Þjóðviljinn - 12.07.1970, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.07.1970, Blaðsíða 9
I Sunnudagur 12. júlí 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g Páll Bergþórsson flytur ávarp sitt að Húsafelli. Ávarp Páls Bergþórssonar á Húsafelli í sumarferð Alþýðubandalagsins síðasta liðinn sunnudag, 5. júlí Kæru ferðaféla.gar. Mér er það mikil ánægja að ávarpa ykkur hér og segja frá þessum fagra stað, Húsafelli. Segja má að vísu að fegurð umhverfisins þurfi ekk,; að lýsa fyrir sjáandi fólki, en öll finn- um við þó, að sú feguirð eykst og dýpkar, þegar ömefnin komia til. Samt eru nöfnin tóm ekki nema veikur ómur af því lífi, sem er ten.gt þessum fjöll- um, skógum og ám. Og jafnvel frásagnir og lýsingair eru ekiki á vjð sjálfa reynsiunia. Þó ger- ist það stundum, að listamönn- um tekst að túlka fyrirbæri á þann veg, að þau vekja okkur jafnvel enn meiri hrifningu en lífið sjálft, a.m.k. ef það er séð með venjulegum sljóum augum. Um þetta höfum við einmitt dæmi héðan firá Húsa- felli. Hér á óg við málvenk Ásgríms Jónssoniair og sagna- þætti Kristleifs Þorsteinssonar bónda á Stóra-Kroppi. Áratuigum saman dvaldist Ásgrímur málairi hér á sumr- in og jós af óþrjótandi þrunni náttúrufegurðar. Hann hafði alltaf visst herbergi í gamla steinhúsinu, sem Ástríður Þor- steinsdóttir byggði árið 1908. Milli Ásgríms og heimilis- fólksins hór skapaðist gagn- kvæm vinátita og virðing. Og hér sjáið þið efnið í málverk- in hans Ásgríms, ótelj andi , skógarlundi, lyngmóia og hraun- snasir, blátæra Kaldána nið- andi við bæinn, beljandi skol- grá.a Hvítá norðan við skóg- inn, Oddana hér fyrir neðan, þar sem mætaist Hvítá og Kaldá, og svo Norðlingafljótið, eftir að það hefur runnið hin- um megin við ljósgrýtishæðir og skógairrinda Tungunnar. Við sjáum Bæjarfellið. Bæjairigilið og Selgilið, en austur af tek- Ur við Geitland með sína svörtu sanda og lynggróður. Og í fjarska blasir við höfuðprýð- in, Eiríksjökull, með Strútinn að norðan og Hafursfell eða Hafra- fell á hina hliðina. Hér skipt- ist á blámi fjarlægðar og fjöl- breyttir litir nálægðar, safa- ríkur gróður og auðnir fj alla mynda samstæður og andstæð- uir. Hér er hægt að sitja kyrr á sama stað og sarat að vera að ferðast ú:r einum heiminum í annan. með því að renna til auigunum. Og þá vil ég geta annars listamanns, sem um aldur og ævi verður nefhdur, þegar Húsafell fortíðarinnar ber á góma. Sá maður er Kristleifur Þorsteinsson, sem fæddist hér á Húsafellj fyrir meira en einni öld og ritaði í elljnni minning- ar og aldarfarslýsingar, sem fyrst og fremst eru tengdar Húsafelli og nálægustu byggð- um. Það éru ekki stílbröigð þessa gamla manns, sem gefa verkurn hans gildi. Svo heill og einlægur var hann. að stílbröigð hefði hann ©kki einu sjnni vilj- að við hafa. En frásagnir hans eru kryddaðar salti lífsins, ylj- aðar hjartahlýju og gæddar heiðríkju. Ritverk Kristleifs urðu íurðu mikil að vöxtum, en Þórður sonur hans hefur gefið þau út af hinni mestu alúð og rækbarsemi, fíest und- ir samheitinu Úr byggðum Borgarfjarðair. Kristleifur var þriðji maður frá , Snonra Björnssyni, þeim nafntogaða klerki. sem fædd- ist árið 1710, fluttist hingað 1757 og var hér prestnr í 46 ár, hálfa ævina. Alla tíð síð- an hafa afkomendur hans búið hér, en annars eru þeir dreifð- ir vítt um héraðið og. landið. Frá þessu fólki, helgum dög- um þess og virkum, segir Krist- leifur. Hann sviptir þjóðsagna- blæjunni af Snórra langafa sínum, en eftir stendur Ijúf- Hluti þátttakenda í sumarferð Alþýðubandalagsins hlýðir sonar í Húsafellsskógi. á ávarp Guðmundar skálds Böðvars- „Og f fjarska blasir við liöfuðprýðin, Eiríksjökull, með Strútinn að norðan og Hafursfell eða Hafrafell á hina liliðina". — Málverk eftir Ásgíim Jónsson, mannlegur og alþýðlegur mað- ur, fróður og víðsýnn. Hið sama kemur firam í firásögnum erlendira ferðam'anna, sem hittu hann. Skýringin á galdraorð- inu mun vera l»sisi: Þjóðin var hrjáð af móðuharðindum og hörmungum, svo að möirg- um lá víð sturlun, en Snoirri virðist hafa haft mikla hæfi- íslandskynning Pan American Undanfarinn áratug hefur bandaríska flugfélagið Pan American World Airways gefið út tímarit til aflestrar fyrir far- þega á hinum ýmsu flugleiðum félagsins. Rit þetta ber nafnið „Clipper", kemur út sex sinnum á ári og upplagið er til jafnaðar 1,2 miljónir eintaka. Efni ritsins, — sem er í svipuðu broti og t. d. bandarísku fréctatímaritin Time og Newsweek, litprentað og rúm- ar 50 síður að stærð — er mest- megnis ýmiskonar upplýsingar er koma sér vel fyrir farþega, svo og myndskreyttar kynningargreinar um lönd og þjóðir og einstaka staði sem menn geta heimsótt með flugvélum Pan Am. í nýj- asta hefti CLIPPER eru birtar nokkrar litmyndir frá íslandi, teknar af Phil Magaletta. Þetta eru myndir úr Reykjavík og aust- an undan Eyjafjöllum og fylgir stuttur texti með. .. < t . ' < X v* V % ÍV-Í • ',Vv> vv- :• t» ' ' " ••• •■>•:• • , • I • .• • , . . "• ,, " ; , •• • ' i, s v • K>. •>'•'< vú • • • '■ ■’•• ••••. ::::•••••.• " t ••'í-^í • \ . t •-< -í V'' . v •: • "■ :VíK> 'K tt'tv c leitoa til að veita fóltoi sálar- slyrk. Hann mælir af munni firam kvæði, og vísar á bug hinum illu öndum, sem fólki þótti ásækja sig, og kallar til fulltingis alla helga krafta. Úr þessu höfðu spunnizt þjóðsög- urniar um, að hann hiefði kveð- ið niður drauga, og bar mönn- um það helzt á milli, hvort þeir hefðu veríð 70 eða 71. Frásagnir Kristledfs eru eins og továtomynd. Við sjáum Torfia Auðunsison, unglingspilt í Hraunsási, næsta bæ, sem við förum fram hjá, brjótast á vetr- ardegi fram að Húsafelli fyrir meira en öld, til þess að ná í eld, sem bafði slotoknað í bænum. En fiannhreiðfen er of djúp, leiðin of seiníarin, eld- urinn deyr áður en heim er koanið. Fyrst að kvöldi næsta dags næst élduir frá Stóraási. — Skólapilta ber að garði á Húsafelli. Þeiir þéra fólk, það heyrist stigvélaspark á staf- gólfum, en eftir liggur tóbaiks- reykur og vmdlabútar. — Ung- íingspiltur úr Reykholtsdal kem- ur til miessu á Húsafelli árið 1800 og híustar á séra Snonra níræðan flytja minnisstæða ræðu um iðrun og aftuirhvarf, en lagt var út af erindinu eftir Hallgrím Péturfson: Lætur hann lögmál byrst / lemja og hæða. / Efitir það fer bann fyrst / að friða og græða. Síð- an gefur prestur sig á tal við piltinn sem jafningja sinn og biður hann með hlýju brosi og gamanyrðum að segja séir frétt- ir neðan úr byggðinni. Þetta man hann alla ævl, segir dótt- ur sinni, en hún synj sinum Kristleifi. Frásöigninni má treysta. Svo lifandi er minningin um séra Snorma á þessum stað, að blíða veturinn 1928-1929 vitr- aðist bann í draumi Jakob Guðmundssyni afkomanda sín- um á HúsaféLLi og bað hahn sýna leiði sínu sómia. Jatoob brást vel við óg lét girða kirkjugarðinn af litlum efnum vinnumannsins. Og hér sjáið þið vera að rísa fcapellu, sem teiknuð var af Ásgrími mál- ara, en frumtovaeðið vaæ Jak- obs. Við lífcum heim að Húsafelli og sjáum, að gestur er kominn og er að kveðja dyra. Eftir að hafia barið þrjú högg seint og fiast á bæjarþilið, sfcendur hann upp við dyrakampinn, þann- ig, að vinstri hlið snýr að dyr- um, leggur bakið þétt við kampinn, stendur í vinstri fót og kreppir hægri fót upp að veggnum, sem hahn styðst við. Svipunni eða stafnum, sem hann hefiur { hægri hiendj, stingur hann eins og fætinum í vegginn. Hverjum, sem til dyra kemur, heilsar hann með kossi og bregður sér svo afitur í sömu stéllingar, meðan þeir spyrja frétta. Svo spýtir hann um tönn, áður en hann fcekur til máls. Svona er næmt og græs’kulaust skyn 'Kristleifs á hátterni samtíðarmanna, hátt- emi. sem aðrir tófcu ekkj til, af því að þeir þektotu ekki annað. Við förum með Kristleifi til kirkju að Reykholtj árið 1873, fjórtáiida sunnudag í sumiri. Það yerður þéttskipað af hest- um á hlaðinu í Reykholti, allt frá öldum gæðingum niður í magrar folaldshryssur, sem óttast um afkvæmi sín í hjnni miklu brossaiþvögu cg hneggja Framhaid á 1,1. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.