Þjóðviljinn - 06.09.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1966, Blaðsíða 7
? ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. september 1866 — SÍÐA 7 Hotel Evropeijski, stórt hótel miðsvæðis í borginni. í sölun- um heyrast öll tungumál töluð. Hljómsveitarmennirnir hafa ver- ið vöðvamiklir að dæma eftir því hvað þeir gátu spilað hátt ekki fleiri menn. Hvað voru þeir nú að spila fyrir dans- inum? Þeir spiluðu gömul am- erísk danslög a la will. Hann gekk um og keppti við skiltið að brosa, og bjarm- aði af honum og bústnum kinn- ufn hans, höfuð hans mjókk- aði upp og efst var nógu mik- ið hár til þess að hann gæti gert skiftingu með reglustiku. Hann var í köflóttum jakka og svörtum buxum sem voru eins- og það hefði verið malbikað yfir þær og skyrtan virtist úr alúminíum. Skyldi hann hafa þetta skilti á náttfötunum sín- hann sefur? góðir. Konan tók telpuna upp úr grasinu og hélt áfram ferð- inni. Svo kom lítill drengur og bauð fram gular rósir. Maður, spilaði vélrænt á píanó- ið í kaffistofu hótelsins, kannski var það einn af þjónunum að hvíla sig. í gamalli höll skammt frá I byggingunni næst á myndinni er skóli áætlunar- og tölfræðivísinda. jenka og svo suður-amerísku dansana. Það var stórt dans- gólf , með fáum dansendum. 1 kringum það sátu afriskar og asískar sendinefndir, amerísk- ir ferðamenn og slæðingur af Pólverjum. Fyrst var reynandi að gera sig skiljanlegan á þýzku en sumir þjónarnir töl- uðu þó ensku og kannski frönsku. Einn þeirra var að koma úr siglingu og hafði ver- ið í tuttugu og þrem löndum en hápúnkturinn var þegar hann komst í Rijksmuseum i Amsterdam og sá Rembrandt. Þarna var mikið af pólsk-am- erísku fólki sem kom í flokk- um til að heimsækja gamla landið. Með sumum hópum voru kaþólskir prestar sem einskonar trygging fyrir því að guð myndi lofa þeim að kom- ast aftur til Ameríku. Mesta hrifningu mína vakti einn Ameríkumaður sem gekk með gríðarlega stórt skilti framan á sér þar sem á var skrifað: Ambassador , of good- En hann átti keppinaut um athygliná. Það var borgarstjóri t,4rá .Colojrado, sem var að ferð- ast með kjósendufti sínum og þurfti alltaf að vera að tala og yfirstimpla samkvæmisleik- ina með sínum stóru hlátrum; hann var á stanzlsusum fram- boðsfundi og þegar hann stanz- aði til að tyggja, brosti hann stundum í staðinn fyrir ræð- urnar og hlátrana og það var eitthvað ískalt og hart í bros- inu og mmnti á veráldarpréd- ikarann Billy Graham. Á torginu fyrir utan 'voru tvær sígaunakonur, önnur bar sofandi barn; telpan var nokk- uð stór en kellíngin ákaflega feit; hún lagði telpuna í gras- ið þar sem hún svaf áfram en fór sjálf að spá fyrir veg- farendum. Hún náði í hjón og las vandlega í lófa þeirra en það hefur áreiðanlega kom- ið gott út úr því, hjónin marg- kvöddu hana með handabandi þegar þau voru búin að borga og allir virtust vera glaðir ög Starfsfræði, feiðbeinmgar Mm starfs- og stöðuva/ Starfsíræði, ieiðbeiningar um starfs- og stöðuval, nefnist ný ■ kennslubók, sem Ríkisútgáfa námsbóka hefur nýlega gefið út, Höfundar eru Kristinn Björnsson sálfræðingur og Stefán Ólafur Jónsson náms- stjóri. ( Bókin er einkum ætluð nem- endum í unglinga- og gagn- fræðaskólum og öðru ungu fólki, sem ekki hefur valið sér lífsstarf, en 1 vill fræðast um hina ýmsu þætti atvinnulífs- ins. Starfsf ræðin greinist í nokkra aðalhluta. Fyrst er stutt yfir- lit um atvinnuþróun, einkum hér á landi. — Þyi næst eru upplýsingar um starfshópa og störf, sem völ er á, og í fram- haldi þess bent á þær leiðir, sem unnt er að fara, til að búa sig undir störfin, þ.e. náms- leiðir. Þá er kafli um atvinnulíf- ið og aðstæður á vinnustað, ætlaður til að gefa nemanda hagnýtar upplýsingar um margt það, sem hann þarf að vita, þegar komið er út í atvinnu- iífið. Loks er síðasta hluta bókar- innar ætlað að hjálpa nem- anda við sjálft starfsvalið, kenna honum að meta eigin hæfni, áhuga og aðrar aðstæð- ur, er máli skipta, kenna hon- um að velja. Samtímis starfsfræðinni hef- ur verið gefið út sérstakt verk- efnahefti. Er það einkum ætl- að nemendum við sjálfskönn- un með val lífsstarfs í huga. ☆ ☆ ☆ Bókin, sem er 96 blaðsíður, er með nokkrum skýringar- myndum. Prentun annaðist Prentsmiðja Hafnarfjarðar h.f. hótelinu er menntamálaráðu- neytið. Þar tók menntamála- ráðherrann Lucjan Motyka á móti mér. Hann hefur mikinn áhuga á myndlist eúda sér þess stað í húsinu, þar er mikið af málverkum. Það voru langir gangar með mjúkri kyrrð, og rauðum teppum. Ráðherrann er ákaflega látlaus maður og virtist vera vel að sér um ís- lenzk efni Hann minntist á að Laxness hefði verið á ferð- inni fyrir tíu árum. Hann hafði séð Birtingshefti með ljóðum eftir pólsku skáldin og lét i ljós áhuga á meiri menningar- legum samskiptum landanna. Við töluðum um Wodhiczko sem hann hafði veitt leyfi frá störfum til þess að hann gæti farið til íslands, og ég sagði honum að við þættumst hafa himin höndum tekið að fá slík- an mann til starfa hjá okkur. Við ræddum margt, meðal annars sagði ráðherrann að engin væru bönd lögð á kvik- myndahöfunda en þeir vildu þó helzt efla mannúðlegar kvik- myndir sem sýndu jákvæðar hliðar lífsins. Hann sagði frá hinu mikla starfi í sambandi vjð uppbygginguna. Það var býrjað á því að reisa Kóper- níkusar-minnismerkið eftir Thorvaldsen að nýju. Það var látiþ sitja fyrir þó fólkið hefði ekki hús til að búa í. Svona erum við rómantískir Pólverj- ar, sagði ráðherrann. Það var tákn hins ódauðlega anda sem engin morðöfl ‘ geta unnið að fullu. Ráðherrann hafði verið í öllum Norðurlöndum nema fslandi, vonandi verður bráð- lega bætt úr því. karla í staðinn fyrir að nota tækifærið. Sósíalisminn virðist síður en svo hafa afnumið titlatog. Aldrei er maður nefndur án þess að vera kallaður pan sem þýðir herra, kona er panova. Ávarpið félagi er ekki viðhaft. Mér skilst að einhverntíma hafi verið reynt að koma því á og fá menn til að stilla hand- kossum í hóf en menn vildu , ekki anza því. Hvernig skyldi Kinverjum lítast á blikuna sem mega víst hvorki eiga húsgögn né vesturlandaskó (sambanber þegar djöfullinn gekk- á dönsk- um skóm), né láta Beethoven spilla sér. Ekki bar á öðru en Pólverjar ættu ágæt húsgögnii þeim heimilum sem við sáum. (Kannski væri athugandi að vinna markaði fyrir íslenzka sauðskinnsskó í Kína). Skriffinnska kvað vera mikil plága í Póllandi og þó for- dæma hana flestir og margir tala um Parkinsonslögmálið efí einhverjir hljóta að vilja við- halda henni úr því hún er svona yfirgengileg ennþá. Það var drjúg vinna að fá keyptan farmiða með skipi frá Swino- ujscie til Sviþjóðar. Fyrst fór- um við í einn stað og biðum þar um stund unz okkur var vísað i annan stað og vorum látin biða þgr unz við vorum send aftur í stað númer eitt. Þar sat roskin kona og skrifaði með blýanti eða penna. Hún skrifaði og skrifaði. Hún tók ein fjögur eða fimm afrit af hverju skjali. Aumingja konan að sitja svona allan daginn og skrifa. Þegar hún var búin að í menn þyrftu að fjalla um mál- ið. Pólverji sagði mér einu sinni að hann hefði vérið að tala við embættismenn í ör- yggiseftirlitinu heima hjá sér. Sjálfur hafði hann ferðast nokkuð um Vesturlönd. Emb- ættismaðurinn sagði að þeir sem kæmu frá Vesturlöndum til Póllands væru njósnarar. Þeir kæmust ekki hjá því. Ef þeir njósnuðu ekki fengju þeir bágt fyrir. Hvernig? Ja þá er tekið af þeim vega- bréfið, segir embættismaður- inn. Jæja, segir hinn: ég var uú í Frakklandi. Ég gat farið hvert sem ég vildi án þess að láta lögregluna vita. Já en lögreglan veit allt samt, svaraði embættismaður- inn. Og bætti síðan við: en það gerum við nú lika. Pólverjar skopast að skrif- finnskunni. Rithöfundar , og .skáld deila á hana í verkum sínum. Leikritahöfundarnir hæða hana napurlega, menn einsog Mrozek sem var leikinn hér í fyrra í Lindarbæ. í kvik- myndunum gera þeir það líka. einsog Tékkar eru farnir að gera af miklum móði og frjáls- lega. í Dómkirkjunni er fólk að biðjast fyi-ir og skrifta. Kon- urnar lágu á knjánum utan við skápinn þar sem skriftafaðir- inn s'at bak við gardínur, og þær þeystu úr sér tiltækum syndum upp í guðsmannshlust- irnar og virtust vera svo óvarð- ar að hver og einn gæti heyrt syndaþuluna ef hann hirti um það. Kertaljósin blöktu og bjarminn titraði á andlitunum og baugar og hrukkur skyggð- ust. Ein kona lá grátandi á 'hnjánum, og' bærði varirnar í sífellu. Nýtízku hringtorg í Varsjá. í baksýn er bygging aðalstöðva Kommúnistaflokks Póllands. Pólverjar eru ákaflega hátt- vísir og fylgja 'ýmsum gömlum siðum. Það er einsog maður sé kominn aftur á tíma Chopin þegar maður sér hvemig kon- um er heilsað með því að kyssa á handarbak þelrrá einsog hátt- ur var aðalsmanna forðum. Og svo kemur maður frá íslandi og hristir hendur kvenna sem skrifa mikið sagði hún okkur að koma aftur. i þessa fárán- legu snúninga fór næstum heill morgunn. Það er kánnski nauðsynlegt að fylgjast vel með ferðamönn- um til að geta gripið njósnara en það er hætt við að þeir festist ekki í hinu grófa neti skriffinnskunnar. f fyrst skifti sem ég kom til ítalíu 1948 tók það mig mánuð að reyna að fá framlengt dvalarleyfi í Róm og þá var mér sagt í innanrík- isráðuneytinu að 64 embættis- Þarna var mynd eftir Thor- valdsen. Öll listaverk kirkj- unnar voru eyðilögð í bardög- unum í uppreisninni þegar borgarbúar vörðust Þjóðverjum vikum saman. Vörn þeirra stóð lengur heldur en Frakklands í sókn Þjóðverja. Það var bar- izt mjög hart um þessa dóm- kirkju, Þjóðverjar notuðu hér litla íjarstýrða skriðdreka sem voru kallaðir golíatar. Við þá voru tengdir rafþræðir og þeir voru hlaðnir sprengiefni og meðal annars sendir inn í kirkjuna þar sem hungraðir og Eftir Thor Víihfchirisson 5. GREIN skotfærarýrir menn með frum- stæð vopn -voru að berjast og fengu þá á sig þessa litlu mannlausu véldjöfla'. Einn minnisvarði frá Stal- íntímanum gnæfir hátt í Var- sjármiðju. Það er menningar- höllin reist í rússneskum turn- tertustil og fullgerð 1955 og mun þé hafa verið kennd við ■ Jósep Stalín'. Ég spurði hvort því hefði verið breytt. Nei en enginn minnist á það. í Varsjá hafa allir lista- mannahópar sína sérstöku klúbba og veitingahús sem rík- ið rekur og eru undir stjórn menntamálaráðuneytisins. Við komum meðal annars í klúbb leikara og þangað komu leikar- arnir sem við höfðum fyrr um kvöldið séð túlka svo frábær- lega hlutverk nazistanna í leikriti Peter Weiss um fanga- búðirnar í Auschwitz og voru að hressa sig eftir áreynsluna og kannski skola úr sér við- bjóðnum. Tveir menn sátu við píanó og annar var of drukk- inn til þess að spila en hin’n var of drukkinn til að taka eftir þvi að hann gæti ekki spilað. Beint á móti okkur saf maður að kyssa konu. en við næsta borð tvær enskar stúlk- ur með hópi Pólverja og þegar þær föru kyssti maður á hönd þeirra að þarlandssið og þær roðnuðu og urðu svo sælar að það var auðséð að það hafði aldrei komið fyrir þær áður. Rithöfundarnir ' geta f arið upp í sveit og dvalið í húsum rithöfundasambandsins þar sem þeir hafa mat og herbergi. Það var ágætt tækifæri á Akur- eyri til að koma upp slíkum bústað í húsi Davíðs Stefáns- sonar sem hefði getað komið sér vel fyrir islenzka rithöf- unda og svo hefði mátt bjóða * góðum erlendum höfundum að vera hér tíma og tíma. Þegar Gunnar Gunnarsson skáld gaf Skriðuklaustur fylgdi það skil- yrði að þar skyldu vera tvö herbergi handa rithöfundi. Þeir sem þáðu g.iöfina hafa til þessa dags hunzað það skilyrði, Frá Varsjá skruppum við til hinnar forn höfuðborgar Kraká þar sem einn elzti há- skóli álfunnar stendur og á sér mikla sögu kenndur við Jagel- lonian, og þar var Kóperníkus um sinn. Og þaðan fórum við til Auschwitz. Veiði um heígina Um helgina var sama og eng- in síldveiði, enda ekki, veiði- veður. Alls tilkynntu 16 skip um afla, samtals 741 lest: Isleifur IV. VE 20 Sig. Jónsson SU 70 Sigurvon RE 75 Súlan EA so Höfrungur III. AK 20 Einar Hálfdáns ÍS 20 Loftur Baldvinsson EA 40 'Guðjón Sigurðsson VE 15 Guðbjartur Kristján ÍS 70 Ólafur Magnússon EA 60 Elliði GK 55 Bára SU 16 Margrét SI 20 Gísli Árni RE 100 Sigurbjörg ÓF 60 Hannes Hafstein EA 40 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.