Þjóðviljinn - 15.08.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.08.1967, Blaðsíða 1
I Þriðjudagur 115. ágúst 1967 — 32. árgangur — 179. tölublað. Hefur ríkisstjórnin sam- ió við Hochtief um bann við kauphækkun hjá Hlíf? □ Verkamannafélagið Hlíf í Hafn- arfirði hefur staðið í verkfalli gegn verktökunum við Hafnargerðina í Straumsvík nú í fjórar vikur. en. eng- inn samningafundur hefur verið boð- aður í deilunni. □ Sáttasemjari ríkisins hefur eng- in afskipti haft af þessu verkfalli og ekki leitað sátta með deiluaðilum, en það hefur verið viðtekin venja í verk- föllum til • þessa að sáttasemjari hefur fengið málið til meðferðar, og er hon- um þá skylt að boða sáttafund ekki sjaldnar en á tveggja vikna fresti með- an verkfallið stendur. □ í þessum fyrstu verkfallsátökum íslenzks verkhlýðs við erlendan auð- hring hafa greinilega verið tekin upp ný vinnubrögð, og styrkir það grun- semdir um að auðhringurinn hafi í samningum við ríkisstjórnina talið sér tryggt að hann þyrfti ekki að borga hækkað kaup meðan á verkinu stæði. □ Þetta samningsatriði við hinn er- lenda auðhring nefnir ríkisstjórnin verðstöðvun, en ekki mun hún hafa í'áðið fram úr þeim vanda sem verk- fall Hlífar hefur sett hana í miðað við gerða samninga við hinn þýzka auðhring Hochtief. SildveiSarnai. % Batnandi veður, veiðisvæð- ið mjakast vestur á bóginn Um helgina var veAur óhag- ý stætt á síldarmiðunum við Sval- barða, en fór batnandi í gær- morgun. 8 skip tilkynntu um afla, alls 1765 lestir^ en hann er ýmist fenginn á miðunum við Sval- barða eða Norðursjó, og eitt skip- anna fékik aflann við Hrcllaugs- eyjar. Raufarhöfn: Baröi NK Ásberg RE Júlíus Geirmundss. ÍS Bára SU Sólrún ÍS \ Dalatangi: Sunnutindur SU Jón Kjartansson SU Hafdís SU Fyrir helgina færðist veiði- svæðið nokkuð vestur og á laug- ardaginn var bað á 75°. 35' norðl. lengdar og 8° v. lengdar. Bílvelta á Ólafsfjarðarmúla Rétt fyrir miðnætti á sunnu- dagskvöld varð það óhapp á veginum fyrir Ólafsfjarðarmúla að bifreið valt fram af veginum um þrjá metra niður í grýtta móa. Gerðist þetta rétt innan við sjálft fjallið, en þíllinn var á leiðinni frá Dalvík til Ólafs- fjarðar. Þrennt var í bílnum og slapp fólkið með lítil meiðsl. Bíllinn, ársgamall Moskvitsj, var talinn gjörónýtur. Freysteinn Þorbergsson Norðurlandamótið í skák ‘Freysteinn efstur með tveim öðrum Norðurlandameistarinn í skák, Freysteinn Þorbergsson, varð í efsta sæti í landsliðsflokki á- samt tveim Norðmönnum á Norðurlandamótinu í skák, sem lauk í Hangö i Finnlandi sl. sunnudag. Þeir hlutu allir 7% vinning úr 11 skákum og verða því að keppa til úrslita um titilinn, og fer sú keppni að öllum lík- Framhald á 9. síðu. Kaupgreiðsluvísitalan óbreytt: Niðurgreiðsla á kartöflu- verði aukin um mánaðamót □ í júlámániuði hækkuðu ýmsar vörur í verði, aðal- lega innfluttar, en til þess að halda kaupgreiðsluvísitöl- unni óbreyttri juku stjómarvöldin niðurgreiðslu kartöflu- verðs um sem svarar 0,7 vísitölustigum frá og með ágúst- byrjun. Þetta kemur fram í frétt Hag- stofunnar um vísitölu fram- fserslukostnaðar, en samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar reyndist vísitalan vera 195 stig eða hin sama og hún var í júlíbyrjun. Einstakir reikningsliðir vísi- tölunnar voru óbreyttir í mán- uðinum, aðrir en liðurinn „mat- vörur“ sem lækkuðu um 1 stig vegna hinnar auknu niður- greiðslu á kartöfluverði og lið- urinn „fatnaður og álnavara" sem hækkaði um 1 stig, úr 187 stigum í 188. Óbreytt kaupgreiðslu- vísitala í frétt Hagstofunnar segir svo um kaupgreiðsluvisitöihma: Kauplagsnefnd hefur reiknað kaupgreiðsluvísitölu eftir vísi- tölu framfærslukostnaðar í ág- ústmánuði 1967, í samræmi við •ákvæði fyrri málsgreinar 2. gr. laga nr. 63/1964, og reyndist hún vera 188 stig, eða óbreytt frá því, sem var við síðasta útreikn- ing, þ.e. eftir vísitölu fram- færslukostnaðar 1. maí 1967. Samkvæmt þessu skal á tíma- bilinu 1. júlí til 31. ágúst 1967, ember 1967 greiða sömu verð- lagsuþpbót og greidd er á tíma- bilinu 1. júlí til31. ágúst 1967, þ.e. 15,25% á grunnlaun. Verðlagsuppbót á vi’kulaun og mánaðarlaun skal, samkvæmt á- kvæðum nefndra laga, reiknuð í heilum krónum, þannig að sleppt sé broti úr krónu, en annars hækkað í heila krónu. FLOKKURINN Þar eð sumarleyfum er nú Iokið er , skrifstofa félagsins opin eins og venjulega alla virka daga frá klukkan 10— 12 f.h. og 5—7 e.h., en á laugardögum klukkan 10—12 fyrir hádegi. Sími skrifstof- unnar er 17510- Coloradobjalla í farmi frá Póllandi Verður kartöflunum hent í sjóinn? ■ Leiguskip Eimskipafélags íslands, Rannö, kom til Reykjavíkur sl. föstudag með kartöflufarm frá Pól- landi. Áður en uppskipun hófst kom í ljós að í kartöflu- farminum var hinn versti skaðvaldur, hin svonefnda Coloradobjalla eða öðru nafni kartöflubjalla. Bjalla þessi lifir víða í Evrópu og er hinn versti vúgestur þar sem kartöflurækt er, og leggst hún á kartöflugrös og eyðir þeim. ■ Kartöflur eru ebki fluttar hingað til lands nema fyrir liggi vottorð um að þær séu ebki frá svæðum sem sýkt eru af kartöflubjöllu, en í þessu tilviki hafa orðið á mistök. Er bjallan fannst í farminum var rétt byrjað að skipa upp, og var þeim kartöflum strax ek- ið um borð aftur og uppskipun stöðvuð. ■ Að ráði heil-brigðiseftirlitsin s og sérfræðing þess í þessu máli, Geirs Gígja, verður þessum kartöflufarmi ekki 'skipað upp hér, og verða kartöflurnar þá annað- hvort sendar aftu-r út til Póllands eða siglt verður með þær hér út í flóa og þeim kastað þar í hafið. N—r Cinar Olgeirsson 65 ára Q Einar Olgeirsson varð sex-tín og íimsn áca í gæ-r, anánnd^nn 14. ágést. □ Þjóðviljinn flytur fyrsta rffetjora sími-m, hinum síunga eldhuga og baráttumanni fyrir mál- s'tað íslenzkrar alþýðu, fyrir sósíalisma, bezta árnaðaróskir í tilefn-i afmælisins. — Einar er staddur erlendis. Vígir skógræktar- 1 dag muit Haraldur krónprins Noregs vígja rannsóknarstöð Skógræktar rikisins að Mógiisá í Hvalfirði. Fer hann þangað í boði Iandbúnaðarráðuneytisins og stjórnamefndar norsku þjóðar- gjafarinnar, en sem kunnugt er færði faðir hans, Ólafnr konung- ur V. Islendingum miljón krón- ur norskar að gjöf frá þjó0 sinni til eflingar skógræktarmála er hann kom hingað 1961 og var því fé varið til rannsóknarstöðv- arinnar. Við vígsluna munu auk ríkis- arfans flytja ræður þeir Hákon Bjamason skógræktarstjóri og Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra og hefst athöfnin kiukkan fjögur. Haraldur krónprins kom ásamt fylgdarliði sínu frá Norðurlandi i gærkvöld, en þar skoðaði hann Akureyri og Mývatnssveit. Hann kom til Akureyrar klukkan 17-00 á sunnudag og tóku á móti hon- um á flugvellinum bæjarfógeti, bæ-jarstfórí og forsetí stjómar Akureyrar og um fcvölð- ið sat ' hann kvöldverðárboð bæja-rstjómarinnar. 1 gær skoð- aði hann Mývatnssveit og ná- grenni, kom m.a. að Goðafossi, í Dimmuborgir og Námask-arð og í kísilgúrverksmiðjuna. Hádegis- verð snæddi hann í Hótel Reykjahlíð með sýslumanni, hreppstjóra, oddvita, sóknarpresti og fleiri fulltrúum sveitarinnar. Með krónprinsinum í nbrðurför- inni voru Jóhann Hafstein dóms- málaráðhei'ra, ambassadorar Nor- egs og íslands og konur þeirra, fulltrúar úr móttökunefnd og frúr. * Að loknum kvöldverði í Sjálf- s,tæðishúsinu á Akureyri var flogið aftur til Reykjavíkur með Rán, flugvél Landhelgisgæzlunn- ar. 1 dag borðar Haraldur krón- prins á Hótel Sögu í boði for- sætisráðherra. Á morgun ferðast hann um Suðurland, kemur að Skálholti klukkan 11.30 þar sem fer fram Fnamhaid á 9. síöu. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.