Þjóðviljinn - 12.05.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.05.1966, Blaðsíða 6
V g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 12. maí 1966. HITAVEITUMÁL I BORGARMALUM í hitaveitumálum mun Alþýðubandalagið beita sér fyrir eftirfarandi: 1 Undinn sé að því bráður bugur að afla borginni nægrar jarðvarmaorku til þess að fullnægja þörf- um hennar. í þessu skyni verði þegar hafnar bor- anir í borgarlandinu og að Reykjum í Mosfellssveit og fullkannað hvort þar megi ekki fá viðbótar- orku. Jafnframt verði unnið áfram að því að und- irbúa nýjar virkjanir, fjær borginhi, ,á Hengils- svæðinu, í Krísuvík eða annarsstaðar, sem til greina getur komið. Tæki þau, sem borgin hefur til umráða í því skyni að afla nýrrar orku verði nýtt, en ekki látin standa ónotuð. eins og átt hefur sér stað á undanförnum þremuy árum. Þar sem heita má að varmaorka borgarinnar sé nú fullnýtt og þar sem ekki getur hjá því farið að nokkur ár þurfi til undirbúnings og fram- kvæmda á nýjum virkjunum, verði nú þegar haf- izt handa við að reisa nægar kyndistöðvar í því skyni að brúa það árabil, sem verður þar til nýjar virkjanir komast í gagn, svo ekki komi til þess að húsbyggjendur verði að eyða fé í kvndi- tæki, katla og húsrými undir þessi tæki, sem aðeins verða nýtt í stuttan tíma Kappkostað verði að hitaveitan geti þegar í byrj- un fullnægt hitaþörf nýbygginga. Lögð verði séfstök áherzla á að sjá hitaveit- unni fyrir nægum starfskröftum sérmenntaðra manna til þess að undirbúningur tefjist ekki og að sú varmaorka, sem fyrií hendi er nýtist sem bezt og veitukerfi og mannyirki svari bezt til- gangi sínum. í þessu skyni verði hafin tafarlaust sú upplýsinga- og leiðbeiningarstarfsemi, sem hingað til hefur verið vanrækt. Tafarlausar ráðstafani'r verði gerðar til að koma í veg fyrir að það ófremdarástand endurtaki sig að hitaveitan bregðist með öllu í gamla bænum svo sem var á sl. vetri. Innanborgarkerfi gömlu hitaveitunnar verði allt gaumgæfilega athugað þegar í stað og það endurbætt eftir þörfum. Rann- sakað sé hvort ekki er heppilegt að leggja nýtt og tvöfalt hitaveitukerfi í þéttbýlustu hluta gamla bæ'jarins og þá sérstaklega miðbæinn, til þess að tryggja betri nýtingu á varmaorkunni. Hraðað verði smíði nýrra hitaveitugeyma á Öskju- hlíð. Aðfærsluæðin verði athuguð og endurbætt, eink- um sá hluti hennar, sem flytur varmann frá kyndistöðinni við Elliðaár til borgarinnar. Hitaveitunni séu tryggðir starfskraftar til nauð- synlegrar þjónustu við notendur. SKIPULAGSMÁL Alþýðubandalagið vill beita sér fyrir eftirfarandi ráðstöfunum í skipulagsmálum borgarinnar: 1 ?.. Skipulagsdeild borgarinnar sé tryggð hæf forusta. Skipulagsstjóri sé með sérþekkingu á skipulags- málum. Skipulagsdeildinni sé séð fyrir nægum og hæfum starfskröftum til þess að anna verk- efnum sínum. # 3. Skipulagi og uppbyggingu borgarinnar verði hag- að } samræmi við hið nýja aðalskipulag. Þess sé gsett að ganga í tíma frá fullnaðarskipulagi íbúð- arhverfa. er miðist við þarfir næstu fjögurra eða fimm ára, þannig að unnt sé að gera vel undir- búnar verkáætlanir, bæði um framkvæmdir í því skyni að gera íbúðarsvæðin byggingarhæf og um sjálfar húsbyggingarnar. Unnið sé að því að breytt verði lagaákvæðum um eignarnám á lóðum og mannvirkjum vegna nýskipulagningar eldri borgarhverfa, eða aðrar ráðstafanir gerðar, svo hægt sé að hefjast handa um skipulega endurbyggingu gamla bæjarins og breikkun umferðargatna, þ.e. á svæðinu innan Hringbrautar og Snorrabrautar. IEfnt sé til almennrar hugmyndasamkeppni innan- • lands eða á víðtækari grundvelli um einstaka þætti aðalskipulags borgarinnar og þá fyrst og fremst um mikilvægustu verkefni eins og skipu- 1ag nýja miðbæjarins við Kringlumýrarbraut. • Hinir kjömu fulltrúar í skipulagsnefnd borg- *• arinnar skulu vera arkitektar og með sérþekkingu í skipnlagsmálum, sé þess kostur. Við myndun hverfa í gamla bænum eða væntan- legri nýrri byggð, sé tryggt að ákveðnar séu og mótaðar miðstöðvar fyrir verzlunar-, menningar- og félagslega þjónustu og jafnframt komið í veg fyrir tilviljanakennt fálm hins óhefta einkafram- taks. 7. 8. 9. 10. 11. Lögfestur sé verðhækkunarskattur á fasteignir, sem hækka í verði vegna skipulagsaðgerða borg- arinnar eða -annarra ráðstafana bæjarfélagsins. Skattur þessi renni í skipulagssjóð og sé varið til að kosta nauðsynlegar skipulagsbreytingar. Við skipulag miðborgarinnar og framkvæmd þess verði sérstakt tillit tekið til menningarsögulegra minja og þess gætt að ekki raskist of mikið hið sérkennilega svipmót eldri borgarhluta. Leitað verði ráða þjóðfélagsfræðinga, þegar ný hverfi eru skipulögð eða eldri hlutum borgarinn- ar breytt. Leitazt verði við að fegra og snyrta borgina. Lögð sé meiri áherzla eftirleiðis en hingað til á að menn 'ljúki við mannvirki og lóðir. Listamenn verði fengnir til að skreyta opinberar byggingar á vegum borgarinnar og til þess varið ákveðnum hluta byggingarkostnaðar. Frá kosningastjám Alþýðubandalagsins A1J&YÐTJ BANDALAGIÐ □ UTANKJÖRFUNDAR- KOSNING stcndur yfir. I Reykjavík er kosiö í gamla Búnaðarfclagshúsinu við Uækj- argötu, opið alla virka daga kl. 10—12 f.h., 2—6 c.h., cn á sunnudögum kl. 2—6 c.h. Cti á iandi cr fcosið hjá öllum bæjarfógetum og hrepp- stjórum. Skrá yfir kjörstaði erlendis og LISTABÖKSTAFI Alþýðubandalagsins er birt á öðrum stað f blaðinu. Þeir, sem dvclja fjarri hcimilum sinum á kjördag þurfa að kjósa strax, og cru allir stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins beðnir að gefa kosn- ingaskrifstofum okkar allar nauðsynlegar upplýsingar um þá, sem fjarvcrandi eru. n KOSNINGASKRIFS^OF- UR Alþýðubandalagsins i • Rcykjavík sem þegar hafa verið opnaðar, eru f Tjarnar- götu 20, opið kl. 9 f.h. til 22 c.h. alla daga, símar 17512, 17511 og 24357 og að Laufás- vegi 12 opið kl. 9—19, símar 21127 og 21128. Báðar skrif- stofurnár vcita allar almenn- ar upplýsingar varðandi kosningarnar. Ag Laufásvegi 12 er einnig hverfisskrifstofa fyrir Vesturbæ innan Hring- brautar og Þingholt. . □ HAPPDRÆTTI og KÖNNUNARLISTAR. Allir þeir, sem fengið\ hafa senda könnunarlista eða miða f kosningahappdrætti Alþýðu- bandalagsins eru beðnir að gera skil nú þcgar. A kosn- ingaskrifstofunum er cinnig tckið við framlögum í kcsn- íngasjóð og scldir miðar i kosningahappdrættinu, en í því vcrður drcgið daginn eft- ir kjördag. □ SJALFBOÐALIÐAR, scm starfa vilja fyrir Alþýðu- bandalagið fyrir kjördag og á kjördag cru beðnir að láta skrá sig á kosningaskrifstof- unum. □ BlLAU. A kjördag þarf Alþýðubandalagið á að halda öllum þeim bílakosti, sem stuðningsmenn þess hafa yfir að ráða. Eru bíleigendur sérstaklega beðnir að vera viðbúnir og láta skrá sig nú þcgar til starfs á kjördag. 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.