Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. október 1963 ÞlðÐVILIINN SlÐA 7 LEIKHUS ÆSKUNNAR: ESNKENNILEGUR MAÐUR eftir ODD BJÖRNSSON Leikstjóri: Guðjón I. Sigurðsson Síðastliðinn föstudag sýndi Leikhús æskunnar „Ebikenni- legan mann‘% gamanleik í 10 myndinn eftir Odd Björnsson. LieDchúsið hefur í sumar ferð- azt með leikinn um landið, en sýnir hann nú Reykvíkingum. Oddur Björnsson er, eins og í leikskránni stendur, „tví- mælalaust eitt efnilegasta leik- ritaskáld okkar“, eem að vísu segir ekki mikið, og ætti það eitt að vera Reykvíkingum hvöt til að sækja leikinn betur en þeir gerðu á frumsýningu. 1 leikskrá varpar höfundur fram þeirri fullyrðingu, að leikritun komi í sjálfu sér ekki bókmenntum við, leikrit séu ætluð til sýningar og fólki ætlað að njóta þeirra eina kvöldstund. Þetta sé það, sem máli skipti, en ekki hitt, hvort textinn lesist vel eða illa. Að minnsta kosti nái það ekki neinni átt að leggja bók- menntalegt mat á textann án tillits til hlutverks hans í heildarsamsetningu þess, sem sýningin byggist á. Undirritaður hefur enga trú á því, að þessi skoðun höfund- ar eé rétt, að minnsta kosti fylgja því augljósar hættur að einblína á hið „vel gerða leikrit". Leikritið „Einkenni- legur maður“ er og sízt til þess fallið að styðja kenning- una. í leikritinu kynnumst við ósköp venjulegxi millistéttar- fjölskyldu reykvískri. Tilgerð- in og snobbið veður uppi með foreldrunum, ef drengurinn hangir heima er það fyrir þá sök eina, að allar sjoppur eru Iokaðar, og dóttirin líður um eins og dálítil vasaútgáfa af mærinni Aldinblóð í Atómstöð Kiljans. Inn í þetta umhverfi kemur svo einkennilegur mað- ur, nýi leigjandinn. Leikrit- ið lýsir viðbrögðum f jölskyld- unnar gagnvart honum, ein- kennilegum manni, sem þó er í öllum sínum einfaldleik sá eini, sem er fullkomlega nor- mal í umhverfinu. Hugmyndin er góð, en ekki nógu vel unnin. Lýsing ein- kennilega mannsins er hvergi sannfærandi, allt tal hans um garðyrkju, svo ekki sé nú minnzt á prédikunina um „líf“, verkar í hæsta máta ó- Ijóst. Aðrir meðlimir fjöl- skyldunnar eru frá hendi höf- undar stórum betur gerðir og meira sannfærandi. Og oft er þvi vel lýst, þegar það tekur að síast inn í fjölskylduna, að eitthvað kunni að vera bogið við hefðbundin lífsviðhorf hennar og skoðanir. Eins og drengurinn Útigangur segir: Þú er annars svaka skrítinn náungi. En ef þú ert ekki skrítinn, þá hljótum við hin að vera alveg svaka skrítin. Leikrit Odds er í 10 mynd- um. Hér geldur Ieikritið þess, að vera upprunalega samið fyrir útvarp, á sviðinu verða. myndirnar sundurlausar. Alla stígandi vantar í leikritið, en hvergi er þetta eins áþreifan- legt og í lokaatriðinu, leikrit- ið endar ef svo mætti segja á kommu, og ljósin í salnum eru áhorfendum eina ábending þess, að nú sé tímí til kominn að kalla höfundinn fram. Við þetta bætist, að mynd- irnar eru mjög misgóðar frá hendi höfundar. Leikurinn er gamanleikur, en stundum er gamanið óþarflega ódýrt. Jafn efnilegur höfundur og Oddur á ekki að Ieyfa sér eins ó- merkilegar orðalíkingar og það, að Sorbonne verði að sorptunnu — þó aldrei nema viðkomandi vinnukona sé úr Suður-Þingeyjarsýslu. Fleira má telja, hvers vegna í ósköp- unum er t.d. vinnukonan gerð þágufallssjúk ? Ef Odd lang- ar til þess að gera góðlátlegt gys að Þingeyingum er á- stæðulaust að grípa til svo ýktra stílbragða. Annars fór Sonurinn Útigangur (Sigurður Skúlason), Danícl Daníelsson húsráðandi (Valdimar Lárusson), húsfreyjan Dóra (Sigurlín Óskarsdóttir) og einkennilcgi maðurinn (Sævar Helgason). það atriði framhjá frumsýn- ingargestum — einhverra hluta vegna. Og enn er eitt ótalið: Getur Oddur ekki stillt sig um að láta eiginkonuna, frú Dóru, skírskota til áhorf- enda? Eins og frændur vorir Danir myndu segja: Den er for gammel! Nú skyldi þó enginn taka þessar aðfinnslur of bókstaf- lega, né láta þær fæla sig frá því að sjá leikinn. 1 heild er leikritið skemmtilegt, Oddur hefur bersýnilega orðið mjög næma tilfinningu fyrir leik- sviðinu og kröfum þess, til- svörin oft ágæt og ættu að geta hitt í mark. Hitt er svo annað mál, að flutningi er mjög ábótavant, og er þá komið að leikendum. Leikhús æskunnar er félags- skapur ungra áhugamanna um^ leiklist. Leikendur eru annað hvort í leikskóla eða rétt ný- lega úlskrifaðir, og flutning- urinn ber þess öll merki, góð tilsvör fara forgörðum, ágæt atriði missa marks. Valdimar Lárusson leikur nú sem gest- ur með unglingunum, og á að sjálfsögðu hvergi heima í þeim hóp. Ágætlega leikur hann húsráðanda, Daníel Danielsson, þennan uppstökka meðalmann, sem má horfa upp á það að strákskratti úr París geri konuna kolvitlausa og dóttirin með bami — að ekki sé nú minnzt á þau ó- sköp, að sonurinn þykist vera farinn að hugsa. Honum er nokkur vorkunn, þótt honum komi til hugar að „auglýsa eftir leigumorðingja“. Ágætur leikur, enda þótt vera megi, að hlutur Valdimars sýnist óeðli- lega stór sökum samanburðar við aðra leikendur. Af nýliðunum bera tveir leikendur af, þau Jónína M. Ólafsdóttir og Sævar Helga- son. Sævar leikur einkennilega manninn og er nokkur vandi á höndum, svo þokukennd sem persónan er. Vel túlkar hann ró og algera „afslöppun" hins einkennilega manns, þó þóttist undirritaður eitt skiptieðatvö heyra Sævar smitast af tauga- biluninni í kringum sig. Helzt mætti það að honum finna, að hann gangi jafnvel fulllangt — persónan verður silaleg en ekki róleg. En í heild góður leikur, og þótt Sævari takist ekki alltaf að gera einkenni- lega manninn sannfærandi, er miklu fremur við hlutverk en leikara að sakast. Jónina leikur hér Maríu gömlu, einhverskonar suður- þingeyskt sambland af vinnu- konu og frænku. María verð- ur í meðförum Jóninu góð skopmynd, blessunarlega laus við yfirleik og ýkjur. Þá fara Sigurlín Óskarsdóttir og Sigurður Sltúlason með veiga- mikil hlutverk í leikritinu. Sigurlín leikur húsfreyjuna Dóru. Sigurlín er bersýnilega leikkonuefni, en nýliðinn gæg- ist þó jafnan fram, og tilgerð- arhreyfingar hennar og radd- beitingu kann undirritaður ekki að meta. Svipuðu máli gegnir um Sigurð, sem leikur gæjann Utigang, gerfi og hreyfingar eru góðar, en radd- beiting ekki. Með xninni hlutverk fara Bergljót Stefánsdóttir, Þór- unn Sigurðardóttir, Sigrún Kvaran og Grétar Hannes- son, og eru öll undir nýliða- sökina seld. Guðjón Ingi Sig- urðsson hefur annazt leik- stjórn, og gert það eins vel og við er að búast með slíkan efnivið. Sævar Helgason hefur gert leiktjöld og gert það vel — þó má geta þess, að undir- ritaður minnist þess ekki að hafa séð áður jafn tötralegt leikhústjald og það sem við manni blasti í Tjarnarbæ á föstudagskvöld. Magnús BI. Jóhannsson hefur samið elek- tróníska tónlist, sem leikin er milli atriða. Á undirritaðan verkaði sú músík nánast hlægilega — og það getur naumast hafa verið ætlunin. Eru þá taldir þeir, er að þess- ari sýningu standa utan ljósa- meistarans Harðar Gunnars- sonar. Undirritaður hefur ekki séð eða lesið einþáttunga Odds Bjömssonar, og getur því ekki gert neinn samanburð á þeim og þessu leikriti. Leikritið Einkennilegur maður er sam- ið á undan einþáttungunum, og upprunalega fyrir útvarp en ekki leiksvið, þessar sund- urlausu myndir ber því að skoða sem byrjandaverk. Odd- ur hefur hér vel af stað farið, væntanlega hættir hann nú við einþáttunga og myndir en snýr sér að heilsteyptara verkefni. Jón Thór Haraldsson. Nýja símaskráin kostaði nærri þrjár milljónir króna í fyrrad. átti póst- og símamálastjóri, Gunnlaugur Briem, viðtal við fréttamenn í tilefni af því að nýja símaskráin er komin út. Verður hún afhent símnotendum næstu daga en hins vegar verður hún ekki tekin í notkun fyrr en 3. nóvember þegar nýja símstöðin í Kópavogi verður opn- uð og nýjum númerum bætt við miðbæjaratöðina í Reykjavík en í sambandi við þær breytingar breytist fjöldi símanúmera frá sem nú er, m.a. fá símanotendur í Kópavogi þá allir númer sem byrja á tölustafnum 4. Nýja símaskráin er 416 bls. að stærð eða 40 blaðsíðum lengri en gamla skráin og þó er gjaldskráin nú sérprentuð. Hún er gefin út í 50 þúsund ein- tökum og í hana hafa farið 50 tonn af pappír. Nemur heildar- kostnaður við útgáfuna nær 3 millj. króna. Prentsmiðjumar lÆiftur og Oddi hafa annazt prentun en Hólar bókbandið. Ritstjóm hafa annazt Hafsteinn Þorsteinsson skrifstofustjóri bæjarsímans í Reykjavík og Magnús Oddsson fulltrúi. Auk aðalsimaskrárinnar eru nú gefn- ar út sérsímaskrár fyrir Akra- nes, Akureyri, ísafjörð, Kefla- vik og Suðumes, Selfoss, Siglu- fjörð og Vestmannaeyjar. Undirbúningur að simaskránni hefur undanfarið tekið alllang- an tíma, en í framtiðinni er fyr- irhugað að stytta hann mikið með þvi að færa alla nýja not- endur svo og breytingar 'jafn- óðum á gatnaspjöld og íá svo handrit að nafnaskránni úr skýrsluvélum. Framkvæmdir á næstunni Hinn 3. nóvember verður opn- um ný símstöð í Kópavogi (fyr- ir 2000 númer) og sama dag verður 1000 númerum bætt við Miðbæjarstöðina í Reykjavík, en í raun og veru er viðbótin þar helmingi meiri. þar sem svo mörg númer sem undanfarið hafa verið tengd við hana fær- ast nú til Kópavogsstöðvarinn- ar. Fjöldi símanúmera breytist, og meðal annars fá Kópavogs- notendur nú númer sem byrja á tölustafnum 4. Gert er ráð fyrir að um miðj- an desember verði tekin í notk- un sjálfvirk símstöð í Vest- mannaeyjum með sjálfvirku sambandi milli notenda þar og í Reykjavík, ag skömmu síðar samskonar stöð á Akranesi. Hvor þeirra er gerð fyrir 1400 númer 1 janúarmánuði verður væntanlega opnuð sjálfvirk stöð í Selási (við Reykjavik) fyrir 200 númer. Gömlu númerin fyr- ir Vestmannaeyjar, Akranes og Selás gilda áfram þangað til sjálfvirku stöðvamar þar verða opnaðar. Með þessum framkvæmdum verða símnotendur í landinu orðnir nærri 40.000 með um 48.000 símatækjum. Notendur sjálfvirks síma verða þá um Framhald á 8. síðu VOPNIÐ GÓÐA f nær tvo áratugi hcfur fullveldi Islands átt í vök að verjast freklegri ásókn bandarískra heimsvalda- sinna og hernaðarauðvalds. í þessari örlagaríku bar- áttu hefur fullveldi fslands átt eitt dagblað, sem aldrci hefur vikið hársbreidd frá málstað þcss og staðið þar oftast eitt gegn fjórum dag- blöðum borgaranna. Þetta eina dagblað er ÞJÓÐVILJINN. 1 meira en aldarfjórðungs harðvítugu hagsmunastrfði við auðstcttina hcfur alþýðan átt EITT DAGBLAÐ, sem aldrei hcfur brugðizt málstað hennar í vöm og sókn. •— Þetta blað er ÞJÓÐVILJINN, málgagn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. Hins vegar hefur alþýðan alla jafna átt að höfuðóvini i hagsmunabaráttu sinni öll hin borgaralegu dagblöð og flokkaklíkur þcirra. Hvemig mátti það þá skc, að blað Sameiningarflokksins. ÞJÓÐVILJINN, fékk haldið lifi fram á þcnnan dag í svo ójöfnum leik við hin voldugu auðvaldsblöð? Það gat skeð með þcim eina hætti: að þrátt fyrir á- róðursgaldur hinna f jársterku blaða auðvaldsins hefur fá- tæk alþýða komizt að raun um hvílíkt kjörvopn ÞJÓÐ- VILJINN hefur verið hennl í hagsmuna- og réttindabarátt- unni, og því hefur hún verið fús til að hlaupa undir bagg- ann, þegar mest þrengdi að um fjárhag blaðsins hverju sinni. Þctta hcfur vissulcga margur einstaklingur gert af stómm hug, cn litlum cfn- um. Það leiðir því hvað af öðru: að svo sem ÞJÓÐVILJINN í höndum Sameiningarflokks alþýðu er hið eina daglega málgagn alþýðunnar, eins er alþýðan hið eina athvarf hans og stoð. Þessi sannindi hljóta að vera þeim mun augljósari sem hin svoncfnda ..viðreisn- ar“-stefna ríkisstjómar eg auðvaidsblaða hefur nú geng- ið svo nærri afkomu almcnn- ings, í mynd dýrtíðar og of- þrælkunar, að ekki verður komizt hjá því að samtök alþýðunnar Ieggi til baráttu fyrir lífskröfum hennar nú á næstunni. Og þá mundi vopnið góða, ÞJÓÐVILJINN. koma í góöar þarfir. Alþýðumenn og félagar! — Munum því afmælissöfnun- ina. tryggjum að markinu, HALFRI MILLJÓN, verði náö á tilsettum tima. — Á þann hátt þökkum við réttilega aldarfjórðungsbaráttu Sam- einingarflokksins í þágu þjóð- arinnar og tryggjum alþýð- unni vopnið góða, ÞJÓÐVILJ- ANN, í þeirri hagsmuna- og réttindabaráttu, sem fram- undan er. — ALLIR EITT! JÓN RAFNSSON. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.