Þjóðviljinn - 21.08.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.08.1962, Blaðsíða 11
E RIC H KÁSTNE R ÆVINTÝRI SLÁTRARANS bunugangur er nú þetta,“ hróp- aði hann. „Ég tek þetta ekki í mál. Er þetta tryggingafélag eða er þetta barnaleikvöllur? Herra Steinhövel hefur fengið Holbein- inn sinn aftur. Tryggingarfélagið hefur sparað hálfa miiljón. Lög- reglan hefúr náð f heilan þjófa- flokk. Hvaða kröfur gerið þér eiginlega til starfsliðS yðar, herra aðalskriffinnur?" „Heyr“, sagði herra Steinhövel og klappaði saman lófum án þess áð heyrðist. „Ef þér takið upp- sögnina gilda, þá raeð ég þennan unga mann til mín nú á stund- inni. Og fundarlaunin, kæri herra Seiler, þau eru yðar eign, hvort sem þér viljið eða ekki! Þér ætl- ið Iþó ekki að sýna mér lítils- virðingu!" Kúlz gamli tók undir handlegg- inn .á unga manninum og ýtti honum hálfpartinn með valdi inn i herbergið aftur. Herra Kúhlewein reis á fætur. Hann var vandræðalegur. „Ég tek ekki við lausnarbeiðni herra Sei'lers. Herrar mínir og frúr, ég bið yður að hafa mig afsakaðan. Þessi óvenjulegi fundur hefur tekið óvenjulega mikið af tíma mínum. Ég verð að fara á skrif- stofu mína. Að sinna venjuleg- um störfum.“ Hann sneri sér að Seiler. „Mig langar til að tala við yður, áður en þér farið úr húsiiiu, herra forstjóri." Síðan hafði hann sig á brott. Glæsilegur og óaðfinnanlegur eins og hans var von og vísa. Æfingin skapar meistarann. Að loknum hamingjuóskum, sem rigndi yfir nýbakaða for- stjórann, sagði herra Kúlz á- nægður: „Þessi aðalforstjóri er slyngari en ég hélt. Hann hefur lært af þessu. Það er næstum ofurmannlegt afrek á hans aldri.“ Lögreglufulltrúinn leit á klukk- una og varð undrandi. „Ég verð líka að kveðja. Ég þarf líka að fara á skrifstofuna. Þjófaflokkur- inn, sem herra forstjórinn, var svo visamlegur að læsa inni í ibúð sinni, brennur i skinninu eftir að tala ýtarlega við mig.“ „Minnist ekki á íbúðina mína,“ sagði ungi maðurinn. „Ég er hræddur um að þjófaflokkur- inn hafi notað húsgögnin mín til 13.00 „Við vinnuna“ Tónleikar. 18.30 Harmonikulög. 20.00 Píanósónata nr. 18 í Es-dúr, cp. 31 nr. 3, eftir Beethov- en. 20.25 Æviminningar Friðriks 'Dánielssonar á Skáldastöð- um. (Hólmgeir Þorsteins- ' son frá Hrafnagili). 21.05 Tónlistarrabb: Þorkell Sig urgeirsson talar um tónlist- arhátíðina í Darmstadt. 21.45 fþróttir (Axel Sigurðsson bg örn Eiðsson). 22.10 Lög unga fólksins (Ólafur Vignir Albertsson). 23.00 Dagskhárfok. • j f ■. hix■ •> að verjast með þegar lögreglan kom á vettvang." __ Listaverkasafnarinn rétti unga manninum ávísun. „Hér eru fundarlaunin, herra forstjóri. Að sjálfsögðu bæti ég yður þann skaða sem þér hafið orðið fyrir á innbúi yðar.“ Þeir tókust í hendur. Seiler þakkaði. Safnarinn baðst undan iþakklæti. ,.Þessi Holibein,‘‘ hann benti á litlu tréöskjurnar, „er mér meira virði en í tölum verði talið. HngfTá"'Tfúbner verður yður áreiðanlega hjálpleg við að velja handa yður ný húsgögn." „Prýðilegt” Seiler var himinlif- andi. „Ég hef mikið álit á smekkvísi ungfrúarinnar." Það var barið að dyrum. • Lögregluþjónn kom inn og sló saman hælum. „Herra lögreglu- fulltrúi, við komum frá Grúger varðstjóra. Við áttum að sýna yður mann, sem við sóttum í sýningarglugga í „Vöruhúsi Vest- urbæjar." Erum við að trufla Yfirvarðstjórinn áleit að hér væri samankomið fólk sem kynni að geia hent reiður á manninum eða gefið einhverjar upplýsingar um ‘hann.‘ „Af hverju komið þið bara ekki með tugthúsið eins og það leggur sig?“ spurði fulltrúinn. „Jæja, komið inn með manninn!" Lögregluþjónninn hrópaði eitt- hvað fram á ganginn og steig til hliðar. Aðrir lögregluþjónar komu inn í herbergið með rosk- inn, snyrtilega búinn mann. Hann var nauðrakaður, litaðist rólega um, hrukkaði hátt ennið, þegar hann kom auga á Jóakim Seiler. Á eftir lögregluþjóninum kom litla feita tónskáldið Struve inn í herbergið. Ljósi lubbinn var úf- inn og hékk fram á ennið. Og slifsið var skakkt. „Ég vonaði að ég þurfti ekki að sjá yður fram- ar“, sagði hann illilega við lög- reglufulltrúann. Svo heilsaði hann hinu fólkinu. Siðast vini sínum, Seiler. „Vonandi hef ég haft upp á rétta manninum, gamli vinur.“ „Það er sá rétti,“ svaraði Seil- er. „Hvíta skeggið er raunar horfið og dökku gleraugun líka. En herramaðurinn sem hefur gaman af bréfaskriftum, er samt eftir." „Já, sem ég lifandi," hvíslaði Irena Trúbneh. „Hú þekki éj» hann líká”^- » » „Maðurinn: frá ;'_gl§iihöjrtiil'ihu Curtius!“ sagði Kúlz slátrara- meistari undrandi. „Þönnig átt- um við þá eftir að hittast aft- ur.“ „Ég hefði fúslega viljað kom- nst hjá því“, svaraði fanginn al- úðlega. Lögreglufulltrúinn spurði: Hvað heitið þér?“ „Prófessor Hom.“ „Er það ekki misskilningur?" spurði fulltrúinn. „Er ekki alveg eins víst að þér séuð alls ekki prófessor og heitið Klotz?“ „Það er ein.nig möguleiki,“ svaraði þjófaforinginn. „Það væri ókurteisi að andmæla yð- ur.“ ' - „Þetta hittist undarlega á“, sagði lögréglufulltrúínn. „Réynd- nr hefur það iðulega kom.ið fyrir að fyrirtæki yðar fremdi þjófn- að og við gætum ekkbtklðfest'iöðj- ur. En að þjófnaður skiilr fará útum þúfur hjá yður og við skul- um ná yður samt, það er alveg ný bóla.“ „Já, það má nú segja,“ viður- kenndi próféssorinn. „Það er öld- ungis nýtt fylrirbrigði. Og það er þessum unga manni að kenna!“ Hann benti á Seiler. „Þar til ég kom inn í þetta herbergi áleit ég að hann væri keppinautur okkr ar. En mér til sárrar raunar kemst ég nú að því, að hann sóar hæfileikum sínum sem svo- nefndur nýtur þjóðfélagsþegn.“ Hann leit hæðnislega á Seiler. „Það hryggir mig sannarlega að sjá yður í þessu umhverfi. Þér farið á mis við mörg ævintýri og stórkostlega framtíð." Hann yppti öxlum. „Ég legg til að far- ið sé með mig héðan út.“ „Tillaga sem hefur margt ýil síns ágætis.“ sagði fulltrúinn og gaf lögreglumönnunum merki. Þeir fóru útúr herberginu með herra Klotz. — Fulltrúinn fór því næst að hrósa Struve sem leyni- lögreglumanni. Tónskiál’dið vildi ekki hlusta á neitt lof. „Ég gerði þetta aðeins vegna þess, að Seiler lofaði að sýna mér náungann, sem hefur misnotað nafn mitt. Til þess að ég geti losnað við þá löðr- unga sem ég á ógefna.“ „Vitið þér ekki hver hinn falski Struve var?“ spurði Irena Trúbner undrandi. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Struve. Kúlz kímdi. „.Tæja, bá hafið þér nú tækifæri til að koma kjaftshöggunum til skila.“ „Hvað þá?“ Litla, bústna tón- skáldið starði á slátrarameistar- ann. „Er þessi þrjótur hérna í herberginu." Allir viðstaddir kinkuðu kolli. „Seiler,“ tautaði Struve. „Hver var það? Svaraðu strax! Haltu mér ekki lengur í þessari skelfi- legu óvissu!“ „Það var ég sjálfur!" svaraði ungi maðurinn. „Rudi, taktu ekki alltof hart á þessu broti mínu. Ég mundi ekki eftir neinu öðru nafni í svipinn. Jæja og sláðu nú hraustlega. Ég lofa því að slá ekki aftur“. Struve brosti vandræðalega. Svo hnippti hann hraustlega í Seiler og sagði: „Milli vina? Nei. Nú stend ég hér með tvö ónotuð kjaftshögg í Beuststræti og veit ekkert hvað ég á að gera við þau!“ „Það hlýtur að vera býsna ó- þægilegt," sagði snyrtimennið Steinhövel. Lögreglufulltrúinn var farinn til að leysa af hólmi óeinkenn- isklæddu verðina, sem hofðu stöðugt gætur á húsi tryggingar- félagsins. Herra Steinhövel hafði látið hringja eftir bíl sínum. Þau sátu .þg biðu. Kúlz varað segja tón- skáldinu frá ævintýrum þeim, setn Séiler'. hafði lent í milli Kaupmánrtahafnar og Berlinar. Hann reri sér ákaft meðan hann sagði frá og gat alls ekki hætt. Nú, þegar nokkrir klukkutfmar voru liðnir frá atburðunum, voru hetjudáðir unga mannsins orðnar enn ævintýralegri. Ajub Khan, forseti Pakistans, -sagði í ræðu í Lahore s.l. fimmtudag, að hann óttaðist að efnahagsbandalag Evrópu ■myndi' ieiða til efnahagslegr- ar heimsvaldastefnu af verstu tegund. Ajub Khan hvatti til samvinnu iðnaðarlandanna og vanþróuðu landanna, en lét d ljós þann ótta að stofnun EÍBE myndi'mjög spilla slíkri heilbrigðri samvinnu og leiða til mést'a Öiiaþveitis. Vera Briíhrie, þýzk kona, var ií janúarmánuði dæmd í lífs- tiðarfa'ngelsi fyrir hlutdeild í morðinu á lækninum dr. Otto Práún óg ráðskonu hans'. Nú 'hefur hún fárið fram á að málið verði tekið upp að rtýju. Vérjandí1 hennar heldur iþví fram að ónógar sannan- ír hafi íégi'ð til grundvallar dóminum, og einnig segist ihann hafá nýtt málstillegg. Vera Brúhne-málið hefur vald- ið rhíklu úmtali í Vestur- Þýzkalandi Ög margir hafa talið það' '^ánna að miklir vánkantar' séu á réttarfarinu þár í ' lándiý John Cronin, einn af forráða- mönnum brezka Verkamanna- flokksins, áttj í fyrri viku viðtal við Krústjoff í sumar- bústað forsætisráðherrans við Svartahaf, Cronin af'henti Krústjoff persónulegt sendi- bréf frá Hugh Gaitskell, for- manni brezka Verkamanna- flokksins. v,r^A FþóR óumuuvsm JeSÍotujcCUl 17SímL 23970 INNHEIMTA LÖÚFKÆ0/&TÖ8F # setið i 43 ar í fangelsi, og er |l |það algjört met. -En á þessari ^ löngu fangelsievist „i hafur, morðinginn Stxb.ud orðiðrein- hver hæfasti fuglafræðingur (» j heimi. Búizt er við aðikvik- t myndin heiti „Fuglaveiðarimf frá Alcatraz." & <• ■k <1 r >: f \| .5 g\ 1! Achmed, hmn grimmuðgiþ kóngur í Jemen kvæntist f. '• skömmu Sajeda, 18 ára:gam-|[ alli dóttur ættarhöfðingj.a í, 1 landinu. Með.brúðkaupi.þessu 1 • var hann að fagna endur- heimt heilsu sinnar eftir. v.eik- indi. íbúar landsins hafa íi nokkrar vikur beðjð. árar}g-d urslaust eftir frétt.. um að •• kóngurinn væri dauður. Hann , | er nú sjötugur að aldri. Burt Lancastcr, einn hinna kunnustu bandarísku kvik- myndaleikara, hefur verið ráðinn til að leika aðalhlut- verkið í kvikmynd um ævi Roberts F. Stroud. Páir morð- ingjar og túkthúslimir hafa orðið frægari í Bandaríkjun- um en Stroud. Hann hefur Pietro Nenni, foringi Vistri- sósíalista á Ítalíu, hefur núp að mestu náð sér eftir slysið 1 • ií fyrri viku. Hann dvaldist i orlofi á Norður-Ítalíu, og hrapaði niður fjallshMð er hann fékk aðsvif. Nennj er nokkuð brákaður á höfði, en mein hans eru ekki hættu-, 1 leg. "rr * Venus: „Sjáðu til kæri mars, þeir hafa lent“. Hjartans þakkir fœri ég öllum peim, sem glöddu mig á 80 ára afmœlisdaginn 17. ágúst. LIFIÐ HEIL. ÞORBJÖRG SIGURHJARTARDÓTTIR frá Urðum. - f-JwM •• v|>riðjvidaguy 2þ ágúxt 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (||Jj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.