Þjóðviljinn - 15.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.09.1963, Blaðsíða 6
Lyndon Johnson og kona hans Lady Bird aka yfir Pedernalesána á búgarðinum þar sem vara- forsetinn fæddist. dag kom í heiminn banda- rískur öldungadeildarmaður“. Með þessum orðum sagði Sam Johnson nágrönnum sínum í sveitinni á bökkum Pedemales- árinnar í Texas bær fréttir 27. ágúst 1908, að hanum var fæddur sonarsonur. Gamli maðurinn reyndist sannspár. Fyrir baminu sem hlaut nafnið Lyndon Baines átti ekki aðeins eftir að liggia seta í öldungadeild Bandaríkja- bings. Hann varð þar á ofan flokksleiðtogi í deildinni yngii að árum en dæmi fundust til og gegndi því starfi af slíkri einbeitni og leikni að bau sex af átta Stjómarárum repúbhk- anaforsetans Eisenhowers, sem demókratar höfðu meirihluta á þingi, var hann almennt viður- kenndur annar valdamesti mað- ur Bandaríkjanna. Nú er Lyndon Baines John- son valdalausastur þeirra manna sem háum embættum gegna í Bandaríkjastjóm. Stjómarskrá Bandaríkjanna ætlar ekki vara- forsetanum annað verkefni en að ráða úrslitum ef atkvseði falla jafnt í öldungadeildinni og vera til taks ef eitthvað kemur fyrir forsetann. Kennedy hefur enga tilhneigingu til að gera hluta varaforseta síns meiri en nauðsyn krefur. Kalt hefur verið milli þeirra John- sons síðan báðir sátu í öldunga- deildinni. Helzta verkefnið sem Kennedy fær varaforsetanum er sendiferðir til útlanda begar ekki þarf að reka mjög vanda- söm erindi. 1 fyrramálið kemur Johnson hingað til lands i skyndiheimsókn og er það síðasta viðkoman í Norður- landaíerð sem farin er til að afla stuðnings rikisstjóma Dan- merkur. Finmands, Islands, Noregs og Svíþjóðar við stefnu Bandaríkjanna í millirikja- verzlun. Texasbui í húð og hár Ekki verður annars vart en Lyndon Johnson kunni bví bærilega að hafa skipt á völd- , unum fyrir innihaldslítil mei> orð. Texasbúar hafa það orð á sér að þeir séu gefnir fyrir að berast á. og varaforsetinn er Texasbúi í húð og hár. Forfeður Johnsons í sex ætt- liði hafa markað spor í blóði drifinn og hrikalegri sögu Texas. Einn langafi hans var annar rektor Baylorháskóla, elztu æðri menntastofnunar í fylkinu. Annar langafi var vakningar- prédikari og vann sér það til frægðar að hræða Sam Houst- on, þann sem réð Texas undan Mexíkó og kom því undirt Bandaríkin, svo með helvíti að karl rak frá sér hjákonu sína af indíánaættum og hætti að drekka. Sam Houston er þjóðhetja enskumælandi Texasbúa og sér- staða fylkisins innan Banda- ríkjanna er hans verk öðrum fremur. Meðal allra ævintýra- manna og ribbalda sem út- þenslusaga Bandaríkjanna kann frá að greina finnst vart hans líki. „Einn blóðdropi úr honum/ væri nóg til að frysta frosk“, sagði samtímamaður um Houst- ón. Styrjöldin gegn Mexíkó 1836 var einkafyrirtæki Houstons og eftir sigurinn við San Jacinto, þar sem hann brytj^ði niður 600 Mexíkóhermenn en lét ekki nema átta’ af sínu liði, lýsti Houston yfir sjálfstæði Texas og var forseti þess i áratug og siðan fylkisstjóri eftir inngöng- una í Bandaríkin. Með ýmsum brögðum, svo sem hótun um að gera Texas að brezkri krúnu- nýlendu. fékk Houston fram- gengt margvíslegum sérréttind- um fyrir Texas framyfir bað sem önnur bandarísk fylki hafa. Til dæmis fékk fylkið sjálft eignarhald á öllu ónumdu landi og rétt til að skipta sér í f jög- ur fylki hvert um sig með full- um réttindum í sambandsríkinu. Um það leyti sem Houston var steypt af stóli sökum þess að hann beitti sér gegn þátt- töku Texas í þrælastríðinu suð- urríkjamegin fór Johnsonanna að gæta í stjórnmálujm fylkis- ins. Nautabóndinn Sam Ealy Johnson vann sér frama í einni útrýmingarherferðinni gegn ind- íánum og náði kosningu á fylk- isþingið. Þetta var afinn sem spáði Lyndon stjómmálaframa nýfæddum. Sam Ealy yngri tók svo við búi og þingsæti af íöð- ur sínum. Um skeið leit ekki út fyrir að Lyndon yrði til að halda uppi merki fjölskyldunnar í opinberum málum þegar hans tími kæmi. Hann var óstýri- látur í skóla og hætti námi 15 iára gamall. Hélt hann til Kali- forníu með nokkrum jafnöldr- um sínum og vann þar ýmis daglaunastörf. Er Lyndon Johnson hafði fengið nóg af Kalifomíuverunni ferðaðist hann heim á þumal- fingrinum. því ekki átti hann fyrir fargjaldi. Eftir heimkom- una hélt hann uppteknum hætti, vann það sem bauðst og eyddi kaupinu jafnóíum í svall. Þeg- ar móðir hans tók hann tali þar sem hann lá í rúmi sínu illa á sig kominn eftír óvenju sukksama helgi, gerði piltur sér ljóst að svona mátti ekki leng- ur ganga. Auðugt kvonfang Johnson tók 75 dollara að láni til að innritast í kennara- skóla og sóttist námið vel. 1 skólanum fékk hann sxna fyrstu stjómmálaþjálfun, bæði í ræðu- mennsku og skipulagsstarfi. Eftir skamman starfsferil við ræðumennskukennslu við fram- haldsskóla í stórborginni Houst- on sneri Johnson sér fyrir al- vöru að stjórnmálum og síðan hafa þau átt hug hans allan. 1 kosningunum 1932 gerðist Johnson aðstoðarmaður eins af eigendum King-búgarðsins, hins mesta f heimi. sem bauð sig fram til fulltrúadeildar sam- bandsþingsins. Sá náði kosningu og Johnson fylgdi honum til Washington og tók til starfa í skrifstofu hans. Um þær mund- ir kynntist hann ungri dóttur auðugs landeiganda frá Texas, sem heitir Claudia Alta en, gengur jafnan undir gælunafn- inu Lady Bird. Þau voru gefin saman í hjónaband tíu vikum eftir að þau sáust fyrst. 1 Washington naut Johnson þess á ýmsan hátt að Sam Rayburn, einn af áhrifamönn- um demókrata í fulltiúadeild- inni, var vinur föður hans frá því þeir sátu báðir á fylids- þinginu í Taxas. Raybum kom því til leiðar að skjólstæðingur hans var skipaður yfir atvinnu- bótavinnu fyrir unga menn í Texas. Brátt hafði hann 20.000 menn í vinnu og aflaði sér sambanda sem urðu undirstað- an að stjómmálaferli hans. Vafasöm atkvæði Árið 1937 losnaði viðlátþing- mannsins' fulltrúadeildarþing- sætið f kjördæminu þar sem Johnson er fæddur. Johnson á- kvað að gefa kost á sér. Níu aðrir voru um boðið í prófkjöri demókrata, en sigur í þ4d próf- kjöri jafngildir kosningu víð- ast í Suðurríljunum. Johnson kom fram fyrir kjósendur sem eindregin stuðningsmaður Roose- velts og lýsti meðal annars yfir fylgi við fyrirætlun forsetans um að hrinda hinum íhalds- sama meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna, sem ógilt hafði mörg helztu laganýmæli stjóm- arinnar, með því að f jolga dóm- urum. Þetta þótti lítt sigur- vænleg afstaða í .íhaldsbælinu Texas, en þegar atkvæði voru talin kom í Ijós að Johnson hafði reiknað dæmið rétt. Hin- ir frambjóðendumir níu, sem allir tóku langtum íhaldssam- ari ‘afstöðu, höfðu einbeitt árás- um sínum að Johnson með þeim árangri að athygli kjós- enda beindist að framboði hans og hann hlaut flest atkvæði. Roosevelt frétti af sigri þessa unga stuðningsmanns síns þar sem hann var staddur á skemmtisnekkju á Mexíkóflóa, bauð sigurvegaranum um borð til sín og tók hann með sér til Washington. Varð þetta upp- haf' að vinfengi milli forsetans og nýliðans á þingi. Aldurhniginn öldungadeildar- maður frá Texas dó vorið 1941. og Johnson ákvað að bjóða sig fram í aukakosningu til að fyUa sætið. En þar var við ramman reip að draga. Pappy O’Daniel fylkis'^'óri var staðráðinn í að komast í öldungadeildina. Pappy þessi var einhver mesti loddari. sem um getur í stjómmálum Texas, og er þá mikið sagt. Þegar hann bauð sig fram til fylkisstjóra lýsti hann yfir að kosningastefnuskrá sín væri tíu boðorð Móse og ekkert annað. Hann náði kosningu með mesta Lady Bird Johnson á leið til þingsetningar í Iíingston á Jamaica sem hún heimsótti ásamt mannj sínum. Lydia Bird Johnson, eldri dóttir varaforsetahjónanna, heilsar nemendum við Banda- ríska háskólann í Beirut, höf- uðborg Líbanon, en þar voru þa'u fegðinin á ferð í fyrra. meirihluta sem dæmi voru til. Eftir þriggja ára óstjóm var hann orðinn áfjáður í að skipta um starf. Sem íylkisstjóri gat hann skipað sjálfan sig öid- ungadeildarmann til þriggja mánaða og boðið sig síðan frain í aukakosningunni. En það fannst Pappy of áhættusamt, hefði hann fallið var hann bú- inn að sleppa fylkisstjóraemb- ættinu. Hann greip því til þess snjallrasðis að skipa son Sam Houston, hátt á níræðisaldri og gersamlega elliæran, öldunga- deildarmann frá Texas. Með þessu móti gat Pappy boðið sig fram í aukakosningunni án þess að segja af sér fylkisstjóra- starfinu. I En Houston gamli dó af elli- hmmleik skömmu eftir að hann vann embættiseið sinn. Þá dugðu engin undanbrögð Ieng- ur, Pappy lét af fylkisstjóm og bauð sig fram. I prófkjörinu fékk hann 1311 atkvæði fram- yfir Johnson. en hvor um stg hafði yfir 170.000 atkvæði. Það er opinbert leyndarmál í Texas að meirihluti Pappy var feng- inn með stórfelldum kosninga- svikum. Vinir Johnsons lögðu að honum að kæra kosninguna en hann neitaði. „Svona er leikurinn", sagði hann. „Það þýðir ekki að deila við dóm- arann. Ég keppi aftur seinna'". Þegar Japanir réðust á Pearl Harbor var Johnson fyrsti þing- maðurinn, sem gaf sig fpam til herþjónustu. Hann var á Kyrra- hafsvígstöðvunum i átta mán- uði, þangað til Roosevelt skipaði öllum þingmönnum i hemum að snúa heim til starfa í Wash- ington. Johnson -var alltaf endurkos- inn fulltrúadeildarmaður í kjör- dæmi sínu fyrirhafnarlitið. Ar- ið 1948 kom tækifærið til að keppa á ný eftir öldungadeild- arsæti. Pappy O’Daniel hætti þingmennsku eftir að hafa gegnt hlutverki þingfífls rúmt kjörtímabil. Johnson bauð sig fram við prófkjörið gegn öðr- um fyrrverandi fylkisstjóra. Snemma í kosningabaráttunni veiktist hann en bætti sér upp töfina eftir að hann komst á fætur með þvi að ferðast um í þyrlu og halda tíu til fimmtán kosningafundi á dag. Johnson vann prófkjörið með 87 atkvæða meirihluta. Allir vissu að sá meirihluti var álíka vel fenginn og hjá Pappy O’Da- iel um árið. 1 Jim Wells-sýslu, þar sem George Parr. einn af stuðningsmönnum Johnsoqs, réð lögum og lofum, var upphaf- legri niðurstöðu talningar breytt eftirá um 200 atkvæði Johnson í hag. Sú „endurskoðun” tryggði honum kosningu. Coke Stevenson keppinautur hans kærði, en þegar til átti að taka voru öll kjörgögn í Jim Wells-sýslu týnd og hafa ekki komið i leitirnar enn. Kærunni var visað á bug vegna ónógra sannana og kosning Johnsons staðfest. Eftir þessar kosningar bættist Texasbúum ný kosningaskrítla. Spönskumælandi Texasbúi geng- ur fram á Paco vin sinn, þar sem hann situr grátandi á gang- stéttarbrún. „Hvað er að þér, Paco?“ spyr vinurinn. „Hann pabbi gamli var hér á ferð á laugardaginn, en hann kom ekki við hjá mér“. svarar Paco snöktandi. „Hvað er að heyra þetta”, segir vinurinn. „þú veizt að hann pabbi þinn er búinn að liggja í gröfinni i tíu ár“. „Já,“ svarar Paco og grætur nú enn sárar, „það er rétt, en hann kom nú samt hingað á laugardaginn til að kjósa hann Lyndon Johnson, en lét mig ekki sjá sig“. Allra vinur Ekki hafði Johnson setið lengi í öldungadeildinni þegar hann fór að vekja á sér athygli, eink- um með fréttnæmum nefndar- störfum. Fyrst stjórnaði hann spamaðarnefnd á dögum Kór- eustríðsins og er talið að hún hafi sparað ríkissjóði milljarða dollara. Ekki var hitt síður at- hyglisvert og gott dæmi um starfshætti Johnsons. að öll 46 álit nefndarinnar voru afgreidd einróma. Eftir hrakfarir demókrata i forseta- og þingkosningunum 1952 varð Johnson form. þing- fldkjcsinB í öldungadeildinni. Demókrataflokkurinn er» í eðli sínu ósamstæður og Truman- stjómin skildi við hann í rúst. Þaðkomíhlut Johnsons, öllum öðrum fremur að reisa flokkinn við á ný. og samherjum hans og andstæðingum ber saman um að þar hafi verið réttur maður á réttum stað. Meginstoðir demókrata eru annarsvegar íhaldssamir suður- ríkjamenn og hinsvegar verka- lýður og frjálslynd millistétt stórborganna í norður- og vest- urfylkjunum. Johnson er suður- ríkjamaður að ætt og uppruna en fyrstu ár sín í fulltrúpdeild-' inni átti hann samleið með frjálsljmdara armj flokksins í stuðningi við stefnu Roosevelts. Þótt suðurríkjamaður sé hefur hann aldrei sýnt minnsta vott kynþáttafordóma. Undir hans stjórn komust tveir lagabálkar til að tryggja borgararctt svert- ingja í gefenum öldungadeild- ina óg urðu að lögum. en í með- förunum sneið Johnson af beim þau atriði sem suðurríkjamönn- um hefðu getað orðið tilefni til að drepa frumvörpin með mál- þófi. Afleiðingin varð auðvitað sú að lagabreytingin leysti engan vanda. eins og atburðir síðustu mánaða sýna. Johnson hefur aldrei fylgt neinni fastmótaðri stefnu. í öldungadeildinni beitti hann persónulegum áhrifum til að setja stimpil sinn og flokks síns á það sem gert var. Hrossa- kaup þingstarfsins voru líf hans 'og yndi. Síðasta kjörtíma- bilið sem hann var þingflokks- i i i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.