Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 12
I Landsbanki íslands sfaSfesfir: GRUN UM FJÁRMÁLAÖNGÞVEITI BÆJARSJÓÐS HAFNARFJARDAR ■ Enn einu sinni hefur bæjarstjórnarmeirihlutinn í Hafn- arfirði (íhald og kratar) gefið ástæðu til blaðaskrifa um athafnir sínar. — Á síðasta fundi bæjarstjórnar upplýsti Hafsteinn Baldvinsson bæjarstjóri, að Landsbanki íslands hefði synjað Hafnarfjarðarbæ um rekstrarlán á sama tíma og hann veitti Akranesi og öðrum kaupstöðum slík lán. ■ Enga skýringu gaf bæjarstjóri á þessari synjun aðra en þá, að Hafnarfjarðarkaupstaður nyti nú ekki lengur þess trausts hjá lánastofnunum, sem hann hefði notið áð- ur og aðrir kaupstaðir svipaðrar stærðar gerðu enn. ■ Við snerum okkur því til Kristjáns Andréssonar bœj- arfulltrúa Alþýðubandalagsins og báðum hann um að segja okkur hvernig málum þessum væri háttað. Sagði Kristján, að bæjarstjóri hefði ekki sagt allan sannleik- ann. Satt og rétt væri að Lands- bankinn hefði ekki treyst nú- verandi meirihluta bæjarstjóm- ar og i>ví synjað lánabeiðni bæj- aring. Hins vegar hefði Lands- bankinn boðizt til að leggja IV2 miljón inní Sparisjóð Hafnar- fjarðar, ef stjórn sparisjóðsins þyrði ag taka á sig áhættuna af að lána Hafnarfjarðarbæ upp- hæðina. Þessi ákvörðun Lands- bankans væri einskonar stað- festa á því, sem minnihluta- flokkamir hefðu haldið fram að undanfömu um fjárbruðl og ó- ráðsíu meirihlutans. Miljóna sóun — f þau þrjú ár sem íhaldið hefur stjórnað bænum hefur það flanað fyrirhyggjulaust út í margskonar athafnir, sem kost- að hafa miljónir, en síðan hafa reynzt tóm endileysa. Sem dæmi má nefna er hellt var skipti eftir skipti olíumöl í Strandgöt- una, en síðan gefizt upp og rauðamöl borin yfir allt saman. Eða bygging Hafsteinsbryggju, sem skolaði burt í veðurb'.íð- unni á vikutíma. Mjög kostnað- arsamur undirbúningur bæjar- ins við byggingu kyndistöðva hefur reynzt einskis virði Leiga á Krísuvík hefur kostað bæjar- sjóð yfir ein^ miljón króna. en leigutekjur eru engar. Marg- földun á starfsliði bæjarstofn- ana að ógleymydu málaþrasi sem bærinn hefur staðið í, hef- ur kostað bæjarsjóð óhemju fé, sem lítið bæjarfélag getur ekki staðið undir. Á næstunni munu Hafnfirð- ingar fá tilkynningu frá meiri- hlutanum um það, hvað hver einstaklingur skal greiða til bæj- arsjóðs á þessu ári. Þá er rétt að hafa í buga hvemig meiri- hlutinn hefur farið með sameig- inlegt fé bæjarbúa á undanföm- um árum. Hvert hafi verið álit minnihlutans á þeim aðgerðum og hver dómur Landsbankans hafi verið. — Ennfremur, sagði Kristján, hafa meirihlutaflokkamir, e'ns og Þjóðviljinn skýrði frá fyrir skömmu, hafið árásarherferg á hendur bæjarstjóranum Haf- steini Baldvinssyni, með það fyrir augum að kenna honum um það, sem aflaga hefur farið á kjörtímabilinu og fórna ho;n- um þannig fyrir næstu kosning- ar. Þær upplýsingar, sem Haf- steinn gaf á síðasta fundi virð- ast vera persónulegt svar hans við ásökunum og árásum meiri- hlutaflokkanna. Ættu að segja af sér Að lokum sagði Kristján: — Minnihlutaflokkamir hafa margoft krafizt þess á kjör- tímabilinu, að fá annan end- urskoðanda bæjarreikninga, en meirihlutaflokkamir hafa ávallt beitt atkvæðamagni sínu til að koma í veg fyrir það. Sterkur grunur hefur legið á meirihlut- anum, um að hann teldi sig þurfa ag leyna einhverju fyrir minnihlutanum. Þegar við þann grun bætast upplýsingar bæjar- stjóra verður að krefjast þess að meirihlutinn geri hreint fyr- ir sínum dyrum. Dómur Landsbankans yfir meirihlutanum er mjög alvar- legur fyrir bæjarfélagið ; heild. Að fyrirgera svo trausti heils bæjarfélags á fáum árum er ó- fyrirgefanlegt. Þeir, sem á því bera ábyrgð ættu að sóms sinn í að segja af sér, áður en allt er orðið urn seinan. MMBmwiííWM Islenzka landsliði ist af miklum krafti A ■ Þótt íslenzka landsliðið þiði ósigur fyrir Dönum í gærkvöld, þá vann það þann sigur að menn hafa aftur fengið trú á að íslenzkir knattspyrnumenn geta staðið öðrum jafnfætis. íslenzka liðið barðist vel strax frá byrj- un, hélt uppi miklum hraða og fékk áhorfendur með sér, og var meiri ^stemming á Laugardalsvellinum en lengi hefur áður verið. 1:0 — Á 10. mín. í seinni hálfleik skorar Ole Madsen af markteig úr sendingu frá E. Hansen. 2:0 — Á 30. mín. E. Hansen Sagt eftir leikinn Thomas Wahrton, dómari: Þetta var einn prúð- mannlegasti leikur sem ég hef lengi dæmt og bæði liðin góð. Fyrirliði íslenzka liðsine, Schram, vann vel í leiknum og hélt liðinu vel saman. V. Skousen form. DBU: Leikurinn var skemmti- legur en eðlilegra hefði verið að mörkin hefðu orð- ið fléiri, 5:3 hefðu verið sanngjöm úrslit. íslenzka landsliðið virðigt vera svip- að að styrkleika og þegar það lék í Kaupmannahöfn 1959. Danskir knattspymu- menn eru nú að ljúka löngu keppnistínAbili og ' ber leikur þeiFra nokkurt merki. þess Karl Guðmundsson, þjálf- ari íslenzka landsliðsins: Ég er mjög ánægður með leikinn, íslenzka liðið barð- ist eins og ljón frá byrj- un, við lögðum allt í áð reyna að ná forystu strax í uppbafi leiksins, ekki sízt til að fá áhorfendur með. Mörkin sem við fengum á okkar komu öll vegna stöðuveilna í vöminni. — Danska liðið fannst mér ekki eins gott og á móti Finnum, en ekkert lið get- ur meira en mótherjinn leyfir. skorar af stuttu færi úr sendingu frá Poulsen h. útherja, rólegur og yfirveg- aður leikur. 3:0 — Á 43. mín. skorar K. Pedersen innan vítateigs eftir skemmtilegan samleik við Ole Madsen. 3:1 — Á síðustu mín. leiks- ins skorar Baldvin eftir að hafa fengið boltann inn- fyrir vörnina frá Ellert, boltinn hrökk af markverði til Baldvins aftur og hann spymti yfir liggjandi mark- vörðinn. Sigurvins fyrir markið. Á síðustu mínútum fyrri hálfleiks náðu íslendingar sér aftur vel á strik og áttu nokk- ur góð tækifæri sem ekki nýtt- ust. Síðari hálfleikur í síðari hálfleik áttu Danir mun meira í leiknum og fór að bera á þreytu hjá íslenzka liðinu. Strax á 2. mín. komst íslenzka markið í mikla hættu, Heimir hljóp út úr markinu en missti af knettinum og Magn- úsi tókst að verja á línu. Á 8. mín. sendir Þórólfur mjög nákvæmt inn fyrir dönsku vörnina og Baldvin var fljótur til, en broti úr sek- úndu á eftir markverði að ná knettinum. Tveim mínútum síðar skora Danir sitt fyrsta mark og var þar hinn frægi Madsen að verki. Næstu tíu mínútur eru Danir nærri allsráðandi á vell- inum. En á 21. mínútu fá ís- lendingar gott færi þegar Gunnar Felixson gaf vel fyrir. Nokkrum mínútum síðar fengu okkar menn annað mjög gott tækifæri, þegar Eyleifur einlék mjög skemmtilega upp miðjuna og gaf til Sigurþórs sem skaut yfir markið í dauða- færi. Á 30. mín skorar Hansen vinstri innherji eftir skemmti- legan samleik við Paulsen út- herja. Rétt á eftir fékk íslenzka i:ð- ið annað bezta tækifærið í leiknum til þessa. — Eyleifur komst innfyrir í eina af hinum ágætu sendingum Þórólfs, en náði ekki að skjóta. Fimm mín. síðar lá aftur við að Eyleifur skoraði þegar hann skaut frá vítateig, föstum bolta með jörðu, en markvörður bjargaði naumlega í hom. Danir settu sitt þriðja mark á 43. mín. K. Pedersen fékk boltann nær miðju vallarins, lék með hann fram og sendi til hliðar til Ole Madsen, sem sendi hann strax frá sér inn fyrir að marki, þar sem Peder- sen komst óhindraður að bolt- anum og skoraði viðstöðulaust. Á síðustu mín. leiksins réttu íslendingar hlut sinn. Ellert var með boltann nokkru fyrir utan vítateig vinstra megin og sendi hann hátt í átt að marki. Baldvin fylgdi vel eftir og tókst að skora eftir að mark- vörður hafði hálfvarið fyrra skot hans. Má segja að þessi markatala gefi nokkuð rétta mynd af gangi leiksing og styrkleika- Liðin Islenzka liðið kom á óvart með að setja strax í byrjun mikinn hraða í leikinn og bar- úttuviljinn geislaði af hverjum leikmanna. Þórólfur gaf liðinu mikinn styrk og skapaði mörg tækifæri. Af öðrum leikmönn- um kom Eyleifur bezt út úr leiknum. Hann dró aldrei af sér allan leikinn og virðist nú vera að ná því sem hann sýndi bezt í fyrra. Baldvin lék nú sinn fyrsta landsleik og sannaði að við höfum ekki aðra fram- herja sem eru honum fremri. Veikasti hluti framlínunnar voru útherjamir, einkum Sig- urþór, sem sendi boltann oft frá sér óhugsað. Magnús Jónatansson frá Ak- ureyri, nýliði í landsliðinu, stóð sig vel í vöm og átti oft hættuleg skot á mark. Fyrirliði liðsins Ellert Schram átti einn- ig góðan leik, en var greini- lega orðinn þreyttur í síðari hálfleik. 1 öftustu vöminni var Sigurvin veikasti hlekkurinn og sýndi sig greinilega ag hann er tæpast nógu reyndur leikmaður til þess að leika í landsliði. Heimir varði oft mjög vel og verður ekki sakaður um mörk- in. Danska landsliðið lék ekki eins vel og búast hefði mátt við eftir sigur þeirra yfir Sví- um á dögunum. Leikur þess var þó allmiklu skipulagðari og samæfðari en íslenzka lið?- ins. Var oft lærdómsríkt að sjá hvernig Danimir byggðu upp áhlaup sín óg hvemig framlínan vann að því að yf- irbuga íslenzku vörnina. Af dönsku leikmönnflnum vakti miðherjinn Ole Madsen mesta athygli fyrir flýti og góða tækni. Annars má segja að leikmennimir dönsku séu á nokkuð svipuðu stigi og eng- inn skari svo mjög framúr. Hinn stóri og stæðilegi skozki dómari, Thomas Whar- ton, hafði fullt vald yfir leikn- um og dæmdi mjög vel. Áhorf- endur voru mjög margir og va óvenju líflegt á áhorfenda- pöllunum. Áhorfendur hvöttu íslenzka liðið mjög og hafði það mjög góð áhrif á leik- menn okkar. Strax og Islendingar hófu leikinn var sýnt að þeir voru ákveðnir að berjast til sigurs og varð oft hætta við danska markið er Baldvin fylgdi ve! eftir sendingum að marki, jafn- vel Áma Njálssonar frá marki..' En hættumar við íslenzka markið sköpuðust helzt vegna þess að vömin brást oft vinstra megin. Þrívegis náði Ole Mad-.í sen að skalla í hættulegu færi 1 úr sendingu frá hægri útherja. - Islendingar héldu hraða í leiknum fyrstu tuttugu mínút- urpar, en gáfu þá hokkuð efÞ’r| svo að Danir náðu yfirhöndinni fram undir lok hálfleiksins. Á 22. mín. sendi Ole Madsen knöttinn út til Enoksen vinstri útherja, sem skaut hörkuskot í þverslá og hrökk knötturinn niður á marklínu. Þama má segja að ekki hafi munað nema hársbreidd. Enoksen reyndi mikið skot af löngu fær5 og voru mörg þeirra hættulegir snúningsboltar. Á 30. mín. er gefið vel fyrir íslenzka markið, Madsen nær að skalla knöttinn en Heímir ver mjög vel á línu. Nokkru síðar skaut Ole Mad- sen föstu skoti framhjá af stuttu færi þar sem hann fékk knöttinn úr klaufalegri spyrrru Fer boltinn fyrir utan eða innan marksúlu? — Þessa spumingu má grcinilega lesa úr svip allra sem * <?)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.