Þjóðviljinn - 13.04.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.04.1965, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞIÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. apríl 1965 UNDIR MÁNASIGD Skáldsaga eftir M. M. KAYE var sárgramur gjálfum sér fyrir að hafa ekki haft andlegt þrek til að láta hana bjargast á sitt eindæmi. — Það var .. fallegt af yður að koma. Kærar þakkir. — Þér hafið ekkert að þakka mér fyrir, svaraði Alex þung- búinn. Ég hef sennilega stofn- að lífi yðar og allra hinna í hættu með því að ríða inn í borgina. Hestasveinninn kom á stökki og hélt fast um silkipakkann, og Axel sneri sér að Vetru: Fyrst um sinn er borgin bann- svæði, og ég vænti þess að þér ríðið aðeins um herstöðvasvæðið og æfingavöllinn. — En....... — Það er skipun, sagði Alex og beygði upp að húsi sínu. Um kvöldið hafði hann riðið út að rústunum af Amin-u-din handan við ána; en Gopal Nath hafði ekki komið á stefnumótið. Hann lá skorinn á háls í háu grasinu, þar sem akramir byrj- uðu, og það verk sem sjakalar og hýenur hófu þá nótt var full- , komnað daginn eftir af ránfugl- j um og sólarhitanum. Sólarhring j síðar hefði enginn getað sagt i um það með vissu úr hverjum þessi bein væru. Það hafði verið veizla hjá sendiherranum. Enginn vissi að ; þetta yrði síðasta þriðjudags- veizlan. Lotta var þrjátíu mílum nær þá nótt. Wi«oi FLJUGUM ÞR iDJUDAGA FIMMTUDAGA LAUGARDAGA FRÁ RVÍK KL. 9.30 FRÁ NORDFIRÐI KL. 12 FLUGSYN, SÍMAR: 18410 18823 Smurt brauð Snittur brauð bœr við Óðinstorg. Sími 20-4-90 HÁRGREIÐSLAN Hárgrelð'lu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laueavegi 18 III hæð flyftal SÍMl 24 6 16. P E R M A Garðsenda 21 - SÍMI 33 9 68 — Hárgreiðslu- og snyrtjstoía D Ö IVI U R ! Hárgreiðsla við allra hæfl — TJARNARSTOFAN - Tiamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMl 14 6 62 Hársrei^slustofa A'i^tui’baeiar Maria Guðmunrlsdóttii Lauga- vegi 13 SÍMl 14 «66 NTJDD- STOFAN er á sama stað 80 1 Meerut biðu Hewitt hers- höfðingi og Wilson hers- höfðingi aðgerðarlausir með talsverðan liðstyrk brezkra her- manna, og á hæðinni við Delhi lágu lík liðsforingjanna enn I haug í uxakerrunni, sem hafði dregið þau frá Kasmírhliðinu. Um hádegisleytið á miðviku- dag kom reiðmaður frá Suthrag- unj á rennsveittum hesti með hraðbréf til sendiherrans í Lunj- ore. Þegar hraðboðinn hafði af- hent yfirþjóni sendiherrans bréf- ið, reið hann samstundis á brott. Alex fékk enga tilkynningu um komu bréfsins, og sendiherrann sem var afhent það á silfur- bakka við hádegisverðarborðið, stakk því ólesnu í vasa sinn cg gleymdi því algerlega þar til næsta morgun. Það var nokkuð liðið á morguninn þegar hann manaði sig til að lesa það og í fyrstu átti hann ómögulegt með að skilja hina stuttu og berorðu tilkynningu. Þetta var alltof ó- trúlegt. Það hlaut einhver að vera að gera gys að honum. Þetta var ósmekklegt gabb! Það gat ekki verið satt! En bréfið var skrifað á opinberan pappír og hann kannaðist við hrafna- sparkið undir bréfinu. Hann varð alveg lémagna. Augun góndu tómlátlega fram í stofuna og hann missti bréfið og það flögr- aði eftir gólfinu og súgurinn frá viftunni feykti því inn á teppið í dagstofunni. Vetra hafði tekið bréfið upp og það var einnig hún sem sent hafði boð eftir Alex. Þegar hann kom, var sendiherrann að hvolfa í sig þriðja konjaksglasinu. Með hjálp konjaksins var herra Bar- ton kominn á þá skoðun að hið upphaflega álit hans hlyti að vera rétt. Þetta er lygi — upp- spuni, sagði hann loðmæltur. Þetta er ekkert annað en sví- virðileg lygi! — Ég er hræddur um að svo sé ekki, sagði Alex, sem renndi augunum yfir örkina. Hann horfði á skjálfandi slyttið í sóf- anum með glasið í hendinni og spurði stuttaralega: Hvar er sendiboðinn sem kom með þetta? Hvenær kom það? Sendiherrann svolgraði hið síð- asta úr glasinu og hellti I fjórða skiptið í glasið, svo að konjakið sullaðist útúr og niður á teppið. Það er fjandakomið ekki hægt að sjá fyrir öllu, sagði hann sér til vamar. Hvemig átti ég að vita að þetta var eitthvað mikil- vægt. Ég stakk þVí bara í vas- ann. Gleymdi því. Ofur einfalt. — Það kom á hádegi í gær, sagði Vetra. Ég held að maður- inn hafi farið burt næstum sam- stundis. Alex leit á húsbónda sinn með fyrirlitningu og beiskju sem hann gerði enga tilraun til að leyna, og fór út úr stqfunni. — Alltaf sama afskiptasemin í þessum dóná, sagði sendiherr- ann og tæmdi glasið. Tæpri stundu síðar var tylft af skelkuðum mönnum komin saman til ráðstefnu við matborð sendiherrans til að ræða ástand- ið eftir komu þessarar ótrúlegu orðsendingar og tiv að ákveða hvaða varúðarráðstafanir skyldi gera til að koma í veg fyrir upp- reisn og blóðbað í Lunjore á borð við það sem átt hafði sér stað I Meerut og Delhi. Alex hafði hvatt ákaft til þess að allir hermenn yrðu afvopnaðir, en þeirri tillögu var vísað frá sem móðgandi. — Ef hershöfðinginn skipaði mér að móðga menn mína svo óskaplega, sagði Gardener- Smith afdráttarlaust. Þá yrði hann fyrst að afvopna mig og síðan hvem einstakan af mönn- um mínum. — Tillaga yðar, Randall kap- teinn, sagði Moulson ofursti, er ekki aðeins forkastanleg, heldur hafið þér enga heimild til að bera hana fram í þennan hóp. — Mér þykir *það leitt, herra ofursti, sagði Alex og yppti öxl- um. Má ég þá stinga upp á því að við sendum konur og böm samstundis til Naini Tal? Strax í dag, ef unnt er. Það er ef til vill ekki of seint. Hann var varla búinn að sleppa orðinu þegar mótmæli kváðu við. Ef í raun og veru væri um almenna ólgu að ræða, þá væri erfitt og hættulegt að fara. Það væri ekki hægt að sjá af hæfilegum mannafla til fylgd- ar. Það væri alltof mikil áhætta að senda þau af stað nú. Áhættan verður enn meiri, ef beðið er þar til það er um sein- an, sagði Alex. Uppreisnimar i Meerut og Delhi urðu fyrr en ætlað var. Það er ég alveg viss um. Eins og ég hef þegar sagt ykkur hef ég fulla ástæðu til að ætla að dagurinn sé ákveðinn í lok þessa mánaðar. Ennþá er tími til að senda konur og böm á öruggan stað. — Það ■ er ógerlegt, sagðj Gardener-Smith ofursti. Það er of seint. — Það er efekí of seint, sagði Alex með ákefð. Það er að minnsta kosti hugsanlegur mögu- leiki. — Ef til vill. En við getum ekki átt neitt á hættu. Þér hljót- ið að skilja að eins og standa sakir er það þýðingarmest af öllu að sýna ekki á sér nein óttamerki. — Ég efast um það, sagði Moulson ofursti hæðnislega. Það er eitt af því sem Randall kap- teinn hefur aldrei getað skilið, og ég er yður sammála, ofursti. Eí. við sendum þau burt núna, verður það áreiðanlega skilið sem merki þess að við séum að missa kjarkinn, og ég þykist tala fyrir hönd meirihlutans þegar ég fullyrði, að því fer fjarri. — Þér hafið alveg rétt fjmir yður, sagði Packer ofursti. Ef við látum í Ijós ótta, flýfcum við kannski fyrir því neyðarástandi sem við erum að reyna að forð- ast. Við verðum að treysta drottni. Hann mun ekki bregðast okkur. Ef til vill ekki, herra ofursti sagði Alex. En hvað um sepoy- ana. Haldið þér I raun og veru að það eitt að við sendum kon- ur og böm á öruggan stað, nægi til að hleypa ólgu í hermennina, svo að þeir geri uppreisn? Mér skildist á yður að þér treystuð hollustu þeirra fullkomlega? — Hingað til hefur aldrei neinn efazt um hollustu manna minna, sagði Gardener-Smith lágri röddu. Og færi ég að senda konu mina og dóttur á brott, jafngilti það þvi að lýsa því yf- ir opinberlega að ég treysti þeim ekki lengur. Það mun ég ekki gera. Nú er nauðsynlegast af öllu að sýna traust og forðast allt sem túlka má sem ótta. — Það á þá með öðrum orðum ekki að gera neinar ráðstafanir, sagði Alex reiðilega. — Þér takið of djúpt í árinni, Randall kapteinn, sagði Garden- er-Smith kuldalega. Auðvitað verða gerðar ráðstafanir. — Og hverjar, ef ég mætti si yrja? Það varð vandræðaleg þögn. Packer ofursti rauf hana og lýsti því yfir að þeir sem settu traust sitt á Herrann, þyrftu ekki aðra. — Þvættingur! Guð hjálpar beim sem hjálpar sér sjálfur, Packer, greip Gardener-Smith fram í. En mín skoðun er sú, að hið eina sem nú skiptir máli sé að sýna stillingu. Það má ekki láta í ljós nein óttamerki eða breyta daglegum venjum. Og þess vegna er ég andvígur þvi að senda burt konur og böm. Hvað segið þér, herra Barton? — Fulkomlega rétt, drafaði Barton. Um að gera að vera ró- legur. Allir sallarólegir. Hvar er konjakið? Alex spratt á fætur og greip um borðbrúnina. Má ég biðja ykkur þess að taka málið til yf- irvegunar einu sinni enn? Mér er fullkomlega ljóst að það mun orsaka ótta, ef við sendum þær burt. Drottinn minn, ég er þó ekki alger .... Hann stillti sig og hélt áfram rólegri. En ég Ht þó svo á, að það ætti að vera hægt með aðstoð indversku liðs- foringjanna, að útskýra fyrir hermönnunum, að fjölskyldumar séu sendar burt, vegna þess að það geti orðið þörf fyrir framlag hvers einasta liðsforingja og hvers einasta sepoya í bardaga — í stað þess að standa í því að vemda konur og böm. — Hvað áttu við? sagði sendi- herrann. Þessar elskulegu verur! Það er öllum hreinasta ánægja að mega vemda þær. Alex lét sem hann heyrði ekki orð hans: Ég bið yður að senda þær burt. Af tvennu illu er það skárra. Skylda okkar nú er að bjarga landinu, og við erum ekki bardagahæfir, þegar herstöðin hefur á sínum snæmm hóp af kvenfólki og bömum sem eru vemdarþurfi .... Endurminningin um eigin heimsku, þegar hann reið á eftir Vetru, gerðu hann fokreiðan. Hann barði £ borðið: Getið þið ekki skilið, að ef þær verða kyrrar, þá lamar það algerlega baráttuþrek okkar? Hvemig get- ur maður tekið kalda og raun- sæja ákvörðun, þegar hann veit að lif konu hans og bama er 1 hættu? Það gefur auga leið, að við verðum þráfaldlega að hika, þegar öryggi þeirra er annars vegar. Hann leit £ kringum sig á þungbúin og beiskjuleg andlitin og þóttist sjá þar bæði efa og hik, og sem snöggvast blossaði vonin upp í huga hans. En þá tók Moulson ofursti til máls: Góði Randall kapteinn, sagði hann. Þér látið óttann hlaupa með yður £ gönur. Ég held að fréttimar frá Delhi séu mjög ýktar. Það er áreiðanlega komin SKOTTA CONSUL CORTINA bllalelga magnúsap sklpholfl 21 slmapí 21190-21109 ^iaukur Gju6muHctóóon HEIMASÍMI 21037 Nælonstyrktar gallabuxur í öllum stærðum. Molskinnsbuxur í stærðunum 4 til 16 og m.fl. Mjög hagstætt verð. Verzlunin ó. L. Traðarkotssundi (á móti Þjóðleikhúsinu). Gæti ég fengið dagbók með lausuni blöðum. £g skipti aefniiega svo oft um skoðanir á virnun míniun! í yðar þfónustu alla daga Hjólbarðaverkstæðið HRAUNHOLT fyrir neðan Miklatorg (gegnt Nýju sendibflastöðinni). ir Eigum ávallt fyrirliggjandi ☆ flestar stærðir af hjólbörðmm ☆ og felgum. Opið alla daga frá kl. 8 til 23. — Sími 10-300. * BILLINN Bent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 FlugferSír um heim ullun Flugferð strax — Fargjald greitt síðar. Viðskiptavinir eru beðnir að hafa; sam- band í síma 22890 og 30568 (eftir kl. 7). FERÐASKHTFSTOFAN LANO S V N T X 4 *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.