Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 12
RÝRNUN KAUPMÁTTARINS 4-5% ÁRLEGA í TfÐ VIDREISNARINNAR Miövlkudagur 13. maí 1964 29. árgangur 106. tölublað. Geir Gunnarsson Geir vék í upphafi ræðu sinn- ar að þeirri óumdeilanlegu stað- reynd, að núverandi stjórn hef- ir á valdatímabilinu sínu notið einstakra góðæra. Framleiðsla þjóðarirmar hefur aukizt stór- lega til sjávar og sveita, og þjóðartekjurnar vaxið að sama skapi. Viðreisnarstjórninni hefur þvi gefizt betra tækifæri en áður hefúr þekkzt til þess að bæta lífskjör launastéttanna í landinu. — þess fólks, sem skapar verðmætin með störfum sínum. En eftir rúmlcga 4 ára valda- timabil þessarar stjórnar blasir við almenningi sú ömurlega staðreynd, að kaupmáttur tíma- kaupsins hefur ekki aukizt á síðustu 4 árum. heldur rýrnað um nálega 20%, eða 4—5% árlega. Þessi staðreynd staðfestir ó- umdeilanlega, að núvcrandi rík- isstjórn gætir hagsmuna ann- arra en hins vinnandi fólks í landínu. Gróðasöfnunin aðal- markmiðið Jafnframt því, sem viðreisn- in hefur stórrýrt þannig hlut hinna mörgu. sem skapa grund- vallarverðmæti við framleiðslu- störfin hefur hún tryggt stór- aukinn hlut þeirra fáu, sem ráð- stafa verðmætum útflutnings- framleiðslunnar. þ.e. innflytj- enda Qg bankanna. Þessir aðil- ar hafa ekki haft undan að kom stórauknum gróða sínum fyrir í bygginum verzlunar- og skrifstofubákna í Reykjavík. Á árunum 1960—1962 voru bygg- ingar á þessum sviðum um 115% meiri en á árunum 1957—1960. íbúðabyggingar voru hins vega->- 33% minni árið 1961 og 25% minni 1962 en árið 1959. Þessi þróun á valdatíma við- reisnarinnar: Rýrnandi kaup- máttur launa, þrátt fyrir góð- ærin og stórfelld gróðasöfnun einkafyrirtækja, er afleiðing stjórnarstefnunnar. Þetta er það, sem henni var frá upphafi ætl- að að tryggja. Alþýðuflokkurinn og skattamálin Þá vék Geir að skattastefnu ríkisstjórnarinnar þeim stór- auknu álögum. sem lagðar eru á almenning með neyzluskött- unum. Minnti hann á, að Al- þýðuflokkurinn teldi sig stund- um eiga eitthvað skylt við þá flokka, sem farið hafa með stjórn annars staðar á Norður- löndum, en Ijóst væri að þessi breyting væri a.m.k. ekki sótt þangað. Þannig væri áætlað, að af hverjum 100 kr. sem Dan- ir greiddu í samanlagða skatta til ríkisins á þessu ári, næmu tekju- og eignaskattar 41 kr Á fslandi væri hlutfallið hins vegar þannig, að tekju- o? eignaskattar næmu aðeins kr 9.90 en rúmlega 90 krónur p hverjum 100, sem greiddar er’ í samanlagða ríkisskatta væru teknar með neyzlusköttum. Þessa stefnu í skattamálum hefði Alþýðuflokkurinn stund- ■ Eftir rúmlega fjögurra ára stjórn viðreisnarinnar blasir sú staðreynd við, að kaupmátturinn hefur rýrnað um 4—5% árlega. Á sama tíma hefur þjóðarframleiðslan aukizt stórlega og allar ytri aðstæður verið hagstæðari en nokkru sinni fyrr til þess að bæta kjör vinnustétt- anna. ■ Verkafólk þarf því ekki að bíða eftir framleiðslu- aukningu til þess að fá hlut sinn bættan. Það hefur þeg- ar skapað þessa framleiðsluaukningu, og krefst síns hlut- ar af henni. — Á þessa leið fórust Geir Gunnarssyni m.a. orð í eldhúsumræðunum í fyrrakvöld, og hér á eftir verða rakin nokkur atriði úr ræðu hans. um afsakað með því að svo mikið væri svikið undan skatti. og því kæmi beinu skattamir misjafnt niður á skattgreiðend- um. Og síðasta flokksþing Al- þýðuflokksins gerði ályktun um aukið skattaeftirlit. En þegar Alþýðubandalagsmenn báru fram á Alþingi tillögu um það efni. voru heilindi þingmanna Alþýðuflokksins ekki meiri en svo, að þeir snérust allir sem einn gegn tillögu um aukið eft- irlit með skattaframtölum. Kannski er Alþýðuflokkurinn með því að forða þeim sem standa eiga skil á söluskattin- um undan eftirliti, en 20% van- skil á honum mun færa þeim sem þar eiga hlut að máli um 160 milj kr. á ári. Skilyrðin til kjarabóta eru fyrir hendi Stjómarblöðin hafa undanfar- ið hamrað á því, að kjarabætur geti ekki komið néma í kjölfar farmleiðsluaukningar. Það er út af fyrir sig rétt, að auk þess, sem réttlátari skipting þjóðarteknanna myndi færa Framhald á 3. síðu. Sjónvarpserindi Þórhalls fékkst ekki flutt í útvarp Bókaútgáfan Helgafell hefur gefið út bækling sem nefnist íslenzk menningarhelgi og er eftir Þórhall Vilmundarson pró- fessor. Er rit þetta að stofni til ræða sem Þórhallur flutti á almennum fundi á vegum Stúd- entaráðs Háskóla íslands í Sigtúni 20. apríl síðastliðinn. Ræðu þessa umritaði Þórhall- ur síðan til flutnings í útvarp, en útvarpsráð vísaði henni frá einróma, jafnframt því sem gert var samkomulag um að fella niður allar umræður um sjónvarpsmálið í útvarpinu — að sinni! Er þessi neitun út- varpsráðs ástæðan til þess að erindið kemur nú út prentað. í erindi þessu ræðir Þórhall- ur um sjónvarpsmálið í heild og gerir grein fyrir þeim röksemd- um sem leiddu til þess að 60 kunnir forustumenn íslendinga á sviði menningarmála og fé- lagsmála skoruðu á alþingi að hlutast til um það að dáta- sjónvarpið á Keflavíkurflug- velli yrði takmarkað við her- stöðina eina. Bæklingurinn er 16 síður, prentaður í Víkingsprenti h.f. RÁNARMEGIN / LÍFINU Á dögunum var dregið i Happdrætti Þjóðviljans og reyndist vinningshafi að Volkswagen vera sextíu og níu ára gömul ekkja að Bragagötu 23 hér í bæ. Hún heitir Halldóra Bjarnadóttir. Maður hennar hét Sigurð- ur Jónsson og var vörubíl- stjóri hér í bæ. Missti Hall- dóra mann sinn fyrir þrjá- tíu og fjórum árum og stóð þá uppi einsömul með fjög- ur ung böm. Þannig kynnt- ist Halldóra erfiðleikum lífs- ins og vann lengi í fiskvinnu fyrir heimilinu meðan strák- arnir hennar voru að kom- ast á legg. Halldóra var hressileg í fasi. þegar hún tók á móti farkostinum á Bragagötunni í gær. Þennan bíl ætla ég að eiga sjálf og láta aka mér um allar trissur. Ég hef nóga bílstjóra. Allir vilja þekkja gamlar kellingar undir svona kringumstæðum. Það gera þeir undir drep, þó að ung- ir séu á þessari bílaöld. Þrír synir mfnir hér í bæ héldu að ég væri að hrökkva upp af standinum, þegar ég sagði þeim fréttirnar í morg- un. En það gerir sú gamla ekki fyrst um sinn. Ég á eitt uppáhald í heiminum. Það er 17 ára gamall sonarsonur minn. Er f skólanum Staða- stað á Snæfellsnesi. Sá heitir Sæþór. Hann er sonur hans Jóels míns, sem hefur orðið frægur sem spjótkastari og er núna lögregluþjónn á Húsa- vík. Ætli við getum ekki orð- ið sammála um tryllitækið hér á götum borgarinnar. Sá verður nú skrítinn til höf- uðsins, blessuð angalúsin. þegar hann heyrir um bílinn hennar ömmu sinnar. Annars dreymdi mig fyrir þessu í vetur. O. — sei, sei já. Mér fannst ég vera ung stelpa og vinna í fiski inn í Defensor eins og í gamla daga. Ég mætti manni á upp- fyllingunni hjá kolakrananum og erum við að spássera þama saman og göngum fram á tvo bíla. Þá segir maðurinn við mig. Þú átt annan þennan bíl, Halldóra mín. Þú ert ránarmegin í lífinu. Þegar ég vaknaði sagði ég við sjálfa mig. Þú vinnur bíl í happdrætti. Hann sagði, að ég væri rán- armegin í lífinu. Það verður Kjartan Helgason, framkvæmdastjóri Happdrættis Þjóðviljans, afhendir Halldóru Bjarnadóttur lykilinn að vinningsbifreiðinni. — (Ljósm. Þjóðviljans Ari Kárason). auðvitað bíll frá DAS. drættinu. Ég hef beðið og allt annarri átt og er það Svo hef ég verið að kíkja beðið. vandinn minnstur að ráða þetta eftir miðum frá DAS Svo gerðist það. Bílinn draumana rétt. segir Hall- og spila raunar glatt í happ- rennur í hlað og kemur úr dóra hlæjandi að lokum. í VERTÍÐARLOK Jón Otti hefur verið vigtar- maður á Grandagarði um tíu ára skeið og er í afleysingum þessa stundina. Hann segir: Afli Reykjavíkurbáta var daufur framan af og gera margir ekki betur en losa trygginguna. Þeir eru margir ekki ofhaldnir af hlut sínum sjómcnnimir hér í Reykjavík. — Hér er Jón Ottí við vigtina. ð Afíahlutur sjémanna lélegur í Reykjavík og Hafnarfírði ■ Afli Reykjavíkurbáta og Hafnarfjarðarbáta var held- ur daufur á þessari vertíð, þegar á heildina er litið. Með- alafli er vart yfir fimm hundruð tonn á bát og reyndist hásetahlutur um kr. 80,00 á tonn, þar sem búið er að gera upp við skipshafnir. — Það er kr. 40.000,00 í rúma fjóra mánuði. ■ Vinnutími sjómanna á netum og línu er sextán til átján tímar í sólarhring og er þetta hörkuerfiði. Frá Reykjavík hafa fimmtíu og sjö netabátar stundað róðra í vetur. Þeir eru þegar farnir að gera upp við mannskapinn og gerir aflinn ekki betur en losa trygg- inguna, sem er átta þúsund og fimm hundruð krónur á mán- uði. Netabátarnir hafa þurft að afla hundrað tonn á mánuði fyrir tryggingu. Fimm hæstu netabátajasir í Reykjavík hafa eftirtalinn afla:: Helga með 909 tonn. Ásþór með 777,2 tonn, Sædís með 770,4 tonn, Björn Jónsson með 737,2 tonn og Kári Sólmundarson með 720,2 tonn. Skógafoss er þrettán tonna bátur og hefur sótt af hörku allt ve&tur á Jökuldjúp og hef- ur aflað 400 tonn á vertíð nni. Það þykir vel af sér vikið af svona litlum bát. Þá hefur Blakkur aflað 600 tonn og er aðeins þrjátíu tonn að stærð og Glaður með 600 tonn og er þrjá- tíu og fimm tonn að stærð. Sex Reykjavíkurbátar voru með þorskanót í vetur og fengu aðeins tveir þeirra verulegan afla. Það er Guðmundur Þórð- arson með 1384 tonn og Grótta með tæp 1000 tonn. Engey og Viðey eru með svipaðan afla. Það er 700 tonn. Jörundur II. með 300 tonn og Jörundur III setti nót í sjó seinustu dagana í apríl. Hann er nýkominn til landsins. Afli er innan við 100 tonn. I gærdag barst eftirtalinn síld- arafli á land í Reykjavík. Sig- urður Bjarnason með 300 tunn- ur .Fékk hana á Sandvíkinn’. ■lörundur III með 200 tunnur og Hannes Hafstein með 450 | * Markús Þórðarson hefur verið starfsmaður á Grandaradió í vetur og hóf starf sitt þar ein- mitt í aflahrotunni í apríl. Hann var Iengi formaður á bátum við Breiðafjörð og var til dæmis með Svaninn frá Stykkishólmi og Sæborgina frá Rifi. Hér er Markús fyrir framan loftskeytatækin. tunnur. Fengu þessa síld á Akranesforinni og Jón á Stapa með 100 tunnur. Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.