Þjóðviljinn - 12.10.1971, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.10.1971, Blaðsíða 7
■ Þriðjudiagur 12. dktóber 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7 Hugarfar almennings I>að sem gerir ástandið í Ul- ster að nær óleysanlegu vanda- máli er ekki hvað sízt sú stað- reynd, að skoðanir mótmael- enda og kaþólikka eru svo gjörsamlega andstæðar, að bil- ið þar á milli er óbrúanlegt. Mótmælendur, sem eru afkom- endur Skota, sem Cromwell flutti inn í landið á sínum tíma, líta t.d. ekki á sig sem íra, heldur Breta. Brezki fáninn blaktir við hún á svo að segja hverju húsi sem mótmælendur búa í, einkanlega í fátæktar- hverfunum, og myndir af Vil- hjálmi prinsi af Oraniu, sem seinna gerðist konungur Breta, og frægastur er fyrir það, að hafa kúgað og kvalið írska kaþólikka, sem mest hann mátti eru málaðar u.pp um alla veggi í borgarhlutum mótmæl- enda. Að sjálfsögðu telja kaþó- likkar sig Ira og þeir geta ekki fallist á þá þjóðernisskilgrein- ingu sem mótmælendur við- hafa um sjálfa sig. Þessi þj'óð- ernislegi skoðanaágreiningur bætir enn einum þætti inn í deilumar og átöikin í Ulster, hiruum þjóðemislega Hinn efnahagslegi og stjómarfars- ' legi mismunur, sem kaþólildíar búa við í Ulster, fær margan þeirra til að líta hýru auga suður yfir landamærin, on mót- mælendur. hryllir við þeirri til-' 'hugsun, að vera minnihluta- hópur í Irska lýðveldinu. Það er mjög svo athyglisvert að athuga skoðanir mótmælenda og kaþólikka hverra á öðrum. Mótmælendum er allt frá blautu bamsbeini, kennt að fyrirlíta itaþóliklía. sem nokk- urs konar annars flokks mann- verur, en hatur kaþólikka bein- ist fyrst og fremst að Bretum. Þaranig er Ulster eimn allsherj- ar haturspottur, og það sýður vel í þoim potti. Spumimgin er Paisley klerkur, forystumaður öfgafullra mótmælcnda. aðeins sú, hvenær sýður upp úr, og hverjar afleiðingar þess verða. Slík uppúrsuða gæti hæglega orsakað borgarastyrj- öld, sem aðeins gætí orðið báð- um aðilum til tjóns og böiv- unar MennirnL. brúnni í stjörmálalífinu í Ulster enu það einkum þrjár manneskjur, sem láta á sér kræla. en það em Faulknar forsætisráðherra, sá baráttuglaði klerkur Paislay og vailkyrjan Bemadette Devl- in. Faulkner, som auk þess að vera forsætisráðherra, er for- maður Sameinn.gai'flokksins, sem er flokkur mótmælenda og farið hofur með völd í Ul- ster írá upplhafi, er að því er virðist nokkurs konar mið.ju- maður í flokki sínum. Þrótt fyrir það, hafa þær umbætur, sem hann hefur boðað til handa kaþólikknm, hvergi komið fram í dagsljósið, nema í talandanum á honum, kaþó- likkum til einskis gagns eins og gefur að skilja. Faulkner er því meiri umbótasinni í munni en í höndum og þvf sízt til stórræða IMegur. Sá hinn baráttuglaði „guðsþjónn“ Ian Paásley, er öiflgamaður í hópi mótmælenda. I hans augum eru þeir kaþólikikar, sem voga sér að miinnast á jafnrétti, ekki ednasta óasskilegar verur, heldur hreinir landráðamenn, og ber að meðhöndla þá sem slíka. Núverandi staða Ulsters innan Bretaveldis sáluga er honum jafnheilög og biblían, ef ekki heilagri. Paisley er for- maður lítils . flokks mótmæl- enda, og er hann manna iðn- astur við að æsa mótmælendur upp í alls konar ódæði gegn kaþólikkum, enda hata kaiþó- likkar hann öllum mönnum meir. Bemadette Devlin er hið stóra spurningarmerki í stjóm- málum í Ulster. Fram til þessa hefur hún lítið sýntafsér fram yfir kokihreystína og margir líta á hana sem uppblásna pólitíska fígúm, sem sé í raun- og veru er hvonki fugl né fiskur. Um það er erfitt að fullyrða, enda getur henna fræga bameign bund- ið enda á hennar pólitíska fer- il og það skjótan því írskir kaþóliklcar em lítt hriínir af iðkun ástaleikja nema fyrir þá eina sem til hafa hlotið prest- lega blessun. Pólitískir höfð- ingjar í Landon hafa lítil bein Hvað er til ráða? Pétur Ilafsteinn Lárussoiu afskpti haft af máleÉnium Ul- sters, er frá er talinn fundur sá, sem Heath forsætisnáð- herra Breta átti nýlega með Lyndh foarsætisráðiherra Ira og Faulknesr. Þó sá fundiur hafi 1 sjálfu sér verið áramgurlaus, er það þó í áttiina, að ledðtogar Breta, írska lýðvéldisins og Ul- sters sfculi ræðast við, en það hefur aldrei gerst áður. Þess má einnig geta. að Wilson hef- ur undanfarið mjög látið mál- efni Ulsters tíl sín taka, en 1 hann hefur sjálfur verið for- sætísráðherra Breta, og þanmig haft aðstöðu til að bæta á- standið í Ulster, án þess að hafa nofært sér það, svo að vart er við of miklu að búazt úr hans herbúðum. Þetta er spuming, sem menn velta mjög fyrir sér, þegar rætt er um Ulster og er það að vonum. Það er augljóst mól, að við miúveramdi ástamd. verður ekki búið öllu lengur. Anmað hvort verður vandi Ulsterbúa leysitur á þassu ári eða því næsta, eða þá að borgarstyrjöld brýst út, nema því aðedns, að Bretar stórauiki liðstyrk sinn í landinu, en það jafngildir í raun og veru borgarastyrjöld. Eina lausnin er það mínum dómi sú, að stjómin í London notfæri sér þau réttindd sín, að taka algjörlega við stjóm Ul- sters. og kami þar á algjöru jafnrétti. . öðruvísi, vcrður það ekki gert. Þegar híð algjöra jafnrétti væri komið á í Ul- ster mætti fara að undirbúa þá sameindngu við írska lýð- veldið, sem hvort sem er, er aðeins tímaspursmál nú þegar. En áður en til sameáningar kemur, er óhjákvæmilegt, að jafna öll ágreiningsmál mót- mælenda og kaþólikka í Ulster, og þau verða aldred jöfnuð án fullkomins jafnréttis. Brczkir hermenn hlnðra hóp mótmælcnda 1 að ráðast lnn 1 hverfl kaþólskra. Bemadette Devilin, hin aðsópsmikla baráttukona á N-Irlandi. Algcng sjón f Bclfast og Londonderry, FRAIRLANDI 3. GREIN I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.