Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. janúar 1963 Um handknattleik 1 kvöld, fimmtudag, fara fram tveir leikir i 1. dei!d karla á Handknattleiksmeist- aramóti Islands: FH—Víking- ur og ÍR—Þróttur. Tekst Víking aö vinna FH i kvöld? Leikur FH og Víkings aetti að verða einn af hinum stóru leikjum íslandsmótsins, ef allt lætur að líkum, en þessi lið eigast við í kvöld. Mönnum er enn í fersku minni þegar Vík- ingar sigruðu Fram í vetur, og komu að vissu leyti á óvart með þeim sigri. Víkingar hafa um langan tíma verið að þroskast og liðið er orðið ærið sterkt. Að vísu virtust þeir varla ætla að hafa í fullu tré við Þrótt um síðustu helgi, en vera má að þeir hafi ekki tekið þann leik alvarlega. Ekki er að efa að þeir taka leikinn i kvöld alvarlega, og er þá spumingin hvort það dugar. Ef litið er á liðin í heild, er vafasamt að það dugi að þessu sinni. FH hefur að vísu ekki sýnt eins góða leiki' í mótinu eins og oft áð- ur, en þeir eru betri með hverjum leik, og þeim erfylli- lega ljóst að þeir verða að taka Víkingana alvarlega. Takist þeim upp ætti FH að vinna með svolitlum mun, en verði þeir illa fyrir kallaðir, verða úrslitin tvísýnni. Dómari í leiknum verður Frímann Gunnlaugsson. Krækir Þróttur sér I stig á móti IR? Þessi leikur, sem raunar er fyrri leikurinn í kvöld, getur farið á ýmsa vegu. Þróttur átti nokkuð góðan leik á móti Víking á sunnudagskvöld, og þá sérstaklega í fyrri hálf- leik, en er á leikinn leið sótti í verra horf, og þó ekki eins og svo oft áður. Takist þeim eins vel upp og móti Víking. og haldi þeir út nokkurnveg- inn allan leikinn er ekki ó- sennilegt að þeir nái sér í þ3 J tvö stig sem leikurinn gefur. Gunnlaugur og Co. munu þó ekki gefast upp að ó- reyndu. Þeir sýndu það í leik sínum við Víking um daginn að þeir geta tekið á en sá leikur varð jafn. Gera má ráð fyrir að leik- urinn verði mjög jafn og tví- sýnn. Lið Þróttar er jafnara, og gæti það gert útslagið á leikinn, en þeir Gunnlaugur. Hermann og Matthías eru eng- in lömb að leika sér við. Dómari verður Axel Sig- urðsson. Frímann. Þrír efnikgir unglingar SPAÐ OC SPIALLAÐ Norðmenn reiðir Svíum og Finnum Norðmenn eru nú mjög reið- ir vegna þess að þeim þýkir Svíar og Finnar hafa lítilsvirt boð þeirra trm að keppa á Holm- enkollenmótinu í ár (14—17. marz). Beztu skíðamenn Svílþjóðar t. d. Assar Rönnliund, muni ekki þekkjast boð Norðmanna og sama er að segja um finnsku skíðakappana. Hinsvegar skipu- leggja Svíar og Finnar stórmót í sínum heimalöndum á sama tíma og Holmenkollenmótið fer fram, og það gerir Norð- mönnum gramt í geði. Formaður norska skíðasam- bandsins, Roar Antonsen, segir að Norðmenn verði nú að end- urskoða afstöðu sína til sam- skipta við Svia og Finna í skíða- íþróttinni. Þeir megi ekki búast við því að Norðmenn haldi á- fram að senda sína beztu skíða- menn til keppni á alþjóðlegum mótum í þessum löndum. ef þeir haldi áfram að forsmá stórmót i Noregi. Telpan var bezt í liði drengjanna Um siðustu helgi var haldið dnengjamót í knattspymu í Ábenrá í Danmörku. Þátttak- endur voru um 200 samtals. Á- horfendur ætluðu varla að trúa sínum eigin augum þegar lið Rangstrup-iþróttafélagsins kom inn á völlinn, því í fararbroddi „drengja“-liðsins skokkaði 13 ára gömul telpa, Sonja Toft að nafni. Það eru víst engin lög sem banna að kvenfólk sé i knattspymu'liði. en fátítt að „veika kynið“ sé þar valinn staður. Ýmsir ráku upp hrossahlátur þegar þeir sáu telpuna taka sér stöðu á vellinum sem fullgild- ur aðilii í þessari íþróttagrein, sem flestir álíta séreign karl- manna. En menn hættu fljót- lega við hlátur og hæðnisglós- ur eftir að leikurinn hófst, því Sonja litla reyndist vera bezti „drengurinn" á vellinum. Hún sýndi ótrúlega góða knattmieð- ferð og mikla skothörku. Lið hennar komst í undanúrslit. Lokustaðan /1 sundknattleik Fámenni og lélegur árangur á sundmóti Sundmeistaramót Reykjavíkur fór fram í Sund- höll Reykjavíkur í fyrrakvöld. Þátttaka var mjög lítil nema í skriðsundi drengja, og fátt um at- hyglisverð afrek nema hjá yngstu keppendun- um. Tveir beztu sundmenn borg- arinnar gátu ekki tekið þátt i mótinu. Guðmundur Gíslason vegna veikinda og svo er Hörð- ur Finnsson erlendis. Þátttak- endur frá Reykjavíkurfélögun- um voru aðeins 26, þar af 12 úr Ármanni, 8’ úr Ægi, 3 úr IR og 3 úr KR. Auk þess var hresst upp á mótið með 13 utanbæjarmönnum, frá Hafnar- firði, Keflavik og Hveragerði. Fjórir einbúar Það segir heldur dapurlega sögu, að ekki skuli vera hægt að halda sundmeistaramót höf- uðborgarinnar á fullboðlegan hátt nema gestir frá öðrum í- þróttahéruðum skipi þátttax ■ endahópinn að meira en þriðj- ungi. 1 fjórum meistaramóts- greinum var ekki nema einn þátttakandi úr Reykjavík í hverri grein. „Breiddin“ er sem sagt mjög bágborin. En það sem gefur manni góða von eru unglingarnir. Efniviðurinn er greinilega fyrir hendi. Ef þetta kornunga fólk, bæði drengir og telpur, heldur áfram að æfa, þá getur framtíð sundíþróttar- innar orðið önnur en nútíðin. Úrslit í hinum ýmsu greinum urðu þessi: 100 m skriðsund karla: Guðm. Þ. Harðarson Æ 1:05.4 Gestir: Davíð Valgarðsson ÍBK 1:01,4 Erling Georgsson SH 1:02,7 Ómar Kjartansson SH 1:12,4 200 m bringusund kvcnna: Hrafnhildur Guðmundsdóttir IR 3:00,0 Kolbrún Guðmundsd. ÍR 3:25,4 Gestur: Auður Guðjónsdóttir IBK 3:18.5 50 m skriðsund drengja: Trausti Júlíusson Á 29,8 Þorsteinn Ingólfsson Á 31,9 Gísli Þ. Þórðarson Á 33,3 Hjörtur Kristjánsson Æ 33,6 Kristján Antonsson Æ 35,4 Kristinn Harðarson Æ 36,1 Páll Björgvinsson Æ 36,2 Hrafnkell Hákonarson KR 37.3 Leifur Ólafsson Æ 37,7 Þorsteinn Björnsson Æ 41,7 Ámi Sveinsson IR 42.3 Ásta Ágústsdóttir SH 35,8 200 m bringusund karla: Ólafur B. ólafsson Á 2:51.6 Guðmundur Grímsson Á 3:10,8 Þorvaldur Guðnason KR 3:13,3 Gestur: Trausti Sveinbjörnss. SH 3:10,3 400 m skriðsund karla: Trausti Júlíusson Á Gestur: Davíð Valgarðsson ÍBK 5:014 (drengjamet) 100 m flugsund karla: Guðm. Þ. Harðarson Æ 1:22,6 Lokastaðan í Sundknattleik^ Gestir: meistaramóti Reykjavíkur er Guðmundur G. Jónsson SH 31,2 þessi: L U J T mörk st. Gunnar Kristjánsson SH Guðjón Indriðason SH 33.3 35.5 Ármann (a) 5 5 0 0 54:5 10 Ægir 5 3 1 1 19:19 7 50 m skriðsund telpna: KR 5 3 0 2 33:11 6 Matthildur Guðmundsd. Á 37,5 Arm. (b) 5 2 0 3 15:24 4 Hrafnhildur Kristjánsd. Á 39,8 IR 5 1 1 3 14:24 o *J Guðfinna Svavarsdóttir Á 41.0 SH 5 0 0 5 8:53 0 Gestur*. 100 m skriðsund kvenna: Hrafnhildur Guðmd. IR 1:07,0 Gestur: Ásta Ágústsdóttir SH 1:24,2 50 m bringusund telpna Matthildur Guðmundsd. Á 42,0 Sólveig Þorsteinsdóttir Á 42,8 Kolbrún Guðmundsd. ÍR 43,9 Susan Sch. Thorsteinson Á 47,9 Gestir: Auður Guðjónsdóttir ÍBK 43,5 Guðfinna Jónsdóttir SH 46,3 Bima Þorvaldsdóttir SH 47,3 Gyða Hauksdóttir SH 48.9 50 m bringusund drengja: Guðmundur Grímsson Á 38.8 Gunnar Kjartansson Á 41.8 Reynir Guðmundsson Á 42,0 Gestir: Gestur Jónsson SH 41,51 Guðjón Indriðason SH 42,4 100 m baksund karla: Guðm. Guðmundsson KR 1:20,7 Guðm. Þ. Harðarson Æ 1:21,7 Guðberg Kristinsson Æ 1:25,3 Gestur: Árni Þorsteínsson UMFÖ 1:25,3 Efnilegir unglingar Hrafnhildur Guðmundsdóttir virðist vera í góðri æfingu, og þessi fjölhæfa sundkona var, ekki langt frá metunum bæði ! í bringusundi og skriðsundi. Davíð Valgarðsson er traust- ur og vaxandi sundmaður. Hann j á mikla framtíð fyrir sér, ef hann heldur áfram að æfa dyggilega. Unglingarnir úr Ármanni vöktu athygli, og er sýnilegt að þjálfari þeirra, Ernst Back- mann, leggur góða rækt við þann efnivið sem hann hefur undir höndum. Matthildur Guðmundsdóttir er einhver efnilegasta telpa sem komið hefur fram á sjón- arsviðið í íþróttinni um langt skeið. Hún keppti á sundmóti Ægis sl. haust, og síðan hefur hún ' tekið góðum framförum. Hún er jafnvíg á skriðsund og bringusund. Trausti Júlíusson er einnig vaxandi maður, og sundstíli hans virðist góður og leikandi Það hefur víst ekki skeð áður að jafnungur maður yrði Reykjavíkurmeistari í svo erf- iðri sundgrein og 400 m skriö- sundi. Þau Matthildur og Trausti koma væntanlega fram á fleiri sundmótum í vetur, og maðjr bíður þess með eftirvæntingu að sjá hvað þessir 13 ára ung- lingar eiga eftir að afreka í framtíðinni. Þrír efnilegir strákar úr Ármanni, sem skipuðu efstu sætin I 50 m. Skriðsundi drengja. Frá vinstri: Gísli Þ. Þórðarson (þriðji), Trausti Júlíusson (fyrstur) og Þorsteinn Ingólfsson (annar). — Sundknattleiksmót Reykjavíkur rmann í sundknattleik Úrslítaleikurinn í Sundknattleiksmeistara móti Reykjavíkur var j háður í lok Sundmeist- aramóts Reykjavíkur í fyrrakvöld. Ármann (a- lið) vann Ægi með 12:0. Ármenningar hafa um tveggja áratuga skeið verið ósigrandi í sundknattleik hér á landi. Sl. haust var hafizt handa um að endurlífga þessa íþrótt hér á landi, og hefur það verk farið vel af stað. Pétur Kristinsson, Armannii, (nr. 5) skorar eitt af 12 mörkum Ármanns í Iciknum gegn Ægi. Pétur var skæðasti maður leiksins og skoraði 7 mörk. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). 1 þessu móti tóku þátt 6 lið, þar af tvö frá Ármanni. I a- liði Ármanns léku flestar gömlu kempumar, sem leikið hafa við góðan orðstír síðustu 1—2 ára- tugina, og eru ellimörk lítt sjá- anleg á þeim í leik. Úrslitaleikurinn var i skemmstu máli svo ójafn að ekki gat talizt skemmtilegt eða spennandi að horfa á hann. Ár- menningamir höfðu algera yfir- burði, bæði í leiktækni og hraða og fengu Ægis-menn ekki rönd við reist, enda þótt þeir hefðu ekki áður tapað leik í mótinu. Langbezti maðurinn í keppn- inni var Pétur Kristjánsson, hinn gamalkunni sundkappi úr Ármanni. Hann hefur gott vald á knettinum, yfirburði í hraða og er auk þess hörku-skytta. Hvað eftir annað hristi hann alla varnarmenn af sér, brun- aði upp undir mark andstæð- inganna, hrekjandi knöttinn á undan sér, og skoraði óverj- andi. 1 liði Ármenninga lét Öl- afur Guðmundsson einnig mjög til sín taka, og þeir Sigurjón og Sólon voru einnig mjög hreyf- anlegir. Ægis-menn voru ósamstæðir, samleikur nær enginn og þeim tókst sárasjaldan að komast í skotfæri við mark Ármenn- inga. Hinn ungi skriðsundsmað- ur Guðmundur Harðarson var ötulastur í liði Ægis. Leikur- inn milli Ármanns og KR fyrr á mótinu virðist hafa verið mun jafnari. Hinsvegar sigraði Ægir lið KR (4:3) fyrr á mót- inu. Mörk Ármanns í leiknum við Ægi skoruðu: Pétur Kristjáns- son 7, Ölafur Guðmundsson 2 og Sigurjón Guðjónsson. SólonSig- urðsson og Einar Hjartarson eitt mark hver. i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.