Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJOÐVILJINN I>riðjudagur 16. október 1962 znn semja e ff samningunum um kaup og kjör síldveiðisjómannanna stend- ur í raun og veru á einu stóru atriði: Fulltróar sjómanna neita að verða við kröfu Landssam- bands íslenzltra útvegsmanna um mikla skerðingu síldveiðikjar- anna frá síðustu samningum, Jieim samningum sem enn eru í fullu giidi og verða til næsta sumars fyrir verulegan hluta bátaflotans. Reynt hefur verið að þyrla upp moldviðri i sambandi við þessa samninga og telur Þjóð- viljinn rétt að minna á nokkur atriði um aðdraganda þeirra og hvemig samkomulagsumleitanir standa nú. Albýðusambands- samningar Frá því að samningar hófust um kjör á hringnótaveiðum hafa almennustu kjörin verið þau, að 40% af brúttóafla greiðist til skipverja, 10—12 manna, miðað við stærð bátanna, algengast til 11 manna. Þegar bátur hefur fiskað fyrir 350 þús. — 450 þús. kr. að verð- mæti (upphæöin breytileg eftir stærð bátanna) hækkar hlutur skipverja upp í 41,5°/,—42% af þvi sem umfram veiðist. Á síldveiðunum i fyrra, árið 1961, varð skiptahlutur skipverja. vegna þessara hækkunarákvæða, um 41% að meðaitali yfir síld- veiðiflotann. Það eru þessir samningar. sem nefndir hafa verið Alþýðusam- bandssamningamir, og voru þeir gerðír vorið 1959 fyrir landið allt, nema Vestfirði og Vestmanna- eyjar. Á beim og Vestfjarða- samningunum er lítill munur, hásetakjörin nánast hin sömu. Vestmannaeyja- samninfifar I Vestmannaeyjasamningunum vai skiptaprósentan ákveðin 40%. með 10 menn á skipi sem há- mark. Þegar bátur var búinn að veiða fyrir 135 þúsund krónur hækkaði hlutur skipverja í 41,5% af aiiri veiðinni. Og það varð raunverulega hin fasta skiptaprósenta í Vestmanna- eyjum, því ekki hefur komið til greina hin síðari ár að hlutur væri gerður upp á lægri pró- sentunni. Um 70 bátar með samrsinfifa í ETÍlcJj Samningamir frá 1959 eru enn í fullu gildi og verða það til 1. júnf 1963 hjá öllum verkalýðs- og sjómannafélögum á Aust- fjörðum. alls 9 félögum, og á Norðurlandi hjá 4 félög^im af 6, sem hlut eiga að síldveiðisamn- ingum, ennfremur óvefengjanlega í Sandgerði og að líkindum í Garðinum. en þaðan eru gerðir út 11 bátar. Hjá þessum félögum hefur samningunum um kaup og kjör á síldveiðiskipum, frá 15. maí 1959. ekki verið sagt Iöglega upp, og halda þeir því fullu gildi til 1. júní 1963. En frá þeim stöðum sem þannig hafa síld- veiðisamninga i fullu gildi, eru gerðlr út um 70 bátar. Þeir samningar, sem nú fara fram, snúast því eingöngu um kjörin á þeim stöðum þar sem samningum hefur verið sagt lög- lega upp, og taka hlutaðeigandi sjómannasamtök öll þátt f þeim, nema hvað enn er ekki endan- lega frá þvi gengið hvort Vest- f.iarðafélögin eigi hlut að þessum samningum. Komið hefur fram, að h'till á- greiningur er milli sjómanna og útgerðarmanna um aðrar grein- ar samningsins en þær sem varða hæð skiptaprósentunnar. hve mikill aflahlutur skipverja skuli vera. Þó hafa komið fram kröfur frá útgerðarmönnum um að heim- ilt verði að taka af óskiptu kostn- að af ís, ef hann er notaður og eins ef keypt er vinna við lönd- un En sfldveiðikjörin hafa allt- af verið byggð á frádráttarlaus- um hlut og munu sjómenn líta svo á að ekki komi til mála að draga útgerðarkostnað frá ó- skiptum afla í neinu formi. Útgerðarmenn neita einnig eins og áður að greiða matsvein- um ‘/í hlutar umfram hásetahlut. en vilja halda sér við að greiða vissa mánaðargreiðslu aukalega. En þetta er sanngimiskrafa, sem bezt skilst ef haft er i huga að 1 % (einn og einn fjórði) hlutur matsveins er umsaminn við allar aðrar fiskveiðar, samkvæmt báta- kjarasamningunum frá 1961. og mætti segja að raunar væri meiri ástæða að hafa það atriði í síld- veiðisamningunum. Aðalátökin um skiptaprósentuna Aðalátökin eru þó eins og fyrr segir um skiptaprósentuna, um það hversu stór hlutur aflans eigi að renna til skipverja. Samninganefnd sjómanna mun hafa haldið því fram, að hlutur- inn yrði að vera sem næst ó- breyttur, að minnsta kosti ekki lakari en samkvæmt Alþýðusam- bandssamningunum frá 1959, sem eru í gildi fyrir eina 70 báta og verða í gildi til næsta sumars. Útgerðarmenn halda hins veg- ar fast við fyrri kröfur sínar um mikla skerðingu kjaranna á síld- mesra væri ÞIJSUND N’ÍTR kaupendur Þjóð- viljans er markið. sem flokk- urinn okkar hefur sett sér að ná fyrir flokksþingið. sem verður haldið i nóvember, ÉG ®TLA NÚ að leitast við að svara með fáum orðum spurningunni: Hefur Þjóð- viljinn unnið til þess. að liðs. menn hans leggi fram þá vinnu. sem þarf til að ná bessu marki? VÍST HL.TÓMAR spurningin undarlega Barátta Þjóðvilj- ans hefur fyrst og fremst verið háð fyrir mannréttind- um og bióðfrelsi. og á slíkt er erfitt að 'eggja fjárhagslegan mælikvarða EN JAFNVEL þótt eingöngu sé litið á peningalega hagsmuni, er auðvelt að sanna, að Þjóð- viljinn sem ával’t hefur bar- izt i bökkum. hefur ekki ein- ungis átt bátt j að færa þióð- arbútnu verðmæti sem nema hiindruðurn ef ekki búsund- um millióna. heldur hefur haun aðstoðað albýðu manna með málPiitningi sínum og hvatningarorðum að ná til sin veru'egum hluta hessara fjár- muna ÉO TFK aðeins fá dæmi. NéSKÖPTTNARSTJÓRNIN. sem sósialistar tóku hátt í og Þióð- viliinn studdi af alefli. um- brevtti * afkastamikil atvinnu- tæki því fé sem íslendingar höfðu l)á handa á milli Með þvj var iagðnr grundvöllur efnahagsbróunar. sem varð hér örari en i nágrannalönd- unum og hefur fært okkur ógrynni fjár á hverju ári. sennilega meira en flesta grunar Það var Einar Ol- geirsson. sem mótaði þessa stefnu fyrstu binglegu lýð- veldisstjórnarinnar með sögu. levri útvarpsræðu, scm Al- býðublaðið hæddist að. En Þjóðviljinn birti ræðuna og 'endisveinar óskast strax. Þurfa að hafa hjóL ÞIÓiVILJINN .iMnmpr vann ötullega að því að hug- sjónir hennar kæmust i framkvæmd. STÆKKUN landhelginnar i 12 mílur var framkvæmd undir forustu Lúðvíks Jósepssonar i vinstri stjórninni næstu rfk- isstjórn, sem Þjóðviljinn studdi Þýðing þeirrar stækk- unar verður seint ofmetin. Að auka fiskveiðilandhelgi um 58% verður i náinni fram- tíð jafngildi þess. að fiskveið. ar okkar aukist um jafnhá- an hundraðshluta. Það þýðir mörg hundruð mill.iónir króna á ári. og er bá ekki reiknað með þeirri þýðingu. sem þess- ar aðgerðir hafa fyrir vernd- un fiskistofnanna Ekki er bá heldur metið til fjár að saga landhelgismálsins er einhver glæsilegasti kaflinn í þúsund ára íslandssögu og ber bví hærra sem timar líða lengra fram. EN BARÁTTA og málflutningur Þjóðviljans hefur ekki tak- markazt við að vinna að vel gengni bióðarbúskaparins í heild Stuðningur blaðsins við kröfur launbega um réttlát ari hlut í bjóðararðinum hefur fært þeim ótalda tugi milljóna hvað eftir annað. síðast á þessu ári. EN ER ÞÁ Þjóðviljinn ekki bú- inn að gera svo vel að hon- um sé óhætt að hvíla sig? MTKILVÆG voru afrek nýsköp- unarstjómarinnar, þýðingar. meiri var stækkun landhelg- innar. mest er vert um stuðn- ing Þjóðviljans við vinnandi fólk i landinu, hvað sem á hefur dunið. En hvað er þetta allt móti verkefninu sem nú blasir við, þeirri lífsnauðsyn íslenzku þjóðarinnar að sporna gegn innlimun í Stór- Þýzkaland, Efnahagsbanda- lagið svonefnda? Einn allra blaða stjórnmálaflokkanna kappkostar Þjóðviljinn undir. hyggjulaust að forða okkur frá gini þeirrar ófreskju. Aldrei hefur meira legið við, að við ættum blaðið okkar að. Satt cr það, Þióðv’Ijinn er skuldugur, stórskuldugur. En skuld okkar við hann. hef- ur aldrei verið meiri en nú. ÞVÍ HEITI ég á alla unnendur Þjóðviljans að bregðast nú vel við og afla honum þús- und nýrra áskrifenda fyrir flokksþing. Þjóðviljinn á það skilið — og þó meira væri. Páll Bergþórsson. veiðunum og mun bera á milli hvorki meira né minna en 8% — átta prósent, sem útgerðar- menn krefjast til lækkunar á skiptaprósentunni. Mun vera algjör áamstaða í samninganefnd sjómannasamtak- anna um, að ekki komi til mála að skerða sjómannakjörin frá nú- gildandi Alþýðusambandssamn- ingum. Flokkun skipa, áhöfn. Verulegur ágreiningur mun emnig vera um flokkun skip- anna. en við hana er hækkunar- prósentan miðuð, og tölu skip- verja. Vilja sjómenn að flokk- amir verði þrír: Bátar allt að 70 rúmlestum með 10 manna á- höfn. bátar 70—140 rúmlestir og 11 manna áhöfn, bátar 140—300 rúmlestir og 12 manna áhöfn. Útgerðarmenn vilja hafa flokk- ana fjóra, 1. fl. upp að 55 rúm- lestum með 10 menn, 2. fl. 55— 120 o§ 11 menn. 3. fl. 120—240 rúmlestir og 12 menn og 4. fl. 240—300 rúmlestir og 13 menn. Varðandi þennan ágreining um flokkun og stærð áhafnar má geta þess. að bátar eins og Víð- ir II. og Ölafur Magnússon höfðu ekkí nema 11 manna áhöfn ( sumar enda þótt gerðardómurinn heimilaði að hafðir væru 12 menn Af þeim staðreyndum, sem hér hafa verið rifjaðar upp, er auð- sætt að bað sem tefur samninga er krafa útgerðarmanna um skerðingu kjaranna á síldveiðun- um á þeim hluta flotans sem nú ei samið fyrir. Og ekki er lík- legt að sjómenn láti slíkt yfir sig ganga nú, þegar allir aðrir berjast fyrir hækkuðu kaupi og dýrtíðin af „viðreisninni” eykst með hverri viku. Heillaéskir Á ráðstefnu Alþýðubandalagsáns í Norðurlandskjördæmi vestra, sem haldin var um helgina, var einróma samþykkt að senda Þjóðviljanum svohljóðandi sím- skeyti: „Ráðstefna Alþýðubandalags- ins ( Norðurlandskjördæmi vestra. haldin á Sauðárkróki 14. október 1962, sendir Þjóðviljan- um heillaóskir í tilefni af stækk- un og breytingum blaðsins. Jafn- framt væntir ráðstefnan þess að Þjóðviljinn verði hér eftir sem hingað til skéleggasti málsvari íslenzkrar alþýðu í baráttu henn- ar fyrir bættum lífskjörum og vemdun á sjálfstæði íslands og íslenzku þjóðarinnar‘‘. Eining segir npp Akureyri 15/10 — Verkakvenna- félagið Eining hélt fund á sunnu- daginn. Var þar samþykkt ein- róma að segja upp samningum félagsins við atvinnurekendur frá 20. nóvember n.k. Áður höfðu Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar og Iðja félag verk- smiðjufólks á Akureyri sam- þykkt að segja upp samningum eins og kunnugt er af fréttum. Þ. J. SmásöluverS á Tilkynnt hefur verið hækkun á smásöluverði nýs fisks, þorsks og ýsu. Hækkar hausaður fiskur um 25 aura kílóið og flakaður um 50 auna kflóið. • Mývetningar fá rafmagn Mývatnssveit 11/10. — Blessað rafmagnsljósið færir sig upp á skaftið hjá okkur Mývetn- ingum. Nú er verið að leggja rafmagn á nokkra bæi^ eða frá Reykjahlíð að Álfta- gerði. Þegar því er lokið, er eftir að leggja rafmagn á um helming bæjanna. Nú standa yfir aðrar göng- ur á austurafrétt. Slátrun er langt komið. Dilkar rýrari en í fyrra. Starri. • Ný brú á Blöndu Blönduósi 11/10. — Smíði nýju brúarinnar yfir Blöndu gengur mjög vel. Nú er unn- ið að því að fylla að brúar- sporðunum. Er ætlunin að taka gömlu brúna af ein- hvem næstu daga og taka þá nýju í notkun. Sláturtíð lýkur hér 23. okt. Áætlað er, að slátrað verði um 38 þús. fjár hjá Sölu- félagi Austur-Húnvetninga. Dilkar eru h'klega eitthvað betri til frálags nú en ( fyrra. • Aflaleysi með afbrigðum Hofsósi 11/10. — Héðan eru nú gerðir út tveir dekkbátar. Tíð hefur verið stirð upp á síðkastið. gæftaleysi og afli tregur. Trillur hafa nær allar ver- ið settar; þær róa aðeins yf- ir blásumarið. Afli þeirra 1 sumar var svo lélegur, að annað eins hefur ekki þekkzt í áratugi. • Hafin bygging félagsheimilis Raufarhöfn 11/10. — Hingað eru stöðugt að koma far- skip tfl að lesta síldarafurð- ir, og má segja, að greiðlega hafi gengið að losna við þær. Þrír dekkbátar eru við róðra og svo margar trillur. Afh hefur verið fremur tregur og tíð rysjótt undanfarið. Hafin er bygging félags- heimflis á Raufarhöfn, en það háir framkvæmdum, að mannskap vantar. Félagsheim- ilið á að byggja ( áföngum. f fyrsta áfanga verður salur með snyrtiherbergjum og anddyri. Ætlunin er að steypa sökkulinn í haust, ef tíð verður sæmileg. Fyrirhug- að er, að hafin verði bygg- ing skólahúss næsta vor. Lárus. • Endurvarpsstöð á Þórshöfn Þórshöfn 11/10. — Unnið hef- ur verið að því í sumar á vegum Ríkisútvarpsins að setja upp endurvarpsstöð. Er hún núna um það bil að kom- ast í gagnið, hefur verið unn- ið að því í dag að prófa hana. Verður að þessu stórmikil bót fyrir útvarpshlustendur hér eystra. Hlustunarskilyrði hafa verið afar slæm, einkum þó á veturna f sumar voru gerðir út héð- ■ an 19 bátar og trillur og flestir þeirra eru enn við róðra. Afli var óvenju góður í sumar. Verið er nú að vinna við að yfirfara saltsíldina frá sumrinu. Mikið af henni er marið og eru menn ekki vel ánægðir með hana. Bamaskólinn verður settur •á morgun, en unglingaskólinn byrjar seinna vegna mikillar atvinnu. Tíð hefur verið góð undan- farið og eru allir vegir færir. AE. i tíðl' ði.'[ • Sandgerðisbátar I í höfn Sandgerði 10/10. — Allir Sandgerðisbátar liggja í höfn, og hefur ekki heyrzt orðað, að þeir fari til síldveiða, þrátt fyrir það, að samningar séu hér í gildi. Helztu framkvæmdir í Sandgerði eru þær, að Guð- mundur Jónsson á Rafnkels- stöðum er að láta byggja síldarverksmiðju. Er sjálfri byggingunni langt komið. en vélar ókomnar. HH. • Skagfirðingur aflaði vel Sauðárkrókur 10/10. — Marg ar trillur hafa verið gerðar út héðan í sumar ýmist á línu eða skak. Afli hefur ver- ið heldur lélegur. Skagfirð- ingur, 250 tonna togari aust- _ urþýzkur, hefur verið gerður út á togveiðar í allt sumar'* og hefur fiskað ágætlega, há-^ setahlutur um 80 þús. krónur. * Hann er núna í þann veginn að leggja upp í söluferð á Þýzkalandsmarkað. Votviðra- samt mjög var i Skagafirði september, en sæmileg tíð hefur verið í þessum mánuði, JÞP, • Næg atvinna á Siglufirði Siglufirði 10/10. — Næg at- vinna er hér á Siglufirði; er mikil vinna við að ganga frá saltsíldinni til útflutnings. Yfirtaka á síld til Sovétríkj- anna gengur vel. Héðan hafa róið undanfarið tveir dekk- bátar með línu. Hafa þeir reytt sæmilega. Róa þeir stutt og aflinn er þetta 5—6 tonn í róðri. HaB. • Kornið þroskað í Suðursveit Suðursveit 10/10. — Ágæt tíð hefur verið hér í hálfa aðra viku, en í september voru miklar rigningar. Aðrar fjall- göngur munu hefjast á morg- un. Lokið er í Suðursveit slátrun á öllu því sláturfé, sem fram kom í fyrstu göng- (1 um. Dilkar eru sæmilega vænir til frálags. Nýlokið er að slá 10 hektara komakur, sem Búnaðarfélagið á á Steinasandi. Er kornið ógæt- lega þroskað. en uppskeran ekki mikil, 350 pokar. Það hafði ekki sáðst vel í vor. Kartöflur eru mjög illa sprottnar. Rófnarækt er hér engin. gáfust allir upp á henni vejyri^ TS. • Boivíkingar afla vel BOLUNGAVÍK 15/10. — Héð- an róa margir litlir dekkbát- ar, 5 —18 tonna. með línu. Afli hefur verið sæmilegur undanfarið. frá einum upp í fjögur tonn. Hafa borizt á land 20—25 lestir daglega, og tekur um það þil 12 tíma að vinna úr aflanum í frystihús- (• inu Einn sjómaður stundar (| skak á 2ja tonna trillu. Hef- ur hann fiskað allvel, 4—500 kg. j róðri. Er það sjaldgæft, að færafiskur gefist um þetta leyti árs. Verið er að ganga frá fulln- aðaruppgjöri við síldveiðisjó- menn. Hæstur hlutur er á Einari Hálfdáns, 100 þús. krónur. Fjórir stórir dekkbátar verða gerðir út á haustvertíð; hefja þeir róðra 20. okt. Tveir bátar héðan eru gerðir út frá Reykjavík og verða sennflega á vetrarsíldviðum. það eru Hafrún og Sólrún. Tilfinnan- legur skortur mun verða á verkafólki í hraðfrystihúsinu, þegar stóru bátarnir hefjá róðra. S “ \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.