Þjóðviljinn - 24.11.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.11.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA MÓÐVHIíNN ÞriðjudagBT 24. nóvember 1964 Fiskimennirnir verða að fá hærri laun heldur en fólk sem vinnur í landi FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kúld Það sem sagt er í fyrirsögn- inni var höfuðkjaminn i setn- ingarræðu þeirri sem formað- urinn í Norges Ráfisklag, Bjame Johnsen, flutti á stjómarfundi samlagsins í Nið- arósi fyrir skömmu. Formaðurinn rakti þróun þesara mála í Noregi síðustu árin. Hann sagði frá því, að meðalaldur sjómanna á norSka fiskiflotanum haekkaði með hverju ári sem liði, vegna þess að æskumennimir færu til annarra, tryggari og betur launaðra starfa. Þessa þróun verður að stöðva, svo að ekki hljótist af þjóðarvo.ði, sagði formaðurinn. Hann kom svo inn á það, að þetta mál yrði að undirbúa vel áður en gengið yrði til næstu samninga við rikisstjórnina um aukinn stuðn- ing við fiskvéiðamar. Bjarne Johnson sagði, að ef þessi þróun yrði ekki stöðvuð og henni snúið við, þá mundi hún leiða yfir þjóðina alvarlegustu afleiðingar. Að fáum árum liðnum með sömu þróun, þá mun fiskifloti okkar hætta að fá hæfa menn til starfa, en afleiðing þess verður óhiá- kvæmilega sú, að vinnslustöðv- amar í ýmsum landshlutum skortir hráefni að vinna úr, og pláss sem em bezt fallin til fiskveiða og fiskvinnslu fara í eyði. Formaðurinn rökstyður svo í fáym orðum, að það sé sann- gimiskrafa að fiskimennimir beri meira úr býtum en annað fólk sem í landi vinnur. Vinn- an er erfið og áhættusöm og hún krefst oft mikillar fjarveru frá heimili og ástvinum, þess vegna á að launa hana betur ( en aðra vinnu Niðurlasso^J formannsins í Norges Ráfisk- las voru á þá leið, að, nú þegar yrði að gera fullnægjandi ráð- t stafanft svo að hinir dugmestu æskumenn leituðu til þessa at- vinnuvegar, sem væri svo þýð- ingarmikin f.vrir þjóðarheild- ina. LíHim í eitarin barm Þó að þróunin hér á landi sé áreiðanlega skemmra á veg komin heldur en í Noregi, hvað fráhvarf æskumanna frá fiski- flotanum viðkemur, þá stefnir hún áreiðanlega f sömu átt. En hér verður slík þróun ennþá hættulegri en þar. sökum þess að við eigum meira undirfisk- veiðum en þeir. látum á is- lenzka togaraflotann, hann hef- ur búið við langvarandi þreng- ingar- Þar væri áreiðanlega þarft ef hægt væri oft að manna betur. En það er stað- reynd í dag, að úrvalsmennirn- ir staðnæmast þar ekki nema tíma og tíma, því að það er lífsins lögmál, jafnt á sjó sem landi. að menn vilja sitja við eldana, sem bezt brenna á hverjum tíma. Vegna uppgripaafla á vél- bátaflotanum á þorsk- og síld- veiðum síðustu árin, hefur að- streymi sjómanna legið þang- að. Þrátt fyrir allt of lágt fisk- verð hafa sjómenn á miklum aflabátum borið oft vel úr být- um, en þeir sem hafa lent á bátum með meðalveiði og þar fyrir neðan, þeir hafa sannar- lega ekki verið öfundsverðir af launum sínum fyrir miklar vökur og erfiði. fslenzku fiskimennirnir er sú stétt manna sem mest velt- ur á að sé vel mönnuð á hverj- um tíma, þess vegna er það sanngirniskrafa að henni séu tryggð hærri laun á hverjum tíma heldur en þeim sem í landi vinna léttari störf við minni áhættu. En það vantar mikið á.' að þessi skilningur sé hér fyrir hendi hjá forsvars- mönnum útvegsins og ríkis- valdsins, um það vitnar hvað bezt sú staðreynd að sjómenn éru beinlínis rændir umfram aðra menn, gegnum útflutnings- tollinn af sjávarafurðum. Norska nýfiskverðið í dag, er árangur sameiginlegrar bar- áttu sjómanna og útvegsmanna þar í landi. Og á sama hátt er íslenzka nýfiskverðið afleiðing þeirrar togstreytu og baráttu sem þessar stéttir hafa háð hér innbyrðis sín á milli allt frá upphafi hafskipaútgerðar við fiskveiðar. Þegar útgerðar- grundvöllurinn hefur verið ó- hagstæður, þá hafa útvegsmenn oft séð það ráð vænlegast til bjargar sér, að þrengja kosti sjómanna, og stundum haft til þess stuðning ríkisvaldsins og jafnvel forystu, eins og þegar hinn gífurlegi útflutningstollur var lagður á allar útfluttar fiskaíurðir á valdatíma núver- andi stjórnarherra. En hann verður til þess, að lækka ný- eidana sem bezt brenna á hverjum tima. fiskverðið stórlega, og ■þannig er hægt að hrifsa til baka nokkurn hluta af umsömdu kaupi sjómanna. Ég hef verið „að reyna að finna hliðstæður hjá öðrum fiskveiðiþjóðum í slíkri aðför að fiskimönnum, en mér hefur ekki tekizt það. Þetta fyrir- brigði virðist því vera algjör- lega íslenzk uppfinning. En þó útflutningstollurinn á fiskafurð- um komi að sjálfsögðu þyngst niður á sjómönnum, eins og til er ætlazt með lagasetningunni, þá verður hann jafnframt sú hengingaról á sjálfri útgerð- inni sem hlýtur að draga úr henni allan mátt í meðal-afla- ári. Með þennan útgerðargrund- völl að leiðarljósi, þá verður stór hluti útvegsins dæmdur til að ganga með hengingarólina um hálsinn, og útvegsmenn verða stöðugir bónbjargar- menn gagnvart ríkisvaldi og lánastofnunum. Aðeins þeir sem hreppa í sinn hlut met- veiði í beztu aflaárum, þeir geta smokkað fram af sér heng- ingarólinni, og strokið um frjálst höfuð á meðan svo árar. Viðreisnarbjargráðin sjávarút- veginum til handa, þau minna ekki svo lítið á söguna af herramanninum sem ætlaði að fita hundinn sinn, með því að höggva af honum rófuna í smá- stykkjum og gefa honum þau svo að éta. Það voru engin bjargráð, og það sama má segja um þau úrræði sem við- reisnarstjórnin hefur notað til Framhald á 9. síðu. Tónleikar Sinfóníusveitarinnar Fjórðu hljómleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands fóru fram í Samkomuhúsi Háskólans á fimmtudagskvöldið. Stjórnandi var ígor Buketoff. Á efnisskrá var fyrst for- leikur að óperunni „Don Gio- vanni“ eftir Mozart. Hljóm- sveitin gerði honum sómasam- leg skil, án þess að um sér- stakan glæsiþrag væri að ræða. fslenzkt verk var þama einnig á efnisskrá, „Rapsódía“ eftir Hallgrim Helgason, samig að nokkru um íslenzk rímnalög. f verk þetta er allmikið borið af hljómsveitz-i->n.Tr háifu, og VÍrðÍSt það ........■ ~ n'Vilnðíð og nokkuð þnnvlamalegt. Hins- vegar er í þvi heiimikill kraft- ur. Hallgrímur kallar verk sitt vegsömun rímnalagsins. Hann er meðal þeirra íslenzkra tón- listarmanna, sem látið hafa sér annt um þjóðlögin islenzku og sýnt það í verki, og er það þakkarvert. — Þriðja hljóm- sveitarverkið á efnisskránni var „E1 salon Méxieo“ eftir bandaríska tónskáldið Aaron Copland, heldur undirstöðulít- ið verk, að því er virðist, svo að ekki sé sagt ómerkilegt. — Aðalviðburður tónleikanna var flutningur Bjöms Ólafs- sonar á fiðlukonserti Beethov- ens. — Bjöm hefur lengi verið ágætur fiðluleikari. En á þe&i- trni tónleikum kemur hann á ó- vart með þvi að lyfta sér í raun og veru til flugs á þann hátt sem ekki hefur eerzt áð- ur. Meðferð hans á fiðlukons- erti Beethovens var með sönn- um listamannsbrag og svo fal- leg, að manni hlýnaði um hjartarætur, túlkunin sönn og yljuð ósvikinni tilfinningu, sem ávallt var þó haldið innan takmarka hins hófsama og smekkvísa. Mér hefur stund- um virzt sem hið ríka tónlist- argeð Bjöms hafi viljað trufla heildarjafnvægið og verða því til fyrirstöðu, að hann veitti sjálfri tónmynduninni nægilega athygli. En hér var ekki um slíkt að kvarta. Sú skerpa tónsins, sem stund- um hefur gætt um of í leik hans, var gersamlega horfin. Bjöm er búinn að ná valdi á fiðlutóni, sem oft og tíðum er þess eðlis að hann á fullan rétt á því að kallast göfugur Þetta sannaðist einnig í aðdáanlegri meðferð hans í aukalaginu eft- ir Bach, „Sarabönd“. úr svítu 1 d-moll fyrir einleiksfiðlu. — Þeir kostir, sem nú hefur verið lýst, eru meira virði en þó að um væri að ræða ein- hverja yfirburða-glæsitækni „á heimsmælikvarða“, og hefur þó Bjöm yfir að ráöa nægilegri tækni til að segja það, sem honum býr í brjósti. Fátt er ánægjulegra en það, er góður listamaður, sem talinn var fullþroska, sýnir ótvíræð merki þess, að hann er enn á vegi vaxtar og framfara, eins og hér hefur reynzt. Hlutur hljómsveitarinnar og stjómanda hennar ( fiðlukons- ertinum var alls lofs verður B. F. Ný bók, sem máli skiptir fyrir sérhvern einstakling: ^ u.-NX O FJÖLSKYLDU■ ÁÆTLANIR 06 SIDFRÆDI KYNL/FS Þetta er bók fyrir kynþroska fólk. Á meðal undirstoðuhlutverka fjölskyldunnar er að sjá um endumýjun og viðhald kynstofnsins og bamauppeldið. Frjóvgun, bamsfæðing og bama- uppeldi eru því fyrst og fremst fjölskyldumálefni. — En hvenær á ffölskvldan að stækka og hversu stór á hún að verða? Á hverjum degi vaknar sú spuming hjá miklum hluta þjóðarinnar, hvort innilegustu samskipti karls og konu eigi að leiða til þungunar, barnsfæðingar, fiölskvldustækkunar. Bókin FJÖLSKYLDUÁÆTLANIR OG SIÐFRÆÐI KYNLIFS, eftir Hannes Jónsson, félagsfræðing, fjallar á heilbrigðan hátt um þessi mál, þ.á-m. um fjölskylduáætlanir, frjóvgunarvarnir og siðfræði kynlífsins. — í bókinrii eru um 60 líffæramyndir og myndir af frjóvgunarvömum- Bókin fæst hjá flestum bóksölum en einnig beint frá útgefanda. FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN, Pósthólf 31, Reykjavík, sími 40624. PÖNTCNARSEÐIIiL: Sendi hér meg lcr. 150,00 til greiðslu á einu eintaki af bókinni Fjölskylduáætlanir os siðfraeði kynlífs, sem óskast póstlagt strax. Nafn: Heimili: ('lari lóniA '/////////////////////////, ■ HERBERGI * ÓSKAST STRAX! Uppl. í síma 17-500 Útvegum allar stærðir af loftpressi Stuttur £ fres'tur. Hagstætt = HEÐINN = Vélaumboð. SÖNGFÓLK SÖNGFÓLK ÓSKAST í væntanlegan kirkjukór Ásprestakalls. Gjörið svo vel og komið í Laugar- neskirkju kl. 8 næstkomandi fimmt.udasskvöld, 26. nóvember 1964. Nánari upplýsingar hjá sóknar.prestinum, séra Grími Grímssyni. simi 32195. Sóknarnefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.