Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 1
ÞJuÐVIUINN Laugardagur 17. júni 1972 — 37. árgangur —132. töiublað. Alþýðubankinn hf ykkar hagur okkar metnaöur Munið 10% afsláttarkortin Ellefu þúsund gæsahreiður í Þ j ór s ár v erum Arnþór Garðarsson fugla- fræðingur hefur í vor dval- izt i Þjórsárverum við rannsóknir eins og undan- farin ár, en kom til Reykja- víkur, til að sitja þing fuglafræðinga, sem staðið hefur yfir hér í Reykjavik undanfarna daga. Arnþór sagöi okkur í gær, að i vor hefðu verið um 11 þúsund gæsahreiður í Þjórsárver- um og væri talið að nú væri gæsastofninn i hámarki, sveiflur væru í honum, en þær tækju áratugi eða aldir. Eins og menn eflaust muna uröu fyrir nokkrum árum miklar deilur vegna þeirra hugmynda um fullvirkjun Þjórsár, sem sökkva Þjórsárverum og um leið minnka eða nær útrýma heima- gæsastofninum, sem á varpland sitt i verunum. Þar er hvorki meira né minna en 3/4 hlutar alls heiðargæsastofnsins i heiminum, sem þarna verpir. Arnþór sagði okkur að hann hefði flutt erindi á ráðstefnu fuglafræðinganna hér i Reykjavik um Þjórsárver og heiðargæsina. Sagði Arnþór að nokkrar umræð- ur hefðu orðið um þetta mál á ráðstefnunni og eins og vænta mátti voru allir á einu máli urh það, að vernda þyrfti þennan dýrmæta reit. Arnþór Garðarsson sagði, að það væri ekki bara varpland heiöargæsarinnar, sem merkilegt væri við Þjórsárver. Þarna er um að ræða ósnortið land með mjög h'ramhald á bls. 23 Lögmál sem hvergi er skrifað Huldukynjuð tign Goðalands blasir við. Blómarósin Slyppa liggur í sólbaði. Hnjúkaþeyrinn dansar ballett kringum Stakk. Tjaldur stendur á öðrum fæti og hlustar á bláglæran fiðlustreng lækjarins. Hér gildir eitthvert blævængjað lögmál, sem hvergi stendur skrifað — eitthvert síungt til- hugalíf. Stund og Staður prúðbúnir elskendur sem leið- ast milli hvítglóandi jöklanna og gera hinn rauða fót tjaldsins að myntfæti hamingju sinnar. Mynd: Sigurjón Jóhannsson. Land og þjóð eru lífheild Land og þjóð eru lífheild heitir þjóðhátíðardagsins 17. júní. Blaðið samantekið efni um náttúruvernd óskar lesendum sinum Gleðilegrar — Ur„Daglegt lif" eftir Jóhannes úr Kötlum. sem Þ jóðviljinn birtir á opnu i tilefni hátiöar. Smásöluálagning hækkar 6 til 10% Með þessari álagningar- hækkun greiddu atkvæði fulltrúi ríkisstjórnar í verð- lagsnefnd, svo og fulltrúar kaupmanna, iðnrekenda, vinnuveitenda og SíS. Féllu atkvæði þannig, að fimm voru meðmæltir hækkun og fjórir á móti, þrír fulltrúar A.S.Í. og einn fulltrúi B.S.R.B. Gengu þeir þegar af fundi að at- kvæðagreiðslu lokinni. Á síðastliðnu ári skilaði Kron hagnaði og veitti þó afslátt af verulegu vöru- magni hér í Reykjavik. Eru þannig ekki forsendur að hækka álagningu hjá smá- söluverzlun í þéttbýli, þar sem hún virðist rekin með hagnaði. Hins vegar ber að rétta við smásöluverzlun hjá kaupfélögum úti -á landi með öðrum hætti. Það á ekki að gera á kostnað neytenda i þétt- býli.Bókun fulltrúa ASí og BSRB er á 3. síðu blaðsins. — fulltrúar A.S.I. og B.S.R.B. greiddu atkvæði á móti hækkun i verðlagsnefnd A fundi verðlagsnefndar í gærmorgun var sam- þykkt að hækka álagningu i smásölu um 6 til 10%. Hækkar vöruverð um 1 til 3% út úr búð við þessa álagningarhækkun. Fulltrúar A.S.I. og B.S.R.B. í verðlagsnefnd greiddu atkvæði á móti þessari hækkun. Virðist hún knúin fram vegna illa staddra kaupfélaga úti á landi. Hækkar álagning mest á matvöru og ný lenduvörum. KEMUR TIL FLUGMANNA- VERKFALLS Á MÁNUDAG? Eins og komið hefur fram i frcttum hafa alþjóðasamtök flug- manna ákvcðið að gera sólar- hringsverkfall, frá kl. 6 n.k. mánudagsmorgun til sama tiina á þriðjudagsmorgni, til að ýta á eftir kröfum sinum um að rikis- stjórnir allra landa framselji flugvélaræningja sem leita land- vistar i löndum þeirra. Björn Guðmundsson formaður Félags atvinnuflugmanna sagði okkur að islenzkir flugmenn myndu taka þátt i þessum að- gerðum ef til þeirra kemur, en ákvörðun um hvort af þeim verð- ur eöa ekki átti að taka i nótt sem leið. — Við höfum þegar gert islenzku flugfélögunum aðvart um þessar aðgerðir okkar, sagði Björn. Hann sagði ennfremur, að rikisstjórnir nokkurra landa væru algerlega samþykkar aðgerðun- um og styddu þært nefndi hann i þvi sambandi Ástraliu. — S. dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.