Þjóðviljinn - 08.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.10.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. október 1963 WÓÐVILimN SÍÐA Verður borgarastríði forðað? Fjandmenn Ben Bella hafa öflugan her í Kabylíuf jöllum ALGEIRSBORG 7/10 — Það virðist nú ljóst að andstæð- Ingar Ben Bella í Kabylíu, sem lúta forustu þeirra Ait Ahmed og E1 Hadj ofursta, hafa mikið lið undir vopn- um. Þeir hafa flutt þúsundir hermanna upp í hin tor- sóttu fjöll héraðsins og munu ætla að búast þar til varn- ar, ef Ben Bella fæst ekki til að fallast á kröfur þeirra. Er talið álitamál hvort hægt verði að forða borgarastríði, enda þótt Ben Bella virðist staðráðinn í að beita ekki vopnavaldi að fyrrabragði. Ekki ber fréttum saman um hve fjölmennt lið fylgir þeim Aluned og E1 Hadj, í sumum segir 7.000 manns, í öðrum '15.000. Uppreisnarmenn hafa komið fyrir tálmunum á öllum vegum sem liggja til héraðsins og virðast reiðubúnir að berj- aist, ef hersveitir stjómar Ben Bella gera sig líklegar til að ryðja þeim úr vegi. Menn gera sér vonir um að borgarastríði verði forðað; uppreisnarmenn eiga óhægt með að fara úr stöðvum þeim í Kabylíufjöllum þar sem þeir hafa búið um sig, en erfitt myndi fyrir stjómar- herinn að hrekja þá úr þeim. Hver herbíllinn af öðram, fullur af hermönnum, fór í dag Enn ernn búddamunkur brennir sig Bandaríkin draga mjög úr efnahagsaðstoi við Diem um Tizi Ouzou, höfuðborg Kab- ylíu, Qg stefndi til fjalla. Ait Ahmed ræddi í gær við fréttamenn í setuliðsbænum Micihelet hátt uppi í Kabylíu- fjöllum. Hann sagði að upp- reisnarmenn væru vel vopnum búnir, hefðu líka stórskotalið, og þeir myndu snúast til vam- ar ef Ben Bella sendi her mans til Kabylíu. Hafnar tilboði Ahmed ítrekaðl að hann hafn- aði algerlega því boði Ben Bella að haldið yrði þing Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar (FLN) til að ræða deilumálin og reyna að finna sáttarlausn. Hann kvaðst ekki reiðubúinn til samninga, nema aflétt yrði banninu við starfseoni samtaka hans FFS (Fylking hinna sósialistísku afla); og að látnir yrðu lausir þeir samstarfsmenn og skoðana- bræður hans sem handteknir ,hafa verið. Ben Bella til Kabylíu_____ 1 kvöld var tilkynnt í Algeirs- borg að Ben Bélla myndi fara til Kabylíu á morgun, þriðjudag. Hann myndi leggja af stað ár- degis og koma aftur til höfuð- borgarinnar um kvöldið. Einn ráðherra hans, Boumaza efna- hagsmálaráðherra, ætlar einnig til Tizi Ouzou á morgun og hef- ur boðið fréttamönnum að verða með í förinni. Áður hafði verið skýrt frá því í Algeirsborg að Ben Bella myndi fara til New York að sitja allsherjarfnng SÞ og þótti það gefa tQ kynna að hann teldi fullvíst að náðið yrði niðurlögum uppreisnarinnar í Kabylíu. Skipzt á skotum Fréttamaður AFP segir að á laugardagskvöld hafi verið skipzt á skotum i Port Guedon fyrir norðan Michelet og hafi einn uppreisnarmaður særzt í þeirri viðureign, en sex stjóm- arhermenn verið teknir höndum. SAIGON og WASHINGTON 7/10 — Enn einn búdda- munkur brenndi sig lifandi á aðaltorginu í Saigon á laugardag til að mótmæla ofsóknum stjórnar Diems á hendur búddamönnum í Suður-Vietnam. Var þetta sjötti munkurinn sem það gerir. Fréttaritari Reuters segir að mjög hafi dregið úr efnahagsaðstoð Bandaríkjanna við Diem upp á síðkastið og muni það gert í þeim tilgangi að neyða hann til undirgefni. Fréttameimimir segja að svo virðist sem alveg hafi tekið fyr- ir vöraflutriiTiga frá Bandaríkj- uiium til Suður-Vietnams fyrir bandarískt láns- og gjafafé. Bandarískir emhættismenn í Saigon kunna enga skýririgu að gefa á þessu, segjast aðeins hafa fengið að vita að verið sé Þing IATA horfið í Róm RÓM 7/10 — AlþjóðafLugmála- stofnynin (IATA) hóf í dag árs- þing sitt í Róm. Þingið sitja 250 fulltrúar frá 92 flugfélögum í 70 löndum. Mörg mál era á dag- skrá þingsins. en helzt þeirra era verðlagningarmál og einnjg má búast við að mikið verði rætt um fyrirætlanir um smíði nýrra hraðfleygra þotna, sem fara eiga með tvö- eða þreföld- um hraða hljóðsins. að endurskoða alla efnahagsað- stoðina við landið. f Washing- ton er sagt að stjóm Diems hafi þegar notað allt það fé sem henmi stóð til ráðstöfunar í Bandaríkjunum og hafi einnig eytt þeim varasjóðum sem hún gat leitað til þegar sérstaklega stóð á. Kunnugir telja engan vafa á að Bandaríkjastjóm hafi ein- mitt nú ákveðið að „endur- skoða“ aðstoðina við Diem í því skyni að neyða hann til að láta að fyrirmælum hennar um að hætta ofsóknunum á hend- ur búddamönnum, sem eru í miklum meirihluta í landinu. Hún er orðin vondauf um að riokkru sinni takist að vinna sigur á skæruliðum Vietcongs, meðan efnt er til illinda við allan þorra þjóðarinnar. Sendiherra Bandaríkjanna í Saigon, Cabot Lodge, hefur annars borið fram hörð mót- mæli við stjóm Diems, vegna þess að þremur bandarískum blaðamönnum sem viðstaddir voru þegar munkurinn brenndi sig í Saigon á laugardag, var misþyrmt af vietnömskum lög- reglumönnum. Einn þeirra fékk svo mikil sár að leggja varð hann á spítala. Rætt á allsherjarþingi í kvöld áttu að hefjast um- ræður á allsherjanþingi SÞ um ástandið í Suður-Vietnam, en það mál er tekið á dagskrá þingsins samkvæmt kröfu full- trúa frá sextán löndum i Asíu, Afríku og rómönstou Ameriku. Hin alræmda mágkona Di- emis, frú Nhu, er nú stödd í New York og ætlar að hlýða á umræðumar. Hún neitaði því í sjónvarpsviðtali í gær að nokkur fótur væri fyrir fregn- um af ofsóknum á hendur búddamönnum, sem hún nefndi óaldarmenn í þjónustu komm- únista. Ait Ahmed, myndin tekin um helgina í Michelet. WASHINGTON 7/10 — Kenne- dy Bandaríkjaforseti undirritaði í dag Moskvusáttmálann um takmarkað bann við kjama- sprengingum. Kínverji biður um griðastað í sovétsendiráði TOKlO 7/10 — Fulltrúi í kin- verskri iðnaðarsendinefnd sem nú er stödd í Japan kom í sov- ézka sendiráðið í Tokio í dag og baðst þar hælis sem pólitískur flóttamaður. Þetta er 44 ára gamall vís- indamaður að nafni Sjú Kang- sjing. Hann hvarf í gær af hótelherbergi sínu í Tokio. Meðnefndarmenn hans spurðust fyrir um hann í japanska utan- rikisráðuneytinu í dag og var þá skýrt frá því hvar hann væri niður kominn. Hundruð manna hafa farizt, uppskera eyðilögð Fellibylurinn Flóra hefur valdið gífurlegu tjóni á eyjum Karíbahafs HAVANA 7/10 — Fellibylurinn Flóra sem geisað hefur á Karíbahafi undanfarna daga hefur valdið gífurlegu tjóni þar, hundruð manna hafa látið lífið, tugþúsundir hafa misst heimili sín og t'jón á mannvirkjum og jarð- argróðri verður vart metið. Mest hefur tjónið orðið á Kúbu og Haiti. Fellibylurinn gekk í dag f þriðja sinn yfir austurhluta Kúbu, en hafði þá í nokkrar klukkustundir verið yfir Kar- íbahafi. 40.000 fluttir brott Frá Victoria de las Tunas á Austur-Kúbu hafa þegar verið flutt á brott 40.000 manns. Hætta er talin á að flóðbylgjur muni fylgja í kjölfar fellibyls- ins. Birgðir matvæla og lyfja era send með þyrlum og bátum til staða sem einangraðir eru vegna flóða af völdum látlausra úrhellisrigninga í tvo sólar- hringa. Mlkið tjón á jarðargróðri í austurhéruðum Kúbu hefur fellihvlurinn valdið gífurlegu tjóni bæði á mannvirkjum og jarðargróðri. Formaður landbún- aðarstofnunar Kúbu, Rodriguez, sagði í dag að hætta væri á að nær allar kaffi- og kakóekrur hefðu eyðilagzt þar sem fellibyl- urinn hefði farið yfir. Mikið tjón hefði einnig orðið á hris-, sykur-, banana og baðmull- arekram. Enda þótt fellibylurinn hafi ekki gengið sjálfur yfir Jamaica hafa rigningar þær sem honum fylgdu valdið tjóni sem talið er nema milljónum sterlingspunda. Þar hefur nú mælzt mesta úr- koma á þessari öld, 28 sentí- metrar á 30 tímum. Svo mikill vöxtur hefur hlaupið í fljót eyj- arinnar að þau hafa skolað burt húsum og öðrum mann- Sinfóníuhljómsveit íslands, Ríkisútvarpið TÓNLBKAR í Samkomusal háskólans, fimmtud. 10. okt. kl. 21. Stjórnandi: Proinnsías O’Duinn Einleikari: Ketill Ingólfsson Einsöngvari: Guðmundur Guðjónsson. EFNISSKRÁ: Beethoven: Leonoru forleikur nr. 3 Páll ísólfsson; 5 sönglög Weber: Konzertstuck fyrir píanó og hljómsveit, op. 79 Dvorák: Sinfónía nr. 4, g-dúr, op. 88. Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Austurstræti, og Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri. virkjum. Flætt hefur yfir víð- lenda akra. Það tókst að forða manntjóni að mestu á Kúbu, en á Haiti er talið að 400 manns a.m.k. hati látið lífið í óveðrinu. Flóra gekk yfir höfuðborgina Port-au-Prínce og geisaði fárviðrið þar og í bæjunum Jacmel og Petit Goave í heilan sólarhring. Vindhraðinn mældist allt að 50 sekúndumetrar, en „orkan“ nefnist á máli veðurfræðinnar þegar hann er kominn upp í 29 sekúndumetra. Parket ir ■ Höfum ávallt fyrirliggjandi ýmsar gerðir af viðarparketi úr eik og beyki. Nánari upplýsingar og sýnishorn á skrifstofu okkar. EGILL ÁRNASON Slippfélagshúsinu — Símar 14310 og 20275. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 10. fl. 1 á 200.000 kr. 1 á 100.000 kr. 36 á 10.000 kr. ... 200.000 kr. ... 100.000 kr. ... 360.000 kr. Á fimmtudag verður dregið í 10. flokki. 130 á 5.000 kr. ... 650.000 kr. 1.250 vinningar að fjárhæð 2.410,000 krónur. Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja. 1.080 á 1.000 kr. Aukavinningar: 2 á 10.000 kr. .... 1.080.000 kr. .... 20.000 kr. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 1.250 2.410.000 kr. f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.