Þjóðviljinn - 24.01.1971, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.01.1971, Blaðsíða 7
w Su.nnudaguir 24. janúar 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA ^ stæðir og nutu svo öflugs stuðn- ings samlanda sinna, að þeir gátu virt að vettugi úrtölur Stalíns og leitt til sigurs sósíalíska þjóðfé- lagsbyltingu. Trúmann Nú kynnu menn að spyrja: Úr því að svo ágætt samkomulag tókst með Churchill og Stalín um skiptingu Evrópu 1944, hvernig var þá upphaf kalda striðsins? Þeirri spurningu verður ekki svarað nema tekið sé tillit til hinnar breyttu utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem kom til fram- kvæmda fljódega eftir að Trú- mann tók við völdum árið 1945 og Bandaríkin fengu ein umráð yfir kjarnorkusprengjunni, „the greatest thing in history" eins og Bandaríkjaforseti kallaði hana glaðhlakkalega. Höfuðmarkmið utanríkisstefnu Trúmanns for- seta hefur verið nefnd „con- tainement", nokkurs konar inni- lokunarstefna. Um það var að rasða að knýja Rússa í krafti hins nýja ógnarvopns, og vegna þess að land þeirra var í rústum eftir styrjöldina, til að láta af hendi áhrifasvæði sín. í samræmi við þessa stefnu svaraði Bandaríkja- stjórn ekki beiðni Sovétríkjanna um sex miljarða dala lán til end- urreisnar efnahagslífi Iandsins. Næsta skrefið á hinni hörðu lími, var stigið með hinni svonefndu Trúmannkenningu vorið 1947, sem jafngilti eins konar stríðsyfir- Iýsingu gegn Sovétríkjunum, eins eins og Edwin Johnson öldunga- deildarþingmaður frá Colorado komst að orði. Trúmann forseti hét því að Bandaríkin myndu koma til hjálpar hverri þjóð, sem vopnaðir minnihlutar hygðust kúga undir sig. Bandaríkin myndu hvarvetnaL.Styðja lýðræðisöfl sem ættu í höggi við einræðisöfl. Hér vaknar óhjákvæmilega sú spum- ing: Eftir hvaða mælikvarða skyldi skilið milli ills og góðs? Bandaríkin svörúðu þe9sari spum- ingu ótvírætt með íhlutun sinni í Grikklandi. Þar slógu þau skjaldborg um hægrisinnaða ein- ræðisklíku, sem fiðaði til falls fyr- ir byltingarsinnaðri þjóðfélags- hreyfingu og hefur þessi stefna verið rauði þráðurinn í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna upp frá því. Þannig sögðu Bandaríkin ekki einræði Stalíns stríð á hendur heldur því fordæmi sem bolsév- ikar gáfu fátækri alþýðu þessa heims árið 1917. (Heimdellingur kallar fram í: Fleygið manninum út). Ódýr lygasaga um Noreg Um svipað leyti, árið 1947, lögðu Bandaríkin fram Marshall- áætlun sína, sem Sovétríkin svör- uðu aftur með því að herða um allan helming tök sín á Austur- Evrópu. Járntjaldið var sigið í eiginlegri merkingu og and- kommúnisminn varð að því guð- spjalli á Vesturlöndum, sem enn má lesa á síðum Morgunblaðsins og þið heyrðuð áðan. Áhangend- ur hinnar hörðu Iínu fengu byr undir báða vængi, þegar komm- únistar í Tékkóslóvakíu tóku völdin í hendur, m. a. að undir- lagi Sovétríkjanna í febrúar 1948. Þar sem Tékkóslóvakía var eina þingræðisn'kið á áhrifasvasði Sovétríkjanna og kommúnistar höfðu ekki þingmeirihluta til valdatöku varð hægiu- leikur að innræta Vesturlandabúum þá skoðun að sama hlutskipti biði vestrænna þingræðisríkja. Þeg- ar við bættist að Rússar svöruðu einhliða aðgerðum Vesturveld- anna í Þýzkalandi með því að meina j-æim aðgang á landi til Berlínar, er ekki ofsagt að alls- herjar „psykósa" hafi gripið um sig hérna megin jámtjaldsins. Þeirri sögusögn var komið á kreik að undirlagi varnarmálaráðuneyt- is Bandaríkjanna, að Noregur væri næsta landið, sem Sovétríkin hefðu í hyggju að leggja undir sig. Það var í góðri trú á þessa sögu- sögn, sem norska stjórnin ákvað að ganga í Nató, þegar stofnun þess var í aðsigi. Eins og banda- ríski blaðamaðurinn William Shirer hefur upplýst í bók sinni „The Challenge of Scandinavia" kom síðar í Ijós í Washington, að þessi sögusögn var algerlega úr lausu lofti gripin. Nú er það vitað að ákvörðun Norðmanna um inngöngu í NATO réði öðru freraur því, að ísland gekk ásamt Danmörku í hernaðarbandalagið. Þá vaknar sú spurning hvort þáverandi utan- ríkisráðherra, dr. Bjami heitinn Benediktsson, hafi einnig verið mataður á þessari sömu sögusögn. Hafi svo verið má ýkjulaust segja, að aðild íslands að NATO hafi ákvarðazt af heldur billegri lyga- sögu. (Heimdallaröskur). Niðurstöður sagnfræðinga benda til þess, að helzta ástasðan fyrir valdatöku kommúnista í Tékkóslóvakíu hafi verið sá ótti Sovétríkjanna að Tékkóslóvakía mundi freistast til að þiggja Marshallaðstoð sem hefði afmr veikt hernaðaraðstöðu Sovétríkj- anna. Því eins og enski prófessor- inn Blacket skrifar, nam her- styrkur Sovétríkjanna 1948 2,9 milj. manna, en styrkur Banda- ríkjanna fólst aðallega, auk atóm- sprengjunnar, í öflugum flugher og flota, sem studdist þá við 400 herstöðvar umhverfis Sovétríkin, þar á meðal eina á íslandi. Það er því firra ein sem goðsögnin heldur fram, að Sovétríkin hafi getað ógnað Vesturveldunum í krafti hernaðarmættis síns, enda lét sjálfur Dulles svo um mælt í marz 1949: „Að því er bezt verður séð hefur Sovétstjórnin ekki í hyggju við núverandi að- stæður að framfylgja stefnu sinni með því að heyja styrjöld. Ég þekki engan opinberan fulltrúa utan hers eða innan né í þessari (þ. e. a. s. þeirri bandarísku) rík- isstjórn, sem álítur að Sovétríkin áformi nú landvinninga með beinni hemaðarárás". Það þurfti með öðrum orðum ekki Nató til að stemma stigu við skefjalausri þenslu Sovétríkjarma, eins og Varðbergsmaðurinn orðaði það. Hins vegar þurfm Bandaríkin á Nató að halda til þess að geta stemmt stigu við þeim öflum, sem ógnuðu heimsveldisstöðu þeirra, hvort sem var á íslandi, Grikk- landi eða í þriðja heiminum. Hernaðarbanda- lög og smáþjóðir Og hvaða áhrif liafa liernaðar- bandalög haft fyrir smáþjóðir. Við íslendingar höfum uppskorið 20 ára bandarískt hernám. Grikk- land hefur uppskorið fasistastjórn. Tékkóslóvakía hefur á ný verið reyrð á klafa risaveldisins í austri. Hlutskipti Tékkóslóvakíu og Grikkja eru tvær hliðar á sama máli; það er til vitnis um að að- ild að hernaðarblökkum risaveld- anna ógnar sjálfsákvörðunarrétti og sjálfstæði smáþjóða. Það er af þessum sökum sem andstaðan gegn hemaðarbandalögum ætti að vera grundvallaratriði í utanríkis- stefnu íslendinga". Er Loftur hafði Iokið máli sínu tók til máls annar ræðumaður Heimdallar í fyrstu umferð, Hall- dór Blöndal, kennari. Segir fátt af ræðu hans, utan það að hann reyndi sem mest hann mátti að halda fram gamalli Moggafirru um afstöðu Þjóðviljans til innrás- arinnar í Tékkóslóvakíu. Veifaði Halldór framan í fundarmenn þremur tölublöðum af Þjóðviljan- um og sagði: Hér er ég með þrjú Þjóðviljablöð og þar er ekki minnzt á innrásina í Tékkósló- vakíu. Sagði hann, að Þjóðviljinn vildi láta líta svo út sem allt væri í Iagi í Tékkóslóvakíu. Heimdellingum svarað Svavar Gestsson var næsti ræðumaður Alþýðubandalagsins. Hóf hann mál sitt á því að svara nokkrum atriðum, sem fram höfðu komið í ræðum Heimdell- inganna Ellerts og Halldórs: Það er algengt, að gleðikon- ur séu haldnar hreinlcetisæði — hliðstæð mun hvöt Ellerts B. Schrams er hann ræðst að naz- ismanum, vitandi það að enn eru í þingflokki Sjálfstæðisflokksins menn, sem studdu hitlerska lieimsveldið á áratugniun 1930— 1940. Þá vitnaði Svavar í grein eftir Ellert B. Schram í Stefni frá 1966, en þar fjallar Ellert um Bandaríkin, hernámið og sjón- varpið á Keflavíkurflugvelli og átelur mjög þann hugsunarhátt að taka undir allt það sem banda- rískt er og þau vinnubrögð, sem verja allt það sem kemur frá Bandaríkjunum. Nú hefur Eellert B. Schram snúið við blaðinu — enda heldur hann sig kominn á þing, búinn að klifra nógu hátt til þess að geta slegið af skoðun- um sínum. Um málflutning Halldórs Blöndals vil ég segja eftirfarandi: 25. ágúst síðast liðinn hreinsuðu þingeyskir bændur Miðkvísl. Það vill svo til að Halldór L. Blöndal er í framboði í Norðurlandskjör- dæmi eystra og mun að líkindum þurfa að eiga í höggi við þing- eyska bændur og ég er sannfærð- ur um að þingeyskir bændur munu hreinsa sig af honum Iíka, ef hann temur sér á framboðs- fundum sama málflutning og hér. Svavar gerði að umtalsefni þau orð ræðumanna Heimdallar að Alþýðubandalagið hugsaði ekki lengur um Nató eða herinn — þannig hefði formaður þingflokks þess ekki minnzt á Nató eða herinn í sinni áramótagrein. Svavar kvaðst ekki vilja heyja umræðukapp á grundvelli slíkra röksemdafærslna Heimdellinga — en hann benti á að með svipaðri röksemdafærslu mætti spyrja: Skrifaði Jóhann Hafstein, for- maður Sjálfstæðisflokksins um Nató eða herinn í sinni áramóta- grein? Nei. Það gerði hann ekki. Er Jóhann Hafstein þá á móti hernum? Þá vék Svavar að málflutningi Halldórs Blöndals um Þjóðvilj- ann og afstöðuna til innrásarinn- ar í Tékkóslóvakíu: Talsmenn Heimdallar reyna að gera því skóna að við sósíalistar teljum allt í himnalagi í Tékkóslóvakíu — en með sömu röksemdafærslu og þá var viðhöfð má slá því föstu að ýmsir af forustumönnum ungra Sjálfstæðismanna teldu allt í himnalagi í Tékkóslóvakíu: Pét- ur Sveinbjarnarson formaður Heimdallar hefði í Sovétríkjun- um nýlega farið sérstaklega lof- samlegum orðum um æskulýðs- mál þar í landi. Hefði hann sér- staklega verið hrifinn af því hversu ung börn væru tekin í æskulýðsstarf — ekki upp úr fermingu eins og á íslandi, heldur kornabörn. Ég efast ekki um að ungir Sjálfstæðismenn kysu helzt að byrja iðju sína á skriðdeildum barnaheimilanna. Þvx miður hef ég neyðzt til að eyða drjúgum hluta rasðu minnar í karp við talsmenn Heimdallar, en ég ætlaði í þessari ræðu minni að gera hernámið og afleiðingar þess að nokkru umtalsefni. En tíminn er knappur og aðeins unnt að nefna fáein dæmi úr niðurlægingarsögu hernámsins. — Drap Svavar síðan á olíumálið, undanhaldið í landhelgismálinu og samningana við Alusuisse sem lýsandi dæmi þessa niðurlæging- artímabiis. Ný land- varnarbarátta Að lokum sagði rasðumaður: Aðalefni þessa fundar er aðild íslands að Atlanzhafsbandaláginu og varnir landsins. Við ungir sósíalistar tókum boðinu um að ræða við Heimdellinga hér á þess- um fundi með opnum huga. Við höfðum sérstaka ástæðu til þess að ræða þessi mál í dag þegar hernaðurinn gegn landinu er í hvað mestum gangi. Hemaðurinn gegn Iandinu er að okkar mati fólginn í herstöðvunum, því hér er herinn okkur ekki til varnar. Á tímum nútímahernaðartækni er smáríki engin vörn í her, sízt inn- an hernaðarbandalags. það sanna hin ömurlegu dæmi frá'Vietnam og Tékkóslóvakíu. Herstöðvar í smáríki bjóða hcettunni heim, — en hernaðurinn gegn Iandinu birt- ist í fleiri myndum: Hann birtist í hvers konar erlendri ásælni og leppmennsku fyrir erlend stórfyr-r irtæki og efnahagsbandalög. Hernaðurinn gegn landinu birtist í virkjunaráformum ,/eikni- stokksóðra" stjórnarvalda og i barnamoldarvinnslunni við Mý- vatn. í þeirri nýju Iandvarnarbar- áttu, sem framundan er á íslandi mun verða mikill fjöldi ungs fólks — jafnvel ungir Sjálfstæðismenn, sem eru orðnir þreyttir á ofur- valdi Iöglærðu klifraranna í Sjálf- stæðisflokknum." Næsti rasðumaður var Jón E. Ragnarsson, en síðastur í fyrstu umferð talaði Sigurður Magnús- son, rafvélavirki, fyrir Alþýðu- bandalagið. Fjármagn og vopn Hann sagði m.a.: „Auður og völd fara oft saman. Svo er til dæmis í iðnaðarstórveldunum og auðhringum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, enda beita þess- ir aðilar ekki síður viðskiptaein- okun en hemaðarlegum þvingun- um til þess að auka áhrif sín. Með yfirburðum sínum í iðnaði og yfirráðum sínum yfir meiri- hluta náttúmauðlinda jarðarinnar geta auðvaldsríkin skammtað hinum fátæku bæði lífskjör og frelsi. Bandalög eins og Nato, Efta og Ebe em tæki auðvalds- heimsins til þess að tryggja aukin yfirráð og samstilla krafta iðn- þróuðu ríkjanna, því einungis misskipting auðæfanna í heimin- um gemr haldið lífinu í auðstétt- um allsnægtalandanna, greitt hóg- lífi þeirra og styrjaldir. Þannig eru bandalögin nauðsynlegir hlekkir arðránskerfisins. Lögmál þessara auðhringa em lögmál fmmskógarins, lögmál þar sem hinn veiki skal lúta hinum sterk- Framihald á 9. siöu. t i 4 I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.