Þjóðviljinn - 03.10.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.10.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVrLJnSTN — Suinnudagur 3. okt/Sber 1965 Önnur blaðskák Þjóðvijans Ctgeíandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivax H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. F'réttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Lögmæt baráttuaðferð þegar verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum áratugum lagt út í stórverkföll, fjöldi verka- lýðsfélaga hafið verkfall samtímis, hefur ekki linnt áróðri af hálfu atvinnurekenda og blaða þeirra um tjónið og skaðann sem svo víðtækar vinnustöðvanir valdi. Hvað sem þeim áróðri líð- ur, vita allir sem til þekkja að slík stórverkföll eru af verkalýðshreyfingarinnar hálfu síðasta úr- ræðið sem gripið er til, og ekki fyrr en ljóst er orðið að atvinnurekendur og ríkisvald standa eins og veggur gegn sanngjörnum kröfum alþýðusam- takanna um kjarabætur og aukinn rétt alþýðu. í ýmsum löndum hefur verið minna um slík stór- verkföll síðustu árin, verkalýðshreyfingin hefur beitt minni og viðráðanlegri aðgerðum í kaupdeil- um, verkföll hafa verið gerð dag og dag, eða á ein- stökum stöðum, og hefur reynslan orðið sú, að með slíkum aðgerðum virðist engu síður hægt að þrýsta á með samningsgerð. t^kipulag verkalýðshreyfingarinnar víða um lönd gerir slíkar baráttuaðferðir auðveldari en þær eru hér á landi. Þó er það áberandi, einkum á þessu ári, að verkalýðshreyfingin íslenzka er í auknum mæli að tileinka sér takmarkaðar og stað- bundnar aðgerðir í kjarabaráttunni. Svo hefur virzt að jafnvel málgögn atvinnurekenda teldu þetta ekki illa farið, a.m.k. er stundum reynt að þakka það áhrifum ríkisstjórnarinnar að almenn verkföll hafi ekki orðið á þessu ári (og skyldi þó ekki gleymt verkfalli síldveiðisjómanna). En und- ir niðri mun .atvinnurekendum ekki hugnast það vel að verkalýðshreyfingin leitar nýrra baráttuað- ferða og beitir þeim með árangri. Því .var það, þegar Trésmiðafélag Reykjavíkur boðaði verkfall sitt í Árbæjarhverfi að atvinnurekendur stefndu málinu fyrir Félagsdóm og vefengdu lögmæti verkfallsins. Jafnframt gripu atvinnurekendur til þess ráðs sem þeim er heimilf samkvæmt vinnulöggjöfinni til þess að gera vinnustöðvunina algera, að boða verkbann gegn öllum félögum Tré- smiðafélags Reykjavíkur. Augljóst var að mál þetta var mikils vert prófmál, einnig fyrir önnur verkalýðsfélög og verkalýðshreyfinguna í heild, þar sem Félagsdómur yrði talinn skera úr um lög- mæti þess háttar aðgerða verkalýðsfélags. £)ómur Félagsdóms í málinu var alveg einróma. Verkfallið var dæmt löglegt. Segir í lokaorðum dómsins að telja verðiað verkfalliðí Árbæjarhverfi brjóti hvorki í bág við ákvæði 2. kafla vinnulög- gjafarinnar né þau meginsjónarmið sem hafa beri í huga þegar þau ákvæði eru skýrð. Eigi verði heldur talið að vinnustöðvunin sé andstæð öðrum þeim réttarreglum sem til álita koma í þessu sambandi. Úrslit málsins urðu því algjör sigur fyrir málstað verkalýðsfélaganna, og staðfesting á lögmæti þeirra baráttuaðferða sem beitt hefur verið. — s. ■ Síðari blaðskák Þjóðviljans er nú lokið með JúlÍLIS Og Jón*. sigri Guðmundar Sigurjónssonar og hefur ís- landsmeistarinn rétt við hlut sunnanmanna í við- ureigninni við Akureyringa. Skákin er birt hér í heild ásamt umsögn keppenda um skákina. 14. c3xd4 15. Rfl—e3 Híi8—c8 1. STÖÐUMYND Staðan eftir 15. Ieik hvits. 15. g7—g6 i 16. Bcl—d2 e5xd4 ■'y 'í ' 4 >*■ 17. Rf3xd4 Dc7—b6 18. Rd4—f3 Ra5—c4 JíiA 19. Re3—c4 Hc8xc4 : 20. Bd2—e3 21. Be3—d4 Db6—b7 Guðmundur Sigurjónsson Guðmundur: Guðmundur Sigurjónsson hefur þetta um skákina að segja: Skákin tefldist lengst fram- an af eins og 5. einvígisskák þeirra Spasskís og Keresar í kandidatamótinu 1965, eða þar til í 15. leik, þá leika Akur- eyringar g7—g6. Betra var að fara að dæmi Keresar og leika Hf8—e8, því að hinn gerði leikur er aðeins ótímabær veiking á svörtu kóngsstöð- unni. í 16. leik kom mjög s„t.crkjega. tH gxeina fyrir. mig að leika b2—b3 og síðan Bb2 eins og Spasskí gerði £ fyrr- nefndri skák, en ég ákvað að koma biskupnum í leikinn á annan hátt. Fátt markvert gerist í næstu leikjúm, fyrr en í 21. leik kemur annar veikur leikur frá Akureyringum, þeir leika Rf6—h5 til þess að geta leikið 22..... Hf—c8, sem annars var illmögulegt vegna 22. Bb3 Hc4—c7, 23. Rf3—g5 Bd7—e8, 24. Ddl—f3 Kg7, 25. Rxh7 og^ vinnur a.m.k. peð. Við ridd- araleikinn skapast aðrar hætt- ur, sem svörtum virðist hafa algerlega sézt yfir. Þessvegna var betra að leika 21...... Hc4—c7. í næsta leik fram- kvæmir svartur svo það sem hann hafði í hyggju í þeirri trú að allt sé tryggt á kóngs- vængnum. En svo er ekki, hvítur hefur leiftursókn og sprengir upp kóngsstöðu svarts. Eftir það er svartur varnarlaus. Að lokum vil ég þakka þeim Jóni og Júlíusi fyrir skákina og Þjóðviljanum' fyrir sinn þátt í þessari keppni. Einnig vil ég nota tækifærið til að óska Akureyringum til ham- ingju með sigur þeirra á 1. borði. Hvítt: Guðmundur Sigurjóns- son. Svart: Júlíús Bogason og Jón Ingimarsson. 1. e2—e4 2. Rgl—f3 3. Bfl—c5 4. Bb5—a4 5. o—o 6. Hfl—el 7. Ba4—b3 8. c2—c3 9. h2—h3 10. Bb3—c2 11. d2—d4 12. Rbl—d2 13. Rd2—fl e7-e5 Rb8—c6 a7—a6 Rg8—f6 Bf8—e7 b7—b5 d7—d6 o—o Rc6—a5 c7—c5 Dd8—c7 Bc8—d7 c5xd4 2. STÖDCMYND Staðan eftir 21. leik hvíts. 21. 22. Ddl—d2 23. Bc2—b3 24. g2—g4 25. Dd2—h6 26. Bb3xf7 27. Dh6xh7 28. Dh7xg6 29. Dg6—h6t 30. Dh6—h8f 31. e4—e5 32. e5—e6t 33. Dh8—h7 34. Dh7—g6t Rf6—h5 Hf8—c8 Hc4—c7 Rh5—g7 Rg7—e8 Kg8xf7 Kf7—f8 Bd7—c6 Kf8—g8 Kg8—f7 Bc6—e4 Kf7xe6 d6—d5 gefið Ef 34....Kd7, þá 35. Re5f Kd8, 36. Rf7t Kd7, 37. HxB- dxB, 38. Df5t-Kc6, 39 Hcltt- Guðmundur tefldi þessa skák mjög vel eins og við var að búast af honum, skákin var sérlega vel upp byggð og loka- sóknin vel útfærð, og var hann vel að sigrinum kominn. Við lentum í erfiðri stöðu eftir að við neyddumst til að skipta upp á miðborðinu í 16. leik og okkur tókst aldrei að jafna stöðuna eftir það. 21. leikur okkar Rf6-h5 miðaði að kóngssókn, en við nánari at- hugun var ekki grundvöllur fyrir henni. Við höfðúm í huga að fórna biskupi á h3 en það reyndist ekki vera hægt. Hann svaraði þessum leik okkar með Ddl-d2 sem er mjög sterkur leikur og eftir það er kóngs- staða okkar mjög veik. Svar- leikur okkar 22...... Hf8-c8 er hreinn tapleikur, eftir það er engin leið að bjarga skák- innL Ef til vill hefði Rg7 í stað Be4 í 31. leik veitt meiri mótstöðu og við hefðum get- að varizt eitthvað lengur. Við tefldum ónákvæmt og mistókst áætlunin um sóknar- aðgerðir. Við vorum ekki bún_ ir að sjá í tíma þá leið sem Guðmundur fór g2-g4 og leikjaröðina sem á eftir fór og það kom okkur í opna skjöldu. Einnig held ég að 15. leikur g7-g6 hafi verið mis- heppnaður af því að við gát- um ekki náð valdi á skálín- unni með svarta biskupnum og þá veikti þetta kóngsstöð- una. Ætlun okkar með leikn- um var að koma í veg fyrir Rh5 og koma biskupi seinna á skálínuna, en okkur tókst það aldrei, vegna þess aðhann^ kom biskupnum sínum til d4. Við teljum að það hafi verið mjög sterkur leikur hjá Guð- mundi að láta biskupinn standa þar. Það hefur verið dálítið freistandi að leika biskupnum til h6, en þetta var áreiðan- lega betra. Slíkar blaðskákir eru mjög mikil lyftistöng fyrir skáklíf- ið og væri æskilegt að hægt væri að efna til sivona keppni aftur. Við þökkum Þjóðvilj- anum og öllum þeim, sem að þessu stóðu. Við viljum leggja áherzlu á að Guðmundur tefldi mjög vel eins og við var að búast af honum. Það hefði verið skemmtilegra að við hefðum Júlíus Bogason Jón Ingimarsson getað veitt íslandsmeistaran- um meiri mótspyrnu. Loka- sóknin var mjög vél útfærð hjá Guðmundi. Barizf í Suðnr- Kasmfr RAWALPINDI 1/10 — Pakist anar héldu því fram í dag, að barizt sé nú í Chamb-héraðinu í Suður-Kasmír, en það hérað tóku Pakistanar á fyrstu dögum stríðsins. Pakistanar saka Ind- verja um að hafa rofið vopna- hléð aðfaranótt föstudags. Ayub Khan, Pakistanforseti, lér svo um mælt í útvarpsræðu í Rawalpindi í dag, að Pakist- anar séu enn á verði, enda þekki þeir óvininn, sem þeir eigi í höggi við. RA.Ð SÓFIhúsgagnaaxkitekt SVEINN KJARVAL VANDINN LEYSTOR nu ervandalaust að raða i stofuna svo vel fari — þessi glæsilegu raðhúsgögn bjóða ótal möguleika; þér getið skipt með þeim. stofunni.sett þau i hom eðaraðað áhvem þann hátt sem bezt hentar íást aðeins hjá okkur HÚSGAGNAVERZLUINl ÁRINIA JGNSSONAR laugavegi 70 simi 16468 r vxr • ; ■ | H /V j i w

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.