Þjóðviljinn - 24.05.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.05.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÖA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 24. mai 1966. Otgefaudi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritetjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaidur Jó’tannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 35.00 á mánuði. Til hamíngju IZ'osningaúrslitin í Reykjavík voru mjög ótvíræð- **-ur sigur fyrir Alþýðubandalagið. Sé tekin til samanburðar staðan í seinustu kosningum í höf- uðborginni, alþingiskosningunum 1963, kemur í Ijós að Alþýðuflokkurinn fær nú 51 atkvæði færra en fyrir þremur árum, Sjálfstæðisflokkurinn fær Í93 atkvæðum færra, Framsóknarflokkurinn bæt- ir við sig 536 atkvæðum, og Alþýðubandalagið eyk- ur fylgi sitt um því sem næst eitt þúsund atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki beðið þvílíkan ímekki í höfuðborginni í tvo áratugi; honum mis- tókst að þessu sinni að klófesta hluta af Alþýðu- flokksfylginu og er nú í minnihluta meðal borg- arbúa. Hugmyndir Framsóknarforustunnar lum að sópa til sín vinstrafylgi á fölskum forsendum brugðust einnig gersamlega, og munu fáir • vera jafn hnípnir og þeir vonsviknu menn. Forusta Alþýðubandalagsins í sókn vinstrimana í Reykja- vík er ótvíræð og henni verður fylgt eftir. Þjóð- viljinn þakkár samherjum sínum mikið og árang- prsríkt starf. ___ _ _ ,,, , • i lþýðubandalagið má einnig una hag sínum vel ■ , hvarvetna um land og vann víða verulega sigra, má til dæmis minna á Neskaupstað, Kópa- vog, ísaf jörð, Sauðárkrók,.. Sigluf jörð og ýmsa kauptúnshreppa. En sú staðreynd sem augljósust er og athyglisverðust í kosningunum um allt land er tap Sjálfstæðisflokksins, sem sumstaðar nálg- ast fylgishrun. Hann tapar meirihluta sínum með- al kjósenda í Reykjavík, tapar manni í Hafnarfirði, bíður mikið afhroð í Keflavík, missir meirihlut- ann í Vestmannaeyjum, tapar manni á Akureyri, tveimur á Sauðárkróki o.s.frv. Hér er ekki um að ræðá nein staðbundin vandamál- flokksins, heldur samfelldan ósigur sem er mjög þungur .dómur kjósenda um heildarstefnu hans og störf í landsmálum. Svo er að sjá sem talsverðup hluti af tapi Sjálfstæðisflokksins staðnæmist að þessu sinni hjá Alþýðuflokknum sem nær allgóðum ár- angri víða, þótt úrslitin í Hafnarfirði, hinu forna höfuðvígi flokksins og hreiðri flokksformannsins, hljóti til dæmis að verða foruátunni mikið um- hugsunarefni. " 't' I deiglunni 17'osríihgaúrslitin víðast hvar sýna að landsmenn **-eru að taka þjóðmálin upp til nýrrar yfirveg- unar, það hreyfingarleysi sem einkenndi tímabil kalda stríðsins er að hverfa, landsmálin eru í deiglunni. Þær aðstæður tryggja Alþýðubanda- laginu hin beztu starfsskilyrði; nú er byr til’ að berjast fyrir breyttri þjóðmálastefnu af þrótti og bjartsýni. Þjóðviljinn sendir Alþýðubandalgigs- mönnum um land allt baráttukveðjur; látum úr- slitin í fyrradag verða okkur hvatningu til stór- sóknar í þingkosningunum á næsta ári. — m. Hversvegna svarar Náttúru- vemdarráð íslands ekki? Ot af ihinni fyrirhugudu kís- iigúrverksmiðju við Mývatn hafa að vonum spunnizt ýms blaðaskrif pg þykir mörgum að undirbúningur málsins, eða sú hlið þess sem snýr að náítúru- vemd, sé með slíkum endemum að til einsdæma verði að telj- ast og það jafnvel hér á ís- landi. Ot af spjöilum sem margir telja að kísilgúrvinnsla muni valda á náttúru lands- ins á þessum stað, svo sem á fuglalífi, silungseldi í vatninu, ásamt skemmdum á gróðri, þá hefur merkur bðndi í Mývatns- sveit. Þorgrímur Starri Björg- vinsson í Garði, skorað á Náttúruvemdarráð, svo og náttúru- og fuglafræðinga landsins. að svara því, hvort hugboð manpa um náttúru- spjöll af völdum kísilgúr- vinnslu hafi við rök að styðj- ast. Þessi áskorun norðlenzka bóndans hefur verið birt í tveimur dagblöðum höfuðborg- arinnar með nokkm miUibili, en án áranguris. Náttúruvernd- arráð svarar ekki. Náttúru- og fuglafræðingar svara ekki. Hvað er hér að gerast? Ýms- ir varpa fram þessari spum- ingu. Hver er ástæðan til þess, að hinir lærðu sérfræðingar okkar svara ekki bóndanum í Garði og öðrum Mývetningum sem er hugleikið að fá upplýst hvort teflt er í tvísýnu nátt- úruauðævum Mývatnssveitar, með tilkomu kísilgúrsins? Eru þessir góðu menn bundnir slíku þagnarheiti í þessu máli, að það fáist ekki rofið nema að boði valdhafa? Mörgum þykir þessi þögn kynjeg, svo ekki sé mpira sagt. En ég bara spyr: Hvers virði eru íslenzk vísindi. ef þögnin er látin fela álit okk- ar náttúrufræðinga og Náttúru- verndarráðs, þegar mikil þörf er á að þessir aðilar tali, og svari þeim spumingum sem til þeirra hefur verið beint? Eg skrifaði um silungsveið- ina í Mývatni í þessum þætti strax þegar þetta mál bar fyrst á góma og frumvarpið um kísílgúrvinnsluna var lagt fram. Ég sá strax i hendi minni að eitthvað hlaut að vera bogið við undirbúning málsins, þar sem hvorki fylgdi frumvarpinu umsögn Náttúruvemdarráðs, fuglafræðinga né veiðimála- stjóra þar sem þeir lýstu af- stöðu sinni/ til kísilgúrvinnsl- unnar. Ég vil segja að það var algjör lágmarkskrafa viðvíkj- andi þeirri hlið sem að silungs- stofninum í Mývatni snýr, að hann hefði verið metinn til verðs. og árlegar tekjur Mý- vetninga af veiðinni, þvi að mínu viti^, getur enginn sagt fyrir hvaða áhrif taka botn- leðjunnar hefur á silungsstofn- inn þegar farið verður að vinna þama fyrir alvöru. Og hversvegna er jafn sjálf- sögðum rannsóknum sleppt við undirbúning þessa máls, eins og þeim sem snúa að náttúru landsins og gæðum? Er þetta gert vegna óvitaháttar eða af öðrum lakari hvötum? Það er gkki undarlegt að kísilgúrmál- ið vekji ýmsar grunsemdir, þegar þannig h'efur verið stað- ið að undirbúningi málsins. að allt hefur verið vanrækt sem mestu varðar, en það er hvort kísilgúrvirinslan getur ' valdið slíkum spjöllum á náttúru landsins og gæðum að aldrei fáist bætt aftur. Fullkomnasta haf- rannsóknarskip heims Nýlega var sagt frá því í er- lendum blöðum sem láta sig sjávarútvegsmál varða, að Rússar hafi nýlega fengið smíðað f Austur-Þýzkalandi stærsta og fullkomnasta haf- rannsóknaskip heims. Skip þetta hlaut nafnið „Akademik Kurtsjatov“ og er þvi lýst á þennan veg: I smálesum er stærð skipsins talin 6.700. Lengd skipsins er 124 m, breiddin 17 m og það ristir 6.1 m í sjó. Skipið er knúið tveim- ur Díeselvélum sem eru 4000 hestöfl, og er ganghraði þess að meðaltali 18.2 sjómilur á klukkustund. Rafvélar skipsins framleiða 2425 kílóvött. Brennsluforði skipsins nægir til 20.000 sjómílna ferðar, en það þýðir að skipið getur siglt kringum jörðina við mið- jarðarlínu án þess að taka eldsneytisforða. íbúðir í skip- inu epu fyrir' 166 menn. Sjón- varpskerfi hefur verið komið fsrrir í skipinu, þannig að frá stjórnpalli er hægt að fylgjast með allri vinnu um borð. Þá eru í skipinu 24 ranftsóknar- stofur sem hver hefur sitt hlut- verk að vinna. einnig 30 hjálp- artæki til vfsindalegra iðkana, þar á meðal rafeindareiknir af fullkomnustu gerð. Á þilfarinu er meðal annars krimið fyrir risavaxinni tog- vindu, Ifklega þeirri öflugustu sem ennþá hefur verið smíðuð í heiminum. Þessi vinda er í senn akkeris- og togvinda auk fleiri hlutverka sem henni er ætlað að vinna svo sem að sökkva niður á mesta hafdýpi margra smálesta rannsóknar- tækjum og hala þau upp aftur. Skipið á að geta lagzt fyrir akkeri á 8000 m dýpi, og það er reiknað út að það geti togað á 12.000 m. dýpi. Rússneskir haffræðingar eru sagðir binda miklar vonir við þetta skip. enda lýsa erlend blöð þvf svo, að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað hafrannsóknarskip sem áður hefur verið smíðað V erksmið ju’f ogarinn Long-ra slær sín fyrri met Þann 25. janúar s.l. Iagðl úr höfn í Álasundi verksmiðjutog- arinn Longva og hélt á miðin við Nýfundnaland og segir nú ekki af ferðum togarans að sinni. En á skírdagsmorgun 7. apríl sl. lagðist Longva að bryggju f Álasundi og hafði fullfermi innanborðs. Ég gef nú hinum mikla afla- skipstjóra Norðmanna Oddvin Longva orðið. Skipstjórinn segir blaðamönnum að þetta hafi verið frekar hörð veiðiferð með miklum frátöfum og vélt- ingi. „Hvað eftir annað urðum við að hætta veiðum sökum veðurs og leggja skipinu til, þvf við höfum fengið verra veður f þessari ferð á Longva en áður“ Skipstjórinn segir að hann hafi byrjað veiðarnar á Nýfundnalandsmiðum eða rétt- ara sagt við Labiador. A þessu svæði voru 50 til 60 stórir verksmiffjutogarar aff veið- j um sem við sáum, segir skip- |. 'tjóri og voru flestir kringum , 3000 smálestir að stærð. Longva I var lang minnsta skipið eða rúmlega 1000 smálestir. Það var enginn ís á • miðunum við Labrador og aflinn var góður. Við urðum þó að yfirgefa þessi mið til að sækja brennslu- íorða til Vestur-Grænlands. Eftir það veiddum við á Fyllu- grunni og Bananagrunm og fengum góðan afla. „Við erum með 430 smálestir af flökum og þó styttri veiðitíma en nokkru sinnl áður. Vinnsluaf- köstin um borð hafa líka verið í hámarki í ferðinni; hafa ktim- izt upp í 21 smálest af fullunn- um flökum á sólarhring. Þetta er líka met hjá okkur, sem hægt er aðeins að ná með góðri þjálfun." Þetta er í stuttu máli lýsing skipstjórans á hinni vel heppn- uðu veiðiferð. Síðar í viðtalinu segir Oddvin Longva skipstjóri að talsvert ísrek hafi verið á miðunum við Grænland og fiskurinn hafi haldið sig á miklu dýpi. Þess skal að síð- ustu getið að skipshöfnin á Longva í þessari ferð voru 46 menn þar af fjórir Færeyingar. Bretar ætla að heíja síldveiðar með kraftblökk Á sl. vetri sendu Bretar nokkra skipstjóra til Noregs til að kynna sér síldveiðar með kraftblökk. Eftir þessa kynn- isför hefur verið ákveðið að nokkur brezk skip hefji síld- veiðar með kraftblökk nú í sumar, þar á meðál nokkrir togarar. Norðmenn hafa tekið sð sér að útbúa skipin fyrir Breta. og kt>m fyrsta skipið þessara erinda til Björgvinjar nýlega. Þetta var „Princess Anne“ sem stundaði síldveið- ar með togvörpu á s.I. ári. Skipið er 147 fet á lengd og er eign Boston Deep Sea Fisher- ies Ltd í Lowestoft. SKIPATRYGGINGAR útgerðarmenn. /TRYGGJUM HVERS KONAR SKIP OG ALLT, SEM ÞEIM VIDKEMUR * TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 • REYKJAVIK SIMI 22122 — 21260

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.