Þjóðviljinn - 05.11.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.11.1971, Blaðsíða 4
4 SfDA — ÞJÖÐVŒéjJTNN — Fösfcuidaglur 5. nóVemíber 1S7L — Málgagn sósiallsma, verkalýðshreyfingar og þjóSfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjórl: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. Lmmamál kvenna gtarfshópur Rauðsokka hefur kannað launamál hér á landi með tilliti til skiptingar í launa- flokka eftir kynjum. Rauðsokkar birta niðurstöðu sína í síðasta hefti Samvinnunnar og eru niður- stöður meðal annars þessar: | Rauðsokkar athuguðu launa'kjör 700 félags- manna í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Samkvæmt þeirri athugun er einungis konur að finna í laegsitu launaflokkunum, þ.e. undir 16 þús- und krónum á mánuði. Sama niðurstaða kom í ljós þegar athuguð voru launakjör karla og kvenna í ríkisstofnunum. 2 Samkvæmt könnun Rauðsokka fá konur yfir- leitt lægri laun, þó þær hafi sambærilega eða jafnvel betri menntun en karlar, sem vinna hlið- stæð störf. í einu ríkisfyrirtæki kom á daginn að konur með stúdentspróf eða hliðstæð próf taka laun eftir 8. til 17. launaflokki, en karlar með sambærilega menntun taka laun eftir 13. til 25. launaflokki. |jað fer vel á því að Samvinnan skuli hafa for- ustu um birtingu slíkrar rannsóknar á laun- um kvenna. Það er í samræmi við þá samþykkt sem gerð var einróma á aðalfundi SÍS sl. sumar að stjóm SÍS skuli láta kanna launakjör kvenna sem vinna hjá samvinnuhreyfingunni. Verður að ætla að stjóm Sambands íslenzkra samvinnufé- laga hafi þegar hafið þá könnun sem henni var falið að vinna sl. sumar. Það er mikilvægt að niðurstöður könnunar liggi fyrir, þannig að unnt sé að finna viðeigandi ráðstafanir til lausnar. Af þeirri ástæðu flutti Magnús Kjartansson á alþingi tillögu um rannsókn á jafnrétti þegnanna sem var samþykkt á síðasta þingi sem ályktun alþingis. Þegar niðurstöður þessara kannana liggja fyrir verður ljóst til hverra ráða ber að grípa. En nú þegar er þó Ijóst að hér á landi er verulegt launamisrétti eftir kynjum, þrát't fyrir lögin um launajafnrétti kynjanna frá 1960. Þess vegna er unnt að gera ýmsar ráðstafanir strax, og því hefur Svava Jakobsdóttir flutt á alþingi lagafmmvarp um jafnlaunadóm; dómstól sem skal skera úr um álitamál við launaákvarðanir. Fmmvarp Svövu er alger nýjung og verður fróðleg't að sjá hverjar undirtektir það faer í þingsölum. Engir fríðartímar lóhann Hafstein hefur lýst því yfir að ekki sé lengur unnt að tala um friðartíma •— það hug- tak sé úrelt. Er þetta athyglisverð kenning frá formanni Sjálfstæðisflokksins, og sýnir að hann er ekki einasta úti að aka í pólitík sam'tímans, heldur lætur hann fyrir róða ef verkast vill öll fyrri stefnumál Sjálfstæðisflokksins. — sv. ÞINGSJA ÞJOÐVILJANS Geir Gunnarsson á Alþingi: Nemendur Stýrimannaskólans fái meistjómarrétt! Inntökunámskeið einnig í Keflavík Geir Gunnarssan lagði í gær fram á Aiþingi breytingatil- lögn vig frumvarp til liaga um Stýrimannaskólann í Reykja- vík. Leggur hann þar til að nemendiur Stýrimannaskólans fái að tilnefna tvo fulltrúa sína í skólanefnd og þar með fái þeir raunverulegan með- stjómarrétt í skólanrjm. f>á leiggur hann til að nám- skeið er veiti fræðslu til inn- töku í skólann svo og til að standiast fiskimiannspróf 1. stigs og jafnframt til að setjast í 2. bekk skólans verði ekki að- eins haldin á’ Akureyri, fsa- firði og Neskaupstað, heldur einnig f Keflavík eða Njarð- vik. Fyrir skömmu var lagt fyr- ir Alþingi stjómarfrumviarp til laga um Stýrimannaskólaím í Reykjavík Er þesisu lagafrum- varpi ætlað að koma i stað gildandi laga um sarna skóla. f því felast ýmsar breytingar m.a., að inntökuskilyrði eru hert og felld er niður úr lög- unum upptalning einstakra námsefna til prófs. f 14. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að í skólanefnd sitji 5 menn skinaðir af Ráðn- neyti. Tveir skulu skipaðir skv. tilnefningu Farmanna- og Fiskimannasambands íslands. annar úr farmannastétt, og binn úr fiskimannastétt einn skv. tilnefningu Vinnuveit- endasambands fslands og ein-n samkvæmt tilnefningu LÍÚ. Formann skal ráðuneytið skipa án tilnefningar. Þá segir í 15. gr. 1. mgr.: Námskeið, er veiti þá fræðslu, sem um getur í 5. gr. (þ.e. um inntökuskilyrði) svo og þá fræðslu, sem þarf til að standast fiskim-annapróf 1. stigs og jafnframt til að setj- ast í 2. bekk í stýrimianna- Geir Gunnarsson s-kóla, skal skölastjóri Stýri- mannaskólans í Reykjavík láta halda árlega á eftirtöldum stöðum, þegar næg þátttaka er að dómi ráðuneytisins: Ak- ureyri, ísiafirði og í Neskiaup- stað. Námskeiðin skulu haldin á saimia tíma og kennsla fer fram í sams konar deildum Stýri- mannaskólans í Reykjavík. Inntökuskilyrði skulu vera hin sömu og í sams konar deild- ir í Reykjavík. Heimilt er að hafa námskeið- in á öðrum stöðum en að of- an greinir, að tilskyldu, sam- þykki menntamálaráðuneytis- ins. .f reglugerð skial ákveði’ð nánar um lágmarksþátttöku o. fl. varðandi námskeiðin Verk- efni fyrir skrifleg próf við lok námskeiðanna skulu send frá Stýrimannaiskólanum. Samkvæmt tillögum Geirs Gunnarssomar skulu 14. gr. og 1. migr. 15. gr. vera svo: 1. Við 14. gr. Greinin orðist svo: Meninitarnálaráðuineytið fer með yfirstjórn skólans. 1 skólanefnd eiga saeti 7 menn. Ráðumeytið skipar 5 skólanefndarmenn til 4 ára í semn: tvo samkvæmt tilneifn- ingu Farmaninia- og fiskimamna- samibamds fslands, annam úr farmannastétt, himn úr fiski- manmastétt, einm samkvæmt tilnefningu Vinmuveitendasam- bamds fslamds og einn sam- kvsemt tilneftningu Lamdssam- bamds íslenzkra útvegsmanna. Formamn skipar ráðuneytið án tdlmefningar. Tvo skólanefndar- menn skipar ráðuneytið til eins árs í senn samkvæmt tilnefn- ingu nemenda skólans. Til- nefning fulltrúa nemenda skal fara fram eftir reglum, sem ráöuncytið setur. Skólanefnddn skal fylgjast með kenmslutilhö'gun og náms- efni og vera skólastjóra til f>ð- stoðar í málefnum slkólans al- menrnt. 2. Við 15. gr. 1. málsgr. orð- ist svo: Námskeið, er veiti þá fræðslu, sem um getur í 5. gr., svo og þá fræðslu, sem þarf til að standast fiskimannapróf 1. stigs og jafnframt til að setjast í 2. bekk í stýrimamnaskóla, skal skólastjóri Stýrimamnaskólans í Reykjavík láta halda áriega á eftirtöldum stöðum, þegar næg þátttaka er að dlómá ráðuneytis- ims: Akureyri, fsafirði, Nes- ka-upstað og Kcflavík eða Njarðvík. Fálkaorðan erlendur ósiður! Bjami Guðmason mælti fyrir tillögu sinni úm áf* * nám fálkaorðunmar a Al- þingi í gær. Var ræða bans skelegg og skemmtileg og virtist’raunar fátt geta rétt- lætt íslenzkar orður og krossa, að ræðu hang lok- inni. Kom meðal annars fram hjá honum. að hæsta- rættardómarar, ráðuneytis- stjórar. ambassadorar og annað fyrirfólk, að jafn- aði þeir einu sem taldir væru verðugir slíkrar veit- ingar, en brennt væri fyrir það, að t.d. venjulegir verkamenn eða iðnaðar- memi væru það. Veriður ræða Bjama Guðnasonar birt hér í blað- inu á næstunni. NÝ NNGMÁL Auk þeirra mála sem þeg- ar hefur verið getið hér á síðunni, hafa eftirtalin mál verig lögð fyrir Alþingi í þessari viku: ★ Tillaga til þingsályktun- ar um endurskoðun á lögum um byiggimgarsamvinnufélög. borin fram af þeim Sigurði E. Guðmundsisyni og Jóni Árm. Héðinssyni. ★ Frumvarp til la-ga um breytingar á lögum um al- mannatryggingar. Frumvarp- ið er 'staðfesting á bráða- birgðalögum þeim er gefin voru út hinn 19 júlí s.l. að tilhlutan tryggingamiállairáð- herra, Magnúsar Kjartans- sonar. Bráðabirgðalögin fólu í sér að flýtt var gildistöku nokkurra ákvæða laganna og breytingar gerðar á þeim, eins og mönnum er í fersku minni. ★ Tillaga til þingsályktun- ar um landhelgi og vemdun fiskistofna. Borin fram af 10 þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. ★ Fyrirspum til viðskipta- ráðherra um afurðalán iðn- fyrirtækjia. Borin fram af Pétri Péturssyni. Fyrirspum- in er á þa leið, hvenær gera megi ráð fyrir að iðnfyrir- tæki. sem framleiða vörur til útflutnimgis, fái notið svip- aðrar fyrirgreiðslu hjá bönk- um varðandi afurðaián út á framleiðslu siína eing og aðr- ir atvinnuvegir, svo s-em sjávarútvegur og liandbúnað- ur. ★ Fyrirspum til samgöngu- málaráðherra um veggjald á Reykjanesbraut. Borin fram af Stefáni Gunnlaugssyni Fyrirspumin er á þá leið, hvort ríkisstjómin hyggist afnema veggjald á urnferð um Reykjanesbraut og sé svo. hvenær það kæmi til fram- lcvæmda. ★ Tillaga til þingsályktun- ar um stofnun íslenzks sendi- ráðs í Kanadia. Borin fram af Stefáni Gunnlaugssyni o.fl. ★ Tillaga til þingsálykt- unar um endurskoðun orku- Iiaga. borin fram af Jóni Ámasyni og fleirum. f álykt- uninni segir m.a., að endur- skoðun orkulagamna skuli gerð með það fyrir auigum, að komið verði á sérstökum orkuveitum landshluta, er taki við verkefnum Rafmagns- veitoa ríkisins. ★ Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga. Borin fram af Bimi Fr. Bjömssyni. 1 gr. þess frumvarps gerir ráð fyrir því að sveitarfélög- um sem bafa eignar- eða af- notarétt a’ð afréttum, sé heimilt að innheimta að- stÖðugjöld af atvinnurekstri á afréttunum. í 2 gr. er gert ráð fyrir því að sveitarfélögum sé heimilt að leggja útsvör á þá sem hafa fast aðsetur á afréttum, sem sveitarfélög bafa eignar- eða afnotarétt af. Laxárvirkjun Framhald af 1. síðu — Hvað um Laxárvirkjunar- stjóm? — Ég hef rætt þessi mál við stjóm Laxárvirkjunar, en um það vil ég segja, að þær for- sendur samkomuilagis sem ég nefndi áöan eru þess eðlis að þær raska á engan bátt þeim heimildum sem Laxárvirkjunar- stjóm hefur fengið; — Það er ekki verið ag taka af Laxár- virkjunarstjóra neinn þann rétt sem hún telur sig hafa baft. Það er ékki lagaheimild fyrir öðrum áfanpa virkjunar í Laxá, þannig að Laxárvirkjunarstjóm getur ekki haldið þvi fram að núverandi ríkisstjóm hafi geng- ið á þær heimildir sem virkjuu- arstjómin hafði þegar ríkis- stjómin tók við í sumar. — Hvemig em sáttahorfur? — Ég hef forðazt að ræða þetta mál opinberlega eftir að ég tók við starfi iðnaðarráð- herra vegna þess að málið er ákaflega viðkvæmt, en ég mun vinna að þvi að ná samkomulasri og ég geri mér vonir um að rauuveruleigar sættir takist. - sv. Sendinefnd Framlhiald af 10. síðu. dönsum, rússneskum, spænsk- o.fl. Hún hefur komið fram í Austur-Evrónulöndum. Afríku og víðar. fgor Zotof leik-ur á bajian, sem er þjóðlegt hljóð- færi rússneskt einskonar harm- oníka. og hefur hann farið víða — allt frá Ástralíu til Noregs. Nefndin hugði gott til kynna af fsliandi og íslendingum og kvaðst mundu skýra frá áhrif- um ferðalagsins heim komin. Komiairova lagði áherzlu á það, að áætlanir um framfarir, hve ágætar sem þær væru. gætu því aðeins staðizt að góður friður héldist, og tii þeirra mála þjrrftu aliar þjóðir að leggja fram sinn skerf, stórar sem stmáar. Óttast kéleru faraldur í Indlandi New Yorik 4/11 (Ntb — reuter) Um miljón skammtar af kóleru- bóluisetningiairefni hafa verið sendir í skyndi til Orissa héraðs- ins í Austur-Indlandi, þar sem þegar hefur verið skýrt frá dauða sex manna af völdum kólerufar- aldurs. Öttast er, að faraldurinn grípi um sig, þar sem ástandið á þessu svæði er mjög hörmulegt eftir flóð og stcrm. Talið er að um 25 þúsund mamns hafi farizt af völdum náttúruhamfarainina og tugir þúsunda manna líða nú sáran matar- og vatnsskort. Síldin í gær var vitað um 20 skip sem höf’ðu fengið einhverja sild. Aflinn var alls um 400 lestir og lönduðu skip á höfnum allt frá Stöðvarfirði til Akraness. Dsuir viðurkenna KAUPMANNAHÖFN 4/11 —- Skýrt var frá því á fundi utan- ríkismálanefndar danska þings- ins í dag, að Danir hefðu í huga að viðurkenna stjóm Norður- Víetnams frá og meg áramótum og taka upp stjórnmáJasamband við hana. Verður sendiherra Danmerkur í Pekinc jafnframt scndiherra í Hanoi. Áður höfðu Svíar sett á fót sendiráð í- Hanoi og norska stjórnin er sama sinnis Herbergi óskast til leigu Upplýsingar í síma 17500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.