Þjóðviljinn - 05.05.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.05.1964, Blaðsíða 2
2 SIÐA ÞlðÐVlLIINN Þriðjudagur 5. maí 1964 SALTFISKUR OG MARKADIR Síðastliðið ár voru flutt út frá Islandi 18739,3 tonn af ó- verkuðum saltfiski samkvæmt Hagtíðindum. Þessi útflutn- ingur fór til átta eftirtalinna landa: Bretland 2387,1 tonn Danmörk 422,9 tonn. Grikkland 1239.7 tonn, ítalía 4820,4 tonn, Portúgal 4500,2 tonn, Spánn 5086.7 tonn. Vestur-Þýzkaland 272,3 tonn og Bandaríkin 10 tonn. Arið 1963 er hins vegar flutt- ur út þurrkaður saltfiskur að magni 2419,7 tonn til tólf landa, þar af tii Brasilíu 2180,4 tonn, enda má segja að varla sé nema um prufusendingar til flestra hinna landanna að ræða. Verðmæti þurrkaða fisksins er talið vera 53 miljónir og 958 þús. kr. Það er rétt að taka það fram að meginhluti þurrkaða fisks- ins er fiskur sem ekki hefur þótt hæfur til útflutnings í ó- verkuðu ástandi, en flytzt út fullverkaður í lágum gæða- flokkum. Hins vegar er verð- mæti óverkaða saltfisksins talið í útflutningi samanlagt 237 miljónir 211 þús. kr. Þegar litið er yfir þessar út- flutningstölur hlýtur óhjá- kvæmilega að vakna sú spum- ing, hvort hagkvæmt hafi verið að selja saltfiskinn óverkaðan úr landi. í svona stórum stfl, á sama tíma sem aðrar saltfisk- verkunarþjóðir neita að selja nema í fullverkuðu ástandi, og geta tæpast annað mörkuðum fyrir þurrkaðan saltfisk. Það er margt sem gefur vís- bendingu um, að þetta hafi ekki verið hagkvæmt fjárhagslega, og sterkustu rökin eru þau, að lönd sem greiða hærra dagkaup heldur en íslendingar standa að því að fullverka saltfiskinn og senda hann þannig á markað. 1 hópi þessara landa eru Kana- damenn, Danir og Norðmenn. Til samanburðar við sáltfiáli- útflutning héðan koma hér töl- ur yfir það saltfiskmagn sem Norðmenn fluttu út 1963. Full- verkaður saltfiskur 30499 tonn. Óverkaður saltfiskur 3250 tonn. Það var ekkert atvinnuleysi í Noregi árið 1963 heldur bein- línis skortur á vinnuafli, svo ekki stafar hin mikla saltfisk- þurrkun Norðmanna af þeirri ástæðu að nauðsynlegt hafi verið að skaffa vinnu við þurrk- unina. Það verður því að draga þá FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kúld ályktun, að frá norsku sjónar- miði hafi það verið fjárhags- lega hagkvæmara, að selja salt- fiskinn í verkuðu og þurrkuðu ástandi heldur en selja hann ó- verkaðan eins og við Islending- ar gerðum þetta ár, og höfum gert um langt skeið. Við seldum t.d. Spánverjum frá fomu fari. Þrátt fyrir að hætt sé að flytja út héðan þurrkaðan salt- fisk til Miðjarðarhafslanda, er það staðreynd. að bæði Fær- eyingar og Norðmenn flytja þangað nokkurt magn af full- verkuðum saltfiski ár hvert, eða hafa gert til þessa dags, flutningur á 7/8 þurrum fiski til Brasilíu farið vaxandi eftir því sem kælihúsunum hefur fjölgað, og segja Norðmenn að nú sé harðþurr saltfiskur og 7/8 þurr fluttur inn jöfnum höndum til Brasilíu. Sama máli gegnir einnig um markaðinn í Mexíkó. Til Kúbu hefur hins vegar ekki hafizt innflutningur nema á hinu venjulega þurrkstigi fyrir markað og loftslag þar enn sem komið er. Hins vegar hefur Kúba um nokkurt árabil verið innflytj- andi að fiskflökum söltuðum og þurrum. Þessi flök eru með þunnildum og roði en klumbu- beinið er skorið í burtu. Þessi flök sem eru jöfnum höndum af þorski og löngu, íslendingar verða gefa gaum að Brasilíu markaðnum. —. Myndin er frá Rio de Janeiro. eru sögð eftirsótt vara á Kúbu- og því vil ég vekja athygli á þeim hér. Sú þróun sem orðið hefur á salt.fiskmarkaðinum í Brasil- íu hin síðari ár virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá oss íslendingum. Að vísu seljum við þangað ennþá nokk- urt magn af harðþurrum úr- gangsfiski eða fiski aðaflega í lágum gæðaflokkum. Hins veg- ar virðist það ekki hafa hvarflað ennþá að íslenzkum fiskframleiðendum að rejma sölu þangað á gæðafiski, 7/8 þurrum, eins og Danir og Nor- menn hafa selt þangað hin síðari ár, eða eins og ég sagði frá árinu 1954. Sé það hagkvæmt fyrir Dani og Norðmenn að selja verkað- an saltfisk til Suður-Ameriku, i stað þess að flytja hann út óverkaðan eins og við gerum, þá hlýtur líka þessi markaður að vera jafnhagkvæmur eða hagkvæmari fyrir okkur, þar sem hráefnisverð hefur verið hér miklu lægra. og kaupgjald líka. Það virðist því ekki úr vegi að íslenzkir saltfiskframleið- endur getfi meiri gaum að markaðsmöguleikum í Suður- Ameríku heldur en gert hefur verið til þessa, Séu á því mögu- leikar að komast inn á Brasil- íumarkaðinn með íslenzkan gæðasaltfisk, mundi það óefað gefa framleiðendum meira í aðra hönd. Sú er í það minnsta reynsla Dana og Norðmanna í saltfisksölumálunum, þess vegna leggja þeir mikla áherzlu á saltfiskmarkaðinn í S-Amerfku og þá sérstaklega í Brasilíu. <S>- talsvert magn af þurrkuðum fiski fyrir nokkrum árum fyrir mjög hagstætt verð. Nú er þessi markaður horfinn. en í staðinn er kominn útflutningur til Spánar á óverkuðum saltfiski. Hér virðist hafa orðið öfugþró- un í þessum málum, samanbor- ið við önnur saltfiskverkunarr lönd, hvað svo sem því veldur. Miðjarðarhafsmarkaðurinn fyr- ir þurrkaðan íslenzkan saltfisk er horfinn í bfli, en. í staðinn er seldur héðan til Miðjarðar^ hafslandanna óverkaður salt- fiskur, hráefni í fullverkaðan saltfisk. Portúgal fullverkar all- an þann saltfisk sem það land kaupir héðan. Italía og Grikk- land ýmist fullverka fiskinn héðan, eða selja í óverkuðu á- standi til neytenda. Um Spán veit ég ekki með vissu, en mér þykir líklegast að þeir full- verki saltfiskinn héðan, þar sem fólk þar í landi er ein- ungis vant verkuðum saltfiski Frá bruna andabúsins í Álfsnesi Eins og frá var sagt hér í blaðinu á sunnudaginn brann anda- búið að Álfsnesi s.l. laugardag og brunnu þar inni hátt á þriðja j þúsund ungar, bæði andarungar og hænuungar. Myndin hér að ofan er tekin af brunanum og sjást á henni m.a. nokkrir ungar , sem tókst að reka út en sumir þeirra hlupu aftur inn í bálið og fórust. — (Ljósm. G. J). enda er í báðum þessum lönd- um lögð áherzla á að flytja út saltfiskinn verkaðan. Ann- ars má segja að stærsti mark- aðurinn og vaxandi sé oröinn fyrir vestan haf, í Suður-Amer- íku. Brasilíumarkaðurinn er þar lang stærsti markaðurinn fyrir verkaðan saltfisk, og næst kom Kúbumarkaðurinn meðan það land fékk að flytja inn verkaðan fisk fyrir ofríki Bandaríkjanna. Og þegar slaknar á spennunni í alþjóða- málum þar vestra, þá mun án efa aftur hefjast innflutn- ingur á þurrum saltfiski til Kúbu. Eins og ég drap á í upphafi þessa þáttar flytjum við til S- Ameríku og þá aðallega til Brasilíu þann fisk sem við fullverkum, sem er að stærsta hluta fiskur sem ekki er hæf- ur til útflutnings í óverkuðu á- standi, eða ekki markaður fyrir hann nema verkaðan. Við höf- um eingöngu flutt á Brasilíu- markað harðþurran fisk með sem næst 30% rakainnihaldi, enda ekki hægt sökum hrá- efnisins að flytja fiskinn út þangað í öðru formi. Allur fiskur til Brasilíu hef- ur líka verið fluttur þangað inn harðþurr allt til ársins 1954. en það ár byrjaði þangað innflutningur á fiski frá Noregi sem taldist 7/8 þurr og var með rakainnihaldi 43-46%. Þessi fiskur var fluttur í kæliskáp- um, og settur í kælihús strax eftir uppskipunina og geymdur þannig. Síðan hefur þessi út- Leiðrétting við skákþátt 1 skákþættinum f sunnu- dagsblaðinu urðu þrjár leiðin- legar prentvillur sem við verð- um að biðja afsökunar á og leiðrétta. í fyrsta lagi stóð þar að Fischer hefði orðið hrað- skákmeistari Bandaríkjanna árið 1957 en þarna átti að sjálfsögðu að standa skákmcist- ari Bandaríkjanna. 1 öðru lagi stóð í þættinum að Minning- armót Aljechins hefði verið háð árið 1960 en átti að vera 1961 eins og réttilega var sagt síðar í þættinum. Loks var meinleg prentvilla í skákinni sjálfri. 16. leikurinn átti að vera Bd3 — a5 en hann féll riður og í stað þess var 17, leikurinn tvítekinn. B YGGIN6AÞJÓNUS TA ARKI- TEKTAFÉLAGSINS 5 ÁRA Byggingaþjónusta Arkitektafélags íslands er nú orð- in liðlega 5 ára gömul en hún hóf starfsemi sína 18. apríl 1959 að Laugavegi 18A. Sl. fimmtudag minntist Arkitektafélagið afmælisins með samkomu í hinum nýju húsakynnum Byggingaþjónustunnar að Laugavegi 26. Setti Aðalsteinn Richter skipulagsstjóri hófið og síðan rakti formaður Byggingaþjónustunnar, Jörundur Pálsson arkitekt sögu fyrirtækisins í stórum dráttum. Hugmynd arkitekta, með stofnun og starfrækslu Bygg- ingarþjónustunnar var að stuðla að eðlilegri þróun í byggingamálum landsmanna með því að safna saman á einri stað sem fjölbreyttustu úrvali byggingarefna og upp- lýsinga, og standa fyrir hvers konar kynningu nýrra efna og byggingartækni. Eins og sjá má. er mikil hagræðing að því fyrir hús- byggjendur og fagmenn að geta séð á einum stað úrval byggingarefna frá yfir 60 helztu fyrirtækjum landsins, enda hefur hin góða aðsókn að stofnuninni undanfarin 5 ár greinilega sýnt að almenning- ur og þá ekki sízt menn utan af landi. hafa kunnað að meta Sumargjöf safnaði 200 þús. krónum Sérstök athygli skal vakin á fjárframlagi tveggja ungra ókvæntra sjómanna, á fiski- skipaflotanum, til starfsemi Sumargjafar. Það mun venja ýmsra kvæntra sjómanna að ánafna konum sínum aflahlut sinn á sumardaginn fyrsta. Þeirri upphæð, sem aflahluturinn nemur, ver konan til eigin persónulegra þarfa. en ekki til ins. Hinir tveir ungu menn á- nöfnuðu Sumargjöf aflahlut sinn á sumardaginn fyrsta. Daginn eftir færðu þeir svo félaginu 10.000,00 kr að gjöf. Mennirnir heita, Hjalti Gísla- son og Marinó Jóhannsson, skipverjar á Hafrúnu frá Bol- ungarvík. Barnavinafélagið vill sérstaklega þakka þessa frum- legu og rausnrlegu gjöf. Jafnframt þakkar stjóm Sumargjafar öllum þeim mörgu, sem aðstoðuðuó hana á einn eða annan hátt við und- irbúning og framkvæmd há- tíðahaldanna, bæði þeim sem skemmtu og svo hinum sem önnuðust undirbúning og framkvæmd. Félagið sendir svo öllum Reykvíkingum beztu sumar- kveðjur. þessa viðleitni Arkitektafélags Islands. Kvikmyndasýningar og fyr- irlestrar hafa verið á vegum stofnunarinnar í Reykjavík og öllum stærstu kaupstöðum við mjög góðar undirtektir. Fyrir- lestra fluttu þeir Gústaf E. Pálsson, borgarverkfræðingur, Haraldur Ásgeirsson, verkfræð- ingur og Jóhannes Zoega, hita- veitustjóri. Ýmsir skólar hafa heimsótt Byggingaþjónustuna og er t.d. fastur liður hjá sumum deild- um Iðnskólans í Reykjavik. Um s.l. áramót flutti Bygg- ingaþjónusta A. 1. starfsemi sína í nýtt og stærra húsnæði að Laugavegi 26, III. hæð. I þessum nýju húsakynnum hef- ur skapazt vetri aðstaða til aukinnar kynningarstarfsemi í rúmgóðum og björtum fundar- sal, sem auk þess gefur mögu- leika til að halda hvers kcn- ar sérsýningar. I stjóm B.A.I. hafa verið frá upphafi arkitektarnir Gunn- laugur Halldórsson formaður. Gísli Halldórsson og Gunn- laugur Pálsson, en á síðasta aðalfundi félagsins baðst Gísli Halldórsson eindregið undan endurkjöri vegna mikilla anna og var kjörinn í hans stað Jörundur Pálsson arkitekt. Framkvæmdastjóri hefur verið frá upphafi Guðm. Kr. Kristinsson arkitekt. en Ólaf- ur Jensson hefur verið full- trúi Byggingarþjónustunnar og sá sem annazt hefur dagleg- an rekstur hennar og fyrir- greiðslu. Verkamenn — Verkamenn óskast í vegavinnu, malbikun og skyld störf. Upplýsingar í Áhaldahúsi vegagerðanna, Borgar- túni 5, sími 1 28 08 og hjá verkstjóranum, sími 3 46 66. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.