Þjóðviljinn - 07.10.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.10.1965, Blaðsíða 6
g SÍÐA — UJÓÐVmJTNN — Fimmtadagur Z október 1965» Mótmæla árásarstefna USA UTG.: ÆSKULYÐSFYLKINGIN - RITSTJOflAR: HRAFN MAGNUSSON, ARNMUNDUR BACHMANN OG SVAVAR GESTSSON Ályktun um a [71 Alyktun sambands- stjórnarfimdar Æskulýðs- fylkingarinnar um alþjóða- mál komst ekki inn á síð- ustu æskulýðssíðu ásamt- ályktununum tveim, sem þar voru birtar. Fer því al- þjóðamálaályktunin hér á eftir: Ekki er hægt að skilja orsak- ir etríðshættunnar í dag nema að skilja eðli stéttarbaráttunn- ar. Þróuðu iðnaðarlöndin hafa um langan tíma arðrænt van- þróuð lönd. Því tímabili fer senn að ljúka. Alþýðan í Asíu, Afríku og latnesku Ameríku er í vaxandi mæli í uppreisn gegn erlendum kúgurum og samstarfsmönnum þeirra í innlendri auðvaldsstétt. herfor- ingjum og landeigendum, jafnt í Perú, Kongó og Vietnam. Heimsveidissinnarnir, auð- hringar Vestur-Evrópu og Norður-Ameriku eru þannig höfuðundirrót stríðshættunnar í heimin.um. Það er hlutverk verkalýðs þróuðu' iandanna að afnema auðvaldsskipulagið i löndum sínum. Þannig er bezt stuðlað að friði. Baráttan fyr- ir sósíalisma er barátta fyrir friði. Um tveir þriðju hlutar mann- kyns búa við skort. Aðstoð „ríkra“ þjóða við „fátækar'1 þjóðir er að sjálfsögðu mikil- væg. En mikilvægast er samt að vanþróuð lönd losi sig við arðrán auðhringa þróaðra landa hvort sem það felst í ó- hagstæðum viðskiptum eða nýtingu auðlinda og ódýru vinnuafli vanþróaðra landa. Undanfarið hefur geisað strið milli Indlands og Pakistans. Það getur brotizt aftur út hve- nær sem er. f báðum þessum löndum eru við völd aftur- haldssamar ríkisstjórnir, full- trúar iandeigenda og braskara. f báðum löndum er alþýðan örsnauð og sveltur. Til að halda henni í skefjum hafa ríkjandi stéttir beggja landa espað trúarbragðahatur svo að almenningur villist á raunveru- legum óvini sínum. Þetta hat- ur hefur nú leitt til striðs. Aft- ur kemur í fjós samspil stétta- baráttu og stríðs. Það er hlutverk raunveru- legra sósíalista bæði í Indlandi og Pakistan að afhjúpa aftur- haldseðli ríkisstjórna sinna og þar með stríðsiris fyrir alþjóð. Þannig höguðu róttækir sósíai- istar sér í heimsstyrjöldinni 1914—’18. Og hlutverk raun- verulegra sósíalista um allan heim á að vera hið sama. — að sýna fram á stéttareðli stríðsins og veita hvorugri rík- isstjórninni nokkurt fulltingi. Voldugasta ríki auðvalds- heimsins hefur í mörg ár rek- ið árásarstyrjöld i Vietnam. Þar haía Bandaríkiri þverbrot- ið hvert ákvæði Genfarsáttmá)-' ans af öðru. Fyrst lét ríkis.- stjórn Bandarikjanna lepp- stjóm sína í Suður-Vietnam neita að láta fara fram kosn- ingar í öllu landinu eins og tilskilið var, þar sem hún óttaðist sigur kommúnista. Síð- an sendi hún herlið til lands- ins. Nú má svo heita að Banda- ríkjamenn standi svo til einir að styrjöld við íbúa Suöur-Vi- etnam, jafnframt loftárásum á Norður-Vietnam. Nær öllum vopnum Bandaríkjamanna hef- ur verið beitt nema atómvopn- um eins og benzínsprengjum og eiturgasi. Og nú eru stríðs- óðir áhrifamenn í Bandaríki- unum að heimta árás á Kína og beitingu kjarnorkuvopna. Mörg fleiri dæmi mætti nefna um bandaríska heims- valdastefnu eins og afskipti Bandarískt fólk situr fyrir framan Hvita húsið í Washington 6. ágúst sl. til að inótmæla árásarstefnu Bandarikjastjórnar gegn Vietnam. Lögregla var kvödd til og hefur hér auga með þátt- takendum Bandaríkjanna af málefnum Dómenikanska lýðveldisins, ógnanir þeirra við Kúbu og Kína. En eitt skýrasta dæmið er nýleg yfirlýsing bandaríska þingsins um að Bandarikin ættu einhliða að hefja árás á hvert ríki í Ameríku, þar sem hætta væri á að kommúnistar kæmust til valda, þ.e.a.s. þar sem hagsmunum bandarískra auðhringa væri ógnað. 1 ljósi þeirra staðreynda, sem hér hafa verið ráktar, verður ljós nauðsyn þess, að • Islend- ingar slíti tengsl sín við banda- ríska heimsveldisstefnu. Mefi- al annars af þessari ástæðu e; nauðsynlegt að Islendingar seg sig úr Atlanzhafsbandalaginr og losi sig við herstöðina >■ Keflavíkurflugvelli. I ! i ! I I Guðbergur Bergsson VETRARSTARFID HAFID HJÁ (?FB Aðalfundm* ÆFH 23. september síðastliðinn var aðalfundur Æskulýðs- fylkingarinnar í Hafnarfirði haldinn í Góðtemplarahúsinu. Á fundinum flutti Þjóðbjörg Þórðardóttir rit. skýrslu frá- farandi stjórnar. En starf stjómarinnar hafði verið með miklum ágætum og félagslíf blómlegt síðastliðið starfs- tímabil. * Síðan fór fram stjómarkjör og í hana kjömir. Örlygur Benediktsson, fortn. Sveinn Frímannsson, varafor- maður, Anna Guðmundsdótt- ir rltari. Ina Hlugadóttir gjald- kerl, Páll Arnason, Andrés Sigvaldason og Þórir Ingvars- son meðstjórnendur. Ennfremur fór fram kosning nefnda. 1 fræðslu- og út- breiðslunefnd vora kosnir: Bjarni Sigursteinsson, Karl Marx Jónsson, Logi Kristjáns- son, Ólafur Halldórsson og Steinþór Kristjánsson. 1 skemmti- og ferðanefnd voru kosin: Bjarni Jóhannsson. Hólm- fríður Árnadóttir, Ingi Þór Gunnarsson, Olga Magnús- dóttir, Sígurður Jóakimsson. Steini Þorvaldssoti og Viðar Guðjónsson. * Magnús Á. Árnason Að lokinni kosningu fóra ’ram umræður um starfið i komandi vetri. Mikill áhugi var ríkjandi meðal fundar- manna og bjartsýni með starf- ið f vetur. Flutningur Sóleyjarkvæðis síðastliðið vor í Lindarbæ. / GóBtemplarahásinu klukkan 9 7. okt. 1965 Brynjólfur 4. nóv. 1965. Magnús 2. des. 1965. Bjami Jóns- Bjarnason ræðir við fylk- Á. Árnason, listmálari son, listmálari flyfcur er- ingarfélaga. kynnir MEXlKÓ. indi um myndlist. 18. nóv. 1965. Þorgeir 2. jan. 1966 verða að öll- 21. okt. 1965 les Guð- Þorgeirsson flyfcur erindi um líkindum þættið úr bergur Bergsson rithöf. úr um kvikmyndina og nú- Sóleyjarkvæði fluttir undir verkum sínum. tímann. stjóm Péturs Pálssonar. ■ Eins og venja hefur verið verður sitthvað fleira til fróðleiks og skemmtunar. Félagar eru hvattir til að mæta stundvíslega og taka með sér gesti. ■ Hittumst öll í Góðtemplarahúsinu klukkan 9. Oriygur Benediktsson * '4 I , 5 ! Bjarni Jónssou Þorgcir Þorgeirsson 1 A 1 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.