Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. ágúst 1987. * Utsala næstu daga MIKILL AFSLÁTTUR. Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Simi 23169. VERÐLÆKKUN: hjólbarðar slöngur 500x16 kr. 625,- kr. 115,— 650x20 kr. 1.900,— kr 241,— 670x15 kr. 1.070,— kr. 148 — 750x20 kr. 3.047,— kr. 266.— 820x15 kr. 1.500.— kr. 150.— EINKAUMBÖÐl IMARS TRADIIMG SIMI17373 STANDARD8 - SUPER 8 Tilkynning til eigenda 8mm sýningarvéla fyrir segultón: Límum segulrönd á filmur, sem gerir yður kleift að breyta þögulli mynd í talmynd með eigin tali og tónum. Fullkomin tæki. Vönduð vinna. Filmumóttaka oq afgreiðsla í Fótóhúsinu, Garða- stræti 6. Einangrunargler Húseigenduz — Byggingameistarar. Útvegum tvöfalt einangrunarqler með miög stutt* um fyrirvara Sjáum um ísetningu og allskonar breytingar á gluggum Útvegum tvöfalt gler i lausafög og sjá* um um máltöku Gerum við sprungur i steyptum veggjum með baulreyndu gúmmíefni Gerið svo vel og leitið tilb^a. SÍMI 5 II 39. Hér hittist maður í vinnugallanum Rætt við norskan skógræktarmann á Islandi ■ í sumar skiptust ísland og Noregur í sjöunda sinn á skógræktarfólki síðan 1949, komu 70 manns frá Noregi til skógræktarvinnu hér og 71 íslendingur fór til Noregs í sama skyni. ■ íslendingamir komu heim frá Noregi í fyrradag og Norðmennimir flugu heimleiðis með sömu flug- vél, en skömmu fyrir brott- för áttu blaðamenn þess kost að hitta nokkra þeirra að máli. Það var þáverandi sendiherra Norðmanna hér á landi, Tor- geir Andersen-Ryst, sem mest- an þátt átti í að koma á skiptum á skógræktarfólki milli landanna 1949, en síðan hafa þessi skipti farið fram reglulega þriðja hvert ár á vegum Skógræktarfélags ís- lands og Norsk Skogselskab. í sumar var skipzt á hópum f sjöunda sinn og hafa 70 manns frá Noregi unnið að því und- anfarnar tvær vikur að planta hér trjám, hreinsa og ryðja fyrir skógi. Hefur norska skógræktarfólkið gróðursett hér um 60 þús. plöntur, sem vaxn- ar eru af grenifræi frá Háloga- landi, en sú trjátegund hefur verið reynd á um 20 stöðum hérlendis og reynzt vel við fs- lenzkar aðstæður. Skógræktarfólkið skiptist í þrjá hópa og var helmingur þess í Haukadal, nítján á Hall- ormsstað og víðar á Héraði og sextán í Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu með aðsetur á Akureyri. Létu fulltrúar þessara hópa sem blaðamenn hittu í Norræn flótta- mannahjálp Danmörk lagði fram sérstaka fjárfúlgu að upphæð 1,5 milj- ónir danskra kr. (ca. 9,5 milj. ísl. kr.) til Hjálparstofnunar Palestínufllóttamanna (UNR- WA). Sama dag, 19. júlí, var einnig tilkynnt að Island hefði áikveðið að leggja fram 12.000 dollara (516.000 ísl. kr.) til UNRWA. — (S.Þ.). Árbæjarsafni lokað 3. sepf. Þjóðviljinn fékk þær upplýs- ingar hjá Lárusi Sigurbjömssyni skjala- og minjaverði í gær, að um síðustu helgi hefðu um 6200 sótt Árbæjarsafn á móti 10850 á sama tíma í fyrra. Safninu verður nú lokað 3. september n.k. eða viku fyrr en venjulega. 200 þúsund Aeroflot-far- þegar á degi! MOSKVU APN — Samkvæmt síðustu upplýsingum flytja flugvélar sovézka flugfélags- ins Areoflot um 200.000 farþega á degi hverjum. Samkvæmt útreikningum mun Areoflot flytja samtals7C miljónir farþega árið 1970, en nú eru i'luttir um 50 milj. far- þegar árlega. Forystumenn norska skógræktarfólksins á skrifstofu Skógræktar ríkisins. Fridtjof Petersen frá Tromsfylki er annar frá hægri. — (Ljósm. Þjóðv. vh.). gær vel yfir dvölinni og spáðu íslenzkri skógrækt góðri fram- tíð, tveir höfðu verið hér f skógræktarför áður og voru undrandi og ánægðir yfir ár- angri þeim er orðið hefði í skógræktinni hér undanfarin ár Plantaði trjám í húsið sitt Íslenzka skógræktarfólkið í Noregi hefur unnið svipuð störf og Norðmennirnir hér, en þar eru gróðursettar yfir 100 milj- ónir plantna árlega, allt nýr skógur, sá gamli sáir sér út sjálfur- Allt er þetta nytja- skógur og nefndi einn Norð- mannanna sem dæmi, að þegar hann var bam plantaði hann trjám, sem hann byggði sér síð- an hús úr þegar hann varð fullorðinn. — Að sjálfsögðu getið þið á íslandi ekki haft sömu not af skógi og við i Noregi, sagði Fridtjof Petersen frá Troms- fylki í Norður-Noregi í viðtali við Þjóðviljann, en hann kom nú hingað í annað sinn og var fyrir hópnum í Haukadal. — ísland er mjög skóglítið land, sagði hann, t>g skógrækt hér því til fegrunar fyrst og fremst og til skjóls. Viss nyt má líka hafa af skóginum, t.d. er nú farið að planta hér með þeim tilgangi að taka út síðar við grisjun jólatré og girðing-^ arstaura. Ég álít, að með tím- anum vaxi upp á Islandi fal- legur skógur. — Nú eru ekki allir sammála um fegrunina og telja sumir að skógur eigi ekkert erindi í hina sérstæðu náttúru Islands. — Jú, ég hef heyrt þetta, svarar Fridtjof og hlær, en ég geri ekki ráð fyrir að það komi neinn skógur á þeim stöðum sem hann á ekki heima á vegna sérstæðrar náttúru, — þau eru gvo stór svæðin á Islandi. þar sem vonlaust er að planta skógi hvort sem er. Sjálfsagt væri það gott fyrir ykkur að fá eins og við f Noregi áætlun um það frá ríkinu hvar koma skuli skógur, láta velja til þess viss svæði. Ríkið borgar 75% — í Noregi er af ríkisins hálfu mikill áhugi á skógrækt, segir Fridtjof, enda skapar skógurinn mikilvægt hráefni og atvinnu. 1 Norður-Noregi þar sem áður var lítið um skóg hafa nú verið ræktuð upp stór skógarsvæði, t.d. hafa bara í Tromsfylki verið gróðursettar um sex miljónir trjáplantna í sumar, mest rauðgreni og sitka og fara afurðirnar í sellulósa- og byggingarvöruverksmiðjur, auk þess sem við grisjunina fást jólatré, girðingarstaurar og staurar í fisktrönur- Rikið örvar skógræktarstarfið í fyrsta lagi með áætlanagerð- inni og í öðru lagi með þátt- töku í kostnaðinum- Það eru mest einkaaðilar, áhugamenn sem að skógræktinni standa, en t.d. í Norður-Noregi greiðir ríkið 75% af stofnkostnaði, en 50% á suðurlandinu, þar sem^ ræktunin er auðveldari. AAikil aðsókn — Ertu ánægður með sam- vinnu Noregs og Islands á þessu sviði? — Ákaflega. Ég tel hana mjög mikilvæga og held að það væri heppilegast að hafa slik skipti milli fleiri Norðurlanda. Á þennan hátt kynnist fólk allt öðru vísi og betur en begar farið er í skemmtiferðir til annarra landa, — hér hittist maður í vinnugallanum, ef svo má segja. 1 Noregi er mikil aðsókn að skógræktarferðunum til íslands og komast færri en vilja. Ég er svo heppinn að hafa feneið að koma hingað í annað sinn og hitta aftur það fólk sem ég kynntist fyrir brem árum og njóta gestrisni þess. Ég vonast líka til að komast hingað aftur næst, — líklega er bað svo með flest, sem einu sinni koma til íslands, að þeir vilja koma hingað aftur og aftur. — Hafið þið í Norður-Nor- egi líka fengið íslenzkt skóg- ræktarfólk til ykkar? — Ekki síðan 1949, við fyrstu skiptin. En röðin hlýtur að fara að koma að okkur aftur og ég vona að við Norðlendingar fá- um að taka á móti næsta hópi- — vh FLOKKURINN Skrifstofan Þar eð sumarleyfum er nú lokið er skrifstofa félagsins opin eins og venjulega alla virka daga frá klukkan 10— 12 f.h. og 5—7 e.h., en á laug- ardögum kl. 10—12 fyrir há- degi. — Sími skrifstofunnar er 17510. Sósíalistafélag Reykjavíkur. ÆF ★ Skrifstofa ÆFR er opin dag- lega kl. 4—7 og þar er tekið við félagsgjöldum. — Hafið samband við skrifstofuna. síminn er 17513. ★ Salurinn er opinn á fimmtu- dagskvöldum kl. 8.30—11.30. Lítið inn og ræðið málin yfir kaffibollanum. Apartheid-ráðstefna iZambíu 5 fulltrúar frá Norðurlöndum tóku þátt i námskeiði um ap- artheid, aðskilnað kynþátta og nýlenduveldi í Afrfku, sem Saméiriuðu þjóðimar efndu til í Zambíu, 24. júlí til 4. ágúsh Fulltrúi Dana var Niels Matt- hiasen, formaður utanríkis- málanefndar þjóðþingsins, full- trúi Finna var Kristian Gestrin varaformaður utanrfkismála- nefndar, og Richard Múlller frá utanríkismálaráðuneytinu, fttíl- trúar Svía voru Kaj Björk, þing- maður og Per Wastberg rithöf- undur. Alls sátu fulltrúar ?,6 landa ráðstefnuna auk alþjóða- stofnana o.fl. — (Frá S.Þ.). Á heimleið með fullfermi Neskaupstað 22/8 — Norðfjarð- arbátar á síldveiðum eru nú all- ir á heimleið með fullfermi af miðunum við Spitzbergen. Eng- in síld hefur enn verið söltuð í Neskaupstað, en af og til bor- izt síld í bræðslu, að mestu Ieyti með bátum héðan. Margir smábátar róa með handfæri og línu og hafa aflað ágætlega að undanförnu á ná- lægum miðum og hefur þetta bjargað ástandinu og skapað talsverða vinnu í frystihúsinu. — R.S. Alúðarþakkir flyt ég þeim, er sýndu mér vináttu og virðingu á 75 ára afmœli mínu 20. ágúst sl. Jón Ágúst Eiríksson Suðureyri Súgandafirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.