Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. mai 1972 —ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Ákveðið verð á fiski fisk beinum og slógi i mjöl Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur ákveðið eftirfar- andi lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjöl- vinnslu frá 1. júni til 31. desember 1972. Fulltrúum i Verðlagsráðinu er heimilt að segja lágmarks- verðinu upp fyrir þann 16. sept- ember 1972 og skal þá nýtt lág- marksverð taka gildi frá og með 1. október. a. Þegar selt er t'rá fiskvinnslustöðv- um til fiskimjöls- verksmiðja: Fisk- bein og heill fisk- ur, annar en sild, loðna, karfi og steinbitur, hvert kg kr. 1.23 Karfabein og heill karfi, hvert kg kr. 1.47 Steinbitsbein og heill steinbitur, hvert kg kr. 0.80 Fiskslóg, hvert kg. kr. 0.55 b. begar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiski- mjölsverksmiðja: Fiskur, annar en sild, loðna, karfi o g steinbitur, hvert kg kr. 1.15 Karfi, hvert kg Steinbitur, hvert kg Framhald á bls. 19 Húsió tekur stakkaskiptum Hvort sem mála þarf úti eða inni. A3 mála hús sitt með Hörpusilki er auðveld og ódýr aðferð til þess að fegra umhverfið og vernda eignir sínar gegn harðleikinni veðráttu. Með réttri undirvinnu stenzt Hörpu málning hin tíðu veðrabrigði. Fagleg vinnubrögð og góð málning tryggja langa endingu. Látið Hörpu gefa tóninn. HARPA EINHOLTI 8 Axel Björnsson nýbakaður doktor: Skrifaði doktors- ritgerð um segul- svið jarðarinnar * ,,Er utanbæjarnemendur i Menntaskólanum Á. Isafirði fengu um siðir i hendur langþráðan dvalar- og ferðastyrk frá mennta- málaráðuneytinu, kom það þeim öllum i opna skjöldu að dvalar- styrkur hafði verið helmingaður. 1 reglugerð um úthlutun styrkja til jöfnunar námsaðstöðu i dreif- býlinu, 5. gr. stendur: „Dvalar- styrkir eru veittir þeim, er verða að dvelja utan heimila sinna, án þess að eiga kost á skólaheima- vist. Fyrir skólaárið 1971—1972 er hámark dvalarstyrks 1.350 kr. á mánuði”. Dvalarstyrkur á þvi samkvæmt lögum að vera 10.800 kr á hvern nemanda, en hefur verið lækkaður niður i 5.400 kr. Þetta mun koma mjög illa niður á nemendum, þar sem gert hafði verið ráð fyrir að þessi styrkur nægði til greiðslu á leigu her- bergja, er nemendur höfðu fengið út i bæ fyrir tilstuðlan skólans. betta var gert vegna þess að i upphafi skólaárs var ekki fyrir hendi nægjanlegt heimavistar húsnæði fyrir alla þá 42 utan- bæjarnemendur, sem stunda myndu nám við skólann. 16 nem- endur voru skráðir á heimavist, og i lok skólaárs höfðu 6 verið skráðir af vist. 10 voru hjá ætt- ingjum, 14 fengu herbergi fyrir milligöngu skólans og 2 munu hafa útvegað herbergi sjálfir. Þessari framkomu fylgir engin skýring af hálfu þeirra manna er i úthlutunarnefnd eiga sæti, önnur en sú, að þetta hafi verið gert við utanbæjarnemendur i M.A., er Húsgagnabólstrar kjósa sér stjóm A aðalfundi Sveinafélags hús- gagnabólstrara, sem haldinn var 24. mai i vor, var stjórn félagsins frá fyrra kjörtimabili endurkjör- in. Stjórnina skipa: Jóhann Eliasson, formaður; Ingimundur Pétursson, varafor- maður; Halldór Ólafsson, gjald- keri; Daði Ólafsson, ritari. Vara- menn i stjórn eru þeir Gisli Sig- urðsson og Haukur Óskarsson. Nú eru 428 menn i Verkstjórafé- laginu. Á siðasta ári gengu 45 ný^ ir menn i félagið. Formaður fé- lagsins frá siðasta aðalfundi er Haukur Guðjónsson, 4. mai s.l. lauk Axel Björnsson doktorsprófi i eðlisfræði frá há- skólanum i Göttingen i Vestur- býzkalandi. Fjallaði ritgerð hans um segulsvið jarðar, nánar til- tekið um breytingar og regluleg- ar sveiflur i styrkleika sviðsins. Þessar sveiflur stafa frá straum- um i efstu lögum gufuhvolfsins og voru tengsl þeirra við norðurljós og svipuð fyrirbrigði einnig rann- sökuð frá segulmælingastöð Raunvisindastofnun Háskólans, sem staðsett er i Leirvogi. Rit- gerðin nefnist á þýzku „Unter- suchungen von pi 2 Pulsationen auf einem Profil von Siid-Europa bis in die Polarlichtzone”. Axel er fæddur 1942 i Reykjavik sonur hjónanna Auðar Axels- dóttur og Björns Kristjánssonar. Hann tók stúdentspróf 1962 og hóf siðan nám i eðlisfræði við háskól- ann i Göttingen. Þaðan lauk hann Diplomprófi 1968 og hefur siðan starfað við jarðeðlisfræðistofnun háskólans þar og meðal annars birt greinar um jarðeðlisfræðileg efni. Axel er kvæntur Astu Vig- bergsdóttur og eiga þau tvo syni. bau eru nú að búa sig til starfa á Islandi. Örn Erlendsson var kjörinn formaður Islenzk-þýzka menningarfélagsins A aðalfundi Islenzk-þýzka menningarfélagsins, sem var haldinn fyrir skömmu, var Orn Erlendsson, hagfræðingur, kjör- inn formaður félagsins, er Sig- urður Baldursson hrl. baðst und- an endurkjöri. Föstudaginn 19. mai 1972 var haldinn aðalfundur i islenzk- þýzka menningarfélaginu i Lind- arbæ. Formaður félagsins, Sigurður Baldursson, gerði i upphafi fund- arins grein fyrir liflegu starfi fé- lagsins á árinu. 1 ræðu Sigurðar kom fram, að vaxandi samskipti og samstarf væri á sviði menn- ingar- og menntamála milli Is- lands og Þýzka alþýðulýðveldis- ins, þó að sú staðreynd, að Island hafi ekki enn viðurkennt og tekið upp stjórnmálasamband við þetta land, hafi hindrað verulega öll samskipti milli landanna. Þá kom einnig fram i skýrslu formanns, að félagið hafi mjög beitt sér fyrir auknum, eðlilegum samskiptum milli landanna og hafi á sinum tima átt frumkvæði að þvi, að hér yrði stofnuð sérstök viðurkenn- ingarnefnd, en svipaðar nefndir höfðu þegar verið stofnaðar á hin- um Norðurlöndunum. Eins og á undan förnum árum var eitt af verkefnum félagsins á siðasta starfsári að skipuleggja þátttöku tslands á Eystrasalts- vikunni,en auk margra ráðstefna og sýninga, sem þar fara árlega fram, hefur fslenzk-Þýzka menn ingarfélagið forgang um að senda hóp ferðamanna til dvalar við strendur Eystrasaltsins á meðan á hátiðarhöldunum stendur, en einnig hóp unglinga á aldrinum 12—14 ára, til þriggja vikna dval ar um svipað leyti i alþjóðlegum æskulýðsbúðum i bænum Prerow við Eystrasaltið. í ræðu sinni drap Sigurður á ýmsa aðra þætti i starfi félagsins á s.l. starfsári. Sigurður Baldursson baðst ein- dregið undan endurkjöri for- manns vegna anna, en skipar sæti varaformanns i hinni nýkjörnu stjórn. t stað Sigurðar var dr. örn Erlendsson kosinn formaður félagsins. Hin nýia stiórn er skipuð eftir- farandi mönnum: Dr. Orn Erlendsson, hagfræð- ingur, formaður; Sigurþur Baldursson, hæstaréttarlög- maður, varaformaður; Guðrún Hallgrimsdóttir, matvælaverk- fræðingur; Halldór E. Stefáns- son, verzlunarmaður: Steinunn Stefánsdóttir, listfræðingur. Varamenn: Jón Thor Haraldsson, Ólafur Jensson. Ut anbæj arnemendur beittir órétti? BREF TTL BLAÐSINS Kristján Jóhannsson sendir bjóðviljanum meðfylgjandi bréf fyrir hönd stjórnar skólafélags menntaskólans á tsafirði. Yfir- skrif bréfsins er: „Athugasemd vegna úthlutunar styrkja til jöfn- unar námsaðstöðu i dreifbýlinu". ekki hafi verið á vist, en heima- vist þar er sögð illa nýtt. Þetta eru engin rök, þar eð M.t. er eini menntaskólinn, sem sl. haust gekkst fyrir útvegun herbergja fyrir utanbæjarnemendur úti i bæ. Af framansögðu sér hver heil- vita maður, að utanbæjarnem- endur i M.l. eru beittir megnasta órétti. Þess er þvi krafizt, að hlut- aðeigandi aðilar leiðrétti þetta hið allra fyrsta. f.h. stjórnarSkólafélagsM.I. Kristján Jóhannsson gjaldkeri”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.