Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 10
\ Stéðinu snrnlað í Þverárrétt sl. helgi lillillfépiíli illlilg — m ■ •• • v i yJ Stóðhrossum var smalað um Þverárafrétt fyrir helgina og réttað í Þverárrétt á sunnudag. Var þar saman kominn gífurleg- ur mann- og hrossafjöldi og ríkti fjör og kátína í réttunum og þá eklti síður á dansleiknum “.em haldinn var við réttina um kvöldið Það voru bændur úr rfvítár- síðu, Þverárhlíð, Stafholtstung- um og hálfum Norðurárdal sem réttuðu þennan dag og náði Þjóðviljinn tali af einum þeirra sem þátt tóku í leitunum, Magn- úsi Kristjánssyni bónda í Norð- tungu ' 1 Þverárhlíð, sem sagði að leitarmenn hefðu verið uip 35 talsins. — Það var leitað urh allan af- réttinn, sagði Magnús, allt vest- ur á Snjófjöll og austur á Tví- dægru og tók þetta þrjá daga; við vorum tvær nætur á fjalli. — Hvað telurðu að margt hrossa hafi verið í réttinni? — Það var með fæsta móti, líklega um 400 alls, en mikið af stóðinu var réttað utan réttar- innar. En þótt stóðið hafi verið með fæsta móti var geysimargt fólk komið til réttanna, allsstað- ar að, að sunnan, norðan og vestan, fyrir utan fólkið úr her- aðinu. Kvenfélag Þverárhlíðar stóð fyrir veitingum á staðnum, en elliheimilisnefnd sá um réttar- dansleikinn. Magnús sagði að tryppaslátrun hæfist ekki fyrr en fjárslátrun væri að fullu lokið, líklega ekki fyrr en undif mánaðamótin októ- ber/nóvember, en þangað t.il verður stóðið í heimahögum. Verður hrossunum slátrað í sláturhúsinu á Hurðarbaki og bjóst Magnús við að slátrað yrði álíka fjölda og í fyrra. Hrossum Verður ekki fjölgað, því verð á hrossakjöti er mjög lágt, sagði hann og borgar sig ekki að ala þetta, sérstakiega ekki ef vetur- inn verður harður. Fjárslátrun er i fullum gangí og var fjárrétt í Þverárhlíð sl. miðvikudag, en öllu fé úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu er nú slátrað í nýja sláturhúsinu í Borgarnesi. Myndirnar hér að ofán voru teknar í Þverárrétt á sunnudag- inn. (Ljósm. Þjóðv. vh) I ! Áskorun Æskulýðsfylkingarinnar: i í FARIÐ EKKITIL GRIKKLANDS! Fasistar fara nú með völd í Grikklandi. Gríska þjóðin hefur að vísu aldrei búið við lýðræði, ekki einu sinni svo- kallaða vestræna útgáfu þess, én með valdaráni hershöfð- ingjanna sl. vor tóku arf- takar Hitlers og Mussolinis ölí völd í sínar hendur. Síðan hefur rikt ógnarstjóm í land- inu. Valdaræningjamir ger- eyddu þeim veikburða vaxt- arbroddúm lýðræðis, sem skotið hafði upp siðustu ár- in. Þeir beita af alkunnu miskubnarleysi þeirri gömlu aðferð að stimpla alla and- stæðinga sína sem „kommún- ista“ og varpa þeim í dýfliss- ur. Jafnvel hægfara Nato- sinnar eins og Papandreú- feðga er nú verið að seig- - drepa í svartholunum. Það er skylda allra fram- farasinnaðra manna um allan heim að mótmæla fasista- stjórninni i Grikklandi. Al- þjóðahyggja okkar býður okk- ur að beita öllum hugsanleg- um ráðum til að vekja at- hygli á þjáningum grískrar alþýðu, sem nú er hneppt f grimmilegri fjötra en nokkru sinni fyrr. Allir vita, að hershöfðingja- klíkan bindur vonir sínar fyrst og -fremst við þögnina: að umheimurinn taki grimmd- arverkum hennar með kald- rifjuðu afskiptaleysi, sljóu afstöðúleysi. Þessar vonir hafa ekki ræzt enn. Stjórnir ýmissa landa og þá einkum Norðurlanda hafa sýnt fá- gætan skörungsskap — því miður of fágætan — í þessu máli. En hvað gerir almenn- ingur? Um þessar mundir er „haustyertíð" ferðamanna- ársins að hefjast í Grikk- landi. „Vorvertíðin“ brást! En hvað gerir evrópskur al- menningur í haust? Við vit- um, að hver einasti erlendur ferðamaður sem leggur leið sína til Grikklands í haust færir „bágga skoplítinn“ í pólitískt og efnahagslegt bú grísku hemaðarfasistanna. Qm ieið og við — af gefnu tilefni, þar sem hér er tekið að auglýsa haustferðir til Grikklands — skorum á alla íslendinga að lýsa í orði og verki andstyggð sinni á stjórnarháttum grísku fas- istanna, bendum við á, að ein leiðin að því marki felst í því að ferðamenn snj,ðgangi landið. Ferðafólkí' Látið ekki skrá ykkur i hópferðir ferðaskrif- stofanna til Grikklands! Far- ið ekki í skemmtiferðir til Grikklands! Niáur með fasismann! Framkvæmdanefnd ÆF. ! i ! Framhaldsrannsókn á Stsgandaslysinu □ Skipaskoðun ríkisins hefur farið fram á að framhaldsrannsókn verði gerð vegna Stíganda- slyssins, því að hún telur að hér sé sérstakt tæki- færi til að læra af reynslunni um búnað björgun- artækja og notkun þeirra. Hjálmar Bárðarson, skipaskoð- unarstjóri, kvaddi blaðamenn á sinn fuúd í gær og skýrði frá niðurstöðum dómsrannsóknar vegna Stígandaslyssins. Sagði Hjálmar að allir Islendingar hefðu fagnað hversu vel tókst till með björgun áhafnar, en sú á- nægja mætti ekki draga úr á- huga á að kanna til fufls aðdrag- anda og orsök þessa skipstapa, ýmis atriði þyrftu nánari rann- sókn, og slík rannsókn gæti orð- ið dýrmætur skóli. Mál þetta hefpr ýtarlega verið rakið í fréttum blaða og útvarps og verður það ekki endúrtekið hér, en sjóprófin hafa leitt í fjós að orsök slyssins hefur fyrst og fremst verið sú, að sjór komst niður f lestar skipsins vegna þess að ekki var nógu vel gengið frá lestarlúgum. Minnti Hjálmar á að skip- verjar á Stíganda hefðu haft lengstu vist um borð i gúm- biörgunai'bát svo vitað sé um, og af því hefði fengizt dýrmæt reynsla um hverju helzt er á- bótavant um útbúnað sílíkra björgunarbáta. ' Ranghermt var í ^réttum að blys hefðu verið ónýt, ''su hefðu öll reynzt í lagi. Síð- asta skoðun bátanna fór fram 22. jan. sl. og voru þeir þá í full- komnu lagi. Um matarskammtinn sagði Hjálmar, að ekki mætti gleyma að þetta væri eingöngu neyðar- skammtur til þess eins ætlaður að halda lífi í mönnum, og væri út í bláinn að kalla þetta léleg- an kost, þótt það væri að sjálf- sögðu tilbreytingarlaus fæða. Matars^ammturinp um borð í björgunarbátunum er byggður á nákvæmum rannsóknum, og hann inniheldur alla þá nær- ingu, sem manni er nauðsynleg til að halda lífi sem lengst. Bezta sönnunin fyrir góðri reynslu þessara matvæli er einmitt sú, að áhöfn Stíganda var öll við góða heilsu eftir að hafa nærzt á þessum mat og vatni gúm- björgunarbátanna í 5 sólarhringa. Sagði Hjálmar að lokum að málsskjöl úr sjóprófunum á Ól- afsfirði hefðu nýlega borizt til skipaskoðunarinnar, og hefði hún óskað eftir framhaldsrannsókn, sérstaklega með það fyrir augum að læra af reynslunni af hinni löngu vist skipbrotsmanna f gúmbjörgunarbátunum. 2 nýjar námsgreinar kennd- ar í Tónskóla Sigursveins Kennsla er að liefjast í Tón- skóla Sigursveins D. Kristinsson- ar og er innritun lokið í öllum námsgreinum nema tveimur. A síðastliðnu ári hafði Tónskólinn nemendur í 15 námsgreinum sem aðalfögum og nú bætast við tvö aðalfög: söngur og þverflauta. Þau hjónin Ruth Littlc Magn-' ússon, söngkona og Jósef Magn- ússon, flautuleikari kenna þess- ar námsgreinar. • Þjóðviljinn ræddi í gær við Sigursvein D. Kristinsson og sagði hann m.a. eitthvað á þessa leið: Söngur er • ein mikilvægasta grein tónlistar og það er mjög ánægjulegt fyrir Tónskólann að getá byrjað söngkennslu með svo ágætum söngkennara sem Ttuth Little er. f tiléfni af því að píanóleik- ur er nú orðin langfjölmennasta námsgreinin í Tónskólanum er tímabært að vekja athygli á því að þótt slagharpan sé • að vísu undirstöðuhljóðfæri og þýðingar- mest allra hljóðfæra til undir- leiks og fnargra annarra góðra hluta, gefa önnur hljóðfæri, mið- að við námsstig, meiri möguíéika til samleiks í stærri hópum. Með mismunandi blásturs- hljóðfærum, flautu, klarinettu, trompett, básúnu o.fl. ei-u mynd- aðar lúðrasveitir. Strokhljóöfæri. fiðfla, selíó o.fl. mynda strok- sveitir. Mandólínhljómsveitir eru mvndaðar af mandóh'num, bala- laikum o.fl. hljóðfærum og kórar af söngröddum. Það er mikið áhugamál Tón- wkólans að efla félagslega músík- iðkun, en til þess að ná æski- legum árangri á því sviði þarf að aukast fjöldi beirra nemenda sem læra að Ieika á hljóðfæri sem aðallega mynda grundvöll samleikshópa. Ruth Little. Þetta biðjum við velunnara Tónskólans að hafa í huga, sagði Sigursveinn að lokum. Innritun til 29. scptember Þess skal getið, vegna villu sem slæddist á dögunum inn i frétt um vetrarstarf Námsflokka Reykjavíkur, að innritun stendur yfir til 29. þ.m. og er þá lok- ið. Minnmgarathöfn klukkan 3 í dag í dag fer fram í Fossvogs- kapellu minningarathöfn um Jón Bjarnason fyrrum fréttarit- stjóra Þjóðviljans. Athöfnin héfst kl. 3 síðdegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.