Þjóðviljinn - 12.08.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.08.1962, Blaðsíða 4
ÞEGAR ÞEIR BOTNA EKKI HÓT í KENJUM G ALDRATÆK J- ANNA FARA ÞEIRTIL HANS íramleiða eru fljótvirkari og auðveldara að taka miðun á þær, og nýju gerðina á að vera hægt að setja í samband við sjálfstýringu þannig t.d. að bát- ur sem er að koma upp að Austurlandi stilli á Eiðastöð- ina og láti síðan miðunarstöð- ina stýra upp undir landið. Þessi gerð er aðeins komin í 2 báta íslenzka, við settum stöð- ina niður í annan bátinn. — Er auðvelt að fá varahluti. í öll þessi tæki sem þú gerir við? — Nei, það er afskaplega erf- itt með varahluti og þjónustu þannig, því jafnvel þótt lán fengist fyrir varahlutum þá er ekki hægt að liggja með þau ógrynni sem raunverulega þyrfti. — Eiga umboðsmenn tækj- anna ekki varahlutabirgðir? — Það er mjög misjafnt, sumir eiga allmikið, en þó vant- ar oft ýmislegt. — En Viðtækjaverzlun ríkis- ins? — Jú, það heyrist oft nefnt að leggja beri Viðtækjaverzlun ríkisins niður, en þar er geymt mikið magn af almennum vara- hlutum, sem ganga í hvaða tæki sem er. Ef að þetta færi: í hendur einstakra heildsala er kepptust um að flytja inn hver sína tegund af tækjum, með mjög takmörkuðum varahluta- birgðum er hætt við að vand- ræðaástand skapaðist. Eitt atriði finnst mér óþægi- legt hvað það snertir að gera verkstæðið sem bezt úr garði og til að geta tekið biluð tæki í land til viðgerðar. Það er hve margar spennur eru í bát- unum. Rafkerfi þeirra er mjög mismunandi, sumir eru með 32ja, 100, 220 og jafnvel 12 volta spennu í smærri bátun- um. Ef við ættum að útbúa verkstæðið þannig að hafa all- ar þessar spennur í landi ,yrði það mjög kostnaðarsamt. Bát- arnir þyrftu að koma sér sam- an um einhverja eina spennu. — Talstöðvarnar eru bátun- um náttúrlega mikils virði ef þeir þarfnast aðstoðar, en þó því aðeins að heyrist til þeirra í landi. Nýlega var ég úti á Dalatanga og þá bilaði 'þar síminn, og það þýddi að vita- vörðurinn var í vandræðum með að koma veðurlýsingunni til Seyðisfjarðar gegnum tal- stöðina, því hvorug stöðin heyrði til hinnar! — og þó er þetta stutt vegalengd; —erekki bandvitlaust að loka talstöðva- þjónustuna inni þarna bak við Strandartind og Bjólfinn, 1000 metra há fjqll?,’^ . ... — Jú, Seyðisfjörður er þannig settur, innilokaður milli fjalla, að hann heyrir ekki til báta á Suðurfjörð- unum. Og Scyðisfjörður er eina stöðin frá Vestmanna- eyjum til Siglufjarðar sem hefur vakt allan sólarhring- inn. Bátar eru skyldir til að hafa taistöðvar í lagi, en tal- stöð er þcim til einskis gagns ef enginn hcyrir til hennar, þar sem litlar skipafcrðir eru, og enginn heyrir í landi. Það má því spyrja hvort forráðamönnum Landsímans finnst ekki orðið tímabært, — þar sem þeir hafa tekið að sér öryggisþjónustu og effírii^ irej) talstöðv'um —• að þeir komi upp þannig kcrfi að bátar geti náð sam- bandi við Iand hvar sem þcir eru staddir og hvenær sem er sólarhringsins. — Er ekki talstöð hér í Nes- kaupstað? — Það er allstór talstöð til hér á símstöðinni í Neskaupstað. Hún hefur verið hér 10—15 ár og átti að vera, og var, opin einhvern takmarkaðan tíma en svo bilaði hún, og Landsíminn hefur ekki látið gera við hana ennþá. Auk þess er svo síldartalstöð hér á sumrin, sem er bisniss- þ.iónusta —. enda opin allan sólarhringinn! — Sjómenn treysta fullkom- lega á þessi tæki sín öll? — Já, gott dæmi um það er að nýlega kom skipstjóri inn með bilað leitartæki. Hann kvaðst hafa siglt fram hjá tveimur torfum af vaðandi síld hérna rétt fyrir utan, hafði nokkru áður kastað á síld sem óð og lítið fengið og lét þessar því eiga si.g fyrst hann gat ekki mælt hvað þær voru stórar. Fyrrum var aldrei kastað nema á vaðandi síld. — Það er orðið mikið af alls- konar tækjum í bátunum? — Já, það er geysimikið af tækjum í bátunum. Það mun nálgast 1 millj. kr. í verðgildi af slíkum tækjum í einuin síld- arbáti — en þetta eru líka tæki sem færa þeim milljónir. — Getur vinnutíminn ekki orðið nokkuö langur við við- gerðirnar í bátunum? — Jú þegar mikið er um síld er ekki um annað að gera en vinna þangað til viðgerð er lok- ið svo þeir geti komizt aftur á veiðar. Við unnum einu sinni í 44 stundir í byrjun júlí, — það voru kringum 20 bátar sem við fórum í. — Nóttina áður svaf ég í tvo 'tíma. Við þekkum galdramanninum, Baldri BööVarssyni fyrir spjall- ið. — J. B. Þcir ganga í skrokk á húsinu og berja það á næturnar, þegar enginn sér til. Þeir halda á- fram að berja þar til einhver inni hefur tekið eftir framferði þeirra. Hvað hefur svo þetta marg- barða hús til saka unnið? Það, að innan veggja þcss býr arnfirzkur grj.dramaður að nafni Baldur Böðvarsson; það cr að honum sem öllurn þcss- um höggum er beint. Hefurðu komið á stjórnpali nútíma síldarbáts? Ef ekki skaltu hugsa þér mæláborð í verksmiðju. Alstaðar eru mæliskífur, vísar og tölur. f einu tækinu sérðu ljós, annað skrffar torkennilegar rákir á lángt bókfell, * í hinu þriðja sérðu landið, jafnvei lóðabelg á floti í fjarlægð. Ef þú kannt á þessi tæki geturðu vitað hvar blezsuð síldin er £ sjónum, jafn- vel hve mikið er af henni. Það veltur því á miklu að þessi tæki vinni rétt, en það gera þau alls ekki alltaf. Og þegar skipstjórn- armenn við Austurland botna ekki lengur í kenjum galdra- tækjanna keyra þeir á fullri ferð inn til Neskaupstaðar — og Baldur Böðvarsson er sóttur í skyndi — hvort heldur er á nótt eða degi — og það geta liðið 40—50 stundir þar til hann á afturkvæmt til hvíldar, því allir þurfa að komast „strax“ út aftur, því milljónirnar bíða í djúpinu fyrir utan. Bátar koma inn hlaðnir síld, aðrir stefna út á fuilri ferð, tómir. I stuttu hléi milli bilaðra tækja tafði ég Baldur Böðvars- son galdramanninn arnfirzka JÓN BJARNAS0N skrifar fró NESKAUPSTAÐ (hann er scnur sr. Böðvars Bjarnasonar á Hrafnseyri), manninn í Neskaupstað sem gerir við öll galdratæki bátanna. — Segðu mér Baldur, hvað lærðir þú til þess að kunna á öll þessi tæki? — Ég byrjaði með loftskeyta- skóla, tók próf þaðan og fór síðan í útvarpsvirkjun. Á ár- inu. 1946 var ég á ratsjárnám- skeiði hjá Metropolitan Wickers er þá framleiddi ratsjár, en ann- ars mikið af rafölum og alls- konar járnvörum. — Er ekkert kennt hér um þessi tæki? — Um. ratsjár og dýptarmæla er lítið kennt hér, nema dálítið á Loftskeytaskólanum. — Það er ekki kennt sem sér- grein? — Nei, hér á landi er þetta ekki kennt sem sérgrein'. — Var ekki lítið um ratsjár hér 1946? — Þegar ég fór út að læra veit ég ekki til að kcmin væri ratsjá í neitt íslenzkt skip, en árið eftir voru nokkur skip komin með þær. Á þeim árum voru það ekki nema stærstu skip sem tóku þær. Fyrst komu ratsjár í millilandaskipin og varðskipin, síðan í togarana og nú má heita að hver bátu.r sem er yfir 50 tonn sé kominn með ratsjá. — Engar í litlu bátana? — Nú eru framleidd lítil tæki fyrir litla báta, en þau draga mjög stutt og eru þó mjög dýr, og ég held að mönn- ’ u.m lítist ekki á að fá þau. — Fórstu svo í ratsjárviðgerð- ir strax og þú komst heim frá að læra? — Nei, ég var hjá Georg Ámu.ndasyni fyrst, og síðan Landsímanum í Gufunesi til 1951 í viðgerðum á ýmiskonar radíótækjum, fjölsímum og fjarritum. Svo fór ég sem sím- ritari til Seyðisfjarðar. Þar fór ég að gera við tæki í bátum, af brýnni nauðsyn, og kom mér upp smáviðgerðarstofu. Það varð svo úr að ég ákvað að setja upp verkstæði og vinna eingöngu að þessum viðgerðum og þá flutti ég hingað til Nes- kaupstaðar haustið 1958. — Og hefur haft nóg að gera við þetta? — Ég hélt að það yrði kannski heldur lítið að gera við þetta, en það cýndi sig að vera meira verkefni en hægt var að sjá útúr. Ég vann einn við þetta sumarið 1959, en vorið eftir tók ég lærling, Þórð Óla Guðmundsson, héðan úr Norð- firði, og 1961 fékk ég rafvirkja, Arnþór Ásgrímsson, frá Seyðis- firði. Og við höfum allir nóg að gera. — Hvað eru þetta margar tegundir aí tækjum sem þú gerir við? — Það eru útvarpstæki í báta og á landi, talstöðvar, dýptarmælar, fiskileitartæki, mifeimarstöðvar, ratsjár og sjálf- síýringar o. fl. — Hvaðan eru þessi tæki að- alí'ega? — Talstöðvarnar eru frá Landsímanum og tæki frá Sim- rad, Steinthor og Robertson, allai' norskar, og Petersen (dönsk) en hjá útlendingum hef ég rekizt á stöðvar af íleiri gerð- um. Fiskileitartæki (asdic) og dýptarmælar eru flestir af Sim- radgerð, og Huges og Elac- dýptarmælar eru einnig í all- mörgum bátum. Helztu ratsjártækin eru frá Decca og Huges, ennfremur sjá- um við tæki frá Marconi, Terma, RCA o. fl. .— Hvaðan eru miðunarstöðv- arnar? — Það voru fyrst Petersen- miðunarstöðvar frá Landsíman- um. Japönsk miðunarstöð, Kod- in, er nú mjög algeng og önnur japönsk miðunarstöð Taiyo, ekki síðui' fullkcmin, er komin í tvo íslenzka báta. — Hvað er það við japönsku miðunarstöðvarnar sem gerir þær svona eftirsóttar? — Þessar stöðvar hafa þann kost að það er hægt að ná mið- un næstum því á stundinni. Ef t.d. einhver bátur segist vera í síld er hægt að miða á stund- inni hvar hann er. Þetta telja margir svo mikinn kost að þeir segjast heldur vilja missa rat- sjána en miðunarstöðina á síld- vciðum. Þessar stöðvar sem Japanir 4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.