Þjóðviljinn - 17.10.1971, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.10.1971, Blaðsíða 11
Sunmudagur 17. októlber 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J J Ungirjafnaðarmenn á Norður- löndum fjalla um fiskveiðar Á þingi Sambands ungra jafnaðarmanna á Norðurlönd- um, sem haldið var í Málmey 9. til 10. okt. s.l. var samþykkt einróma tillaga frá fulltrúum íslands er fjallaði um mengun sjávarins. verndun fiskistofna og yfirráð strandríkja yfir landgrunni sinu, þar sem seg- ir m.a.: „Grípa verður til ráðstaf- ana sem annars vegar konia í veg fyrir ofveiði og sem hins vegar tryggja þassar auðlindir þjóða, sem mjög eru háðar fiskveiðum] gegn nányrkju. Eðlilegt er, að þessar þjóðir hafi sjálfar ákvörðunarréttinn yfir fisikveiðum á landgrunni sínu og beri ábyrgð á vernd- un uppeldisstöðva fisksins og hagkvæmustu nýtingu fisk- stofmanna.“ Þing þetta sóttu um 80 full- trúar samtaka ungra jafnað- armanna frá Norðurlöndunum fimm auk gesta. Fulltrúar ís- lands á þinginu voru Örlygur Geirsson formaður S.U.J., Kjartan Jóhannsson, Ámi Hjör- leifsson, Matthías Viktorsson og Jón Vilhjálmsson. Var landhelgismálið og sér- staða íslands kynnt ýtarlega á þinginu bæði á nefndafundum og á þingfundi, þar sem Kjart- an Jóhannsson flutti ræðu um landhelgismálið og talaði fyrir tillögu íslendinganna. Sauðalitir Framhald af 7. síðu. aðrar þær flíkur þar sem kostir ullarinnar koma fram. — Hvernig er meðferð ís- lenzkra bænda á fénu, með tilliti til uilarframleiðslunnar, og á ull- inni sjálfri? . •• Hver á að byrja? — Það mætti gera margt í því sambandi. Vetrarrúningur hefur gefizt mjög vel þar sem hann hef- ur verið reyndur. Ef hús eru góð Og hægt er að beita fénu á græn grös framundir snjóa fæst miklu betri ull en ef rúið er á sumrin. Hún verður þá óþófin og nýtist betur sem hráefni í verksmiðjun- um, Þetta byggist á því að hey- skapur sé góður og ullin sé í góðu verði. En fjárhús eru mjög mis- munandi góð, og í blautum og khnfiski grindarlausum húsum fer ullin ekki vel. Uilin er í lágu ycrðj. til bænda núna, og þeir segjast ekki bæta hana fyrr en þeir sjá sér hagnað að því. Verk- smiðjurnar kvarta aftur um lélega vöru og óska eftir því að hún sé bætt, en segja að verðið sé svo hátt, að ekki sé unnt að hækka það. Hver á að byrja? WM) SCNDIBILASÍOÐÍM Hf Ullarverðið er of lágt Verðið, sem bændur fá fyrir ullina fer eftir heimsmarkaðs- verði, en kjötverðið er aftur hækkað til bænda til að skapa rekstrargrundvöllinn fyrir fjár- búskap. Kjötið er svo aftur greitt niður, eins og mönnum er kunn- ugt. Ég hef gert það að minni tillögu, að hluti af þessum niður- greiðslum verði látinn renna í ullarverðið til þess að bændur sjái sér hag í því að fá sem mesta og bezta ull. Þessi tillaga hefur ekki fengið hljómgrunn enn þá. Þess vegna er ástandið þannig, að mörgum bændum finnst ekki borga sig að nýta ullina eða gera sér far um að selja góða vöru. Þannig hefur meira að segja kom- ið upp sú hugmynd hjá einstaka bónda að brenna ullina í svo sem tvö ár og sjá hvað setur. En verk- smiðjurnar geta hæglega flutt inn ódýra ull, svo bændurnir eru í slæmri aðstöðu. Samt sem áður er þróunin heldur í rétta átt, hráefnin fara batnandi, og ef vilji væri fyrir hendi hjá öllum aðilum mætti stórflýta þessari þróun til hags- bóta fyrir alla, — þekking og tækni er fyrir hendi, skerpa í framkvæmd er það eina sem vant- ar. Dýrasta veizla heims Kaupmenn — Kaupfélög rnur Framleiðum í úrvali kven- og ^ f barnapeysur :íf Prjónastofan Snældan Skúlagötu 32 — Sími 24668. Úrval af peysum á 1 alla 'EYSAN SF. Boliolti 6, Heykjavík — Sími 37713 <s>- Frannhald af 8. sáðu. búnaöur til að sjónvarpa her- legiheitunum um víða veröld. Umhverfis tjaldbúðina hefur verið gerður garður í eyði- mörkinni. Jarðsprengjubelti Og þar fyrir utan eru her- deildir úr íranslka hemum og jarðsprengjubelti. Það er nefni- lega vitað að margir þjóðhöfð- ingjamir sem sæikja hátíðina, draga að sér morðingja eins og mykja mýflugur. Þess vegna veitir ekki af miklum viðbún- aði til að tryggja að hin krýndu höfuð geti legið úr sér kon- unglega timburmenn án þess að þurfa að óttast það að veruleikinn í heiminum um- hverfis þá raski ró þeirra. Að lokum verður hverjum þjóðhöfðingja gefið handofið teppi með mynd af honum sjálfum sem er eins lík fyrir- myndinni og opinber ljósmynd. Farah keisarafrú svaraði þeirri gagmrýni sem hefur kom- ið fram í erlendum blöðum á þennan hátt: „Við verjum ekki fé í neitt, nema hluti sem eru hvort sem er nauðsynlegir“. Þar með telur hún hina nýju hraðbraut frá Teheran til Persepólis (80 km), ný lúxus- hótel í Teheran, Schiras og Is- faham, og hina nýbyggðu .,ferðamanmaborg“ í Persepólis. Þegar að hátíðinni lokinni verð- ur svo farið að taka á móti auðkýfingum á þessum stöðum. Það má segja að með þessum hátíðahöldum og byggingum hafi stjórn írans gyllt fátækt landsins þannig að erlendir auðkýfingar geta nú ferðazt þangað án þess að þurfa að verða of mikið varir við hana og því sofið betur í landinu. En um allan heim hefur hún valdið því að athygli manna hefur nú beinzt að ástandinu í Irán og þeim kjörum sem allur almenningur verður við að búa. Og svo virðist sem hún hafi vakið mjög marga Irana til umhugsunar lika: Her- inn á ekki einungis að vernda útlendingana. Það getur því verið að hátíðim hafi ekki ein- ungis verið til ills. keiKiur: BMDGESTOME ekki á óvart Enda býður Bridgestone snjónum byrginn hvenær sem er. Bridgestone snjóhjólbarðar, með hinu kunna Bridgestone mynstri, eru gerðir þannig, að hægt er að nota á þeim snjónagla. Sterkir þverbitar á kontunum auka aksturshæfni' í snjó og Ieðju. Sérmynstur í miðju lækkar sóninn þegar ekið er á auðum vegum. Margra ára reynsla Bridgestone snjó* hj'ólbarða hérlendis sannar gæðin. BRIDGESTONE aassíMss hæfa islenzkum aðstæðum \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.