Þjóðviljinn - 10.09.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.09.1970, Blaðsíða 7
Fimlmtudjagur 10. septemiber 1970 — ÞJÓÐVJUIiNN — SlÐA ^ Jón Buch hrinda í framkvæmd 40 ára gamallj hugmynd um ad leggja heitt vatn frá Reykjahverfi til Húsavíkur. Við höfum átt í þófi við bæjarstjórnina á Húsa- vík um að fá lagf heitt va-tn til okkar líka og það hefur gengi'ð á ýmsiu, en við fáum það sennilega í gegn. Að öðru leyti er lítið um að vera hjá okkur. Afkoma manna byggist á búskapnum svo til eingöngu, við höfum lengi viljað fá hey- mjölsverksmiðju, en það geng- ur rólega að fá nokkuð fram í þeim efnurn. — Tollir unga fó-lkið á staðn- um? — Nei, það flyzt flest burtu. Menntunaraðstaða er slærn og félagslíf litið, og fátt fyrir unga fólkið gert, en það er nú svona víðar í sveitum. Ann- ars er Reykjaihverfið tilvalin sveit, og þar er hver blettur ræktanlegur, en eins og ásta-tt er í landbúnaðarmálum er kannski eðlilegt að unga fólkið vilji ekki gera búsikap að at- vinnu sinni. — Hvemig er ástandið í pólitíkinnj í Reykjatoverfi? Br fólk nægilega vinstri sinnað? — í>a'ð finnst mér ekki. Mér finnst fólk aldrei nó-gu vinstri sinnað — segir bessi aldni slkör- ungur að lokum. Gott og harð- snúið lið á Ólafsfirði MeðaR ÖlaÆsfirðiniga á flundin- um var Magnús Magnússon tónlistarkennari. Segja mætti að hann væri alvaldur í tón- listarmálum Óla-fsf jarðatr, því að hann stundiar söngkennslu í barnaskóla staðarin-s, er skóla- Magnús Magnússon stjóri Tónskólans og eini kenn- arinn kirkjuorganisti og stjó-vn- andi karlakórsins. Aðspurður segir hann að erfitt sé að starf- rsekja tónskóla í svo litlum bæ sem Ólafisfiirði, en ætlunin sé að taka upp nánana sa-msta-rf vi'ð Tónlistarskólann á Akur- eyri { fram-tíðinni. — Það er mikið félagslíf i Ólafsfirði, segir Magnús. — Við erum með fþróttafélag, tvö leik- félög, kóra og ýmis önnar fé- lög, en pólitíska stariið hefur ekki verið gróskumikið og á það við um alla flokkana. Samt hield óg, að stjórnmálaiáhugi hafi vaknað talsvert fyrir kosningarnar í vor. Alþý’ð-u- band'alagið bauð þá fram sjálf- stætt, en hiafði verið í sam- yinnu vdð Framsókn áður, og við komum manni inn með glans. Alþýðuflokkurinn og Framsókn komu hvor sínum manni að, en Sjálfstæðisflokk- urinn hélt mieirihlutanum, sem hann hef Jr haft í 16 ár. Alþýðubandalagið á gott og har'ðsnúið lið á Ólafsfirði, en starfið hefur ekki verið nægi- lega þróttmiki'ð að undan- fömu, svo að við ákváðum nú í sum-ar að taka upp þá ný- breytni að efna til siumarferða- lags til skemmtunar og kynn- in-gar. Alls tóku þátt í þessari ferð 5(> manns, og hún heppn- aðist betur en við höí'ðum þor- að að vona. Við ókum austu-r í Mývatnssveit, og veðrið var svo gott, að við erum farin að gruna veðurguðin-a um að vera la-umukomma. Þa'ð er ætlunin ’ að halda þessu áfram, því að fólkið tók því svo vel, en vita- skuld verðum við að efl-a st-arf okkar á annan h-átt. Alþýðu- bandalagið hefur yfirleitt hald- ið fleiri fundi á Ólafsfirði en önnur stjómmálasamtök í bæn- um og látið mörg mál til sín taka, og flokkuirinn fær vax- andi hljó-mgrunn meðal bæjar- búa. í sumar hefiur atvinnu-ástand á Ólafsfirði veri'ð gott. Ýmsar framkvæmdir standia nú yfir, m.a. viðbótarframkvæmdir hjá hitaveitjnni, en hitaiveitu hef- ur vantað í 20 til 25 hús á staðnum. Þá er nú fyrst verið að hefjast handa um vairan- lega gatnagierð, og væntanlega verður í sumar lokið við að malbika 200 metra kafla af að- al-göitunni, Þessu verður von- andi h-aldi’ð áfr-am næstu árin, því að gatnamálin hafa varið í afar slæmu horfd, en uimferð farið vaxandi. Þá er verið að byggja gagnfræðaskólahús á staðnum, og vonir standa til, að framkvæmdum við 2. á- fanga þess verði Iokið nú £ haust. Ým-sar aðrar byggingar- framkvæmdi-r standa yfir, en þær detta ni'ður, þegar tekur að snjó-a. Atvinnul-eysi er alltaf árviss viðburður á Ólafsfirði og fólk reynir að mæta því með því að vinna eins og það getu-r, þegar gefur. Tvö frysti- hús eru starfrækt í bænum og svo að segja hiver einasta kona stariar þar, þegar nóg er að gera. Annairs er gott að frébta ®rá Ólafsfirði núna nema að vi\5 erum prestslaus-ir, og okkur skilst, að það sé lítið framboð en mik.il eftirspurn. Fáir prest- ar baía viljað ílengjast hjá okkur, hvemig sem á því stendur, en ég held að við sé- um nú ekkert verra fólik en gengur og gerist. Ekki er þó hægt að tala um vandræða- ástand út af prestsleysi ennþá, því að við fáum prest innan úr Svarfaðardal til að sinna nauð- synlegustu prestsverkum. Hinir hafa verri málstað Óttar Einarsson skólastjóri á Húsabakkia í Svarflaðairdial ræddi við okkur fyrir hö-nd Alþýðuband-alagisfélagsins á Dalvík. Það er tiltölulega nýtt félag. var stofnað í fyrravetur og telur um 30 manns. — Það heíur stariað fremur lítið til þessa. sa-gði bann. — Við hitt- umst að ví-su oft, drekkum saman kaffi og ræðum um stefnumálin, en um blómlegt starf er varla að ræ'ða. Það er mjög erfitt að fá fóik til pólitísks staris á Dalvik og ég skil ekki annað en hinum flokkunum gangi það veirr en okkur, því að þeir h-afa veiri málstað! Auðvitað er ætlunm að efla fé-laigið og styrkja og okkuir er mjög í mun a-ð fá flei-ra ungt fólk til liðs við okkur. — Hveimig hefur ára'ð á þessum slóðum að undan- fömu? — Það er mjög daiuft hljóð í bændum og heyfengur mun víðast hvaT verða lítill í ba-ust. því að sumarið befur verið kalt og erfitt. Þá eru þungar horfur með kartö-fluuppskeru og berj aspretta lítil sem engin. Svarfaðardialurinn er annars búsældarfeg byggð og bændum hefiur yfMeitt vegn-að þar vel, enda hefur dalurinn j-afnan veri'ð setinn. Af því leiðir þó, að þröngt er um bændiur, og jarðimar hafia ekki mdikia stæ-kkjnarmöguleika, en þró- unin er nú að verða sú eins og annars staðar, að býlunum fækkar. Á Dalvík byggja menn a-fkomu sina fyrst og firemst á sjávarútvegi. þar er töluverð fiskmenning, ef svo má segjia, og staðurinn er í vexti — Hvemiig er aðstaðan við Húsabakkaskóla? — Hún er sæmileg, og það hefur ekki gengið erfiölega að fá kennara þangað. Skólinn er bama- og unglingasikóli og nemendafjöldinn er um 60. Þeir, sem balda áfram faira venjulega í ga.gnfræðaskólann á D-alvík. Vantar atvinnu- jöfnun á Húsavík — Ég er ekkj í nok-krum vafa um, að staða Alþýðu- bandalagBins í kjördæminu fer mjög batnandi, sagði frú Jóhánna Aðalsteinsdóttir, for- rnaður Alþýðubandalagsins á Húsaivík — og ek/ki ætti þetta framboð, sem við vorjm a'ð ákveða að spilla fyrir. Þetta hefur kvisazt dólítið út á Húsa-vík og menn bafa lýst mikilli ánægju með að f-á Stef- án Jónsson í fyrsta sætið, og annarra flokk-a menn bafa jafnvel lýst st-uðningi við Al- þýðubandaiiaigið vegna fram- boðs hans. Starfið á Húsavík hefur yfirleitt gengiö vel og mikill hugur er í fó-lki. Félag- ið teluir 40 aðila, en rúmlegia helmingi fleiri eru trygigir stuðningsmenn okkar og okk- ur er stöðugt að vaxa fisku-r um hrygg. Kvenfólk tekur mik- inn þátt í störfum flokksins og það er gleðilegt, hvað 'jngt fólk hneigist að Alþýðub-anda- laginu. Við bæjiarstjómarkosning- s "**' . / .••'sw. v.-.-.y :::: '-áá': iwli'iíiíii'i'iiSi'i'iiS'i'i'ii'í':; i'Uilffii v; V- * k * ■ j '*■ "v- M Frá Dalvík, Jóhanna Aðalsteinsdóttir a-m-ar stóðum við að lista meö Frjálslyndum og öðrum sem höfðu beitt sér gegn brott- rekstri Daníels Daníelssonar læknis. Við fengum i/3 greiddra atkvæða og móttum vel við una, en ekki hefur ver- ið tekin ákvörðun um, hvort þetta samstarf verður til fram- búða-r. Því fer fj'arri, að Daní- elsmálið hafi lognazt ú-t af. ÞaÖ fyrnist ekki fljótt yfir slík stórmál, og vonandi verða þessi vinnubrögð eklq enduir- tekin. Nokkuð er síðan sjúkrahúsið var tekið í notkan. Aðstaða þar er giæsileg og aðbúnaður sjúklinganna mjög góöur. Af öðrum framkvæmdum má nefna hitaveituna, sem er á fleygiferð, og vonir standa til að hún verði farin að gefa af sér í október næstkomiandi. Verið er að reisa gagnfiræða- skóla, sem á að vera fullbúinn árið 1972, og menningarrnið- stöð. sem á að hýsa alls kon- ar menningar- og félagsstarf- semi, m.a. söfn bæjarins og heyrzt hefur, aö komið verði þar upp sædýrasafni. Sl-átur- hús kaupfélia.gsins er í bygg- ingu, og þessar framkvæmdir skapa vitaskuld atvinnu fyrir fjölda manns, en hætt er við því að a-tvinnuleysi verði, þeg- ar dregur úr byggingafram- kvæmdum í vetur. Okkur vain-tar tilfinnanlega atvinnu- jöfnun, helzt léttan iðnað, sem konur og ungt fólk getur stundað. Það þarf ednnig n-auðsynlega að tryggja írystihúsum staðar- ins örugga hráefnisöflun, og nýjar hafnarframkvæmdtr eru orðnar afar aöballandi, en það er vist ekki ætlunin að hefjast handa um þær í bráð, Margt fleira þarf úrbóta við á Húsa- vík, og við Alþýðubandalags- fólk í bæ-num hyggjumst beita ofckur fytrir sem flestum fram- faramálum. f vetur mun starf okbar einnig miðast mjög við væntanlegar alþingiskosningar, og eins og ég sagði áðan er- um við mjög bjartsýn á, að ofckUr vegni vel á næstunni. — Nú varst þú kosdn í bæj- arstjóm í vor, Jóhanna, hivern- ig líka þór störfin þar? — Það er lítil reynsla komin á það ennþá, því að óg hef aðeins setið einn bæjarstjóm- arfund. Fleiri fundi-r bafa ekki verið haldnir. Hins vegar hef ég setið tvo fundi í bæjarróði sem varamaður og þ-að hefur verið afiar lærdómsrík-t. — gþe Fyrírhyggjulaust íramfurafían Ljóst er að við stöndum nú á nýju þrepi tæknilþróunar. I vertkiegum framikvæmdum tak- markar í-myndunaraflið eitt hverju korna má í verik — í- myndunaraflið aiuk fjármagns- ins. Um háloftið, geiminn og hafdjúpin getum við ferðazt. Getum breytt eyðimörk í ald- ingarð, skóglendi í akra, tamdð stórfl'jótin og sogað orku úr ör- einduan. Á hinn bóginn gietum við eytt lífi 1 smáum og stórum stíl, jafnvel öllu lífi á jörðtnni á fáeinum stuttum dægrum. Öviljandi og einatt óafvitandi erum við aftur á móti aðbreyta öllu uimihverfi okkar. Verða margar þaar breytingar varan- legar. Framkvæmdir Islcndinga Við íslendingar erum ckki komnir lanigt á braut f-raimfara og tækni — teljumst á mörgum sviðum vamþróaðir. Engu aðsíð- ur höfum við á síðustu áratug- um sett stórfelld merki á land okkar. Fraimræsluskurðir, sem grafnir hafa verið um öll hér- uð, verða vananleg ör á ásjónu landsins, hvort svo sem þeir koma að tilætluðu gagni eða ekki. Stióirfellld vegaigerð hefur nú staðið .yfir um skeið. Víða má fylgja þróun í vegage-rðinn-i og eru allt að þrjú vegastæði svo til hlið við hllið. Vart mun Kópavogshálsinn nokkumtíma verða þekfcjanlegur aftur, en fyrir nokkrum árum hóf vega- gerðin að sprengja þar vegar- stæði ún-dir og yfir fyrirhundr- uð mdljóna króna. Við það sparast nokkuma mínútna ferð, þegar ekið er til Suðumesja, Ný fiskimið eru leituð uppi með hnitmiðuðum vísindaað- ferðum. Síðan eru miðin plægð linnulaust í þeim tilgangi, er virðist, að yrja upp hvem eán- astia u'giga og skel á sem skemmstum tima. Dómur sögunnar Nú til dags getur einn ung- linigur á vól framkvæmt verk, sem þótt hefði stórviriki meðal stærri þjóða fyrir hálfri öld eða svo. Fullvíst mó telja að framtið- in mun ekki líta á allt okkar rasfc jafn hýrum augumogþeir góðfúsu menn gera sem standa fyrir framkvæmdum í dag. Okkur var kennt í bama- skóla að landnémsmenn hefðu eytt skógi í landdnu. Höfumvið skömm á þeim fyrir það. Hvern dóm kemur saigain til með aö Ueggja á okkar verk? — Hugsi. O SMURT BRAUÐ □ SNTTTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSID éNACK BÁR við Hlemmtorg. Laugavegi 126, Sími 24631 KennarastöBur Kennara vantar við Gagnfræðaskólann á Seyðis- firði, m.a. f stærðfræði og eðlisfræði. Ennfremur handavinnukennara stúlkna við bama- og gagnfræðaskólann, ásamt bóklegri kennslu að hálfu. Upplýsingar gefur skólastjórinn næstu daga á City hóteli, sími 18650.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.