Þjóðviljinn - 28.04.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.04.1964, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 28. apríl 1964 — 29. árgangur — 95. tölublað. 7. maí-kaffí í Tjarnargötu 20 Við munum hafa kaffiveitingar í Tjarnargötu 20 á hátíðisdegi verkalýðsins frá kl. 3. — Ágóði rennur í Karólínusjóð. — Einn- ig verður kvöldvaka á sama stað og hefst kl. 8.30. — Aðgangur ókeypis. Karólínusjóðsstjóm. Annríki í fiskvinnslustöðvunum Það hefur verið mikið að gera í fiskvinnslustöðvunum að undan- förnu síðan aflahrotan mikla hófst og hafa ungir sem gamlir lagzt þar á eitt við að bjarga aflanum. Myndin er tekin við Hraðfrystistöðina nú um helgina af tveim mönnum með fiskflök á vagni. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). ins og bera fram kröf- ur sínar um kauphækk- anir án verðhækkana, kauptryggingu, 4ra vikna orlof, styttingu vinnu- ^ag-sins án skerðingar á heildarkaupi, og önnur mikilvæg réttindamál sín. Er þessi eining ákaf- Sl. sunnudagsnótt voru framdar líkamsárásir á tvo menn hér í borg og hlaut annar þeirra svo mikla áverka að hann var fluttur í sjúkrahús. — Hinn maðurinn slapp með minni meiðsli. Fyrri árásin átti sér stað um klukkan eitt á sunnudagsnóttina. Maður sem átti leið um Mikla- torg í bíl sá tvo menn vera að stumra yfir þeim þriðja suður á Flugvallarvegi og ók hann þang- að til þess að gá að því hvað þama vaeri ’jm að vera. Sá hann að maðurinn sem iá á gctunni var blóðugur og meðvitundarlaus Bílstjórinn bauðst til að aka hinum slasaða á Slysavarðstof- una og hjálpuðu mennimir tveir honum til þess að koma honum inn í bílinn. Spurði bílstjórinn mennina tvo hvort þeir ætluðu ekki að koma með í bílnum og játtu þeir því en í stað þess að fara inn í bílinn síungu þeir af út í náttmyrkrið. Bílstjórinn ók hinum slasaða á slysavarðstofuna og reyndist hann vera með talsvert stórt sár á höfði og mikið glóðarauga. Var hann fluttur i sjúkrahús að að- gerð lokinni. Lögreglunni var tilkynnt um atburð þennan og tók hún málið til rannsóknar. Hinn slasaði man ekki hvað fyrir hann kom en segir að 1500 til 2000 krónur hafi horfið úr veski sem hann □ Samkomulag hef- ur náðst um kröfugöng- una 1. maí, ávarp dags- ins, kröfur og annað fyr- irkomulag. Því munu verklýðsfélögin í Reykja- vík fylkja liði sameigin- lega á hinum alþjóðlega baráttudegi verkalýðs- lega mikilvæg þar sem framundan eru mjög af- drifaríkar ákvarðanir um kaup og kjör, og árangur verklýðssam- takanna er kominn und- ir samheldni þeirra. Sex manna nefnd, kosin af Fulltrúaráði verklýðsfélaganna í Reykjavík, hefur unnið að undir- búningi 1. maí, en i henni eru Eðvarð Sigurðsson, Guðjón Jóns- son, Guðjón Sigurðsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Jóna Guðjónsdóttir og Öskar Hall- grímsson. Hefur nefndin haldið marga fundi og í fyrrakvöld náðist samkomulag £ meginatrið- um. Var gengið frá ávarpi dags- ins í megindráttum, en því er fyrst og fremst fjallað um kjaramálin, ákveðið að ræðu- menn á útifundinum að kröfu- göngunni lokinni yrðu tveir, en að hátíðahöldin yrðu að öðru leyti með svipuðu móti og verið hefur. Búizt er við að ræðumenn á útifundinum verði Eðvarð Sig- urðsson formaður Dagsbrúnar og Jón Sigurðsson formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, en að fundarstjóri verði Óskar Hall- grímsson formaður FuIItrúaráðs- ins. var með á sér. I gær náði lög- reglan í annan mannanna tveggja sem bílstjórinn hitti hjá hinum slasaða en hann hefur ekki vilj- að játa að hafa ráðizt á manninn og rænt hann. Dittað að bátunum fyrir sumarið EINING FYRSTA MAI VerklýSsfélögin i Reykjavik legg]a áherzlu á samstöSu sina um kröfurnar i kjaramálum Ráðízt á tvo menn hér í borg aðfaranótt sunnudags Hin árásin var framin vestur í bæ. Var hringt þar dyrabjöllu á húsi einu við Ásvallagötu milli klukkan 4 og 5 um nóttina og kom aldraður maður til dyra og opnaði í hálfa gátt en öryggis- keðja var á hurðinni. Úti fyrir stóð maður og spurði eftir stúlku sem hann tilgreindi. Sagði gamli maðurinn að stúlkan byggi ekki í húsinu en því vildi hinn ekki trúa og ætlaði að ryðjast inn með valdi en öryggiskeðjan varnaði því að hann kæmist inn. Framhald á 2. síðu. LiJUðlu XIV iv uivivíu tun þessa mynd úti í örfirisey nú um helgina af tveim mönn- um sem eru að ditta Þar að bátnum sínum fyrir vor- ið og sumarið, mála hann og gera sjókláran. HÉR I REYKJAVIK er allmik- ill fjöldi smábáta, en aðbún- aðurinn í höfninni fyrir þá hefur lengi verið til mikillar vansæmdar. Ljósm. A.K.). HLÍF segir upp samningum sínum fg Verkamannafélagið HLlF í Hafnarfirði hélt fjölmennan fund í fyrradag og var þar samþykkt einróma að segja upp samningum ÁTTA DA GAR EFTIR Nokkrar deildir gerðu skil í gær og sóttu 4. deild b og 1. deild einna mest fram. Sömuleiðis voru nokkuð góð skil af Austurlandi og Roykjs nesi. Allar deildir í Reykja- vik, nema 14. deild, eru nú komnar á blaff o-g væntum við þess að þeir komi á næstu dögum. — Þá höfum við ekki erm fengið neitt frá þeim i Neskaupstað r.é Sigíu- firði, en væntanlega koma þeir með i leikinn í dag eða á morgun. Við viljum enn minna á að þeir sem ekki geta nálgast umboðsmenn okkar úti á landi geta póst- sent til okkar beint. Utaná- skriftin er: Happdrætti Þjóðviljans Týsgata 3, Reykjavik. Við viljum minna umboðs- menn okkar úti á landi á, að nauðsynlegt er að þeir verði allir búnir að póstleggja til okkar öll þau skil sem þeim hafa borizt í síðasta iagi þann 5 maí n.k. því þá verður dregið og ekki er hægt að birta númerin fyrr en öll skil hafa borizt. Nú þurfum við einnig hér í Reykjavík að gera góð skil næstu daga og verðum við með skrifstofuna opna mun lengur en venjulega næstu daga. Við birtum hér röð deild- anna og héraðanna eins og hún er nú: 1. 15. deild Selás 145% 2. 11 deild Háaleiti 46% 3. 1. deild Vesturbær 34% 4. 9 deild Kleppsholt 29% 5. 6. deild Hlíðarnar 28% 6. 4.b deild Skuggahv. 27% 7. 8.a deild Teigarnir 26% 8. 4.a deild Þingholtin 25% 9. 5 deild Norðurmýri 24% 10. lO.b deild Vogarnir 20% 11. 7. deild Túnin 20% 12. Kópavogur 20% 13. 8.b deild Lækirnir 19% 14. Austurland 17% 15. Vestfirðir 16% 16. Suðurland 15% 17. 2. deild Skjólin 13% 18. 13. deild Blesugróf 13% 19. Norðurland vestra 12% 20. Reykjanes 11% 21. 12. deild Sogamýri 10% 22. 10 deild Heimar 9% 23. Hafnarf jörður 9% 24. Vesturland 8% 25. 3. deild Skerjafj. 7% 26. Norðurland eystra 7% 27. Vestmannaeyjar 4% — GERIÐ SKIL! — Opið í dag frá kl. 9—12 og 1—7 við atvinnurekendur og falia þá samningar úr gildi eftir einn mán- uð. Hafnfirðingar eru snemma á fcrðinni miðað við önnur verka- Iýðsfélög á Suðurlandi, sem yfirleitt munu stíla upp á 21. júní með samningsuppsögn sína. Þá voru kosnir þrír fulltrúar á þessum fundi á stofnþing Verkamannasambands Islands, sem haldið verður níunda og tíunda maí annað hvort í Reykjavík eða Hafnarfirði. Þessir hlutu kosn- ingu sem fulltrúar. Hermann Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Hallgrímur Pétursson. 7. maí fagnaður ★ Æskulýðsfylkingin í Reykjavík heldur sinn árlega 1. mai fagnað í GLAUMBÆ 30. apríl. Hefst hann klukkan níu e. h. og stendur fram yfir miðnætti. Sitt hvað gerður til skemmtunar. ★ MIÐAR fást á skrifstofu Æ F R, sem opin er milli 5 og 7 daglega og veitir hún allar nánari upplýsingar. Fiæðir yfir Samarkand? Sjá síðu 6 ♦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.