Þjóðviljinn - 20.07.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.07.1965, Blaðsíða 8
3 SlÐA ÞJÓÐVILJINN — Þriðjuðagœr a« |SB «96% kastalinn EFTIR HARRY HERVEY ef haldnir voru hljómleikar eða fjölskyldan ætlaði að dveljast yfir helgi hjá frændfólki — kom það venjulega margt í hóp. Paige piltur kom aldrei einn á dansleik — þeir voru þar allir sjö. Þeir gerðu allir hosur sín- ar grænar fyrir Amöndu og þeir voru allir mjög laglegir — nema Ansley, en Amöndu þótti hann viðkunnanlegur, þótt hann væri ekki mjög skemmtilegur. Amanda hafði ekki séð hann í nokkur ár, þegar hún hitti hann eitt sinn á götu skömu eftir lát Toppýs, og eftir þennan fund heimsótti hann hana eða hringdi til hennar í hvert sinn sem hann kom til borgarinnar. Eftir því sem mánuðirnir liðu Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI: 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI- 33-9-68 D Ö M U R HáreTeiðsla við allra haefi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10, Vonarstrætis- megin — Simi 14-6-62 Hárgreiðs 1 ustof a Austurbæ.iar Maria Guðmundsdóttir Laugavegi 13 simi 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað og hann hélt tryggð sinni við hana, fór Amanda að líta á hann sem notalegan en ekki sérlega spennandi félaga. Hún varð ekki vitund undrandi, þegar hann spurði hana hvort hún vildi gift- ast honum. Ansley gerði aldrei 34 neitt sem kom neinum á óvart; áður en hann gerði eitthvað eða tók ákvörðun, velti hann mál- inu mjög vandlega fyrir sér, og það var hægt að fylgjast með gangi málsins í íhugandi og sviplausu andlitinu. Amanda hafði séð bónorðið nálgast, og þegar það kom var hún viðbúin. Mánuði fyrir brúðkaup þeirra sá hún frétt í blaðinu, sem olli henni óróa: Hið árlega fjölda- kappflug átti að fara fram í Miami, og þátttökuvélamar áttu að hafa viðkomu næturlangt á flugvellinum á staðnum og flugmennirnir áttu að vera gest- ir á dansleik í klúbbnum. Allt sem stóð í sambandi við flug hafði óþægileg áhrif á hana. En þessi frétt gaf til kynna mögu- leika sem fyllti hana enn öðrum kenndum. Hún og Ansley ætl- uðu nefnilega á dansleikinn og ef nú — þótt tilhugsunin væri að sjálfsögðu fráleit — ef nú Jock birtist þar! En það var auðvitað í hæsta máta ósenni- legt, því hann tæki varla þátt í flugkeppi leikmanna, jafnvel þótt hann væri aftur kominn á heimaslóðir. Samt sem áður gat hún ekki hætt að hugsa um þetta. Hún var dálítið taugaóstyrk þegar þau komu í klúbbinn og hún starði rannsakandi á alla sem hún sá — hvert nýtt andlit gæti verið Jock. Hún var rétt að byrja að róast, þegar hún sá hann, Hún var að dansa við einn af bræðrum Ansleys og yfir öxlina á honum kom hún allt í einu auga á Jock, sem stóð úti á veröndinni og starði inn í salinn. Andartak mættust augu þeirra, svo sveiflaði dansherr- ann henni í hring, og þegar hún leit við aftur, var hann horfinn. í fyrstu varð hún gripin magn- leysi; svo fylltist hún skelfingu. Á þessari stundu hrundi allt í rúst sem hún var búin að byggja upp. Hún varð að hitta hann. Þegar laginu var lokið. taut- aði hún fáein afsökunarorð og þaut út á veröndina — allt of æst til að sýna varfærni. Hún ieit í kringum sig. Hann var þar ekki. Hún gekk niður tröpp- urnar og út í dimman garðinn; hún vissi ekki hvert hún ætlaði, vissi það eitt að hún varð að finna hann. Allt í einu stanzaði hún — fann hve þessi blinda leit var heimskuleg. Þá heyrði hún hann nefna nafn sitt. Já, þama kom hann — út úr dimmum skuggum trjánna. — Jock, var hið eina sem hún gat stunið upp. Hann þrýsti henni að sér og kyssti hana. — Ég ætlaði alls. ekki að láta þig sjá mig — ég sver það! hvíslaði hann þétt við eyra henn- ar. En þegar ég sá þig, varð ég að bíða .... — Ó, ástin mín! andvarpaði hún. — Ég vissi að von var á þér hingað í kvöld, hélt hann áfram. Mig langaði aðeins til að sjá þér bregða fyrir — ég sver þér, að ég ætlaði að halda loforð mitt .. — Loforð, tautaði hún og hún sagði það þannig að það ónýtti öll þau loforð sem hún hafði fengið hann til að gefa — sér- hvert loforð sem hún hafði gef- ið sjálfri sér og öðrum. — Ég frétti að þú ætlaðir að gifta þig — ég varð að sjá þ:g í síðasta sinn .... Hún þrýsti sér fastar að hon- um. Jock, hvað eigum við að gera? — Ekki neitt — það er of seint....... — Nei, það er ekki of seint .. ég fer með þér .. hvert sem er .. — Guð minn góður, það get- urðu ekki .... — Jú, víst get ég það. Mér stendur alveg á sama. Þú get- ur fengið mig til að fylgja þér gegnum helvíti ef með þarf — bara ef þú kemur aftur til mín. Ég var heimskingi — að ég, skyldi reyna að hindra þig í að fljúga! Það var rangt af mér! Hann losaði sig Blíðlega úr örmum hennar; hann titraði frá hvirfli til ilja. Amanda — við verðum að tala um þetta í al- vöru — við verðum að vera skyn- söm. — Ég vil ekki vera skynsöm — öll vandræðin hafa stafað af því. Ég elska þig og það er hið eina sem skiptir máli. 1 þetta sínn fer ég með þér. — Gerirðu þér ljóst hvað það táknar? greip hann fram í. — Hvemig sem allt fer, þá höfum við alltaf hvort annað, sagði hún. — Þú sagðir einu sinni að það væri ekki til frambúðar .... — Það hélt ég þá — ég vissi ekki .... — Og heldurðu að þú vitir það núna? — Já — Já! Þú getur flogið til tunglsins — eða hvert.. sem þú vilt — ég bíð eftir þér — og ég verð sæl yfir því að mega bíða eftir þér! Ég er ekki móð- ursjúk, þótt þetta láti kannski þannig í eyrum. En ég er búin að taka ákvörðun mína — um tíma og eilífð .... Hann stóð grafkyrr; hún fann að hann starði á hana. Bara að hann vildi segja eitthvað! Loks tók hann til máls: Gott og vel. Við förum af stað í fyrramálið. Við leggjum upp á undan hinum — um fimmleytið. — Ég hitti þig á flugvellinum, sagði hún í skyndi. Hann greip um axlimar á henni; varir hans voru mjög nærri vörum hennar. Og þú ert viss um að þú sérð ekki eftir þessu — aldrei? — Aldrei! Aftur þrýsti hann henni að sér; hún stóð á öndinni af koss- um hans. Þögul gengu þau til baka gegnum garðinn. Þegar þau nálguðst húsið, nam hann stað- ar og leitaði að hendi hennar. Klukkan fimm, sagði hann. — Klukkan fimm, endurtók hún. %%%%%wwww þórður sjóari 4574 — Rudy grípur skjalið og les. ,,Þið eruð slægir, segir hann, skammaðir og laumast á brott, eins.og halaklipptir hundar. ,,Þetssu ef ég skýri afa mínum frá þessum brögðum ykkar, veit ég að skjali held ég“ hrópar Rudy á eftir þeim. hann mun hugsa sig tvisvar um að styrkja skipaútgerðina". Bræð- Juan hefur fengið slæmt höfuðsár og Rudy ætlar að flytja hann umir verða ó svipinn eins og skólastrákar, sem hafa verið á sjúkrahús í Pontianak. Þar sem CHERRY 5LOSSOM kemur víö gljd skórnir DANMÖRK I I NOREGUR § 29.7.-19-22.8. 20—24 daga fetð. - Verð kr. 14.600.00. ^ Fararstjóri: Margrét Sigurðardíöttir Flogið verður til Osló 29. júlí og lagt af stað í 7 daga ferð um Suður-Noreg 1. ágúst með langferðabíl og skipum — Verður m.a. komið við cg gist á Arenðal, Mandal, Stavanger, Nestflaten, Harðangri og Veringsfoss. Dvalið verður í Oslo 1 dag í lok þessa ferðalags. Þá hefst 7 daga hringferð um Danmörku m.a. um Frederikshavn, Bröhderslev, Silke- horg, Eshjerg, Ribe, Odense og Kaupmanna- höfn, dvalið þar í 2 daga. Þaðan verður farið til Oslo, norður eftir strönd Svíþjóðar, með viðkomu í Gautaborg. Að lokum verður dval- ið á kyrrlátu hó.teli rétt utan við Oslo í 3 eða 7 daga ef tir því sem menn vilja heldur — Viðhurðarík og róleg ferð. Þátttaka takmörkuð. — Hafið því samhand é I I I 1 við okkur sem fyrst. íEEnmj FERÐASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16; II. hæð I Plast þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir selfu og sót þarf aldrei að móla Skipholti 21 simar 2T190-2I185 efvir lokun í simg 21037 Auglýsið i Þióðvilianum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.