nesútgerðin á og keyptir eru í -því augnamiði að halda hér u.ppi atvinnu að vetr- inum. Bátar þessir eru Stefán Síldveiði uppi í lan dsteinuni á Narðfirði og væru gömlu samningarnir því í fullu gildi hér — og eftir þeim var skráð. Það er álit flestra forystu- manna verkalýðsfélaganna á Au.sturlandi að hinir gömlu samningar gildi einnig fyrir aðra staði á Austurlandi. Al- þýðusamband íslands tel ég hafa verið samningsaðila fyrir öll þessi félög sem ekki stóðu beint að sanmingum sjálf og því hafi samningunum ekki verið löglega sagt upp fyrir Austurland. — Svo við víkjum aftur að veiðunu.m, — er ekki langt sið- an heíu.r verið jafnmikil síld hér við Austurland? — Um miðjan júlí var vað- andi síld á ölfu svæðinu sunn- an frá Fáskrúðsfirði að Langa- nesi. Síldveiðiskipstjóri seni hefur sltundað síldveiðar í 25 ár segist aldrei hafa séð meiri síld en einmitt þá. Laugardaginn 21. júlí kastaði Gissur hvíti frá Hcrnafirði hér úti cg yf;r frá bryggjumii, al- veg hér innfjarðar, og fékk 159 mál cg fór með þau beint í salt, — það var 10 mín. keyrsla að bryggju. Slíkt hefur ekki gerzt hér a. m. k. síðustu 20—30 árin. — Haía þá ekki komið sér mjög illa tafirnar sem orðiðf- hafa á verksmiðjunum hér í nágrenninu? — Jú, löndunartafir voru miklar, einkum á Seyðisfirði og Reyðarfirði vegna aðgerða rík- isstjórnarinnar í járnsmiðaverk- fallinu, þegar hún bannaði að gera samninga, en svo eftir að hún hafði komið í veg fyrir nokkra járnsmiðavinnu í lang- an tíma gekk að hærri samn- ingum en samkomulag hafði verið orðið um í upphafi deil- unnar. Vegna þessara asnalegu að- gerða rikisstjórnarinnar og seinagangs í verksmiðjumálinu hafa útgerðarmenn og sjómenn tapað hundruðum þúsunda, — fyrir utan það sem þjóðarbúið hefu.r tapað — Vísir metur þetta tjón á millj. kr. á dag. Þegar þetta viðtal átti sér stað var alstaðar verið að saita — og isiidarstúlkur enn á leið- inni eða að koma til Neskaup- staðar og annarra Austfjarða, al’.t iðaði af !ífi og starfi, von- glatt fó’.k að vinnu. Tveim ti) þrem dögum síðar kom skip- un ríkisstjórnarinnar: hætta að salta! Slíkur er visdómur is) stjórnarvaida i dag að þau banna að fram’.eiða mat. J. B. Samningum Breta og EBE frestað tl! haustsins LONDON 7/8. Frckari við- ræðum milli Breia og fulltrúa Efnahagsbandalagsins um vænt- | anlega aðild Bretlands að bandalaginu hefur nú verið frestað fram í september. Við- ræðurnar voru komnar í sjálf- heldu og vildi hvoruguir aðilinn slaka til. Bretar kröfðust frið- inda fyrir landbúnaðarafurðir frá brezku samveldislöndunum Kanada, Ástralíu og Nýja Sjá- landi, en að þeim kröfum vildu efnahagsbandalagsmenn ekki ganga. Ekki eni stjórnmálamenn í London vissir um það hvort þessi útkoma muni auka eða draga úr spennunni innan stjórnmólallokkanna brezku. Bæði íhaldsmenn og stu.ðnings- menn verkamannaflckksins eru klofnir í Efnahagsbandalags- máli.nu og verður það að öllum líki.ndum mesta dei.Iumálið á árlegum lEndsfundum flokk- anna í cktóber Neðri dei.Id brezka þingsins hefur nú látið af þingstörfum en verðu.r væntanlega kvödd sarnan í september til að ræða á-standið i Efnahagsbandalags- málu.nu.im. Ennfremu.r rnunu forsætisráðherrar samveldis- landanna koma saman ti.1 fund- ar í London hi.nn 10. september. — En .hvað um síldarverk- smiðjuna? — Verksmiðjan hefur verið endurbætt, byggðir lýsistankar cg þróarrými stækkað, verk- smiðjan á nú að geta unnið úr 4 ti.l 5 þús. málum á sólarhring. Þróarpláss er íyrir um 25 þús,- mál. — Hvernig er það, er nokkur netagerð í !þessum síldveiði- bæ? — Já, Friðrik Vilhjálmsson netagerðarmeistari starf rækir hér netaverkstæði sem talið er. mjög gott, og er það mjög mik-il. Mörg eru handtökin. lands með aflann. Það er 42ja tonna bátur. Hann hefúr í - tveimu.r ferðu.m selt fyrir 2600 £. Einn bátur hefu.r verið á humarveiðum og aflað allvel, landað afianum á Hornaíirði. Milli 30 óg 40 smábátar stunda handfæra- og línuveið- ar. Það hefur verið dágóður .reitingsaíli. hjá -.þei.m og hefur afli þeirra, gefið mikla vinnu í frystihúsunurr). , — Hve. lengi ársins geta ■trillurnar. rpið hér?.. .— Þeir. byrja yenjulega þess- -Be'n. norskbyggður bátur, 130 tópn; og Hafþór, 250 tonna aust- u.rþýzkur stálbátur. Þessir bát- ar lögðu hér upp s.l. vetu.r og munu gera það áfram í vetur. -r— Hvað segið þið u.m síldar- samningana hér eystra — þið viðu.rkennið ekki gerðardóm- inn? — Nei, við kærðum uppsögn síldveiðisamninganna fyrir fé- iagsdómi þar sem við töldum þelm ekki sagt upp á lögmætan hátt. Dómur félagsdóms var sá að samningunum hefði ekki verið sagt upp á löglegan hátt • 9 ", —— LONBON 8,7 — Margir nazist- ar frá ýmsum Iöndum eru nú saman kcmnir í tjri dbúðum í nánd við Cambridge í Bret- Iandi. í vændum er að halda alþjóClega ráðstefnu nazista í Bretlandí en innanríkisráðu- neytið hefur lýst því yfir að öllum ráðstefnugestum sé bann- að að koma til landsins. Samt sem áður er vitað að Lincoln Rockwell, fcrsprakki banda- rískra nazista, er kominn ti! ww.'h.iijijj miui'iintijú iniLa..'.' ■ui.a..ltujjii<|ji ...jw. Bredands. Brezka innanríkisráðuneytið samþykkti &ð vísa Rockwell úr lándi þegar til hans næðist, en lögreglan leitar hans nú. 1 til- kynningu ráðuneytisins segir að ROckwell hafi komið til lands- ins áður en landgöngubannið gekk í gildi. Irska útlendinga- eftirlí tið hefu.r viðurkennt ,að hann hafi komið til Shannon- flugvallarins í írlandi og haldiö síðan -til .Bretlands. Vesfur-þýzkir kratar í kynnisferð hér á lcndi í tilefni þess, að senn er Berlínarmúrinn frægi eins árs gemall, hefur Alþýðuflokkur- inn af heiðursfátækt sinni boðið hingað fjórum vestur- þýzkum krctum. Áttu blaða- menn tal við lýðræðishetjur þessar í gær og var það fróð- legu.r fundur. Allir sitja menn þessir í bæjarstjórn Vestur- Berlinar. Kváðust þeir mundu kynna sér land og þjóð, eink- ■um mennigarlíf, en ekki var þess sérs.taklega getið að þeir rnyndu kynna sér Alþýðu- flökikinn. Blaðafulltrúi ríkjs- sitjór.narinnar. Bjarni Guð- mundsson, þýddi mál Þjóð- verjanna -sámvizkusamlega. ' j.iifrjö: Eitthv.að mun honum hafa þótt manhorði Vinnuveitenda sinna hætt. 'þ-ivfi að hann tók það sérstaklega frani, að Þjóð- verjarnir væru hér á vegum AlþýöuílokksinS'; en ekki við- reisnarinnar! Dr. Walter hafði oi'ð íyrir Þjóðverju.nuim. Dró hann upp mynd af því, ef múr væri rei-stur frá Háskólanum að Al- þingishúsinu og þaðan niður á hcfn og setti s'kelfingarhroli að viðstöddu.m Reyikvíkingum ■u.n.dir þeirri lýsingu. Frásögn hans af ástandi borgarinnar var að mestu gamaiku.nnur slagorðavaðal.1 um lýðræðisást Þjóðverja og mannvonzku kommúnista. Einstöku fróð- leik-smolar slæddust þó með, t. d. það, að þeir Austur-Þjóð- verjar sem leyíðu sér að veifa yfir múrinn væru handteknir! •Jc Um síðustu helgi setti Hans Skaset nýtt norskt met í tugþraut, hann náði 6437 stigum (100 m 11,6, langstökk 7.09, kúluvarp 12,78, hástökk 1,76, 400 m 51,5, 110 m grinda- hl. 16,0, kringlukast 42,39, stangarstökk 3,30, spjó'íkast 48,78 og 1500 m 4.23,5). gj — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 8. ágúst 1962 Miðvikudagur 8. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.