Þjóðviljinn - 24.03.1968, Side 7

Þjóðviljinn - 24.03.1968, Side 7
"V/""///" ' $""" 0 *' % Hij|!|}}}|íí!jí!!iiHHíijjí!i|}}|| »W0'OjJ &mmm - pai'i Sunnudagur 24. imarz 1958 — í>JÓÐVrLJINN — SÍÐA ’J * ! ! SVIPMYNDIR ÚR EGYPTALANDSFERD Framfarahugur þó að blikur séu ó lofti Sjöunda grein Ifyriri gremu-m hefur af ýmsu tálefni — og oft í íramhjá- hlaupi — verið vikið að gamla tímanum, sem svo víða setur mark sitt á lífshætti manina í Egyptalandi, þrátt fyrir miklar breytingar þar á undanförnum áratugum. Það þarf heldur eng- an að undra þó svo sé, því að stórfellt hlýtur verkefnið að vera, að þoka þjóðinni, öllum almennin;gi, örsnauðum, fáfróð- um og tæknilega vankunnandi, af því miðaldostlgi sem ein- kennt hefur i flest svið þjóðlífs- ins fram á síðustu ár og tafið fyrir eða hindrað íramfarir. Þeir sem áður hafa kömið til Egyptalands segja að verulegar breytingar í framfara átt hafi átt sér þar stað á liðnum ára- tugum — og eíast ferðamaður- inn sem nú á leið um landið í fyrsta sinn og augun hefur op- in ekki að sú umsögn sé rétt, enda þótt við sjónum hans blasi hvarvetraa ótal óleyst verkefnj og oft á tíðum óttalega stór. Það þarf heldur betur átak til þessara hluta. Tökum menntun landsfólksins til dæmis, bar- áttuna gegn ólæsi fyrst og síð- an skipulagsbundna og undir- stöðugóða alþýðufræðslu og loks fræðilega og hagnýta æðri menntun. Egypzkum stjómar- völdum er og hefur verið Ijóst, að undirstaða allra varanlegra fjárhagslegra og félagslegra framfara í landi þeirra hlýtur að vera uppfræðsla og menntun ))jóðarinnar, tilgangsiaust sé þegar til lengdar lætur að ætla að bæta kjör almennings án þess að stárátak sé áður eða jaínihliða gert í kennslumálun- um. í Egyptalandi er nú náms- skylda barna svipuð og hér á landi, böm hefja skólanám 7-8 ára og eru í skólunum í 8 ár; hvílir rík ábyrgð á foreldrum eða forráðamönnum baimanna að ekki sé undan ’ skyldunáminu vikizt. Sérstök áherzla hefur vorið lögð á smíði skólahúsnæð- is á undanfömum árum til að mæta hinni stórfelldu og stór- auknu þörf; skólagjöld eru eng- in og kennslubækur fá nemend- ur ókeypis. Á ýmsum sviðum félagsmála hefur hið opinbera að sjálf- Miklar framfaravonir eru bundnar við framkvæmdirnar miklu við Assúan. Myndin var tekin’ við stífluna í ársbyrjun, er verka- menn þar fögnuðu því að lokið var merkum áfanga við þessa risaframkvæmd réttum átta árum eftir að verkið var hafið, — nýjar vélasamstæður í raforkuverinu voru teknar í notkim. sögðu orðið að tiaka til hend- inni ekki síður en í skóla- og kennslumálunum, t.d. haft for- gönigu um íbúðahúsabyggingar, bætta heilbrigðis- og hollustu- hætti, aukna lýðhjálp o.s.frv., en út í það skal ekki farið hér. Aðeins skal getið ummaela sænsks læknis, sem ég átti tal við í Kaíró, og mér þóttu at- hyglisverð. Sviinn, ungur maður, var í hópi skandinavískra lækna og sérfræðinga um heilhrigðismál, sem egypzk stjórnarvöld höfðu boðið til landsins í*nokkurra daga kynnisferð. Kynntu þeir sér einkum möguleika á því að scnda sjúklinga í afturbata og ekki síður gigtarsjúklinga til hressingardvalar á góðum Stöð- um í Egyptalandi (sjá 5. grein í ])esisum greiniaflokki). Iæssi skandinavískii læknahópur (í blöðúm var sagt að íslending- um hafi verið boðið að taka þátt í kynnisför þessgri, en enginn landi var þó í hópnum) bjó á sama gistihúsinu í Kaíró og við og dvaldist samtímis ókkur í Lúxor. Leiðir okkar Norðurliandabúanna lágu því oft saman og tækifæri gafst til viðræðna. Eitt sinn ræddi ég við Svígnn sem áður var getið og þá sagði hann eitthvað á þessa leið: ■— í dag höfurn við skoðað sjúkrahús í Kaíró og nágrenni og ég verð að játa að ég átti ekki von á ’að sjá hér sitthvað það sem við fengum Camli tíminn við bú- ferlaflulninga yfir Níl í swðurhluta Egypta- lands að kynnast; óneitanlega hafa Egyptar náð undralangt á ýms- um sviðum heilbrigðisþjónust- unnar og gætum við Svíar svo sannarlega margt af þeim lært í þessum efnum. — Þóttu mér þetta athyglisverð ummæli úr munní þessa manns. Víð framkvæmdirniar máklu hjá Assúan binda Egyptar miklar vonir um bættan efna- hag þjóðarinnar, eins og áður hefur verið drepið á í þess- um greinaflokki. Þsar fram- faravonir eru fyrst og fremst bundnar við áætlanimar um stækkun gróðurlendis vegna stíflunnar miklu og nýrra möguleika á vatnsmiðlun og áveituframkvæmdum. Þetta nýja landnám í sandauðnunum beggja vegna Nílar var reynd- ar hafið þegar fyrir nokkrum árum með þeim áranigri að nú hefur líf kviknað á ný á stöð- um í Vestureyðimörkinni þar sem allt hefur verið dautt og þögult öldum saman og lífveru ekki að sjá nema þegar úlf- aldalestir á leið yfir eyðimörk- ina rufu þögnina stöku sinn- um. Þessi sva>ði þama vesban Nílar voru endur fyrir löngu frjósöm lönd, sem skiluðu drjúgum arði og voru gott bús- ílag, einkum á „mögru“ árun- um, þegar uppskera brást að einhverju eða verulegu leyti á Nílar-svæðinu. En langvarandi rányrkja, veðurfarsbreytingar og stöðnun, pafnvel afturför í verktækni akuryrkjubænda, allt lagðist þetta á eitt og þessar gróðurlendur misstu smátt og smátt sinn græna lit og breytt- uet með tímanum i líflaus sandflæmi. Nú hefur nýtt líf vaknað þama í eyðimörkinni fjarri Nílarbökkum. f héraðinu Tahir. sem gengur almennt undir nafninu „Frelsunarhérað“, hófst hið nýja landnám fyrir rúm- um áratug, er vatn fannst i jörðu 45 metra undir yfirborði sandiauðna Sahara. • Bændur með mikla starfsreynslu að baki fluttust ásamt fjölskyld7 um sínum til þessa svæðis og siðan var hafizt handa við að breyta sandinum í ræktarland. Skal' sú saga ekki rakin nán- ar hér, en nú er þama mikil ræktun og margvísleg: hveiti og fleiri komtegundir ræktað- ar, bauhir, sykurreyr, græn- meti, ávextir o.fl. o.fl. Ríkið veitir bændum hagstæð lán til bústofnunar þeirra; fimm ekr- ur lands fær hver bóndi og er kaupverðið lánað til 40 ára vaxtalaust. Fyrir gjald sem svarar til um eða yfir 1000 ís- lenzkra króna fær bóndinn hús- næði (3ja herbergja íbúð), af- not af nauðsynlegum verkfær- um, vatn og rafmagn. Með öðr- um orðum: Hið opinbera reynir að styðja sem bezt við bakið á landnemunum þama, enda þjóðhagslegt stórmál að auka framleiðsiuna sem mest á öll- um sviðum — og þama i „Frelsunarhéraði" fæst marg- föld uppskera ár hvert, enda veður ræktuninni hagstæ-tt. sól skín alla 365 daga ársins. V/fir öllum áætlunum Egypta um framfarir og uppbygg- ingu atvinnuveganna hvQir ó- neitanlega skuggi þeirrar miklu óvissu sem rikir og ríkt hefur lengi í málum rikjanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Á þessum slóðum hefur nánast verið styrjaldarástand síðustu tvo áratugina, allt frá lokum siðari heimsstyrjaldarinnar er gyðing- ar hófu baráttu fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Palestínu og gegn innflytjendatakmörkunum Breta, sem fóru með umboðs- stjóm í landinu um árabil. Seint á árinu 1947 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna að stofnuð skyldu riki ar- aba og gyðinga i Palesrtínu, riki er væru hvort öðru óháð i pólitisku tilliti en tengd fjár- hagsböndum. Arabar börðust frá upphafi gegn stofnun fsra- Framhaild á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.