Þjóðviljinn - 27.05.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.05.1964, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. maí 1964 ÞJðÐVlLIINN 3fÐA 5 þýzka Iiðinu var Horst Szym- anik, sem leikur sem atvinnu- maður með Inter á ltalíu. ★ Skotar og Vestur-Þjóðverj- ar gerðu jafntefli í knatt- spyrnulandsleik fyrir skömmu. Leikurinn fór fram í Hann- over og Iauk honum 2:2. Þctta er 5. landsleikur þessara aðila. og hefur Þjóðverjum aldrci tekist að sigra. I þessum Icilc skoruðu Þjóðverjar 2 fyrstu mörkin, og var Uwe Seeler að verki í bæði skiptin. Síðan kvittaði Gilzean (Dundce) fyr- ir Skotland. Þjóðverjar máttu sín meira í fyrri hálflcik, en í þeim seinni tóku Skotrr leikinn í sínar hendur undir forystu Dennis Law. Beztur í ★ Pólverjar unnu Ira í lands- lcik fyrir nokkrum dögum — 3.1 (1:1). Leikurinn fór fram í Krakov. Fyrir Pólland skor- uðu Faber, Wilim og Szolty- sik, en fyrir írland Ambrose. ★ Háð er Evrópubikarkeppni fyrir unglinga í handknattlcik. Þetta er óopinbert mót, en þátttaka er frá nær öllum Evrópulöndum, m.a. frá öllum Norðurlöndunum nema Is- landi og Færeyjum. Þctta cr félagskeppni. Frá Noregi keppir unglingalið „RAPP“, en þetta er sagt mjög gott Iið. m.a. hefur það tvíyegis sigrað Noregsmeistarana —• „NJARD“. ★ Norska stúlkan Bcrit Töien sctti nýlega Norðurlandamet í langstökki kvenna — 6,32 m. Hún átti sjálf gamla mctið — 6,23 m, en það setti hún á „for-oIympíuleikunum“ í Tók- íó sl. haust. Hún varð þar í þriðja sæti, og cr nú talin eiga möguleika á verðlaunum i þessari grcin á olympiuleik- unum í ár. utan úr heimi Sundmeistaramótið á Akureyri í júní Sundmeistaramót íslands 1964 verður háð á Akureyri dagana 20. og 21. júní n.k. Keppt verð- Fyrri dag keppninnar, laugardaginn 20. júní, verður keppt í eftirtöldum sundgrein- ur í 24 sundgreinum. Iþróttabandalag Akureyr- ar sér um undirbúning og framkvæmd mótsins að þessu sinni. um: 100 m skriðsund karla. 50 m bringusund telpna. 100 m bringusund karla,. 50 m bak- sund telpna. 100 m baksund kvenna. 200 m baksund karla. 100 m skriðsund drengja. 200 m bringusund kvenna. 200 m einstaklingsfjórsund karla. 3x50 m þrísund drengja. 3x50 m þrísund telpna. 4x100 metra fjórsund karla. Seinni dagur: Sunnudaginn 21. júní verður keppt í þessum greinum: 100 m flugsund karla. 100 m bringusund kvenna. 100 m bringusund drengja. 400 m skriðsund karla. 100 m skrið- sund kvenna. 100 m baksund karla. 50 m skriðsund telpna. 200 m bringusund karla. 200 m einstaklingsfjórsund kv 100 m baksund kvenna. 3x50 metra þrísund kvenna. 4x200 metra skriðsund karla. Þátt' jkutilkynningum bcr að skila til ísaks J. Guðmanns, formanns IBA. Akurcyri, sími 2021, fyrir 1. júní n.k. Sunnudaginn 31. maí verður keppt í 1500 m skriðsundi karla. og fer sú keppni fram í Sundhöll Reykjavíkur. Ársþing SSÍ. Að venju verður ársþing Sundsambands Islands haldið í sambandi við meistaramótið. Þ'ngið verður því á Akureyri, í ár, og fer það fram, 20 júní. OLYMPIUFRETTIR ’jf Marokkómenn munu keppa í aðalkeppni olympíu- leikanna í knattspyrnu. Þeir unnu nýlega úrslitaleik við Etíópíumenn um réttinn til Tókíóferðar. Leikurinn fór fram í Casablanca oa úr- slitin voru 1:0. ir Mikil harka er í for- keppni olympíuknattspyrnu- keppninnar í Suður-Ameríku. Ekki ■ - enn ljóst hvaða land í þeim heimshluta hlýtur rétt til þátttöku í aðalkeppni OL í Tókíó. Fyrir skömmu gerðu Brasilíumenn og Kol- umbíumenn jafntefli í for- keppninni — 1:1. Síðasti leik- urinn fór fram í Lima milli Perúmanna og Arger.tínu- manna. og endaði með hin- um mestu hörmungum. eins og öllum er í fersku minni. ir Orðrómur er á kreiki um að Fiedel Castro, forsætis- ráðherra Kúbu, muni koma í heimsókn t:l Japan meðan á olympíuleikunum stendur. Segja sumar fréttir að Castro muni verða fyrirliði í íþrótta- flokki Kúbumanna, sem þátt tekur í olympítileikunum. ir 54 % aðg'öngumiða að hinum ýnisu greinum olymp- íuleikanna höfðu verið seld til 34 landa hinn 4. maí s.l., segir i tilkynningu frá skipu- lagsnefndinni í Tokíó. I til- kynningunni segir að útlend- ingar hafi mestan áhuga fyr- ir frjálsíþrótium og' sundi. auk opnunar- og lokunarhá- tlðanna. Nýsjálendingar hafa beöiö urn 3.500 aðgöngumiðn til viðbótar til söiu : iancli sínu. Sviss, Vesturbýzkalánd. Suðurafríka, Frakkland og Svíþjóð hafa einnig beðið um fleiri aðgöngumiða samtals 7000 að tölu. ★ Olympíunefnd Bandaríkj- anna hefur lagt fram áætlun í samvinnp við 1*500 banda- ríska verzlunarbanka um að hefja söfnunarherferð í því skyni að safna 1—2 miljón- um dollara, sem nefndina vantar til að kosta olympíu- þátttöku Bandaríkjanna í Tokíó. Bankarnir ætla að senda öllum viðskiptavinum sínum þréf með beiðni um að láta fé af hendi rakna til ol- ympíusjóðs Bandarikjanna. Kjörorð þessarar söfnunar- herferðar er: Látið Rússa ekki fara fram úr okkur. Mun þetta talið vænlegasta slagorðið til að afla fjár í sjóðinn. Bandaríska olymp- íunefndin hefur yfir að ráða 1,4 miljónum dollara. en þarf mun meira fé til að mæta ó- hjákvæmilegum útgjöldúm. ir Sjö úrvalsþjálfarar eiga að sjá um að sovézkir hlaup- arar og kastarar nái sem beztuni árangri á OL í Tok- íó. Þrír þjálfaranna annast hlauparana og fjórir kastar- ana. Leonid Bartenjev, sem sjálfur átti eitt sinn sovézkt met í 100 m. (10,3 sek.) er aðalbjálfari hlauparanna. Á- litur hann að í ár muni koma íram ýmsir nýjir afburða- menn f spretthlaupum í ýms- um löndum. Bezti sovézki spretthlauparinn er Ozoiin með 10,2 sek. á 100 m og 19.9 sek í 200 m. hlaupi í ár. Juri Litujev. sem eitt sinn' átti heimsmet í 400 m grindahlanpi, er nú aðaíb.jálf- ari í 400 m og 400 m grinda- hlaupi. í ár hefur Vadim Arkiptsjúk náði beztum tima Sovétmanna í 400 m hlaupi — 46,3 sek. í 110 m grinda- hlaupi er Anatoli Mikailov beztur með 13,7 og í 400 m. grindahlaupi Vassili Anissi- mov með 50.6 sek. I lang- hlaupum er það Grigori Niki- forov, sem hefur aðalþjálfun- ina meö höndum, en hann þjálfaði Vladimir Kutz á sín- um tíma. Fræknustu lang- hlauparar Sovétríkjanna eru nú Juri Tiurin og olympíu- meistarinn í 10 km Pjotr Bolotn kov. og ennfremur Le- on 'd Ivanov sem hlaupið hefur 5 km. á 13,49,3 mín og 10 km á 28,48,6 mín. ★ Bandaríski maraþon- hlauparinn Buddy Edelen hefur tryggt sér rétt til að taka þátt í maraþonhlaupinu á olympíuleikunum í haust fyrir hönd lands síns. Um síðustu helgi sigraði hann í Yonkers-maraþonhlaupinu á 2,24.25,5 klst. Keppni þess er háð skammt frrir utan N.V og var hún geysierfið að þessu sinni vegna hitans. sem var um 33 gráður á Cel- síus. Adólf Grubner varð annar en þriðji varð John Kelly. Knattspyrnumaður kveður Það er stundum viðhafnarlcgt augnablik og trcgablandið, þegar knattspyrnumaður kveður lið sem hann hefur lengi leikið með. Myndin er tekin af cinum slíkum atburði austur í Kiev fyrir skömmu. 60 þús. manns voru viðstaddir þegar Oleg Makarov, markmaður „DYNAMO KIEV“, kvaddi lið sitt og knattspyrnuna sem keppandi. Hér eftir mun hann starfa sem unglingaþjálfari. Hann hafði árum saman leikið með Dynamo Kicv og einnig ver- ið markvörður Iandsliðsins. Það cr formaður félagsins, Ivanov, scm er að veita Makarov viðurkenningu á kveðjustundinni. Marg- ir knattspurnuunnendur hér á landi munu minnast Makarovs, því hann kom hingað til Islands með Dinamo Kiev 1957 í boði Vals. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja dælustöðvarhús við Grensás- veg fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgagna skal vitja í skrifstofu vora, gegn 3.000 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Þeir félagsmenn FÍB sem mætt geta með bifreiðir sínar n.k. laugardag kl. 1.30 í skemmtiferð með vistmenn á elliheimilinu, eru beðnir að láta skrifstofuna vita sem fyrst. F í B - skrifstofan Bolholti 4 sími 33614. Sýning í Bogasainum ÍSLAND VIÐ ALDAHVÖRF Allar hinar frægu myndir frá leiðangri Paul Gaimard til íslands 1836 (201 mynd) verða til sýnis og sölu dagana 27.—31. maí. Opið daglega frá kl. 2—10 e.h. Prentarar Okkur vantar handsetjara Og PRESSUMANN. Ti! félagsmanna FÍB iii Simi 17-500. 1 i _

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.