Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJOÐVTUINN — Sunnudagur 23. apríl 1967. Blóm verður að umgangast einsog viðkvæmar verur segir RAGNAR MICHELSEN, blómaskreytíngamaður □ f nýlegri blómabúð Pouls Michelsen við Suðurlands- braut eru þau tvö við afgreiðslu og til leiðbeiningar blóma- blómakaupendum: Þórdís Jónsdóttir. blómaskreytingar- kona og ungur sonur verzlunareiganda, Ragnar Michelsen. □ Ragnar lærði blómaskreytingar í Danmörku í 3 ár en hefur reyndar alla tíð lifað og hrærzt innanum blóm. Ræddi hann góðfúslega við blaðamann Þjóðviljans um þetta sitt hjartans áhugamál: blómin. — Það má segja að ég sé al- inn upp i. eða i námunda við gróðurhús, sagði Ragnar. — Og síðan ég hætti í skóla hefur mín vinna ailltaf verið í tengsl- um við blóm eða garðrækt. — Þú lærðir blómaskreytingar erlendis? — Já, ég var þrjú ár við nám í Danmörku. Til þess að ná fullum réttindum sem blóma- skreytingamaður fór ég á nám- skeið í verzlunarfögum og í iðnskóla. Á þessum þremur ár- um í Kaupmannahöfn vann ég hjá Praesler, en þeir sjá um 95 prósent af kistuskreytingum í Danmörku. Hjá Brödrene Wolff vann ég líka og sömu- leiðis töluvert í Konunglega leikhúsinu og við dönsku hirð- ina. — Hvemig féll þér að vinna við hirðina? — Það var mjög skemmtileg upplifun. Konungsfólkið var einstaklega vingjarnlegt og frjálslegt í framkomu við okk- ur, t.d. heilsaði konungurinn okkur aldrei öðruvísi en: davs kammerat! En fólkið sem hefur gifzt inn í konungsættina er aftur á móti stífara og lítur stórt á sig og það þarf maður að ávarpa með orðunum: Deres Majestet eða Deres Höjhed. Nú, eftir að náminu lauk var ég í Englandi um tíma og kynnti mér blómaskreytingar þar. Annars fer ég yfirleitt i ferðalög til útlanda á hverju sumri og kynni mér þá um leið nýjungar í blómaskreyt- ingum á hverjum stað. , — Þú hlýtur þá að geta gert samanburð á erlendri og inn- lendri blómamenningu? — Já, ég verð að segja að mér finnst þetta stefna í rétta átt hjá okkur. Við eigum orð- ið marga duglega blómaskreyt- ingamenn sem hafa lært til þessara hluta enda þótt við séum fáir sem höfum lokið prófi. Fólk kaupir meira af blóm- um nú orðið en áður fyrr. Það er t.d. ékki óalgengt að menn kaupi blóm handa eiginkon- unni á hverjum laugardegi. í þannig tilfellum kaupa þeir oft- ast aðeins 1—3 blóm enda skemmtilegra að fá færri blóm, en oftair- Eitt blóm í vasa getur líka verið reglulega fallegt. Kaktusar hafa verið mikið i tízku undanfarið, sérstaklega h já ungu fólki og eru þeir langoftast hafðir í kerum. Einn- ig fer það í vöxt að fólk kaupi pottsiblóm — og stór blóm koma oft í staðinn fyrir hús- gögfli 'til að fyIla upp í stófúrta. Þá er það að aukast að fólk noti blómaskréytingar á borð við hátíðleg tækifæri. 'Víð leiðbeinúm folkT ef þáð spyr ráða í sambandi við val blóma því að þar er margt að athuga t.d. litasamsetningar. það er ekki hægt að setja alla liti saman. Við bendum fólki gjarnan á bókina Stofublóm eftir Ingólf Davíðsson, þar eru ýmsar mikilsverðar upplýsing- ar í sambandi við blóm. — Hvaða leiðbeiningar gefið þið fólki helzt sem kaupir pottablóm? — Mikilverðasta atriðið er vökvunin eða umhirðan á blóm- unum. Það á að vökva vel en lofa blómunum að þorna aðeins á milli. Þau mega ekki sitja í vatni í skálinni því að þá rotna háræðamar og blómin verða gul og ljót. Eins er nauð- synlegt að gefa þeim áburð öðru hverju. Þegar blómin eru keypt verð- ur að hafa í huga hvar þau eiga að standa í íbúðinni þvi að bírtán er' míkið atriði fýr'ír blómin. Á vorin ber að klippa gömlu greinarnar af og þá koma miklu fleiri blóm á nýju greinamar. Varðandi afskorin blóm er það veigamikið atriði að vas- arnir séu vel hreinir til að blómin lifi og sýklar sitji ekki eftir frá fyrri blómum. Eins verður að skipta hæfilega oft um vatn og skera þverskurð þannig. að opið sem plantan sýgur vatnið í gegnum verði stærra. Sumt fólk vill ekki kaupa ó- útsprungin blóm, sem er þó miklu skynsamlegra. Þá standa blómin lengur og fólk hefur meiri ánægju af þeim. — Stundum hef ég heyrt frómar frúr halda því fram í fullri alvöru að það eigi að tala við blómin einsog væm :•> þau vitsmunaverur, hvað segir þú við því? — Blómin eru lifandi verar, og það mjög næmar verur. Þau finna hvort umgangur er í í- búðinni eða ekki og vaxa bet- ur ef svo er. T. d. era blómin langfallegust hjá kbnum sem hirða vel um þau, vökva þau mátulega mikið, klippa af þeim og tala við þau. — RH ,nwa ff Jafnrétti karlal KAFFIKÖNNUR HITABRÚSAR MATARBRÚSAR halda heitu sem köldu Eftirtaldar verzlanir selja „ALADDIN“ hita- brúsa o.fl. frá Aladdin. Reykjavík: Verzl. Baldur, Framnesvegi — Vogaver, Gnoðarvogi 44-46 — Gjafabær, Stigahlíð 45-47 — Geysir, Vesturgötu 1 ‘— G. Zoega h.f., Vesturgötu 6 — Ávaxtabúðin, Óðinstorgi — B.H. Bjarnason, Aðalstræti 7 — Heimilistæki h.f. Hafnarstr. 1 — Hamborg, Laugavegi 22 — Bankastræti 1 — Aðalstr. 6 — Jes Zimsen, Hafnarstræti 21 — Suðurlandsbraut 32 — KRONverzlanir — Liverpool, Laugavegi 18A — Dráttarvélar, Hafnarstræti — Rafiðjan, Vesturgötu 11 — Lidókjör, Skaftahlíð — Axel Sigurgeirsson, Barmah. 8 — Krónan, Mávahlíð 25 — Holtskjör, Langholtsvegi 89 — Sigurðar Kjartanss., Laugv. 41 — Jóns Þórðars., Laugavegi — Silla og Valda — — Laugavegi 82 o.fl. — Matvörumiðstöðin, Lauga- læk 2 — Kjalfell, Gnoðarvogi 78 — Nóatún Kjörbúð, Nóatúni — H. Biering, Laugavegi 6 — Ásgarðskjör, Ásgarði 22-24 —- Árbæjarkjör, Rofabæ 9 — Hamarsbúðín, Hamarshúsí, Tryggvagötu. Kostakjör, Skipholti 37 K. Einarsson og Björnsson Laugav. 25 Kjörbúð Laugaráss, Laugarásvegi 1 Kjörbúð Laugaráss, Norðurbrún 2 Verzl. Skúlaskeið, Skúlagötu 54 — KJÖTBORG, BÚÐARGERÐI10 Heimakjör, Sólheimum 29 Sportvöruverzlun Búa Petersen, Bankastræti 4 Sunnubúðin, Sörlaskjóli Nova, Barónsstíg 27 Árna Einarssonar, Fálkagötu 13. Úti á landi: Kaupfélag Kjalarnesþings Verzl. Jóns Mathiesen, Strandgötu 4, Hafnarfirði Verzl. Stebbabúð, Linnetstíg 6, Hf. K.E.A., Akureyri Óli og Gísli, Vallargerði 40, Kópav. Haraldur Böðvarsson og Co. Akran. Kaupfélag Árnesinga, Selfossi Kaupfélagið Höfn, Eyrarbakka Kaupfélagið Þór, Hellu, Rang. Kaupfélag Suðurnesja, Grindavík Kaupfélag Suðurnesja, Keflavík Kaupfélagið Ingólfur, Sandgerði Kaupfélag Borgnesinga, Borgarnesi Verzlunarfélag V. Skaftfellinga, Vík, Mýrdal Kaupfél. Rangæinga, Hvolsvelli Kaupfél. Vestmannaeyja Kaupfél. Árnesinga, Þorlákshöfn Kaupfél. Stykkishólms Verzl. Björns Finnbogasonar, Gerðum Kaupfél. Árnesinga, Hveragerði Verzl. Einars Guðfinnssonar, Bolung- arvík Verzl. Ara Jónssonar, Patreksfirði Kaupfélag Dýrfirðinga, Þingeyri Verzl. Jóns S. Bjarnasonar, Bíldudal Kaupfélag Önfirðinga, Flateyri Verzl. Suðurver Suðureyri Verzl. Neisti h.í., ísafirði Verzl. Valterg, Ólafsfirði Verzl.fél. Siglufjarðar, Siglufirði Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík Kaupfél. Vopnfirðinga, Vopnafirði Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði Verzl.fél. Austurlands, Egilsstöðum Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðs- firði Kaupfél. Stöðfirðinga, Breiðdalsvík Verzl. Virkinn, Bolungarvík Verzl. Björns Björnssonar, Neskaupst. Verzl. Markús E. Jensen, Eskifirði Verzl. Sida, Raufarhöfn Kaupfél. Berufjarðar, Djúpavogi Kaupfél. V.-Húnvetninga, Hvamms- tanga Kaupfél. A.-Húnvetninga, Blönduósi Kaupfél. A-Skaftfellinga, Höfn, Hornafirði Kaupfél. Skagfirðinga, Sauðárkróki, og fleiri eiga óafgreiddar pantanir sem berast hraðar en unnt er að af- greiða. UMBOÐSMAÐUR OG HEILDSALA: RAGNAR TÓMAS ÁRNASON JÖRVA V/VESTURLANDSVEG. RVK. SÍMI 36100. SÍMNEFNI: RATA. I brezka kvennablaðinu Woman’s Own vorkennir rit- höfundurinn Monica Dickens karlmönnunum. Barátta þeirra fyrir jafnrétti hefur gengid svo hægt og rólega samanborið við öll lætin sem konur hafa kom- ið af stað meðan þær hafa ver- ið að berjast fyrir því að verða viðurkenndar í heimi karl- mannsins. Nú þegar konur eru farnar að annast æ fleiri af þeim störfum sem áður vora eingöngu ætluð karlmönnum — búlgarska flugkonan Maria At- anassova vakti ekki svo litla hrifningu í London fyrir skömmu — ætti ekki lengur að vera úr vegi að leyfa karl- mönnum að taka að sér störf sem hingað til hafa eingöngu verið ætluð konum. — Ég þekki marga stráka sem era bamfóstrur, heldur rit- höfundurinn áfram, og marga sem kunna að prjóna. Hinsveg- ar bera systur þeirra út blöð eða vinna við benzínafgreiðslu. Það er til fjöldi afburða kokka, hárgreiðslumeistara og tízkufrömuða sem era karl- menn — því ekki að ganga alla leið og leyfa piltunum að reyna öll skemmtileg kvennastörf? Þjónustustúlkur, cinkaritarar og snyrtifræðingar geta í staðinn unnið í verksmiðjunum eða niðri í námunum. Því nú er spumingin ekki lengur um jafnrétti kvennanna, heldur karlmannanna! Reyndar lá nærri, að við fengjum fegurðardrottningu af karlkyni, segir Monica Dickens að lokum. Við fegurðarsam- keppni í Nottingham nýlega var það ein þrýstin og Ijóshærð sem fékk önnur verðlaun — þrýstin og Ijóshærð fegurðar- drottning af karlkyni! Það kom nefnilega í Ijós að þetta var stúdent nokkur, sem hafði xf gamni sínu dulklæðzt og farið í keppnina og það með slíkum árangri að hann varð annar í keppninni af tuttugu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.