Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 2
ÞJÓBVILJINN Miðvíkudagur 24. október 1962 2 SÍÐA Varanleg gatnagerð Gegnum Selfoss liggur stöð- ugur og mikill straumur bif- reiða á leið frá Suðurlandsuud- irlendi til Reykjavíkur. Vegur- inn sem liggur gegnum borpið er þjððvegur og álagið á hon- Frá Selfossí III. grein FRAMKVÆMDIR OG ATVINNUMÁL Kristinn Vigfússon Eitt af því, sem athygli vek- nr þegar komið er til Sel- foss, er jarðbor, sem hjakkar látiaust í árbakkann rétt norð- an megin brúarinnar. Eftir hverju eru mennimir að bora þama á bakka þessa vatns- mikla jökulmengaða fljóts? Svarið laetur ekki á sér standa: Þeir eru að bora eftir heitu vatni og þegar maður gáir bet- ur að eimir svolítið uppúr sandeyri í ánni framundan borstaðnum. Fróðir menn sögðu mér líka, að í grjóteyri einni hinumegin árinnar hafi til skamms tíma verið allmikill jarðhiti og aðstaða til þvotta fyrir frúr þorpsins. Þetta hag- ræði tók af í íflóði fyr- ir nokkram árum. En menn gera sér sem sagt nokkrar vonir um að hitta á heitt vatn þaraa á árbakkan- um og þegar ég var þar á ferð fyrir rúmri viku var bor- inn kominn á 42ja metra dýpi og hitinn orðinn 43 stig á Celsíus. Hafði borinn þá farið 3—4 m á dag að jafnaði og hitinn aukizt í holunni um 2 stig á dag. f upphafi var æthmin að bora niður á 50 metra dýpi, en fyrirsjáanlegt var að fjárveit- ingin myndi duga til að koma bornum niður á mun meira dýpi. Borinn, sem verkið vinn- ur, er eign Jarðhitadeildar Raf- orkumálaskrifstofunnar. Hann er knúinn díselmótor og borar nærri 28 sentímetra víða holu. Líkurnar til að finna heitt vatn á þessum stað eru tald- ar allmiklar. Ef að líkum lætur á borinn að koma niður á jarðhitaæð, sem fróðir menn felja að liggi frá Laugarbakka og vestur yfir ána. Núverandi hitaveita bæjarins byggist ein- mitt á heitu vatni frá Laugar- bakka. um er geysimikið. >að er að vísu ekki hreppsins verk að malbika þann veg, en meiri- hluti hreppsnefndar hefur mjk- inn hug á að knýja ríkisvaldið til framkvæmda á því sviði. Eins og td að undirstrika kröfur sínar á hendur ríkis- sjóði um malbikun á aðalum- ferðaræð þorpsins hefur hrepp- urinn hafizt handa um malbik- un vegarspotta, sem ljggur fyr- ir neðan bíóið og heitir Sel- fossvegur. Til verksins hefur verið fengin vél, sem samband sveitarfélaga á og rekur. Hún gengur milli hinna smærri kaupstaða og kauptúna á land- inu og var síðast á Sauðár- króki. Þegar svo malbikun á þess- um rúmlega 100 metra langa vegarspotta er lokið verður beðið átekta og séð hvemig Kristinn kvað hér eiga að standa byggðasafn sýslunnar, bókasafn hreppsins og mál- verkasafn, sem sýslunni var gefið á sínum tíma. Eru í því um 40 verk eftÍT meistarana. Eitthvað mun vera til af mun- Grein og myndir Grétar Oddsson um í byggðasafnið og eru þeir geymdir í kjallara kirkjunnar. Kristinn, sem er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka, kom fyrst til Selfoss árið 1931. Hann þóttist þá sjá framtíðar- möguleika staðarins, þó að þá býlishúsum og hafa eigendum- ir sjálfir ráðið miklu um alla tilhögun utanhúss, sem innan. Þessir búskaparhættir eru kannski lykillinn að því góða samkomulagi sem ríkir milli í- búa staðarins, þrátt fyrir það að á Selfossi er saman komið fólk úr öllum sýslum landsins. • Atvinnumálin Skúli Guðnason formaður verkalýðsfélagsins Þórs á Sel- fossi og hreppsnefndarmaður sagði að atvinnumálin væru ein hin mikilvægustu sem nú biðu úrlausnar. Árlega vex úr grasi mikill fjöldi af ungu fólkj, sem bætist á vinnumarkaðinn, þvi að ekki leitar það burt og að því hlýtur að reka að fábreytt- ir atvinnuvegir þorpsins þola ekki meiri viðbót. Borinn á árbakkanum, Ingólfsfjall í baksýn. Vetrarstarf Æsku- lýðsráðs að hefjast Vetrarstarf Æskulýðsráðs i æskufólks, Vélhjólaklúbbttriim Götuspottinn sem malbikaður er tll reynslu. Malbikunarvélin til vinstri. reynist að malbika beint á malarveginn án þess að búa hann frekar undir. í sambandi við þessa vegar- byggingu má geta þess, að nú er unnið að endurbótum á allri götulýsingu í þorpinu. Byggðasafn Við komum þar að, sem bús er í smíðum. Greinilegt er að þetta verður að minnsta kosti tveggja hæða hús, því að lokið er við að steypa upp tvær hæð- ir og þar fyrir utan hittum við Kristin Vigfússon húsa- smið, sem hefur unnið að þvi í 30 ár að byggja upp staðinn. væri hægt að telja húsin á fingrum sér. Síðan hefur fólk- ið streymt að og Kristinn hef- ur byggt yfir það. Hann hefur líka byggt skólana yfir börn- in og unglingana. Fyrst var smíðaður skóli fyrir 16=—20 böm. Hann entist skamma hríð. Núverandi bamaskóli hef- ur verið margstækkaður. Byggður hefur verið iðnskóli, þar sem nú stunda nám 70— 90 nemendur og í ráði er að byggja gagnfræðaskóla fljót- lega. Kristinn sagði að Selfossbúar ættu erfitt með að þola sam- búð 1 sambýlishúsum. Því væri það. að flestir byggju í ein- land í herkví Þeim sem litu á forsíðu Morgunblaðsins í gær duldist ekki hrifning ritstjórarma. Þar kom að því að Bandarík- in boðuðu þá styrjöld sem of- stækismennimir hafa þráð. Á forsíðu er birtur sérstakur gleðirammi undir fyrirsögn- inni: „Sökkva rússneskum skipum, ef ...“ Það eru þau tíðindi sem ritstjórar Morg- unblaðsins bíða nú eftir, og er þeim þó eflaust ljóst hvað af myndi hljótast. Auðvitað birtir Morgun- blaðið ræðu Kennedys í orð- réttri þýðingu, og þar er m.a. ein setning sem vert er að vekja athygli á. Ein röksemd Bandaríkjanna fyrir ofbeldis- verkum sínum er svohljóð- andi: „Þá er auk þess verið að setja saman á Kúbu sprengjuþotur sem borið geta kjarnorkuvopn og verið er .að byggja fyrir þær flug- velli". og forsetinn segir enn að þessar flugvélar séu greinileg ógnun við frið og öryggi Ameríkuríkja". Það eru fleiri eyjar í Norð- ur-Atlanzhafi en Kúba. Á annarrl eyju er ekki verjð að setja saman þotur sem borið geta kjamorkuvopn, heldur er búið að því. Þar er ekki aðeins verið að byggja flug- völl undir þotumar, heldur er hann þegar til. Þetta eyland ætti að vera nákomnara Morg- unblaðinu en öll önnur. og ekkj er ýkjalangt síðan það blað lýsti yfir því að því- líkar þotur væm einvörðungu vamartæki og engin ógnun við frið eða öryggi nokkurs aðila. En er þess ef til vill að vænta að Morgunblaðið boði nú þá skoðun að Sovét- ríkin hafi heimild til að setja fsland í herkví, skoða í öll- um skipum sem hingað koma eða skjóta þau niður ella? Myndi MoTgunblaðið birta frétt um þvílíka atburði und- ir fagnandi fyrirsögn: „Sökkva bandarískum skipum, ef. .“? — Anstri. Á Selfossi verður að rísa iðnaður í einhverri mynd og er hugmyndin um iðnaðarað- stöðu í sláturhúsinu alls ekki fráleit að áliti Skúla. Eins eru tengdar nokkrar vonir við byggingu brúar yfir Ölfusá á svonefndu Óseyramesi. Þá verður vegurinn greiður til Þorlákshafnar, bæði sem út- flutningshafnar og eins gætu ungmenni staðarins leitað þangað vertíðaratvinnu. Skúli kvað alls ekki fráleitt að ríkið styddi einhverja viðleitni til at- vinnuaukningar á Selfossi. • Framkvæmdirnar Skúlj kvað lagfæringar og nýbyggingar vega þorpsins hið mikllvægasta framtak. Einnig hefur nú verið veitt mikið fjar- magn til að endurbyggja öll holræsi og vatnsleiðslur. Þetta hvorttveggja var í upphafi gert alltof mjótt og engar teikningar hafa verið til til þessa dags. Nú er verkfræð- ingur sýslunnar hinsvegar að gera uppdrætti að hvorutveggja og er mikið verk framundan við að kippa þessu í lag. Áður hefur verið sagt frá vega og hitaveituframkvæmd- um á Selfossi. svo. Ijóst er að mikil verkefni eru framund- an og mikjll hugur í ráða- mönnum þar að koma sem flestu í framkvæmd af því, sem til heilla getur horft fyrir í- búana. Við kveðjum svo Selfoss með þessum línum og tökum næsta bíl til Reykjavíkur. Hann fer frá sérleyfisafgreiðslu Kaupfé- lagsins og bíllínn er í eigu Kaupfélagsins. Mikill er vegur Kaupfélags- ins. Reykjavíkur cr nú í þann veginn að hefjast. Hún verður mjög fjölbreytt og fer fram á ýms- um stöðum í bænum. Mest verður starfað í tóm- stundaheimilinu að Lindargötu 50. Þar verður starfað alla dagá vikunnar og geta unglingar 12 ára og eldri tekið þar þátt i öllum viðfangsefnunum, Ijós- myndaiðju, bast- tága- og perlu- vinnu, bein- og homvinnu, leð- uriðju, skáktafli, málm og raf- magnsiðju, frímerkjasöfnun, fiskiræktarkynningu og flug- módelsmíði. Síðdegis á laugar- dögum verða kvjkmyndasýningar fyrir böm 11 ára og yngri. Á laugardagskvöldum kl. 8.30 verð- ur opið hús fyrir unglinga 12 ára og eldri. 1 tómstundheimilinu við Bræðraborgarstíg 9 5. hæð, gefst kostur á margs konar, föndur- iðju, leiklistaræfingum, kvik- myndafræðslu, skartgripagerð og skemmtistarfsemi. T Háagerðisskóla verður starf- að að bast- tága- og leðurvinnu, þar verða og kvikmyndasýning- ar fyrir böm á laugardögum. I kvikmyndasal Austurbæjar- bamaskólans verður kvikmynda- klúbbur fyrir böm á sunnudög- um. Trésmíði pilta verður til húsa í Áhaldahúsi borgarinnar við Skúlatún og radíó vinna í við- gerðarstofu Ríkisútvarpsins í Sænska frystihúsinu. A vegum Æskulýðsráðs eru starfandi eftirtaldir áhugahópar eða klúbbar: Leikhús æskunnar, Fræðafélagið Fróði, Ritklúbbur Elding og Kvikmyndaklúbbur æskufólks. Formaður Æskulýðsráðs og fuUtrúi borgarstjóra í þvi er Baldvin Tryggvason, en Jónas B. Jónsson fræðslustjóri er varaformaður. Framkvæmda- stjóri er séra Bragi Friðriks- son. Fréffir af Héraði Hallormsstað 22/10 — Einstakt blíðviðri yar hér á Héraði alla síðustu viku. Á föstudaginn var 18 stiga hiti á Hallormsstað. Nú er að draga til austanáttar og kólna. Allir fjallvegir eru færir enn, og er það heldur óvanalegt um þennan tíma. Áætlunarbíll geng- ur enn milli Egilsstaða og Akur- eyrar. Miklum fjölda var vísað frá HRÚTAFIRÐI 22/10 — . Héraðs- skólinn á Reykjum var fonn- lega settur í gær (sunnudag). 1 vetur verða 105 nemendur í skólanum, þar af 38 í framhalds- deild (3. bekk). Tilfinnanlegur húsnæðisskortur er í skólanum, og varð að vísa frá miklum fjölda umsókna um skólavist. Kennaraliðið er ekki fullskipað, vantar enn einn. Auk skóla- stjóra eru þrír fastir kennarar við skólann, Ragnar Þorsteins- son, Magnús Ólafsson og Aðal- björn Gunnlaugson. Skólastjóri er Ólafur H. Kristjánsson. r 7140 krón- ur iyrír einn físk! í næstliðinni viku seld HuHtogarinn Kingstoi Sapphire eina flySru fyri 7140 krónur á heimamark _aði. Flyðran veiddist vi Island og var 26 stone, eð; 164 feíló á þyngd. Kílóii hefur því farið á um 4' krónur. Þetta er hæsta verð, sen nokkru sinni hefur fengiz fyrir einn einstakan fisl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.